Forvitin rauð - 01.05.1974, Blaðsíða 30

Forvitin rauð - 01.05.1974, Blaðsíða 30
SJALFSGAGNRYNI Samkvrsmt þessa á konan ein börnin og ber ábyrgð á þeim. Hennar vinnudegi lýkur ekki þegar skilningsríkur eiginmaðurinn kemur heim úr sinni vinnu og leggur sig fyrir matinn. Vinnutími húsmóður er ótakmarkaður. Hún á að vera til taks, seint og snemma, til að sinna manni og bömum. I>á er ekki talað um 40 stunda vinnuviku eða lengingu orlofs. Maðurinn "sér fyrir henni", og hún má vera þakklát, ef hann gefur henni nýjan kjól eða kápu. Ekki er minnst á að henni beri laun fyrir heimilisstörfin, þau eru "eðlilegur vettvangur konunnar", og ánægjan af fallegu heimili og mannvænlegum bömum ætti að nægja henni. 1 áraraðir hefur mikið verið rætt um að skortur á dagheimilum standi í vegi fyrir því að konur leiti út á vinnumarkaðinn. Þetta er að v£su satt, en ekki bindur þetta karlmenn heima. Margar þeirra kvenna sem gjama vildu vinna úti, segja að það borgi sig ekki fyrir þær, þv£ að mestur hluti launanna færi til að greiða barnagæslu. Ekki eru það allar konur sem hafa efni á að tala svona, margar hafa ekki um annað að velja en að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða. Hins ber l£ka að gæta, að konunni ber ekki að greiða nema helming bamagæslukostnaðarins, faðirinn á auðvitað að greiða hinn hlutann. Þetta ætti þv£ ekki að standa £ vegi fyrir þv£ að konur vinni utan heimilis. Hér að framan hef ég aðeins drepið á fáein dæmi, fleirum getið þið bætt við. Aðalatriðið er, að við tökum hugmyndir okkar og alla afstöðu til gagngerrar endurskoðunar. 1 þeim tilgangi er gott að slá sér nokkrar saman og ræða málin opinskátt og heiðarlega. Ef við berum saman reynslu okkar, komumst við oft að þeirri niðurstöðu, að við eigum við sameiginleg vanda- mál að str£ða. Við leysum þessi vandamál ekki, nema með sameiginlegu átaki. Pað hefur að v£su verið sagt að konan eigi að þegja £ samkunduhúsinu, og það löngum verið talin dyggð hjá konum, að þær kunni að hlusta. Pegar við látum £ okkur heyra, verður ef til vill sagt að við "tölum eins og fáv£sar konur". En hve1 leagi getum við þagað? El£sabet Gunnarsdóttir. Kosningar fara í hönd - karlar stöndum saman. sem elnn maður um saetin FriXn ( þéttskipuGum utTEtisvagnitnim: — Ksnnski' •» herrann tB* stsmls upp? - Ekkl tU aft tafat am. M I bara satM mlttí SAMBYLI frlt. n þá fengum við nú svo sannarlega aö kenna á því. Fyrri part vetrar var einn rekinn fyrir að virða ekki umgengnisreglur, en þaö var meÖan reglurnar voru ennþá virtar af meirihlutanum. Svo er eitt annaö ónefnt. Einn eÖa fleiri töldu sig hafna yfir allar reglur og almennar samþykktir og töldu sig vita betur en aörir um flesta hluti. Þegar ekkert tjáöi að ræöa viö þá eöa rífast tóku sumir bara upp sama hátt og þeir. Þrátt fyrir þaö, aö ágæt og efnileg byrjun endaöi frekar leiöinlega vil ég meina aö sambýlisform sem þetta geti vel heppnast, en þá auðvitaö meö svolítið ööru móti. Hlutfalliö milli kynjanna veröur aÖ vera jafnara, þannig aö viÖ getum notið atkvæöis okkar og ekki sé hægt aö afgreiða okkur sem nöldursaman minnihluta. Ráöskona eöa kokkur ætti aö vera á staðnum sem sæi um matargerö og frágang í eldhúsi. Einnig einhverskonar vísir aö húsveröi, sem sæi um að húsreglum væri framfylgt. Ibúarnir veröa helzt aÖ stunda samskonar vinnu, þ.e.a.s. ef um er að ræöa skólafólk þá ætti þaö aö stunda nam í sama skóla þannig að frítími og hagsmunir íbúanna séu samræmanlegir. Menntamálaráöuneytiö gréiddi eftir lok skólaársins eftirstöövar húsaleiguskuldar aö upphæö u.þ.b. 80 þús. En hvaða ályktun draga stjórnvöld nú af til- rauninni? Rauöi krossinn hefur nú fest kaup á Hótel Nesi svo aö x þaÖ hús eiga ekki peningalitlir og husnæðisþurfa nemendur aö venda framar enda fullnægir staðurinn ekki þörfinni hvorki varðand stærö né gerö. Þarna tóku.inemendur sjálfir frumkvæöiö og bíöa nú meö óþreyju eftir framhaldi £ formi jákvæðra undirtekta sem því miöur ekkert hefur boriö á enn sem komiö er. Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir .Rauösokkum kennt um skort á einkariturum. Það vantar yfir 30,000 einkaritsra í New York, aÖ því er segir í tímaritinu Majority Report. Vinnumiölunarskrifstofurna kenna rauðsokkum um þetta ástand og segja a þær hafi lýst einkaritarastarfinu sem þrælavinnu, án framtíöarmöguleika.

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.