Forvitin rauð - 01.05.1974, Síða 29

Forvitin rauð - 01.05.1974, Síða 29
'-^V statf&h°P C"n sitHarsijórnarmoí, Skömmu eftir áramót var stofnaður starfshópur, sem ætlaði að taka saman niðurstöður ýmissa eldri starfshópa Rauðsokka, sem fjallað hafa um mál, sem varða sveitarstjórnarmál t.d. dagvistunarmál, og reyna að koma einhverjum áróðri á framfæri og nýta sér þar með hina hefðbundnu kosningaumræðu. Dag\íístovi,í . . DAG\Í\StuM! 5Tj6^N\'ALAÍA»\9 S* WÐ 1%IPULA& SKiPDLAfil Fyrst voru tillögur sem fram komu í borgarstjórn um dagvistun barna í Reykjavík ræddar og ályktun um þœr gerð. Bent var á að dagvistunarrými barna í Reykjavík fullnægir ekki heimings þörf nú, og jafnframt að vistun barna á einkaheimilum er neyð- arráðstöfun meðan dagvistunarstofnanir fullnægja ekki eftirspurn. Varað við hvers konar stétta- skiptingu barna í dagvistun og þá sérstaklega í sambandi við dagvistunarheimili í fjölbýlishúsum og dagvistunarstofnunum er einstaklingar og atvinnu- fyrirtæki koma á fót. í því sambandi var minnt á hve aðstoð sveitarfélaga við rekstur slíkra dag- vistunarstofnana hlýtur að vera bæði auðveldari og sjálfsagðari eftir að "Lög um hlutdeild rík- isins í byggingu og rekstri dagvistunarheimila',' tóku gildi. Við töldum óeðlilegt, að byggðir séu fleiri leikskólar en dagheimiii, eins og fram kemur í tillögu frá 6. des. sl. í borgar- stjórn. Leikskólar gefa fólki aðeins kost á að vinna hálft starf. Það er enn ríkjandi hefð, að mæður gæti barna frekar en feður, og er því hætta ú, að þær hljóti ekki sömu möguleika og karlar á vinnumarkaðnum. Borgarstjórn var bent á hug- mynd um, að dagvistunarstofnunum sé ekki skipt í leikskóla og dagheimili, heldur sé dvalartími hafður sveigjanlegri eftir þörfum foreldra. Borgarstjórn var hvött til að kanna hvort ekki væru möguleikar á að lækka stofnkostnað dagheim- ila. Við alítum, að stefna beri að því, að dagvistun barna verði í framtíðinni ókeypis fyrir alla á sama hátt og skólaganga, þ.e. að dagheimilin verði einskonar forskóli. Við teljum það og sjalfsögð mannréttindi, að öll börn fái aðgang að dagvistunarstofnun og kostnaður vegna hennar hafi þar engin áhrif. Við bentum einnig á, að tekjur ríkis- og sveitarfélaga hækka, þegar foreldrar geta báðir sinnt fullum störfum í þjóðfélaginu, auk þess hlýtur þjóðarframleiðslan að aukast með auknu vinnuafli. Varðandi útivistunaraðstöðu almennt var ályktað að stuðla bæri að uppbyggingu starfsvalla fyrir þau börn sem komin eru af gæsluvallaaldri. Álitin var brýn þörf fyrir slíka aðstöðu því að spark- vellirnir fullnægja alls ekki leikþörf nærri allra barna. Lýst var furðu yfir nafngiftinni á svokölluðum "mæðravöllum", þótti það nafn vægast sagt tvírætt. Varðandi skólamál var bent á að leggja bæri höfuðáherslu á einsetningu í öllum skólastofum barna-og gangfræðaskóla Reykjavíkur. Höfuð- forsenda þess er sú að með því öðlast nemandinn í fyrsta lagi samfelldan starfstíma (þ.e.a.s. þarf ekki að hlaupa í aukatíma í frítímum sínum). í öðru lagi gæti hann farið í skólann á sama tíma og aðrir þegnar þjóðfélagsins hefja vinnu sína og lokið þar sinni dagsvinnu um leið og aðrir þegnar hafa lokið vinnudegi. í þriðja lagi fengju allir nemendur eina máltíð á dag 1 skól- anum. Vitnað var í grein er birtist í Morgun- blaðinu 17. febrúar sl. þar sem rætt var við dr. Magga jónsson, arkitekt. Þar segir meðal annars.að skólabyggingar uppfylli ekki nægilega huglægar þarflr nemenda. Var skorart á löggjafar- valdið að breyta lögum um rekstrar-og stofnkostnað skóla. Bent var á að hjá flestum þjóðum á Vestur- lönum eru skólar einsetnir. Starfshópurinn er nú að fjalla um husnæðismal og breytt sambýlisform. Umræðum er ekki lokið og ályktanir því ekki tilbúnar. Ályktanir starfshópsins voru sendar jafnóðum til borgarfulltrúa félagsmálaráðs og flelrl aðlla. f.h. starfshóps um sveitarstjórnamál, Hjördís Bergsdóttir.

x

Forvitin rauð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.