Forvitin rauð - 01.05.1974, Qupperneq 13

Forvitin rauð - 01.05.1974, Qupperneq 13
INNUfll í stórri sameiginlegri setustofu og barnastofu með öllum tilheyrandi leiktækjum geta nu smá- fjölskyldurnar eytt kvöldum sínum og helgum, samvistum við aðra unga og gamla, nema þær kjósi heldur að vera í sínum einkaherbergjum. Vinna við ræstingar, matseld og barnagæslu og umönnun sjdkra og gamalla skiptist nd niður á alla félaga, án tillits til kynferðis, enda ráða þeir sig í vinnu með því skilyrði að fá hálfsdagsfrí t.d. á tveggja vikna fresti. Gamla fólkið og aðrir, sem ekki geta tekið þátt í at- vinnulífinu, eru nd ekki eins einangraðir og áður var. já, og börnin, nd þarf ekki lengur að reka á eftir þeim á morgnana og hrópa: "Ætlarðu að gera okkur of sein í vinnuna"? - Nu eru þau í góðu yfirlæti heima hjá þeim, sem þann daginn vinna á barnavakt og ekki mikið að því að vera heima á heimili, sem er hannað fyrir börn. Þeir, sem vinna dti, og það gera auðvitað allir, sem það kjósa, geta það nd án samviskubits vegna vanrækslu heima fyrir og án þessarar tilfinningar, að einhverju sé ólokið, einhvers staðar standi nd óhreinn pottur frá í morgun. Það þarf ekki að orðlengja þetta nánar. Fjölskyldurnar okkar 30 hafa náð því stigi, að konan hefur hlotið full mannréttidni og ber skyldur og kvaðir samfélagsins ásamt því að njóta kosta þess. Her hefur verið stiklað á mjög stóru, hlutirnir nefndir, en ekki ræddir. Nd hugsi hver fyrir sig. Hér er ekki á ferðinni rétt ein Utopían, hér er ekki um að ræða frumlega hugmynd um eitthvert endanlegt og fullkomið sambyiisform. Þvert á móti, hér er aðeins minfltá, að eitt- hvert form félagsfjölbýlis er krafa ndtímans og sjálfsögð viðbrögö ndtímamannsins við breyttum aðstæðum. Sjálfsagt þykir, að viðhöfð só mesta hugsanleg hagræðing á öllum sviðum, stórvirkar vélar vinni störf, sem margar hendur unnu áður, fyrirtæki sameinist, ef það er hagstæðara fyrir rekstur þeirra o.s.frv. ÞÓ eru þar einungis fjármunir í veði. En lífshamingja mannsins er þó miklu meira virði. Hvers vegna er tregðast við, þegar hdn er í hdfi? En tregðan er fyrir hendi og frumkvæðið vantar og einhvers staðar standa 30 óhreinir grautar- pottar undir sama þaki, þegar menn - oftast konur- koma heim frá vinnu - og þá þarf víst að þvo....... Eygló Eyjólfsdóttir. men alltaf vero égaðvinna“ Fyrir nokkru tókum við leigubíl tvær saman. Þegar hin fór dt dr bílnum snéri bílstjórinn sér að mér og sagði:"Ég heyri, að þið eruð rauðsokkur, og ég er sammála ykkur að mörgu leyti. En eitt finnst mér óréttlátt. Konan mín getur gert það, sem hana langar til, en alltaf verð ég að vinna. Þegar við giftum okkur fór hdn að vinna hálfan daginn. Svo eignuðumst við eina dóttur og konan hætti alveg að vinna dti, en henni leiddist til lengdar að vera heima allan daginn, svo hdn byrjaði aftur að vinna hálfan daginn. Nd er hdn aftur hætt að vinna dti og er að læra tvö tungumál í kvöldskóla til þess að drepa tímann, en alltaf verð ég að vinna, jafnvel á kvöldin og um helgar líka. Þetta finnst mér óréttlátt". Ég var bílstjóranum svo hjartanlega sammála um að þetta væri óréttlátt. Auðvitað væri langtum nær að hjónin hjálpuðust að við að afla heimilinu tekna, svo að þau gætu bæði átt frístundir til þess að njóta heimilislífsins. Hvers vegna skyldu karlar ekki vilja njóta samvistar við börnin sín og njóta raunverulega þess heimilis, sem þeir hafa lagt svo hart að sér við að eignast. Við þurfum bæði tíma og næði til þess að kynnast fólki á jákvæðan hátt og njóta þess. Og það á jafnt við um okkar eigin börn sem aðra. R. J. "París er þó alltaf einnar messu virði" Það bar við hér fyrr á árum í kaupstað dt á landi, að kona nokkur kom inn í buð og fór að skoða regnhlífar. Leist henni sérlega vel á eina þeirra og langaði mikið til að kaupa hana. Þá sagði konan stundarhátt: "Ég ætla að hlaupa heim og lofa honum Stjána mínum Það". Að svo mæltu hraðaði hdn sér heim, en um það bil stundu síðar snaraði Kristján, eiginmaður konunnar, sér inn í bdðina og keypti regnhlífina góðu. 49

x

Forvitin rauð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.