Forvitin rauð - 01.05.1974, Blaðsíða 3

Forvitin rauð - 01.05.1974, Blaðsíða 3
viS hasfileika sína og menntun. Hann þarf ekki a8 hafa áhyggjur af þvl, hvort hann kemst í búðir fyrir sex - og svo mœtti lengi telja. Vissulega eru til undantekningar- tilfelli en þau munu vera fremur fá. Raunar má benda á það í leiðinni, að karlmenn eiga ekki raunverulegan val- kost á því að vera heima og sinna börnum og helmilishaldi meðan eiginkonan eða sambýliskonan aflar teknanna. í>á yrði öll fjölskyldan stimpluð afbrigðileg og það mundi að öllum líkindum koma niður á börnunum - eða hvað? Nú er það staðreynd, að flelri og fleiri giftar konur vinna utan heimilis að meira eða minna leyti og allar líkur eru til að sú tala hœkki Jafnt og þétt á nmitu árum. En það er líka staðreynd, að störfin sem þessar konur fá - reyndar alXar konur á vinnumarkaðinum, giftar sem óglftar - eru að miklu leyti láglaunastörf, sem ekki krefJast miklllar menntunar. Hver er ástæðan? Er ekki þar komin ranghverfan á fyrirbærinu karimaður . fyrirvinna. Oft hefur maður heyrt vinnuveitendur hafa orð á því, að konur séu óstöðugri vinnu- kraftur en karlar ( en raunar hafa rannsóknir sýnt að svo er ekki) og getl þessvegna ekki gegnt ábyrgðar- og trúnaðar- stöðum. Auk þess gætir enn þess sjónarmiðs, að konur þurfi ekki á háum launum að halda, því þær sér framfærðar af öðrum og þeirra launatekjur sér eins konar aukatekjur, jafnvel verður þess vart hjá sumum konum. Þessu verður að breyta. Það þarf að innræta okkur konum þann hugsunarhátt, að við berum sjálfar ábyrgð á okkar framfærslu og stöndum körlum jafnfætis. En þá verður að breyta fleiri hlutverkum en kynferðishlutverki konunnar, eða er það ekki bara endurspeglun á karlhlutverkinu þannig að bæði saraan myndi þau eina heild? Mismunun og forréttindi á báða bóga jafna hvað annað upp. Það, að kona hættir í fullu starfi og tekur að sér alla þjónustu á heimili er forsendan fyrir því, að karl hennar geti sinnt starfi sínu af öllum líkams- og sálarkröftum og komist áfram í ÞJóðfélaginu til fjár og frama. Það er ekki hægt að gera leiðréttingu á öðru hlutverkinu án þess að breyta hinu líka. Hingað til hefur aðaláherslan verið lögð á að bæta úr misréttlnu sem konur hafa orðið að þola. Þar eru gall - arnir augljósastir. Fjárhagslegt og félagslegt misrétti kynjanna hefur verið rætt sem sérstakt kvennavandaraál, sem leysa ætti þannig, að konur fa=ru inn á svið karimanna að sem flestu leyti. En þar á móti þarf að koma, að karlar fari inn á þau starfssvið, sem hingað tll hafa verið talin tilheyra konum - basði í atvinnulffinu og á heimilunum. V.S. Z.o3 þztici er ■sem p «,> /rQ/)a Um hyqyju fyr/r b'órnunurr> .. SÍLDARSAGA MIN eða sérsamningar SamariS 1965 var 23 £ s£ld á Austarlandi. Um sumarið kom fyrir að aflaleysi var eða bræla á miðunum og þá var ekkert að gera £ landi. Eitt sinn, er svo stóð á vorum við þrjár konur beðnar um að inna af hendi tilskilið verk, sem nauðsynlegt var að gera enda þótt ekki væri verið að salta. Við leystum verkið af hendi og það tók okkur rúmlega tvær klukkustundir. Þegar að þv£ kom að gera þetta útkall upp við okkur kom £ ljós að við áttum aðeins að fá greiddan sléttan þann t£ma, sem við stóðum við verkið, en ekki eins og um útkall væri að ræða, sem er samkvæmt samningum metið öðruv£si en ef um samfelldan vinnutfma er að ræða. Þegar ég varð þessa áskynja bað ég um að sjá s£ldarsamningana áður en ég skrifaði undir launaseðilinn. Þeir voru, að sögn skrifstofu- manns útgerðarinnar, ekki við höndina. Þá sagðist ég ætla að v£kja mér frá, áður en ág skrifaði undir, og fá samningana lánaða. Konumar, sem höfðu unnið umrætt verk með mér töldu þessa tiltekt úr mér á allan hátt. Þær sögðu það m.a. óviðeigandi af mér, kvenmanninum, að rengja skrifstofumannin, þaulvanan til margra ára að fást við sl£ka útreikninga, en við aldrei átt við neitt af þv£ tagi. En ég lét mig ekki þrátt fyrir fortölur þeirra. Það hefur verið vani minn, og ég vil hvetja aðra til þess að taka hann upp, að kynna mér vel þá kjarasamninga, sem ég vinn eftir. Það hefur iðulega komið sér vel svo sem dæmin munu nú sanna. 2g kom til baka að vörmu spori með s£ldar- samningana og þar stóð skýrum stofum að útkall, sem ekki stæði £ beinu sambandi við samfelldan vinnutfma skyldi greiða sem svaraði fjórum vinnustundum. Fengum við s£ðan greitt £ samræmi við það og sljákkaði þá nokkuð £ starfssystrum m£num yfir fæmi skrifstofumannsins. Við talfærðum þetta við karlana, sem unnu á sömu söltunarstöð og við. Þeir sögðu sem var að þeir fengju aldrei minna greitt fyrir útkall en fjórar stundir og að annað væri óhugsandi og ekki £ samræmi við þá kjarasamninga, sem giltu um okkar störf. Við tækifæri létum við skrifstofumanninn margnefnda vita um þetta og spurðum hann hvers- vegna hann hefði ætlað að greiða okkur minna en körlunum og hann svaraði: "Þeir eru nú fyrir- vinnur". Oóra Guðmundsdóttir. 3

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.