Forvitin rauð - 01.05.1974, Qupperneq 22
QTfþsningQf á ncesta Leiti.
Enn eru kosningar'á næsta leiti, 1 þetta sinn til
bæjar-og sveitastjórna.
Umræöur um jafnrétti kynja virðast ekki hafa haft
mikil áhrif í þá átt aö fá konur til þáttöku 1
stjórnmálum, a.m.k. skipa þær ekki mörg öruggu
sætin á listunum.
1 fljótu bragði er ekki hægt að finna neinar aug-
ljósar orsakir fyrir þessu. Þvl er slegiö fram að
konur séu í "eðli sínu"ekki gefnar fyrir stjórnmál,
en þau séu aftur "eðlislæg" karlmönnum. Satt að
segja sé ég enga skynsami í aö álíta pólitik eölis-
læga frummanni, hvort sem hann er af karl-eða kven-
kyni. Hins vegar er eölilegt að uppfrætt fólk í
menningarsamfélagi láti sig nokkru varöa uppbygg-
ingu þess og þróun mála. Þvl fámennara sem sam-
félagið er, þvl almennari ætti áhugi og þátttaka
aö vera, þar sem hver og einn finnur þá hlut sinn
stærri.
Menn skipaisér i flokka og reyna að bteita áhrifum
sínum tilbþess að afla skoðun sinni fylgis. Oft
ræður fleira en hugsjónir og sannfæring þegar menn
gerast áberandi í stjórnmálum. Löngun tilaaö láta
á sér bera, fá aukin völd og treysta sess sinn I
lífinu eru sjálfsagt eins algengar orsakir.
En þaö er ekki nægilegt aö hafa vilja eða hug-
sjónir til að komast á oddinn. Þegar skipa á
framboðslista, virðast ákveðnar reglur gilda.
Þeir sem efstir hafa verið ár eftir áríhalda þeim
sætum, sumpart af hefð, sumpart vegna Parkinsons-
lögmálsins. Viðkomandi stendur næst því að taka
við.
Til að afla framboðslistanum fylgis kjósenda er
nauðsynlegt að efstu menn listans séu þekktir og
hafi getið sér orðstír, ef ekki áður í stjórnmál-
um, þá í þágu stéttarfélags eða á annan hátt.
Slíkir menn feáfa ekki alltaf sýnt áhuga á ótnefn-
ingu að fyrra bragöi, heldur er sóst eftir þeim
af flokksforystunni.
Z2
Því miður hafa fáar konur sýnt löngun til starfa
í stjórnmálum og hlotið frama af þeim orsökum.
Þær hafa líka veriö mun minna áberandi en karlar á
öðrum opinberum sviðum. Þar sem engar lagalegar
eða á annan hátt áþreifanlegar orsakir eru lengur
fyrir hendi, verður að leita dýpra.
FLEÍRÍ KoNUR i SljoRNfMÚN /
JúJu ^LNtGr syflLí^T —
EN mi VöNAK fAÍN ! [
Við búum í þjóðfélagi karlmannsins. Hlutverk
konunnar í því skipulagi er að fæða og ala upp
börn karlmannsins, fullnægja kynhvöt hans og gera
honum einkalífiö eins þægilegt og frekast má
verða. Fyrir þetta greiðir karlmaðurinn þaö verð,
að kosta þarfir konunnar. Þáð er því eðlilegt
aö hann skuli alltaf hafa haft úrslitaákvörðun um
að ákveða hverjar þarfir hennar væru. Afleiðing-
in er sú, að sérþarfir konu eru fyrir hendi og
eru nær eingöngu þær, sem gera hana áhugaverðari
I augum karlmannsins. Hún á auðveldast með að fá
framlög til þeirra hluta og þarfnast allra slíkra
meöala til að vera sem gjaldgengust og tryggja
þannig afkomu sína. Slíku þjóðfélagi hen*ar
ekki að konur vlkki sjóndeildarhring sinn og
áhrifasvið, þar sem það ógnar þessari grundvall-
arverkaskiptingu.