Forvitin rauð - 01.05.1980, Page 19

Forvitin rauð - 01.05.1980, Page 19
19 MIKILVÆGT AÐ GETA LE/TAG STUÐNINGS Viðtal við Sigrúnu Ágústs- dóttur: Ég gerði mér óljósar hugmyndir um þetta í byrj- un. Ég lét skrá mig í grunnhóp um leið og ég gekk í Hreyfinguna. Og eftir fyrsta fundinn var ég mjög efins. Ég sá ekki almennilega tilganginn með því að sitja svona og ræða sín persónulegu mál. Síðan sæti maður bara eftir með einhverjar flækjur en enga lausn. Kannski var það vegna þess að það vantaði alveg í kynninguna í Forvitinni Rauðri, að það væri mein- ingin að setja þessa per- sónulegu reynslu í víðara samhengi. Það var eigin- lega bara sagt að það ætti að ræða sín persónulegu vandamál í grunnhópunum. En það kom að vísu fram á fyrsta fundinum að það stóð til að setja þessa persónulegu reynslu í víð- ara samhengi. Svo hélt ég kannski að þessir hópar myndu fæla utanaðkomandi konur frá Hreyfingunni, konur sem eru ekkert sérlega inni í þessum málum og ég fann það á þeim sem ég ræddi við að þeim þótti þetta hálfskrítið , að sitja svona og ræða sín einka- mál við ókunnuga. í höfuðdráttum fannst mér það mjög jákvætt að kynnast reynslu og bak- grunni annarra kvenna. í mínum hópi vorum við sjö, á aldrinum 17 til rúmlega þrítugs, og það var furðu margt sem við áttum sam- eiginlegt þrátt fyrir mis- munandi reynslu. 1 svona hóp læra menn líka að hlusta á aðra - það er kostur - velta vöngum og spyrja nánar út í málin og mér fannst það mikil- vægt sem nýliða í Hreyf- ingunni að kynnast öðrum konum svona náið. Ég þekkti enga þeirra þegar ég byrjaði en það var furðu auðvelt að opna sig og segja frá reynslu sinni. í umræðunum gengum við útfrá okkur sjálfum og reynslu okkar og tengdum það síðan þjóðfélaginu. Þegar við t.d. ræddum \jm fjölskylduna, byrjuðum við á bernskufjölskyldu okkar tókum síðan fyrir fjöl- skyldu okkar í dag og núna erum við að ræða um fjölskylduna sem slíka, sem stofnun í nútíma þjóð- félagi. Það er eitt sem mér finnst góð umræða og nauð- synleg fyrir grunnhópana, en það eru punktarnir frá miðstöð um grundvöll og skipulag Rauðsokkahreyf- ingarinnar. Og gaman að heyra afstöðxma sem konur hafa haft til hreyfingar- innar áður en þær komu inn. Svo er afskaplega mikilvægt að hafa einhvern hóp sem maóur getur sýnt trúnað, sérstaklega ef upp koma persónúlegj-1' erf.ið leikar hjá félögum. Þá ættu þeir ef allt er með felldu að geta leitað stwé- ings hjá sínum grunnhóp. frh. af bls. 14 veitingamaðurinn í Holly- wood, Ólafur Laufdal. í fimmta lagi fannst okkur eðlilegt að það kæmi full- trúi utan af landsbyggðinni. Við fengum ungan framkvæmda- stjóra norðan af Akureyri til að koma í bæinn og vera í þessari dómnefnd. Og eftir hverju er svo dæmt? Er það bara hvað mönnum "finnst"? Dómnefndin eyðir tfcls- verðum tíma með stúlkunum. HÚn ræðir við þær hverja og eina til að kanna hvaða skynsemi er þarna á bak við. Hún l.ítur einnig á það hvernig stúlkurnar eru vaxn- ar. Einar Jónsson hefur leitt þetta ásamt þeirri fegurðardrottningu, sem er í dómnefndinni. Núna komu t.d. allar stúlkurnar í bæ- inn á miðvikudegi, það var rætt við þær á miðvikudags- kvöld og á fimmtudag. Þær voru látnar læra að ganga um senu og annað þvíumlíkt. Dómnefndin fylgdist með því. Er ekkl verið að taka þarna stelpur utan af landi og gera þær að gljápíum? Ég skal viðurkenna að stelpur utan af landi eiga erfiðara með að taka þessu Stúlkurnar hér í Reykjavík eru miklu meiri heimsborg- arar. Þær eru í flestum tilfellum miklu vanari að koma fram. Margar hverjar hafa verið eitthvað í sýningarsamtökum og þær hafa yfir sér alþjóðlegan svip. Staðreyndin er sú að þeim gengur vel í þessum úrslítum, og hefur gengið það vel undanfarin ár. Áttu dóttur á þessum aldri? Nei, ég á það ekki. Ef þú ættir dóttur á þessum aldri, myndirðu þá vilja sjá hana í fegurðar- samkeppni? Það kæmi ekki til greina að dóttir mín færi i þessa keppni á meðan ég stjórna henni. Ef þú værir hættur, mynd- irðu þá hafa ánægju af að vita dóttur þina í svona keppni? Ég get nú ekki alveg gert mér grein fyrir því, get ekki sett mig í þau spor. Ég á ekki nema sex ára gamla dóttur, þannig að ég hef næstu tíu ár til að hugsa það mál. Það sem kannski er neikvætt er að ekki hafa verið næg tengsl milli hóþanna innbyrðis. Það var að vísu haldinn tengla- fundur, en það var svo seint. Hefði hann kcanið til fyrr, held ég að það hefði getað hjálpað þeim hopum sem áttu ekkert of auðvelt uppdráttar í byrjun. Það hefði líka verið gaman ' ef hóparnir hefðu getað hist allir saman t.d. einhvern tima um helgi. Svo hefur mér fundist minn hópur ekki vera í nægum tengslum við það sem er að gerast í Hreyf- ingunni að öðru leyti, það hefði kannski mátt eyða einhverjum tíma af fundunum í að ræða stöðuna í dag og það sem er að gerast í Hreyfingunni. Það er auðvitað óljóst hvað verður um hópana í framtíðinni, en ég held að það sé gott skipulag að allir tilheyri ein- hverjum grunnhóp, sem 5afnframt tekur að sér einhver praktísk verkefni. Annars er hætta á að hóp- arnir týnist, einangrist einhvers staðar én tengsla við Hreyfinguna.

x

Forvitin rauð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.