Forvitin rauð - 01.05.1980, Page 13
13
F egurðarsamkeppni
eða
gripasýning
í ár standa þrír aðilar að Fegurðarsamkeppni
íslands: Dagblaðið, H1jómplötuútgáfan hf. og Ferða-
skrifstofan Úrval. Þáttur Dagblaðsins er að skrifa
um keppnina og auglýsa hana upp. Með því móti slær
blaðið fjórar flugur í einu höggi, auglýsir Ferða-
skrifstofuna Úrval og H1jómplötuútgáfuna og eykur sölu
blaðsins. Við snérum okkur til Steins Lárussonar,
forstjóra Ferðaskrifstofunnar Úrvals og spurðum hann
hvers vegna Úrval hafi ákveðið að standa að þessari
keppni?
Viðtal við Stein Lárusson
forstjóra Úrvals
Hvers vegna ákvað Ferða-
skrifstofan Úrval að_______
standa að bessari keomi?
Ferðaskrifstofunni Úrvali
var boðið á síðastliðnu
ári að taka að sér fram-
kvæmd þessarar keppni.
Fegurðarsamkeppni íslands
er faktiskt í eigu Guðna
Þórðarsonar og ferðaskrif-
stofunnar Sunnu persónu-
lega. Það er alveg ljóst
að það er ekki hægt að
reka þessa keppni. Það
er ekki hagnaðarfyrirtæki.
Það er útilokað að reka
þetta nema með einhverju
öðru, og ein af þeim
leiðum sem hefur verið
farin undanfarið er að
reka þetta með ferðakynn-
ingu, og um leið erum við
að auglýsa fegurðarsam-
keppni.
Auglýsingu á ferðaskrif-
stofunni Úrvají þá?
1 og með er þetta
auglýsing fyrir ferðaskrif-
stofuna.
Nú hefur komið fram gagn-
rýni á það hvernig stúlk-
urnar hafa verið valdar
úti á landi, á skemmti-
stöðum þar sem allir eru
draugfullir og hrópa
"mistök" í lokin.
Ég skal viðurkenna það
að á einum stað var tals-
vert um ölvun. Þegar við
höfum komið á staðina úti
á landi, hefur verið búið
að hafa samband við tvær
til þrjár stúlkur, sem við
höfum vitað um og þær hafa
komið á viðkomandi skemmt-
un. Þannig hefur verið
búið að ganga frá þessu
fyrirfram. Það hefur verið
gert í gegnum umboðsmenn
hvort sem það nú eru
kunningjar, vinir eða
ættingjar, sem hafa bent
á þær. Stúlkurnar voru
spurðar hvort þær hefðu
áhuga á þessu og komu þær
þá á viðkomandi stað.
Hafa engar neitað af þessum
stúlkum, sem haft er sam-
band við.
Jú það hafa stúlkur
neitað. En í vor hefur
framkvæmdin verið þannig
að við höfum verið með
ungfrú ísland frá því í
fyrra með okkur og blaða-
konu frá Dagblaðinu. Þær
hafa sxðan gengið um sal-
inn og ef það eru ein-
hverjar stúlkur, sem þeim
hefur fundist athyglisverð-
ar hafa þær haft samband
við þær.
Eru það stúlkur, sem eru
athyglisverðar 1 útliti?
Já, já í útliti. það
er líka reynt að ræða við
stúlkurnar. Þær eru teknar
svona aðeins afsíðis og
reynt að sjá hvernig þær
koma út. Það er alltaf
einhver maður með frá við-
komandi stað og hann er
þá spurður um þessar stúlk-
ur.
Er auðvelt að fá stúlkur
til að taka þátt í þessu?
Það virðist mjög auð-
velt. Ég vil taka það
fram, út af því að dans-
leikurinn sé allur orðinn
blindfullur, að við
kjósum kl. hálfellefu. Þá
er eftir að telja atkvæðin
og ganga frá málunum.
Það sem verið er að tala
um þarna gerist þegar við
loksins tilkynnum úrslitin.
Það er kannske ekki fyrr
en um miðnætti og við
vitum öll hver'nig dans-
leikur breytist á einum
og hálfum klukkutíma.
En hvað er á seyði þegar
fólk hrópar "mistök, mis-
tök" ?
Það er alltaf eitthvað
af fólki sem er á móti öllu
Inn í þetta blandast
fjölskyldumál, pólitík og
allt mögulegt. Þannig er
þetta á þessum smærri
stöðum úti á landi.
En hvert er nú eiginlega
markmiðið með fegurðar-
samkeppninni?
Markmiðið er í sjálfu
sér ekkert annað en það
að kvenmaðurinn er falleg-
asti hlutur sem til er á
jörðinni, og þvi má ekki
fólk horfa á fallega kven-
menn sem, eins og maður
segir, standa út úr.
Stúlkur hafa áhuga á þessu
Það er mikið af fólki sem
hefur áhuga á fegurðarsam-
keppnum. Þær gefa stúlk-
unum tækifæri.
Til hvers?
Ja, þessar fimm stúkur
sem við kusum núna til
úrsiita fara allar til
keppni erlendis.
Hvaða tilgangur er i þvi?
Þessar stúlkur vilja
kannske allar komast i
atvinnu úti i hinum stóra
heimi,verða sýningarstúlkur
eða komast i leiklist.
Þær þurfa að vekja á sér
eftirtekt.
ÞÚ talaðir um að allir ættu
að fá að horfa á fallegar
konur. Finnst þér það
ekkert niðurlægjandi fyrir