Morgunblaðið - 24.12.1915, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 24.12.1915, Qupperneq 3
24. des. S4- tbl. MORGUNBLAÐIÐ 3 aldarstritið, lífsbaráttan, sollurinn og léttúðin eru búin: að svæfa eða jafnvel deyða. Jólaklukkan vekur upp frá dauðum beztu tilfinningarnar í brjóstum vor hinna eldri; hún gerir oss einlægt á hverju ári aftur að börnum, í góðum skiln- ingi. . Jólaklukkan kallar á hverju ári guðs barnið til lífs hjá flest- um fullorðnum mönnum, aðminsta kosti um stund. Eg held, að enginn verði svo gamall, að hann ekki kenni barns- legrar gleði, er hann finnur jólin nálgast; eg held, að aldrei komi svo þykk klakaskél utan um nokkurt mannshjarta, að eigi komist ylurinn frá jólunum í gegn- um hann, þótt lítið beri máske á hjá sumum. Og þá kemst jóla- gleðin og jólaylurinn á hæst stig hjá oss mörgum, þegar vér heyr- um hljóminn af jólaklukkunum, sem hrópa inn í eyru vor og hjörtu, að nú sé fagnaðarstundin komin, dýrðlegasta fagnaðarstund- in, sem heimurinn hefir haft af að segja. En hvernig stendur nú á því, að hljómur jólaklukkunnar skuli hafa næmari tök á og meira vald yfir hjarta voru og öllu tilfinn- ingalífi heldur en hljómur þeirrar sömu klukku á flestum' ef ekki öllum öðrum dögum? Hvernig stendur á því, að jólaklukkan getur fremur flestu, ef ekki öllu öðru, slegið á fínustu og beztu strengina í brjóstum vorum? Hvernig stendur á því, að jóla- klukkan getur gert mig og þig að barni aftur, þó við báðir séum komnir all langt yfir miðjan aldur, og orðnir vanir vosi og sárum veraldarlífsins og veraldar stríðs- ins, að hún getur látið okkur, fullorðna fólkið, hugsa sem börn, gleðjast sem börn — og jafnvel gráta sem börn? Það er auðvitað af því, að hún hefir svo góðan og gleðilegan boðskap að færa, boðskapinn, sem fullnægir þeirri þrá, sem falin er inst í hvers manns hjarta, boð- skapinn um friðinn, sem yfir- gengur allan skilning, friðinn við sjálfan Guð. Það er ávalt í hljómi jólaklukk- unnar einhver hreimur af engla- söngnum á hinum fyrstu jólum: «Dýrð sé Guði í upphæðum! Friður á jörðu og velþóknan yfir mönnunum«. Jólaklukkan flytur jólaboðskap, og boðskapurinn er sá, að öllum heiminum er frelsari fæddur. — Og þessi frelsari heimsins er lit- ill sveinn, sem vafinn reifum ligg- ur í jötu. Þetta eru fyrstu kynnin, sem heimurinn hafði af Guðs syni Jesú Kristi, frelsara sínum og Orottni. Vafinn reifum, liggjandi í jötu, fáandi ekkert rúm í gisti- herbergjum heimsins; þetta er fyrsti þátturinn í lífi hans, sem á Jdlunum er fæddur öllum heim- inum til frelsis og sáluhjálpar. Og það er mála sannast, að það er lítil dýrð og vegsemd við þetta, þegar litið er til þeirrar verald- legu viðhafnar, sem þeim er sýnd, og það þegar við fæðingu, sem bornir eru til jarðneskrar tignar. En hvílíkan æfiferil og hvilíka æfisögu átti þó ekki þessi smá- sveinn framundan sér? Hvílík stórvirki hefir hann ekki unnið? Hvílík líknar- og mizk- unarverk hefir hann eigi af hönd- um leyst ? Margt stórmennið og margur stórfrægur ágætismaður hefir á liðnum öldum verið í heiminn borinn, en — enginn slíkur sem hann, er á fyrstu jólunum var fæddur. Hann óx að vizku og náð. Hann stofnaði það riki á jörðunni, sem enginn endir mun á verða. Guð gaf honum það nafn, sem öllum nöfnum er æðra, til þess að í nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig, og sér- hver tunga viðurkenna, að Jesús Kristur er Drottinn, Guði föður til dýrðar. Hvað er það þá, sem vér eig- um honum að þakka, sem er fæddur í nótt, og sem jólaldukk- urnar hringja fyrir í kvöld hjá öllum kristnum þjóðum ? Vér eigum það honum að þakka, að vér þekkjum föðurinn almátt- uga og algóða á himnum, og hinn mikla kærleika, sem hann ber til mannanna. Jesús Kristur hefir sýnt oss föðurinn og kent oss að þekkja hann; vér erum öll orð- in Guðs börn fyrir trúna á Jesúm Krist. Vér eigum honum að þakka, að vérþekkjum veginnheim til föð- ursins. Jesús Kristur er vegurinn, enginn kemur til föðursins nema fyrir hann. Vér eigum honum að þakkaað vér getum væntnáðar og miskunar hjá Guði, þótt samvizk- an ásaki oss um það, að vér höf- um syndgað í himininn og fyrir Guði, og eigum ekki skilið að heita börnin hans. Hann hefir sýnt oss föðurinn, sem biður með opnum föðurörmum eftir hverjum syni, sem heim vill aftur hverfa, tekur hann í faðm sinn og fyrir- gefur honum alt; hann hefir lát- ið líf sitt til lausnargjalds fyrir marga. Sveinninn, sem fæddist í nótt, og jólaklukkurnar hringja fyrir í kvöld, hefir gefið oss vonina um líf eftir þetta líf, vonina um op- inn himinn yfir oss öllum á and- látsstundu vorri, vonina um sæla, endurfundi og eilífar samvistir í heimkynnum föðursins. Frá hon- um höfum vér hlotið réttan skiln- ing bæði á lífiogdauða; frá hon um höfum vér þá trúarsannfær- ingu, að raunirnar og harmarnir, sem vér í þessu lifi verðum fyrir, séu aðeins síundarél, sem skjótt liða hjá, en bak við þau sé Drott- ins birtan, ljómi og geislar þess mikla kærleika, sem er yfir öllu, um alt og í öllu. Frá honum höfum vér hlotið þá trúarsann- færingu, að englar Drottins standa ætíð hjá oss, að föðuraugað al- skygna vakir ávalt yfir oss, að vér erum einlægt sem börn í föðurhöndum. í nafni hans, sem i nótt er fæddur, megum vér fara til allra manna og segja við þá: »Ottist ekki, því yður er frelsari fædd- ur«. í nafni hans megum vér fara til allra manna og kenna þeim, hversu sorglega sem á kann að standa fyrir þeim, að lyfta augum sínum til Drottins og segja trúarglaðir: »Þú Guð ert minn, eg á þig að, Eg er i höndum þinum«. I nafni hans megum vér fara til einstæðinganna og munaðar- leysingjanna, sem fáa eða enga eiga að, og segja við þá: »Þér eruð samt ekki einir, því faðir- inn er með yður«. I nafni hans megum vér fara til þeirra, sem liggja fyrir dauð- ans dyrum og horfa fram á and- látsstund sína, og segja við þá: »Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. Yður er frelsari fædd- ur; hann lifir og þér munuð lifa.« I hans nafni megum vér fara til hryggra og sorgbitinna manna, til þeirra, sem trega horfna vini, og segja við þá: «Þér hafið nú að sönnu hrygð; en þér munuð sjá vinina aftur; þá mun hjarta yðar fagna, og þann fögnuð tek- ur enginn frá yður.« Sveinninn, sem á jólunum fædd- ist, er ímynd Guðs veru og ljómi Guðs dýrðar; í honum er sjálfur Guð til mannanna kominn. Jólin er mesta gleðihátíðin á árinu; hún er hyrningarsteinn allra aunara hátíða og helgi- daga. Verum því glaðir sem börn, er jólin koma með ljósum sínum, friði og fögnuði, glaðir sem böfn hins góða föður á himnum. Guð gefi, að jólaklukkan hringi í kvöld Guðs frið inn á hvert heimili, Guðs frið inn í hvert mannshjarta. Guð láti jólaklukkuna hringja himneska huggun inn í hjörtu hinna mörgu, sem á þessum jól- um minnast horfinna vina. »Beyg kné þín, fólk vors föður- lands,« því þér og öllum heimin- um er frelsari fæddur, Guð gefi oss öllum gleðileg jól í Jesú nafni. Amen. — Brezkur hermaður gengur til kirkju á jólaðag. Franskur hermaður kemur heim til forelðra sinna og systkina um jólin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.