Forvitin rauð - 01.05.1980, Page 16
16
ir um aó ekki sé rétt talið
frá borðunum, og um að ein-
hverjar séu að svína á öðrum
aeð því að krækja sér í betri
bakka, betri hnífa o.s.frv.
í öllum frystihúsum eru
sagðar sögur um svindl og
óheiðarleika - ýmist í kerf-
inu eða gagnvart hinum kon-
anum - konunum sem vinna við
hliðina á manni; það er
stolið - logið og svikið.
Um þessa hlið bónussins
vilja alltof margar konur
sem minnst ræða. Þær telja
þetta skammarlegt - en það
er það ekki. Þetta er bara
rökrétt afleiðing af streit-*
unni, samkeppnis-og keyrslu”-
móralnum sem bónusinn hefur
i för með sér. Ef konur
vildu tala heiðarlega um
þessa hlið málanna þá væri
ef til vill hægt að fá fram
í dagsljósið harðari umræðu
\am bónuskerfið.
Eitt af því sem verka-
konur á Austfjörðum hafa
bent á í sambandi við bónus-
kerfið er það að nýjar
vinnurannsóknir hafa ekki
farið fram síðan sautján
hundruð og súrkál. í milli-
tið koma alltaf meiri og
harðari kröfur frá Sölu-
miðstöðihnl og amerikönum —
það á að vinna allt tvöfalt
betur en áður - á sama tima•
og fyrr. Þannig lækkar kaup-
ið i raun frá tima til tima
en verkalýðsforystan hefur
ekki mætt þessu með auknum
kröfum, þess i stað tekur
hún þvi með þegjandi þögn-
inni að þeirri svivirðu sem
refsibónuSinn er skuli vera
komið á á mörgum stöðum.
Annað er lika vert að
bSnda á og það er hvilik
skrúfa bónuskerfið er orðin
á verkafólk. ÞÓ að fólk sé
sáróánægt með þetta launa-
kerfi og allt sem þvi fylgir
þá er dagvinnukaupið alltof
lágt til að hægt sé að af-
nema bónusinn og lifa af
þvi. Um leið verður aldrei
barist af neinni hörku fyrir
hækkuðu dagvinnukaupi á
meðan bónusinn er við lýði.
Hér ætti verkalýðsforystan
að ganga fram fyrir skjöldu
og láta til sin taka: Það
ætti að bæta úr verstu göll-
um kerfisins STRAX - og
útbúa siðan áætiun um að
afnema bónuskerfið i áföng-
um - samfara þvi að dag-
vinnukaupið hækkaði - uns
lifvænlegum launum ytði náð
fyrir 8 stunda vinnudag.
Kauptrygging - atvinnuleysis
tryggingasjóður
Atvinnuöryggi verkakvenna
i fiskiðnaði hefur alltaf
verið i lágmarki. Þær hafa
verið kallaðar i vinnu þegar
vel hefur aflast en verið
reknar heim þegar fiskurinn
var búinn. Til að setja und-
ir þennan leka hefur verið
gerður samningur til að
tryggja verkafólk gegn þessu
- og þá helst verkakonur -
þvi að körlunum hefur sjaldn-
ast verið sagt upp störfum
þó að fisklaust væri. Kaup-
tryggingarsamningurinn hefur
verið umdeildur um allt land.
Hans vegna fá konur minni
aðgang að atvinnuleysisbótum
- alla vega fyrstu viku
fiskleysisins.' Þess i stað
hafa fastráðnar konur orðið
að mæta niður i frystihús og
vinna það sem til fellur þar
- þrifa húsið, skrapa upp
fiskkassa, þvo bila fyrir-
tækisins o.s.frv. í Vest-
æannaeyjum hefur kauptrygg-
ingin verið misnotuð og
henni beitt svo gegn verka-
konunum að blöskranlegt má
teljast.
Reglurnar um atvinnu-
leysisbæturnar sjálfar eru
að margra mati meingallaðar
Þannig fær kona engar at-
vinnuleysisbætur ef maður-
inn hennar hefur einhverjar
tekjur - og. - verkakona
telst ekki aðalfyrirvinna
fjölskyldu nema hún hafi
veikan eða óvinnufæran karl
á sinu framfæri. Einstæð
móðir telst þannig ekki
aðalframfærandi fjölskyldu
sinnar og fær skertar at-
vinnuleysisbætur þar af
leiðandi. Þetta er að sjálf-
sögðu algerlega fáránlegt
fyrirkomulag. Atvinnuleysis-
tryggingasjóður geymir pen-
inga verkafólksins sjálfs.
Það borgar i þennan sjóð
og það á heimtingu á fullum
bótiom ef það er atvinnulaust
- eða borga konur kannski
minna i þennan sjóð en aðrir
Fæðingarorlof.
Fæðingarorlofið er réttur
allra vinnandi kvenna. Það
er ekki ofsögum sagt að i
þeim efnum standa verkakonur
mjög illa að vigi. i fyrsta
lagi er það reginhneyksli að
fæðingarorlof verkafólks
skuli borgað af verkafólkinu
sjalfu þ.e.a.s. úr atvinnu-
leysistryggingasjóði. BSRB -
konur fá sitt fæðingarorlof
beint frá rikinu - enda er
>að sjálfsagt og lang-eðli--
legasta fyrirkomulagið - ef
?að á annað borð er talið
samfélagslegt mál hvort fólkj
-jölgar eða fækkar i þessu
Landi.
Til að fá alltof stutt
fæðingarorlof þurfa verka-
konur að sameina þetta
þrennt: þær þurfa að vera
stálhraustar á meðgöngutima
þær þurfa að hafa unnið yfiir
þúsund vinnustundir siðustu
tólf mánuðina fyrir barns-
burð - og þær þurfa að vera
orðnar 16 ára. Stúlka sem
hættir eftir grunnskólann
og verður ófrisk 15-16 ára
fær þannig ekkert fæðingar-
orlof þó að hún hafi borgað
i alla sina sjóði mánuðum
saman.
Það ætti að vera krafa
verkakvenna að allt sjóða-
kerfið sem að þeim snýr
verði stokkað upp og fæðing-
arorlofið fært inn i 'trygg-
ingakerfið. í hinum ýmsu
samningum,lögum og reglu-
gerðum sem snúa að verka-
konum má lika sjá kvenfyrir-
litninguna skina i gegn -
og við getum ekki stillt
okkur um að taka eitt dæmi
upp úr bæklingi sem vinnu-
veitendasambandið gaf út
árið 1978.
Bæklingurinn heitir
Vinnumál I - TÚlkun kjara-
samninga, en ætti að heita
spurningar og svör um hvern-
ig snuða má verkafólk um
kaupið sitt. Þar er að finn*
á bls. 22 - spurningu frá
atvinnurekenda um það hvort
beri að borga konum kaup
vegna veikinda af völdum
mánaðarlegra blæðinga.
Hvort ekki megi bara flokka
það sem skróp ef bónusdrottn-
ingarnar - sem venjulega
mala gull í vasa atvinnu-
rekendans - eru nú liggjandJ-
með hljóðum heima hjá sér
í túrverkjum. Hið dapra
svar vinnuveitendasambands-
ins hljóðar svo:
„Ef kona framvísar
læknisvottorði og sýnir
fram á, að henni sé ókleift
að vinna meðan blæðingar
standa vegna vanheilsu og
vanlíðunar, er útilokað að
gera mun á slíkum veikind-
um og öðrum."( Því miður)
Næg og góð dagvistarheimili.
fyrir öll börn.
frh. af bls. 6
Þróun mála
Við spurðum hvaða breyt-
ingar hefðu orðið í kjöl-
far breyttrar fóstureyðing-
arlöggjafar 1975
Þær sögðu að þeim konum
hefði fjölgað sem færu í
fóstureyðingu - sérstaklega
þeim sem væru á aldrinum
15-24 ára og hefðu ekki átt
barn áður. Þetta væri af-
leiðing þess að nú væru
fóstureyðingar leyfðar af
félagslegum ástæðum en það-
var ekki áður. Þær bentu
hins vegar á að fyrir '75
var oft farið í kringum
lögin þannig að það sem í
dag kallast félagslegar
Verkakonur eicp líka rétt
á því að börnin þeirra njóti.
góðrar dagvistunar á meðan
þær eru að vinna nauðsynleg
störf í þessu þjóðfélagi.
Næg og góð dagvistunar-
heimili fyrir öll börn eru
sjálfsögð réttindi vinnandi
rvenna og skóladagheimili
ættu að vera alls staðar -
svo að útivinnandi mæður
þurfi ekki að þjást af
sektarkennd yfir þvi að
börnin þeirra séu í reiði-
leysi á meðan þær vinna.
Hér hefur aðeins verið
drepið á örfá atriði sem
verður að lagfæra STRAX í
kjörum verkakvenna í frysti-
húsum. Eins og málin standa
er verkalýðshreyfingin marg-
klofin -alltof klofin og
sundruð. Hitt er aftur jafn-
mikil staðreynd - að vgrka-
fólk mun aldrei ná neinum
árangri - við fáum engu
áorkað - engu verður breytt
nema til komi samstaða -
samheldni og einlægur bar-
'áttuvilji verkamanna og
verkakvenna fyrir bættum
nag og betra þjóðfélagi.
ástæður var kallað þung-
lyndi eða sálrænir erfið-
leikar þ.e.hinum félagslegu
ástæðum var breytt í læknis-
fræðilegar.
Inn í allar opinberar
skýrslur um þessi mál vantar
tölur yfir þær konur sem
fóru til útlanda til að
láta fjarlægja fóstur. Það
breytir að sjálfsögðu og
falsar þá mynd sem við höf-
um af fjölda fóstureyðinga
íslenskra kvenna. Hitt er
aftur annað mál að hlut-
fallslega var mesta aukning
fóstureyðinga hérlendis
fyrir rýmkun fóstureyðinga-
löggj afarinnar eða á árunum
' 72-'73 (45.16%) á móti
36.4% aukningu á áunum
'75-'76 Ástæðurnar fyrir
rr 20