Forvitin rauð - 01.05.1974, Síða 2
B
Xb. 1. maf starfshópurlnn
Vilborg Siguröardóttir
Vilborg HarSardóttir
Rannveig Jónsdóttir
Kristín Ingvarsdóttir
Kristín Gunnarsdóttir
Hjördís Bergsdóttir
Guðrún ígústsdóttir
Erna Egilsdóttir
Björg Einarsdóttir
Edda ðskarsdóttir
Hildur Hákonardóttir
Haukur Viggósson
Ingibjörg Sigurðardóttir
Svala Sigurleifsdóttir
197^ =
ERU KARLAR OG KONUR JAFNINGJAR
í öðruœ stað hór í blaðinu kemur það fram, að konur og
karlar njóta jafnráttis lögum samkvsant, að örfáum ákvæðum undan-
skildum. En er framkvsandin í 3amrasni við það?
Allir vita, að konur á vinnumarkaðinum gegna flestar lág-
launastörfum. Það er raunar að verða margtuggið, að konur
komist ekki til frama í þjóðfálaginu, hvorki í stjórnmálum
ná embasttiskerfinu. Hverjar eru orsakirnar? Heyrt hefur
maður þá skoðun, að það sá augljóst mál, að konur kæri sig
einfaldlega ekkert um það - þær sár hæstánægðar með sitt
hlutskipti eins og það er í dag. En raunar vita það flestir ,
sem vilja vita það, að orsakanna er ekki að leita í vilja
eða viljaleysi kvenna.
Það eru engin ný sannindi, að við búum í karlmannaþjóð-
fálagi. Karlmenn taka allar veigamiklar ákvarðanir, sem
varða stjórn þjóðfálagsins og verðmætaráðstafanir. Þótt
ein og ein kona slæðist með í hópinn sem ákvarðanirnar tekur,
er rödd hennar allajafna lágvær og prúðmannleg - eins og
vera ber að þeirra dámi. Maður getur jafnvel stundum ekki
varist því að hugsa með sár, að sumar þessara einmana kvenna
sem slæðast með í ákvörðunum um mikilvæg mál, sáu kannski
þangað komnar m.a. vegna þess, að þær eru þægar og prúðar og
láta sár ekki detta í hug að mótmæla því, sem vitrir og reyndir
karlar halda fram.
Innrætingin á kynferðishlutverkinu byrjar snemma. Sennilega
strax í vöggu og áreiðanlega strax og börnin eru komin á fót,
með mismunandi klæðaburði, hvatningu til mismunandi leikja
og með mismunandi og kynferðisbundnum leikfangagjöfum.
Jafnvel foreldrar, sem eru sár meðvitandi um þetta og vilja
sporna við því, eiga í vök að verjast fyrir áhrifum um-
hverfisins. Þegar ofar dregur í aldursstigann verður inn-
rætingin sífellt markvissari og einbeittari. Piltar eiga
að afla sár starfsmenntunar, svo þeir geti sáð fyrir eigin-
konu og bömum, þegar þar að kemur og komið sjálfum sár til
metorða, ef gæfan er með og hæfileikar fyrir hendi. Ekkert
slíkt gildir fyrir stúlku, jafnvel ekki á allra síðustu
tímum. Jafnvel þótt stúlkur afli sár menntunar, verður
þess vart í viðhorfum, að það er talið fyrst og fremst
til skemmtunar og til að grípa til ef í harðbakka slær -
einkum náttúrlega ef stúlka gengur ekki út - og eins ef
hún verður fyrir því að skilja eða verða ekkja. Það er
sjaldnast gert ráð fyrir því, að stúlka gegni sama starfinu
óslitið nema í undanteknlngartilvikum, Það er ekki gert
ráð fyrir að kona þurfi að annast framfærslu annarra en
sjálfrar sín og hugsanlega barna sinna, en þá með fjárhags-
aðstoð annaðhvort frá föður barnsins eða hinu opinbera. En
karlmaður á að afla tekna til framfærslu eiginkonu og barna.
En hvað verður um konu, sem giftist - eignast fyrirvinnu- og
hverfur af vlnnumarkaðinum um stundarsakir eða fyrir fullt
og állt? Hún er eiginlega tekin af skrá eins og bíll, sem
ekki er nothæfur lengur. HÚn er ekki lengur skattgreiðandi,
ná launþegi. Hún er ekki elnu sinni skrifuð fyrir fjöl-
skyldubótunum hjá Trygglngastofnuninni. Hun er á framfæri
eiginmannsins og hann er þá hennar vinnuveitandi. á hún þá
ekki rétt á'einhverjum launum? Nel, raunar ekki, því tekjur
mannsins eru hans hjúskapareign, en hún á rátt á fæði 0g
húsnæði og lögum samkvamt má hún gera samninga varðandi sínar
sárþarfir. Þar er ekki fyrr en við skilnað, eða fráfall mannslns
að hún eignast lagalega hlutdeild í eignunum.
Setjum svo, að þessa konu langi nú til að vinna utan
heimilis. Ef hún hefur einhverja starfsmenntun á hún
hægara um vik, en margs er að gæta. Þar má ekki vera um
starf að ræða, sem gerir of miklar kröfur ná er of bindandi -
eða hvað? Fáar manneskjur eru þeim andlegum og líkamlegum
kröftum búnar að geta stundað fullt starf utan heimilis
og jafnframt annast heimili og börn að mestu leyti án þess
að slíta sár út á fáum árum. Raunar má finna ýmls ráð til
aðstoðar, svo sera aðstoð ættingja, launaðan vinnukraft á
heimilinu eða dagheimilispláss fyrir börn á þeim aldri -
en með þeim er vart hægt að reikna í okkar þjóðfálagi, svo
fágæt sem þau eru. En meðan konan ein ber alla ábyrgð
á rekstrl heimilis er þess ekki að vænta, að hún vinni
nein umtalsverð afrek í embætti sínu. Ef karlar og konur
eiga að geta verið jafningjar utan heimilis, verða þau
að vera það innan heimilisins líka - og smeyk er ág um
að þar skorti talsvert mikið á.
Þegar karlmaður tekur að sár starf, dettur engum ánnað
í hug en þar sá um fullt starf að ræða, ef um óskerta
starfsgetu er að ræða. Hann þarf ekki að slá neina
varnagla, eins og þann, að hann þurfi ævinlega að geta
verið viss um að losna á mínútunni fimm til að sækja
barn sitt á barnaheimili. Hann þarf aldrei að fá frí
úr vinnu vegna veikinda annarra. Hann þarf ekki að velja hvort
hann vill ganga í hjonaband og eignast börn eða taka fullsn
þátt í athafnalífinu og komast til fjár og frama í samræmi
2