Forvitin rauð - 01.05.1974, Side 7

Forvitin rauð - 01.05.1974, Side 7
til Norðurlandaráðsins ætti að vera. Auk fjöl- margra umsagna sem nefndinni bárust um tillögurnar, hélt Norðurlandaráð sérstaka ráðstefnu um málið í apríl 1972. Svava sat þessa ráðstefnu sem hún taldi að mörgu leyti fróðlega - ekki síst fyrir þá sök, að þar fékkst sannreynt, að við íslend- ingar stöndum nú í ýmsu tilliti framar hinum Norðurlandaþjóðunum - einkum á þetta við um tryg£- ingalöggjöfina. Markmiði ráðstefnunnar verður kannski best lýst með inngangsorðum eins ræðumannsins, Ryssdals, hæstaréttardómara fra Noregi, en hún sagði: jViðleitni okkar hlýtur að beinast að því að kanna hvernig megi með löggjöf eða á annan hátt, koma á jafnrétti karla og kvenna, bæði efnahagslegu og lagalegu" Við áframhaldandi umræður kom í ljós, að menn voru yfirleitt ekki sammála um leiðina að þessu markmiði. Margir drógu í efa, að afnám framfærslu- skyldu hjóna hefði nokkur afgerandi áhrif í þá átt að ná jafnrétti, en affarasælla væri að meta aðra þætti sem réðu meiru um þátttöku kvenna í atvinnulífinu. í þessu sambandi væri endurskoðun skattalöggjafar, tryggingalaga og vinnulöggjafar brýn og þyrfti hún að haldast í hendur við auknar félagslegar úrbætur. Talsmefln þessarar skoðunar töldu slíkar aðgerðir - styttingu vinnutímans, fleiri dagvistunarheimili, bætta menntunaraðstöðu kvenna - mun þvngri á metunum en hjúskaparlöggjöf- ina. Aðrir voru þeirra skoðunar að framfærsluskylda hjúskaparlöggjafarinnar stuðlaði að því að halda við hefbundinni hlutverkaskiptingu kynjanna og þá um leið hinu hefðbundna uppeldi stúlkubarna sem gerði ráð fyrir því að þær kæmust um síðir á framfæri eiginmanns. Væri hin gagnkvæma fram- færsluskylda afnumin mundu konurnar fyrst reyna að búa sig undir starf og afla sér starfstekna í jafnríkum mæli og karlmenn, og þá fyrst væri hinu raunverulega jafrétti náð. Inn í þessar umræður spunnust hugleiðingar varð- andi ýmsar tryggingabætur, og þá einkum ekkjulíf- eyrinn, en margir ræðumenn bentu á, að konur væru í langmestum meirihluta þeirra sem nytu tryggingabóta. Bent var á, að ef framfærslu- skylda í hjónabandi yrði afnumin, mundu útgjöld hins opinbera aukast að miklum mun, því það gefur auga leið, að ef eiginmaðurinn hættir að sjá fyrir konu sinni, þá verður einhver annar að gera það - ef ekki hún sjálf, þá hið opinbera. Urðu margir til að benda á, að við yrðum að horfast í augu við staðreyndir þjéðfélagsins eins og þær lægju fyrir - konur væru láglaunahópar á vinnumarkaðnum, meginþorri þeirra með svo lág laup, að þau na?gðu þeim engan veginn til lífs- framfæris; konur, sem komnar væru yfir miðjan aldur væru vanbúnar að fara á vinnumarkað; sums staðar væri heldur enga vinnu að hafa, annars staðar engin dagvistunarheimili o.s.frv. Aðrir sem fylgjandi voru afnámi framfærsluskyld- unnar í hjónabandi, töldu að þessum sömu fjár- munum, sem ríkið verði til tryggingabóta til framfærslu kvenna í þjóðfélaginu, væri betur varið þeim til sjálfshjálpar. I þessu sambandi upplýsti einn danskur þingmaður, að á árinu 1966- 67 hefði danska ríkið varið hálfri miljón d.kr. til menntunar einstæðra, en 116 milj. d.kr. í ekkjulífeyri. Yfirleitt voru menn á þeirri skoðun að afnema bæri tryggingargreiðslur sem tækju mið af hjú- skaparstett viðkomandi aðila, svo sem ekkju-og ekkjumannalífeyri, en taka þess í stað upp kerfi sem miðaði eingöngu við einstaklinginn efnahag hans og ástæður Svava dró saman umræðurnar um fyrirvinnuhugtakið á þessari ráðstefnu með orðum danska deildar- stjórans Bitsch, að ekki mundi skipta svo miklu máli, hvort kveðið væri á um gagnkvæma framfærslu- skyldu í hjúskaparlöggjöfinni eða ekki, þar eð þaðmundi tæplega hafa áhrif á sambúðina eða samskipti hjónanna innbyrðis; hins vegar gæti það skipt máli vegna þeirra áhrifa sem það hefði á löggjafann á öðrum sviðum og á ýmsar félags- legar ákvarðanir. Bitsch lýsti þeirri skoðun sinni, að engin breyting á hjúskaparlögum gæti leyst þann vanda, sem væri undirrót misréttisins, en það væru hin lágu laun kvenna. Inger Margrethe Pedersen, dómari sem er mörgum kunn hér á landi síðan hún flutti fyrirlestur hér í Norræna húsinu einmitt um þetta efni - sagði hins vegar: Við höfum lengi búið við mót- sögn í lögunum í Danmörku án þess það kæmi að - sök. - Jafnvel þótt afnumin væri framfærsluskylda í hjónabandslöggjöfinni, gæti önnur löggjöf gengið út frá hinu gagnstæða. Kröfur um fleiri dagvistunarheimili og bætta félagslega þjónustu urðu til þess að jafnhliða skoðanaágreiningi um fyrirvinnuhugtakið og áhrif þess, risu deilur um hvernig búa ætti að börnunum - hvort þau ættu að alast upp eingöngu á heimilunum, eða hvort stefna bæri að félags- legri lausn eða félagslegri aðstoð við uppeldið. . . . .aö vera c mótí RcLU&sokku.m!

x

Forvitin rauð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.