Morgunblaðið - 24.12.1915, Page 1

Morgunblaðið - 24.12.1915, Page 1
Gíeóileg jóí! cJólakuöld liarnsins kvöld — með kóngaljós og jólatré; í kirkjunni svo væran blund á móðurhné. Engan jólakött! En hjólavagn — með innan i! Og svo gúmmifugl að kreista: Bí, bí, bí! Barnsins kvöld — sem endar bara alt of fljótt. Eftir hlátur, kútur stúrinn. Góða nótt! Mampia sækir laufabrauð, sem læknar alt strax — lúrir barn — með sneið í hönd, til næsta dags. Mannsins kvöld — svo margbrotin á árunum. Minningarnar vagga’ á hugarbárunum. Ellikvöld — þá bráðnar hrím af hárunum, er helgin skín af barna gleðitárunum. Sigurður Sigurðsson. Gíeðileg jóíí Ú jólunum 1915. *m jörðina blóðaldan hrynur heit. Hver heyrir nú boðskap úr englanna sveit, orð frelsarans fæðingarnætur? Nú hatrið fer gandreið frá manni til manns, og mannanna börn stiga trölladans við myrkraforingjans fætur. En konungur kristninnar grætur. 0 Kom, lausnari mannanna, likn oss bú. Það er líkt og vér heyrum vængjasúg frá hræfuglum haturs-landa. Kom! Þó að vér aðhyllumst þrjózku og tál, þá þráir þig, Kristur, hver einasta sál frá sólskini suðrænna landa til næðinga nyrztu stranda. Kom, jólabarn alheimsins, algæzku lind, og aumka þú mannanna hróplega synd, er náðþurfa’ í neyð sinni standa. Kom, drottinn vor, Kristur, með dýrð og með vald, og drag burt hið þéttofna villunnar tjald með hersveitum himneskra landa og heilögum friðarins anda. Einar Hjörleifsson,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.