Forvitin rauð - 01.05.1974, Síða 14
C/To&kur ori uw a/manoabyggtngctr.
1946
Lög uœ almannatryggingar, sem samþykkt voru á alþingi árlð
1946, eru tvímælalaust ein hin merkustu í allri sögu alþingis.
íður höfðu verið gildandi lög um alþýðutryggingar frá 1936,
en gert hafði verið ráð fyrir, að tætur samkvæmt þeim greiddust
ur sérstökum sjoði, sem menn áynnu sér botarett í, þ.e. lífeyris-
sjóði, sem byggðist á fjársöfnunargrundvelli. árið 19^6 verður
hins vegar sú grundvallarbreyting, að nýju lögin gera ráð fyrir,
að vinnandi fólk á hverjum tíma standi straum af tryggingum til
þeirra, sem ekki hafa fullt starfsþrek fyrir elli sakir eða
s júkleika.
Með hinum nýju lögum er lagður grundvöllur að því jafnréttis-
þjóðfélagi, sem við öll kjósum að viðhalda, þar sem hver ein-
staklingur á rétt á að lifa sem eðlilegustu lífi, hvort
sem hann er ungur eða gamall, heill eða sjúkur. Full ástæða
er til að efast um , að allir geri sér nógu ljósa grein
fyrir mikilvægi almannatrygginga, og ekki er fátítt að
heyra menn býsnast yfir "fjáraustri" Tryggingastofnunar
ríkisins og "misnotkun"á bótarétti. Hér gætir mikils mis-
skilnings og vanþekkingar á starfsemi stofnunarinnar.
Vissulega er há sú fjárhæð, sem greidd er árlega til almanna-
trygglnga, um það bil l/3 hluti útgjalda ríkissjóðs, en það
er langt frá því að vera óeðlilegt eða óæskilegt, þó að
vitanlega verði hér að fara að öllu með fullri gát. Það
ætti sízt að valda óánægju, þó að því fé, sem við greiðum
í þennan sameiginlega sjóð okkar allra, sé varið til stuðn-
ings við þá samborgara okkar, sem ekki hafa möguleika til
að afla eðlilegra tekna vegna elli eða sjúkdóma. á það má
benda ferðamönnum, sem árlega flykkjast þúsundum saman til
sólheitra suðurlanda og sjá tötrum klædd börn og betlara
á götum úti, að þessir einstaklingar eru einmitt afsprengi
þjóðfélaga,sem ekki hafa sambærileg lög um almannatryggingar.ðgasfa
þeirra, sjúkdómar og hvers kyns vesöld er vandamál þeirra
einna og ekkert verður þeim til bjargar. Almannatryggingar
eru beinlínis hornsteinn þess jafnréttis- og lýðrasðisþjóðfélags
sem við öll viljum lifa í, og því ættu allir ábyrgir þegnar
þjóðfélags okkar að hafa vakandi auga með starfsemi Trygginga-
stofnunar ríkisins og þekkja a.m.k. lauslega til almanna-
trygginga, sem hún sér um framkvæmd á. Og ég hygg að meira
sé um að menn þekki ekki rétt sinn til tryggingabóta og njóti
þeirra því ekki heldur en að hann sé "misnotaður". Til
þess að koma í veg fyrir, að menn verði af bótum sakir
ókunnugleika, var fyrir ári stofnsett ný deild í Trygginga-
stofnun ríkisins, félagsmála- og upplýsingadeild, sem m.a.
hefur það að meginverkefni að kynna mönnum rétt sinn til
bóta almannatrygginga.
Almannatryggingar eru orðnar svo sjálfsagður hluti af þjóð-
félagsrekstri okkar, að þær breytast stöðugt til samraanis
vlð breytt viðhorf á hverjum tíma. Ný viðhorf til jafn-
réttis kynjanna hafa því eðlilega haft áhrif á þróum laga
um almannatryggingar, og á síðustu árum hafa verið gerðar
á þeim veigamiklar breytingar í þá átt. Skulu hér nefndar
nokkrar slíkar.
1977
Með lögum nr. 96/1971 varð það að lögum, að börn örorkulífeyris-
þega (þ.e. 75Í öryrkja) eða látins foreldris skyldu njóta barna-
lífeyris (sem nú er kr. 6.251,00 á mán.), hvort sem um væri að
ræða móður eða föður. Xður hafði aðeins verið heimildarákvæði
um móðurina. Séu báðir foreldrar látnir eða örorkulífeyrisþegar,
njóta börnin tvöfalds barnalífeyris.
X sama tíma varð það einnig að lögum, að hver sá sem
verður ekkja eða ekkill innan 67 ára aldurs, á rétt á
bótum í sex mánuði eftir lát maka og í tólf mánuði í viðbót,
ef hann á börn undir 17 ára aldri. Xður hafði þetta aðelns
gilt um ekkjur.
1972
Með lögum nr. 112/1972 er gefin heimild til að greiða
einstæðum feðrum sambærileg laun mæðralaunum, ef þeir halda
heimili fyrir börn sín, en áður höfðu einungis masður notið
þessarar greiðslu. Hefur Tryggingaráð þegar notfært sér
þessa heimild.
jframt/i/fj
Nú liggur fyrir alþingi frumvarp að breytingu á almanna-
tryggingalögum, þar sem m.a. er gerð breyting á ákvæði
um meðlagsgreiðslur. Hingað til hafa einungis mæður getað
fengið greitt meðlag hjá Tryggingastofnun ríkisins, sem
Innheimtustofnun sveitarfélaga síðan innheimtir hjá feðrum,
en með breytingunni er gert ráð fyrir, að feður geti einnig
fengið að njóta þessarar þjónustu, ef móðir er meðlagsskyld
samkvaant meðlagsúrskurði eða skilnaðarleyfisbréfi. Til
gamans má geta þess, að ekki er langt síðan að slík beiðni
barst stofnuninni í fyrsta skipti, en rétt þykir að koma til
móts við slíka ósk, þar sem ekki er eins sjálfsagt og áður,
að móðirin hafi börnin hjá sér, ef til skilnaðar kemur.
Með auknum vinnutekjum kvenna og breyttum viðhorfum til
framfærslu barna er ekki lengur fráleitt, að móðir greiði
meðlag með barni sfnu, sem býr á heimill föður síns.
Margt fleira á eflaust eftir að breytast tll samræmis við
nýjar kröfur. Ennþá er það t.d. svo, að bætur hjóna eru
á nafni elginmanns, en þess hefur orðið vart, að einstaka
kona, sem er að fá ellilífeyri f fyrsta skipti, óskar eftir
að vera sjálfstæð og hafa sitt eigið spjald í Tryggingastofnun.
Þetta virðist ofur sjálfsagt mál, en það er ekki eins
auðvelt og það kann að sýnast. Við úrskurð á tekjutryggingu
þart t.d. að athuga fjárhag hjóna, og tekjutrygging
hvors um sig er háð samelginlegum tekjum beggja á einni og
sömu skattskyrslunni. Kona fasr enga tekjutryggingu, ef
maður hennar hefur hærri tekjur en henni nemur, og
sama á við um karlmann. Allar tekjur hvors hjónanna sem
er skerða tekjutrygginguna. ( Til skýringar skal tekið
fram, að allir sem orðnir eru 67 ára og um lífeyri. sækja