Forvitin rauð - 01.05.1974, Qupperneq 21
fig náði tali af einum íbúanna,
Þuríði Bernódusdóttur. Aður en hún
flutti inn að Nesi haföi hún búið í
ii^illi kvistherbergiskytru
ulgjörlega óíbúðarhæfri að
hennar mati og þess vegna tók
hún tveim höndum boði um betri vist
þrátt fyrir mun hærri leigu.
Eflaust hafa oft verið gerðar tilraunir til
að koma hreyfingu á málin, en jafnan verið
talað fyrir daufum eyrum.
Þá er komið að tilgangi skrifa þessara.
Á landsþingi sambands íslenzkra kennaranema
veturinn 1971 var samþykkt eftirfarandi
áskorun til stjórnvalda:
"Þingið skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir
viðunandi lausn á hinum gífurlegu húsnæðis-
vandamálum nemenda sem þurfa að dvelja
fjarri heimilum á meðan a nami stendur.
Þingið skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir
byggingu heimavistar í Reykjavík og lýsir furðu
sinni á því skilningsleysi sem verið hefur
ríkjandi í þessum efnum. Bendir þingið á
HÓtel Esju sem bráðabirgðalausn, en þar eru
134 eins og tveggja manna herbergi sem flest
gtanda ónotuð þann tíma sem skólar standa".
Þessi áskorun fékk sömu afgreiðslu og flestar
aðrar.
Þá tók nemendaráð K.H.Í. málið í sínar hendur og nú
hófst hin langa ganga milli hinna ýmsu stofnana,
hver vísaði á annan og hvorki gekk né rak.
Seinni part sumars 1972 var sent opið bréf til
stjórnvalda og loks tok að rofa til. Þof og,
samningar er ekki tókust fyrr en rétt í þvi að
skólaárið var að hefjast. Nemendur fengu leigt
Hótel Nes og styrk frá Menntamálaráðuneyti
að upphæð 150 þús á þeim forsendum að hér væri
um tilraunastarfsemi aö ræða. An þessa styrks
hefði þrotlaust starf nemendaráðs verið unnið
fyrir gíg. Hótel Nes hafði fram að þessu verið
starfrækt sem gistihús, þar eru 17 herbergi,
11 2ja manna og 6 einstaklings herbergi,
þar er og setustofa, eldunaraðstaða, tyær
sturtur og tvö salerni. 1 setustofu er sjonvarp
og sími.
Upphaflega var ætlunin að heimavistin að Nesi
yrði aðéins fyrir kennaranema, en sökum
seinagangs af hálfu yfirvalda þorðu fæstir að
treysta á framkvæmdir þessar og festu sér
því húsnæði, hvar sem var annarsstaðar. Vegna
þessa komust aðeins þeir að, sem hreinlega voru
á götunni. 28 manns,-22 karlmenn og 6 stúlkur,
ekki aðeins frá Kennaraskólanum, heldur einnig
frá Myndlistaskólanum, Háskólanum,.Tækniskólanum
og kokkaskólanum.
Hún segir svo frá starfseminni á Nesi og dvöl
sinni þar: "Ég bjó í tveggja manna herbergi
og borgaði fyrir það 2.800 á mánuði. Leigan
fyrir einstaklingsherb. var 3.400.
Lýðræðislegir fundir voru haldnir ef ræða þurfti
mal sem snerti alla .íbuana. Upphaflega tókum
við krakkarnir sjálf að okkur alla starfsemina
og settum reglur varðandi rekstur, hreingerning-
ar og annað. Hreingerningum var skipt niður á
herbergin. Hvert herbergi sá um eina viku.
Rúmföt voru send £ þvottahús en síðan sá hver
um sitt. Engar truflanir eftir kl 11 á kvöldin
og vinnufriður átti aö ríkja allan daginn.
Framanaf sá ég um að elda allan matinn, en það
var auðvitað allt of tímafrekt svo við
stofnuðum matarfélag og réðum ráðskonu. Fyrir
að nota símann borguðum við 5 kr. hvert skipti
en afgangurinn rann í afborganir ljóss og hita.
Leigan fyrir húsið var 100 þús. á mánuði
þannig að styrkur Menntamálaráðuneytisins
dugði skammt.
Ég reyndi að lifa spart en sat samt uppi með
45 þús. kr. víxil fyrir páska. Það bjargaðist
nú með því að vinna £ páskafr£inu.
Matarfélagið rann fljótlega á rassinn vegna
þess að við gátum ekki borgað ráðskonunni.
Það má segja að við værum eins og ein stór
fjölskylda,en mér fannst nú samt fólkið ekki
alltaf nógu jákvætt. Það vildi til dæmis
brenna við að karmennirnir, sem voru £ hlut-
fallslegum meirihluta, gengju upp á gamla lagið,
trössuðu eða gengju með hangandi hendi að
hreingerningum og uppþvotti vitandi það að
röðin kom að okkur. Það var bara einhvernveginn
svona, við þoldum illa að sjá forug gólf,
ohrelna dlska og matarlelfar út um allt.
Einhver'varð að þr£fa ef ekki þeir þá.......
Vitaskuld mótmæltum við þeim rökum þeirra , að
hér væri um kvenmannsverk að ræða.
Subbulegt umhverfi og deilur um jafn sjálfsagt
mál og jafna verkaskiptingu sköpuðu leiðinlegan
"móral". Krakkarnir urðu tillitslaus £ garð
hvers annars. Umgengnisreglur og reglur um
vinnufrið og kyrrð eftir kl 11 voru að engu
virtar. En þarna var l£ka samankomið
fólk úr sitthvorri áttinni með mismunandi
áhugamál og fr£t£ma. Sumir áttu fr£ £ miðri
viku, og ef svo vildi til aö þeirra fristundar-
iðja væri danshúsaráp og "partý"-hald á eftir
frwnK. bli- 2i