Forvitin rauð - 01.05.1974, Blaðsíða 27

Forvitin rauð - 01.05.1974, Blaðsíða 27
EigLnlega hafSi ég aldrei komist upp á lag meS aS lesa góSar bsskur, lá bara £ Vikunni og öSru láttmeti, og mér hafSi beldur aldrei veriS sýnt um að fylgjast meS heimsviSburSum. Pegar viS Ejössi hittum skólafélaga hans og annað fólk, sem hann þekkti, þá fannst mér ég oftast vera £ vandræSum með aS tala við þaS - þetta var allt svo gáfaS og menntaS. Svo virtist mér Bjössi bara helst ekki vilja aS ég v*ri að segja nokkurn skapaðan hlut, þegar þetta fólk heyrði - hann var greinilega smeykur um að ég kæmi upp um fáfræði m£na. S£ðan hætti hann alveg að taka mig með sér og ég áttaði mig á þv£ að við áttum litla samleið. Annaðhvort hafði ég dregist aftur úr frá þv£ að við byrjuðum að vera saman eða hann haft of mikið forskot. Þegar hjóna- band okkar hafði staðið £ n£u ár fór hann frá okkur og gifti sig annarri. Hún hefur bæði menntun og sjálfstætt starf og getur staðið honum á sporði. Hann gerði vel við mig og börnin á venjulegan mælikvarða - ég hefi heimilið áfram með börnunum og hann greiðir r£flega með þeim. En samt varð ég að fá mér einhverja vinnu og þá vandaðist málið. Ég hafði týnt niður þv£ litla, sem ég kunni og fæ aðeins lágt launuð störf. 3f ég hefði gert mér grein fyrir að svona gæti farið hefði ég getað reynt að læra eitthvað eða þjálfað mig £ einhverju og þá væri ég ekki eins illa á vegi stödd núna. Þetta eru l£ka ógurleg viðbrigði fyrir börnin - það er eins og við séum komin £ einhvem annan flokk, en áður. Og nú kem ég að þér, Sveinn. Hefur þú aldrei sett dærnið hjá þér þannig upp að skeð gæti að konan þ£n veiktist og yrði ekki fær um að afla tekna, eða að hún dæi - að ég nú ekki tali um að hún hreinlega yrði leið á ykkur og færi s£na leið og þú sætir eftir með einfalt meðlag mað börnunum? Hún gæti hitt einhvern, sem hefði fylgst betur með t£manum, en þú, þv£ að auðvitað ert þú samkvæmt bréfi þ£nu dál£tið einangraður þarna heima með börnin og getur orðið úr takt við hana, sem er úti £ dagsins önn og hittir marga og hlýtur að geta fylgst betur með en þú. Reyndar kamur fram £ bréfi þ£nu að þú ert að ranka við þér, þar sem þú finnur að þú ert að dragast aftur úr þ£num gömlu skólafélögum úr iðnskólanum. án árangurs hefur þú reynt að koma öðru barninu á leikskóla - en þitt tilfelli flokkast ekki undir forgang hjá almennum dagvistunarstofnunum. Mér virðist þú ráðvilltur þar sem þú spyrð hvaða stefnu þú eigir að taka - og hér kemur mitt ráð. LáTTU EKKI HUGFALLA3T - SNÖOU VÖRN 1 SOKN. Finndu einhverjar leiðir til þess að rjúfa þann vftahring, sem þú ert £ til þess að verða sjálfstæð og óháð manneskja. á meðan þér hefur ekki tekist það verðurðu aldrei nema hálfur maður. Fyrsta skilyrði er að finna öruggan stað fyrir bömin á meðan þú þarft að vera frá þeirn. Þú getur reynt að koma yngra barninu £ einkafóstur eða taka höndum saman við hóp áhugafólks um byggingu dagvistunar- stofnunar. S.t.v. er áhugi fyrir sl£ku £ hverfinu, sem þið eigið heima 1. Eldra bamið getur verið á skóladagheimili, þegar venjulegum skólat£ma lýkur. Þegar þessi atriði eru komin á fastan grundvöll skaltu byrja að fsta þig aftur inn £ þitt gamla starf og þú munt ná þvf fljótlega þar sem þú ert með sveinspróf £ iðn 03 ekki liðin nema u.þ.b. sjö ár s£ðan þú starfaðir við hana sfðast. En eitt tel ég mjög þýðingarmikið eftir að þú ert byrjaður að starfa aftur utan heimilis þ.e. að gera konunni þinni ljóst að ykkur ber báðum til samans að inna af hendi heimilisstörfin. Ef þú ekki gerir henni það skiljanlegt þá lenda þau öll á þér og þú kemur til með að bera uppi tvöfalt starf og sl£kt er hvorki skynsamlegt til lengdar né sanngjarnt gagnvart þér. Keð von um að þér vegni vel kveð ég þig. R.S. £ bréfinu þ£nu segir þú að stundum séu félagar þ£nir að núa þér þv£ um nasir að þú látir konuna þ£na vinna fyrir þér. Það er skrftið að aldrei ásakaði neinn mig um þetta á meðan við Ejössi vorum gift - þ.e. að ég léti hann sjá fyrir mér. Samt er þetta alveg nákvæmlega eins tilvik. Gaman væri að heyra frá þér. Sama. 27

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.