Forvitin rauð - 01.05.1974, Blaðsíða 25

Forvitin rauð - 01.05.1974, Blaðsíða 25
tími hennar lengri en karlmanns. Þetta lœtur ekki senni- lega, en er þó satt. Það sama á viS karlmenn með ólíku lunderni. Umhugsunartími örgeðja manna er lengri en ró- lyndra. Því skapstilltari sem maðurinn er, því auðveldara veitist honum a3 einbeita eftirtekt sinni a3 ákveðnu atri3i, og því styttri verður umhugsunartími. Sennilega er hár a3 finna ástæðu til þess, aS hreyfingar kvenna eru ekki eins öruggar og karla." bls. 24. "Karlar og konur eru ólíkum gáfum gædd. X þetta við gerð, og stærð líffæra og viðhorf þeirra gagnvart fimleikum. En karlar og konur leysa einnig af hendi ólík störf í þjóð- félaginu og ólík ætlunarverk í dýraríkinu." bls. 24. "Réttstaða karlmanns sé stöðug, lýsi óbifandi jafnvægi. Stellingin öll beri það með sér, að leikmaður búi yfir orku og viljam*gni,reiðubúinn til starfa, þegar færi gefst." bls. 39. "Réttstaða kvenna sé svipléttari en karla og jafnvægi ekki jafnskorðað. Eðlismunur, sem lýsir sér í líkamsútllti þeirra sé fremur skýrður en máður. Sviplínur séu mýkri, og síst má teygja háls né rétta um of. Ekki má þenja brjóst né draga axlir til muna aftur á bak. Með því hlýtur konan frekjusvip, sem sómir illa. Ekki má þess gæta, að kona beri úthverfan hug jafnt og karlmaður. Henni fer betur að dyljast. Réttstaða bendi til innrænnar hvíldar konunnar, sprottin af eigin hvötum en ekki hlýðni. KarXmaður þarf að geta brugðið við í réttstöðu snöggt og hart, en viðbrögð konu eru rólegri, og gætir þeirra minna." bls. 40. "Karimaður stigi til jarðar með festu, líkt og hann fótum troði fjandmann sinn. Með þessu er þó ekki sagt, að gang- urinn skuli vera þungur. Gangandi maður hefur ákveðna stefnu. Hann getur að vísu breytt henni og tekið sér útúrdúra í ýmsar áttir, vikið til hennar aftur og valið sér nýja, en jafnan er stefnan ákveðin. Karlmaður fylgir beinum línum í göngu sinnl. Ætíð virðist hann fylgja fastri áætlan. En þegar kona gengur virðist ekki sem hún hafi ákveðið markmið. Ganga karlmanns spegli geðró hans, enda sé hún örugg og stöðug. Því fellur áhorfendum illa að sjá karlmenn haldast í hendur á gönguæfingum. Það ruglar þá. Karlmaður getur gert sig broslegan með því að berast dans- andi um leiksvið. Af sömu ástæðum vekur það hlátur, eða andúð, þegar karimenn sýna vaggandi og líðandi gangæfingar, sem algengar eru." bls. 48. "Ganga kvenna er óskyld hergöngu. Kona treður ekki jörðina undir fótum sér. hún svífur yfir hana. Hún brýtur ekki leið gegn um torfærur og hún víkur ekki úr vegi-iyrxr peim, en leið hennar liggur fram hjá. Hvorki fylgir hún beinni stefnu eins og karimaður, né snarbeygir. Leið hennar liggur- í líðandi bugðum. Stefna hennar er ekki eins ákveðin, jafn- væglð ekki eins óbifandi. Oft ber við, að ungar stúlkur leiðast, haldast í hendur, þegar þasr osfa dansspor og þykir áhorfanda það vel hX^3a." bls. 49. £3

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.