Forvitin rauð - 01.05.1974, Blaðsíða 6
byggist á þeirri forsendu að báðir aðilar séu
jafnréttháir aðilar, hafi sömu skyldum að gegna
og njóti sömu réttinda. Hins vegar sé önnur
iöggjöf, svo sem skattalöggjöf og trygginga-
löggjöf að mörgu leyti í andstöðu við grundallar-
stefnu hjúskaparlöggjafarinnar. En niðurstaða
flutningsmanna er sú, að breyta þurfi hjúskapar-
löggjöfinni engu síður en annarri löggjöf sem
feli í sér beint misrétti. Flutningsmenn lögðu
því til, að afnumin yrði hin gagnkvæma framfærslu-
skylda hjóna í hjónabandslöggjöfinni, en í stað-
inn yrði hvor aðili um sig fjárhagslega sjálfstæður
og ekki framfærsluskyldur gagnvart öðrum en börnum
sínum. Tvenn rök voru aðallega færð fyrir þessari
róttæku breytingu: annars vegar var bent á, að
þrátt fyrir jafnréttisákvæði hjónabandslöggjafar-
innar, hefði hlutverkaskipting kynjanna áhrif á
afstöðu yfirvalda, sem lýsti sér t.d. í þeim
venjum og reglum sem giltu eftir hjónaskilnað,
en þá er farið að líta á konuna sem væri hún á
framfæri, og hins vegar var bent á, að nú, er
konan hefði sömu réttindi og karlmaðurinn með
tilliti til náms og starfs, gæti framfærsluvernd
ást er . . .
.að vinna bœði
fyrir út
borguninni
í íbúðinni.
TM ■*« U.S. OH —AN ri«fci> mmU
1' 1*74 by 1« Am**I*> T>m*r
ást er...
... að hlusta á
málœðið í henni
athugasemdalaust
í hjónabandi ekki lengur staðist. Til stuðnings
þessum málflutningi sínum, vitnuðu flutningsmenn
til samþykktar sem gerð var af hálfu Sambands
norrænna kvenréttindafélaga á fundi sem haldinn
var hér á íslandi árið 1968 og birtu hana í heild
með tillögu sinni. Pessi samþykkt Sambands
norrænu kvenróttindafélaganna fer fram á endur-
skoðun fyrirvinnuhugtaksins í norrænni löggjöf
með það fyrir augum, að stefnt verði að því að
hverjum fullvaxta manni veitist tækifæri til
sjálfstæðrar tilveru með eigin fjárhagslega
ábyrgð. Framfærsluskylda nái þá eingöngu til
barnanna.
Efni þessarar tillögu var tilefni mikilla umræðna
á ráðstefnu Norðurlandaráðs sem haldin var um
fyrirvinnuhugtakið í apríl 1972.
Önnur tillagan fjallaði um tryggingagreiðslur til
húsmæðra, þeirra sem afla sér ekki sjálfstæðra
6
tekna. Þar er farið fram á, að Norðurlandaráð
beiti sér fyrir því að staða húsmæðra innan trygg-
ingakerfisins só könnuð og á grundvelli slíkrar
könnunar verði gerðar breytingar og úrbætur til
að tryggja afkomuöryggi þeirra. Tekið er fram
í greinargerð, að húsmæður sóu verr settar en
aðrir í ýmsu því er varði lengd vinnutíma, orlof,
laun fyrir vinnu sína og eftirlaun. Ekki gerðu
flutningsmenn tillögunnar neina grein fyri hvernig
þeir hugsuðu sér framkvæmd þessara atriða,
eins og við sjáum af hinni endanlegu samþykkt
ráðsins, þa'var lagt til að þeir aðilar sem
annast börn eða aðra sem þurfa umsjár við njóti
róttinda í tryggingakerfinu.
Þriðja tillagan sem fyrir félagsmálanefndinni lá,
gekk nokkuð í aðra átt. Þar var þess farið á
leit að Norðulöndin endurskoðuðulöggjöf sína með
tilliti til fjölskylduhugtaksins, á þann veg að
ýmiskonar félagsleg og fjárhagsleg aðstoð sem
bundin væri hinni hefðbundnu fjölskyldu, þ.e.a.s
fóreldrum eða foreldri og börnum þeirra, næði
einnig til annarra heimila þar sem börn væru
fyrir þ.e.a.s. þeirra sem væru á framfæri fóstur-
foreldra, ömmu og afa, eða eldri systkina. Um
þessa tillögu er ástæðulaust að fara mörgum orðum
hér á þessum vettvangi, þar eð íslensk löggjöf
gerir ekki upp á milli barna á þann veg sem
tillagan gerir ráð fyrir. Það er einmitt skýrt
tekið fram í tryggingarlöggjöf okkar, bæði um
barnalífeyri og fjölskyldubætur, að þær skulu
greiddar þeim sem annast framfærslu barnanna.
Grundava.llarmunur er á fyrri tillögunum tveim og
hinn þriðju og síðustu. í hinum tveim fyrri - um
fyrirvinnuhugtakið og um auknar tryggingabætur til
húsmæðra er forsenda sú, að einstaklingurinn sé
grunneiningin, sem ráðiafstöðu löggjafans. Gengið
er út frá því að fjölskyldan sé einstaklingnum
ekki lengur sá fjárhagslegi bakhjarl sem hún var
forðum og ekki nægileg trygging fyrir fjárhags-
legri afkomu. 1 tillögunni um fyrirvinnuhugtakið
er beinlínis gert ráð fyrir, að svo eigi heldur
ekki að vera. Allar tillögur um bætta réttarstöðu
húsmæðra innan tryggingakerfisins - að þær eigi
sama rétt til bóta og aðrir, og sú krafa að þeirra
nánustu eigi rétt til bóta eftir þær, byggjast
einnig á þeim skilningi, að húsmæður séu sjálf-
stæðar fyrirvinnur, en ekki á framfæri eiginmanns.
Flutningsmenn þriðju tillögunnar halda sig hins
vegar lnnan vébanda fJölskyldunnar og vllja rýmka
það hugtak í lögum, en fólagsmálanefndin sneri
þeirri tillögu í hina áttina, því að í hinni
endanlegu samþykkt Norðulandaráðs er lagt til að
bætur trygginganna skuli veitast þeim er annast
barn eða aðra, án tillits til hjúskaparstéttar
eða kynferðis.
Félagsmálanefndin lagði mikla vinnu í þessar
tillögur, og þrjú ár liðu áður en hún komst að
niðurstöðu um í hvaða formi hennar eigin tillaga