Forvitin rauð - 01.05.1974, Side 15

Forvitin rauð - 01.05.1974, Side 15
l.augaidagur 26. janúar 1974. ÞJÓDVILJINN fá sömu lífeyrisupphíBð; einstaklingar fá kr. I2.2I5,oo á mán. hjón kr.21.987.oo. Samkvæmt lögum nr. 96/1971 skal Trygginga- stofnun greiSa tekjulausum lífeyrisþegum svokallaöa tekju- tryggingu, en þaö er viöbót við lífeyri upp að lágmarkstekjum. Einstaklingur meö fulla tekjutryggingu hefur þá á mánuði kr. 18.886.oo, en hjón kr. 33-99V.oo. Hið sama gildir um örorkulífeyrisþega. Allar tekjur lífeyrisþega annars staðar frá skerða hins vegar tekjutryggingarupphæðina um það sem þeim nemur.) Vissulega væri æskilegt, að hver einstakl- ingur væri skráður fyrir sínum bótum, en til þess þyrfti að gera víðtækar skipulagsbreytingar í öðrum stofnunum þjóðfélagsins. Almannatryggingalögin breytast í sífellu, og eflaust á þetta einning eftir að breytast. Lögin hljóta og eiga að breytast í sífellu í samræmi við viðhorf á hverjum tíma. Allar hræringar í þjóðfélaginu hafa áhrif á þau, og það eitt sýnir okkur svo ekki verður um villst, hversu snar þáttur almannatryggingar eru í lífi okkar allra. 23.4.1979. Guðrún Helgadóttir. AF KONUNNI Ég vil fá mér kærustu sem allra -allra fyrst, en ekki verður gott að finna hana. Hún skal hafa kinnar eins og hrútaber á kvist og hvarmaljósin björt sem demantana. Hún skal vera fallegust af öllum innanlands og iðin við að spinna og léttan stiga dans, og hún skaI kunna að haga sér hið besta. Ef þessi hugmynd um kvenlega kosti fengju nú að blómstra í framtíð- inni eins og hingað til. Nei, það er nú öðru nær. Á síðari árum hefur kvenskepnan tekið upp á því að reyna að koll- varpa öllum gömlum, góðum og grónum hug- myndum um það sem hún kallar stöðu sina í þjóðfélaginu. Hún svífst einskis. Allt skal látið fyrir róða. Heimilis- hamingja og barnalán, matseld, húsverk og hannyrðir, að ekki sé nú talað um tilhlýðilega virðingu fyrir heimilis- föðurnum og öllum hans umsvif um. Hræddur er ég um að margir af minni kynslóð hafi keypt konuna í sekknum (eins og sagt var um köttinn forðum) þegar þeir héldu að þeir væru að ,,ganga að eiga" konu, sem iðin væri við að spinna og léttan stiga dans, að ekki sé nú talað um, kynni að haga sér hið besta, þvi að vart er brúðkaupið um garð gengið, þegar orrahríðin byrjar: „Það er ekkert frekar i minum verkahring en þínum að ryksuga, Hjálpaðu mér að vaska upp. Farðu út með rusið. Hérnaer tuska þurrkaði af".... o.s.frv. Og það sem meira og verra er: Það er eins og þær ætli að komast upp með þetta. Ég hef til dæmis veitt því athygli, að min kona (sem að visu er ið- in við að vinna — úti — og léttan stiga dans, en steinhætt að kunna að haga sér hið besta) læt ur núorðið ekki svo litið að segja svo mikið sem sveiðér, hvaþá takk, þegar ég er búinn að ryksuga heimili mitt fyrir hana, þvo upp fyrir hana, fara út með ruslið fyrir hana, brjóta saman þvottinn með henni (fyrir hana), hita mér morgunkaffi fyrir hana, þegar hun er farin i vinnuna, og jafnvel bera matvörurnar til heimiisins heim fyrir hana þegar hún er búin að gera innkaupin og borga reikninginn i mat vöruversluninni að af loknum ströngum vinnudegi á skrifstofu. Amma min sagði stundum að sjaldan launaði kálfur ofeldi, og það verð ég að segja að ekki finnst mér það metið að verðleikum á minu heimili hve um- talsverða aðstoð ég veiti i störfum húsmóðurinn- ar, heimilisstörf unum. Ef til vill væri ekki úr vegi að nefna hér lítiö dæmi máli minu t i I - stuðnings. I fyrrakvöld átfum við von á gestum i kvöld- mat. Konan min þurfti að vinna framundir klukkan sex svo að ég tók að mér að fara í Rikið fyrir hana og kaupa rauðvin og tilbe- hör fyrir hana. Hún sagði að ég þyrfti ekki að fara i matvöruversl- unina fyrir sig því að hún gæti reynt að sleppa rétt fyrir sex, svo að við mæltum okkur mót í matvöruversluninni rétt fyrir sex svo að ég gæti borið vörurnar heim fyrir hana. Þetta gekk allt eins og i sögu og við vorum komin heim um hálfsjö-leytið. Konan min fór þá að hugsa um matinn, en ég fór inn i húsbóndaherbergið mitt og lagði mig. Varla var ég kominn í drauma landið, þegar hún var komin inn í helgasta reit heimilisins sjálft húsbóndaherbergið og byrjuð: ,,l guðsbænum. Gestirnir kpma eftir hálftima. Geturðu ekki hjálpað mér eitthvað?" Hér er rétt að skjóta þvi inn, að enn er eitt vigið ófallið i þessum dæma- lausu átökum um heim- ilisstörfin. Hún hefur enn ekki getað fengið mig til að búa til matinn fyrir sig. Svo ekki sé hér hallað réttu máli, þá er rétt að það komi fram, að ég var dálitið hvefs- inn, úrillurog illskeyttur þarna í svefnrofunum í húsbóndaherberginu, en eins og allir vita sem til þekkja (sama hvað kon- an mín segir) þá hef ég undurljúft geðslag og er seinreyttur til reiði. Ég hélt smáræðustúf um það, aðég væri engin andskotans vinnukona fyrir hana á heimilinu, og mig minnir að hún hafi svarað í sömu mynt, að hún væri engin andskotans vinnukona fyrir mig á heimilinu. (Það vantar ekki ósvifn- ina), en auðvitað endaði þetta með þvi að ég, Ijúfmennið, lét undan og fór að leggja á borðið fyrir hana, kveikja á kertunum fyrir hana. Ég hljóp meira að segja út i sjoppu til að kaupa vindla handa mér fyrir hana, kom stráknum okkar sem er sautján ára i bað fyrir hana og skipti um skyrtu fyrir hana. En hún fékk að heyra það á meðan á þessu stóð: ,,Viltu ekki að ég hætti bara að vinna og verði elda- buska vinnukona og senditik? Áég ekki bara að segja upp i vinnunni, hætta bara og fara að ala upp börn, elda og hugsa um heimili? Þú getur svo orðið flug- maður eða froskmaður, slökkviliðsmaður, hundahreinsunarmaður, fjallkóngur, glimukappi sða hnefaleikamaður". Svona þusuðum við þangað til gestirnir hringdu dyrabjöllunni. Þá settum við upp spari- brosið og ég f ór til dyra fyrir hana. Hér á vel við að minn- ast þess, þegar Ragn heiður Brynjólfsdóttir stóð uppi i hárinu á föð- ur sinum og hélt fram rétti konunnar til frjálsra ásta, að þá kastaði biskup í bræði sinni fram þessu al- krnna visubroti: Hann gyljaði þig i göngunum, gala! hora! flenna! Svo rífur þu kjaft og rausarum réttarstöðu kvenna! Flosi

x

Forvitin rauð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.