Morgunblaðið - 24.12.1915, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
■y':
LeroLle: Hjarðmermirnir koma.
»ÉR eigum því að venjast hér
í bænum á hverjum helg-
um degi, að þegar líður að
hádeginu, þá taka kirkjuklukk-
urnar að hljóma. Hljómur þeirra
er í eyrum kristinna manna há-
tíðleg rödd, sem kallar menn til
umhugsunar um andlega og
eilífa velferð sína, kallar þá
til að kasta frá sér nokkur
augnablik öllum daglegu umsvif-
unum, og ganga í hús drottins til
þess að heyra þar, hvað faðirinn
á himnum vill í orðí sínu tala
við börnin á jörðunni.
Þeir, sem kunnugir eru þjóð-
lífi og þjóðsögnum vor Islendinga,
þeir vita það, að íslenska þjóðin
hefir öld eftir öld talið klukkna-
hljóðið heilagasta hljóm, að hún
Jólaklukkan.
£ftir síra Ólaf Ólafsson.
hefir fundið til þess, að klukkna-
hljómurinn er heilög alvörurödd,
sem talar og lætur til sín heyra
í Guðs nafni. Ein sönnunin
fyrir þessari þjóðartrú og þjóðar-
skoðun er sú, að í öllum fornum
sögnum eiga allar óvættir, alt
það, sem táknar vald myrkra og
og vonsku, að fiýja fyrir klukkna-
hljóðinu, og hræðast það. Bak
við þessa fornu þjóðtrú liggur
fögur og alvarleg trúartilfinning
og trúarskoðun, sem margt mætti
um segja, en sem eg ætla þó ekki
að þessu sinni að fara að brjóta
til mergjar. — En á hitt vildi eg
minna í sambandi við þetta, að
það var siður hjá feðrum vorum
upp til sveita, líklega um land
alt, að taka með lotningu ofan
höfuðföt sín, er þeir lieyrðu til
kirkjuklukknanna á helgum dög-
um. Þessi siður mun hafa smá-
lagst niður, þegar sú skoðun tók
að ílendast upp til sveita, að það
væri ekki «fínt,» að vera guð-
hræddur eða guðrækinn. — En
eg hefði viljað kjósa, að þessi
siður hefði fengið að Iifa, þógamall
væri; því eg tel það einlægt skaða,
þegar góðir og gamlir þjóðsiðir
týnast og deyja, þjóðsiðir, sem
tákna og hafa að baki sér göf-
ugustu og beztu tilfinningarnar,
sem til eru í mannshjartanu. En
þessi siður táknaði efalaust frá
upphafi djúpa lotningu fyrir því,
sem heilagt er.
Þegar líður að miðjum aftni í
kvöld, þá taka kirkjuklukkurnar
að hljóma, ekki einasta yfir Reyk-
javík og Reykvíkingum, ekki
einasta yfir landinu okkar og ís-
lenzku þjóðinni, heldur yfir öll-
um kristnum löndum og þjóðum,
yfir öllum hinum kristna mann-
heimi; og það mál, sem kirkju-
klukkurnar tala, skilja allir, hverr-
ar þjóðar sem þeir eru, og hvaða
tungu sem þeir mæla.
Eg hygg það nú alveg víst, að
þegar klukknahljómurinn líður í
kvöld á loftbylgjunum inn í heim-
kynni vor, þá. muni flestum finn-
ast meiri helgi- og alvöruhreimur
I klukknahljóðinu heldur en
venjulega endranær, og jafnframt
meiri gleði- og friðarhljómur.
Jólaklukkan er hljómþýð og
hljómblíð; hún hringir gleði °S
frið inn í hvert óspilt mannshjarta-
Fyrir hljómi jólaklukkunnaf
tekur allur hinn kristni manD'
heimur ofan með heilagri lotD'
ingu.
Þegar jólaklukkan tekur a*
hljóma, þá kemur gleðisvipur á
hin litlu andlit barnanna og sm^'
ingjanna, sem með lifandi eff'1'
væntingu og hjartanlegri þrá ha'3'
beðið þessarar stundar, yndælustl1
stundarinnar, sem þau þekkja,
að
blessuð jólin komi með IjósunUú1
og hinum margvíslegu fagnaðb
sem jólunum fylgir. Ef það
annað borð rætist nokkurn tíd®
í þessu lífi, að ásjóna mannann®
ljómi sem engilsásjóna, þá ef
það á saklausum börnunum "
jólunum, þegar jólaklukkan teku
að hljóma og færir mönnum Þ^
boðskap, að nú séu jólin konllÐ'
En jólaklukkan snertir við beí5tu
hjartastrengjunum hjá fleirum eU
hún tekur líka ulU
hiuulU
vald
og meiri myndugleika oT1 ^eS
börnunum;
hjartaræturnar á okkur,
fullorðnu. Hún hefir meira
en
hin»f
frá
annað til að vekja hjá okkur
barnslegu og góðu tilfinningar
saklausu bernskuárunum, tir 1
ingar, sem veraldarkuldinn, v