Forvitin rauð - 01.05.1974, Blaðsíða 10

Forvitin rauð - 01.05.1974, Blaðsíða 10
EFTIRFARANDI ÞÍÐINGAR ERU Einhverstaöar er Sírejia. Grænn líkarai hennar er þakinn hreistri. Andlit hennar er sjáanlegt. NeÖan til á handleggi hennar slær rósrauðum bjarma. Stundum fer hún að syngja. Konurnar segja, að af söng hennar heyri þær aldrei annað en langdregið 0. Þess vegna hafi söngurinn svo hvetjandi áhrif á þær, eins og allt, sem minnir á Oið, nullið eða hringinn, skapahringinn. Þegar konurnar tala um sköp sín nota þær ekki vktar samlikingar, þær fara ekki með upptalningar eða niðurraðanir. Þær hafa ekki yfir langar þulur, sem kalla yfir þær endalausar bölbænir með viðlagi sínu. Þær reyna ekki að gera þagn- irnar langar svo að það virðist, sem eitthvað hafi fallið niður. Þær segja að allt þetta sé merki um að málfarið sé að ganga sér til húðar. Þær segja að allt verði að byrja að nýju. Þær segja að sterkur vindur blási nú yfir jörðina. Þær segja að sólin sé um það bil að renna upp. Ljón hinna þriggja nátta var sent til móts við Hippolytu. Sagt er að það tæki þrjár nætur að telja þetta skrímsli með mannsandlit á að ráðast gegn drottingu Amazonanna. Enginn kann söguna af því, þegar hún barðist hetjulega með boga sínum og örvum eða hvernig ljónið braust um er hún dró það langt inn í fjöllin svo það myndi ekki verða hættulegt fólki hennar. Þessi frásögn hefur aldrei verið skráð. En hermt er að fram að þessu hafi konurnar alltaf verið sigraðar. Konurnar muna eftir sögunni af henni, sem bjó við úlfaldaslóðina. Berhöfðuð í sólinni ákallar Clemence Maieul stöðugt sólgyðjuna. Hún klippir lokka úr hinu mikla hári sínu og kastar sér þrisvar sinnum á jörðina, sem hún lemur með flötum lófunum og hrópar: "Heill sé þér, hin mikla Amaterasu, í nafni móður okkar, í nafni þeirra, sem á eftir munu koma. Komi ríki okkar. Megi þessu kerfi verða kollvarpað, jafnt hinu góða sem hinu illa." Þær segja, að Clemence Maieul hafi oft teiknað á jörðina Oið, sem er tákn gyðjunnar, tákn skapahringsins. Sagt er, að snípnum hafi verið líkt við kirsuberjakjarna, knúbb, brum, sesamfræ í hulstri sínu, möndlu, myrtussprota,skuttlu, skráarás. Sagt er, að ytri skapavörunum hafi verið líkt við skeljar hörpudisks og þeim innri, sem huldar eru, við Purpura frá Sidon og hita- beltiskóralla. Sagt er, að raka varanna hafi verið líkt við saltvatn með joðbragði. Konurnar segja að þær hafi nú lært að treysta á eigin matt. Þær segja að nú séu þær orðnar með- vitandi um styrk samstöðunnar. Þær segja að þær sem heimta nýtt mál verði fyrst að læra að beita ofbeldi. Þær segja að þær sem vilja breyta heiminum verði fyrst að grípa til riffl- anna. Þær segjast standa við upphafið. Þær segja að nýir tímar séu að renna upp. Þýð. H.H. /o

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.