Forvitin rauð - 01.05.1974, Page 11

Forvitin rauð - 01.05.1974, Page 11
SJÁLFSGAGNRÝNI Nú þegar konur hafa að lögum öðlast sama rétt og karlar, heyrist oft sagt að það sé aðeins aumingjaskap kvenna að kenna, að þaar njóti ekki sama réttar £ raun. Sumir ganga jafnvel svo langt að halda þv£ fram að konur kæri sig ekkert um réttarbætur, þeim sé eðlilegt að vera undir karlmenn settar og hvorki nenni né geti tekið að sér þaer skyldur sem auknum réttindum fylgja. Svona röksemdafærsla lýsir auðvitað hörmulegu skilningsleysi á þeim öflum sem stjóma þjóð- félaginu. Aldagömul kúgun og fordómar verða ekki afnumdir með einu pennastriki. Sl£kt hefst aðeins með linnulausri baráttu. Srfitt er að standa £ stöðugu str£ði fyrir rétti s£num og virðingu, sérstaklega vegna þess að við konur verðum einnig að berjast við þá vanmáttarkennd og fordóma sem okkur hafa verið innrættir frá blautu barnsbeini. Fyrsta skrefið er að gera sér grein fyrir stöðu sinni, s£ðan að standa á rétti s£num og láta ekki undan, þótt l£tið eða ekkert virðist miða f áttina. Við verðum að taka til alvarlegrar athugunar sjálfsmat okkar og hvemig það birtist £ samskiptum okkar við aðra. Hvað getum við? Hvers erum við megnugar? Nýtum við gáfur okkar og hæfileika, eða gerum við lftið úr þeim? Spurningum sem þessum verðum við að svara heiðar- lega. Við verðum að rannsaka undanbragðalaust hugsanir okkar og gerðir, og það mat sem liggur þeim til grundvallar. Við skulum taka nokkur dæmi, og spyrja þá fyrst: Ertu hrædd við að karlmönnum finnist þú sfður gimileg, ef £ samskiptum þfnum við þá kemur £ ljós, að þú sért gáfaðri, þú vitir meira og kunnir betur til verka en þeir? Margar konur halda aftur af sér, fela hæfil.eika s£na og kunnáttu til að ýta undir yfirburðakennd karl- manna. Þær þora ekki að eiga frumkvæði, láta karlmenn um að taka ákvarðanir, þykjast ekki valda ýmsum verkefnum eða skilja flókin vandamál. Ef þú ferð á veitingahús með karlmanni, lætur þú hann þá velja matinn og vfnið? Ef það ert þú sem venjulega sérð um eldamennskuna heima, þá ættir þú ekki sfður að hafa vit á þessum hlutum utan heimilisins. Eins er ég l£ka viss um að þú hefur oft séð konur láta sem þær ráði ekki við ákveðin verkefni, ef karlmenn eru £ nánd, en leysa þau auðveldlega, ef þeir eru hvergi nærri. Kannski hefur þú sjálf gert þig seka um þetta, t.d. starað hjálparvana augum upp á karlmann og beðið hann um að skipta fyrir þig um peru eða laga ketilsnúruna, vegna þess að þú sért svo voðalega hrædd við að fá straum. Næsta dag þegar peran springur aftur og fsóleringarbandið lekur af snúrunni, þá er enginn karlmaður nærri, og þú kippir þessu auðvitað öllu £ lag £ hvelli, þv£ ekki er hægt að sitja kaffilaus £ £ kolamyrkri. Ég held að það sá á gelgjuskeiðinu sem bera fer á þeirri hugmynd, að stúlka sem skarar fram úr £ námi eða öðru starfi, hljóti að enda sem upp- þornuð piparmey. Sðlilegra er talið að stúlkur á þessum aldri noti t£ma sinn til að ganga £ augun á strákum 03 tryggja sér einn til frambúðar. Stúlkum er talin trú um að besta leiðin til að ná þessu marki, sé að jesúa sig gapandi yfir þv£ hvað strákarnir séu klárir, þar til þær hafa æst þá svo upp að þeir sleppa sér og fara að slást til að sýna afl sitt og verja s£nar p£ur, svo enginn þori að vera of nærgöngull við þær. Þannig er stúlkum kennt að l£tilsvirða andlega hæfileika s£na, og þetta er ein af ástæðunum fyrir þv£ að konur hætta fyrr námi en karlar. Tökum annað dæmi: Hefur þú ekki heyrt konur segja, að þær vinni ekki, en séu bara heima? Heimavinnandi húsmæður tala um að þær ætli að fara "að vinna". Svona talsmáti lýsir ekki miklu stolti, enda metur samfélagið þessi marglofuðu heimilisstörf l£tils. lau eru ekki metin til starfsreynslu, og ef karlmaður ætlar að helga sig þeim, þá er hann talinn ómagi á konu sinni. Aftur á tnóti er ekki óalgengt að heyra konur, jafnvel þær sem vinna fullan vinnudag utan heimilisins, segja með sigurbros á vör: "Ég á svo skilningsr£kan mann, hann hjálpar mér oft við uppvaskið." eða "Kann passar oft krakkana fyrir mig, ef ég þarf að skreppa frá. 11

x

Forvitin rauð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.