Morgunblaðið - 23.09.1928, Side 12

Morgunblaðið - 23.09.1928, Side 12
12. MORGUNBLAÐIÐ Flugferðin mikla. Bamasaga með 128 mynöum eftir G. Th. Rotman. 89. Síðan hjeldu þeir áfram för sinni norður á bóginn og voru brátt komnir yfir Alpana. „Nei, lítið á hvað snjórinn er falleg- ur þama!“ hrópaði Tommi. „Við skul- um setjast þar og fara í snjókast!“ Emmen var til í það og eftir litla stund voru þeir allir komnir í snjó- kast þarna á meðal háfjallanna. 93. Þegar Emmen hafði jafnað sig nokkuð eftir þetta æfintýr, settist hann sjálfur við stjórn á „Pegasus“ og svo lögðu þeir allir á stað. Brátt voru þeir komnir norður yfir Alpana og yfir Bæheim. Þar sápu þeir þorp og þá kallaði listamaðurinn: „Nei, þarna er þá Zwiebelhofen, þar sem jeg á heima. Ó, nú held jeg, að hún Grjeta mín verði fegin!“ 90. Alt í einu kallaði Tommi: „Hvar er hann pabbi?“ Emmen hafði skyndilega horfið, og í dauðans ang- ist fóru þeir allir að leita að honum. „Hjer er hann!“ kallaði listamaður- inn. Emmen hafði fallið í gegnum snjóhuldu niður í jökulsprungu og örlaði þar aðeins á kollinn á honum. 94. Emmen settist rjettfyrir fram- an húsið hans. Konan og tveir dreng- ir hennar voru að tína ribsber í garð- inum. Þegar hún sá mann sinn, hróp- aði hún: „Herra trúr!“ og kom svo með opnum örmum á móti honum og faðmaði hann svo fast og kysti hann svo rækilega, að listamaðurinn var kominn að köfnun. Svo var þeim öll- um boðið inn upp á kaffi. 91. Hjer var ekki um gott að gera, en drengimir fundu upp á því snjallræði að opna allar límonaði- flöskur sínar og henda þeim í Emmen. Límonaðið blandaðist snjónum, svo að nú gat Emmen svalað þorsta sínum og nært sig á jarðarberja-, vanille-, ribs- berja- og ananas-ís eins og hann lysti. 95. Auðvitað var þeim Emmen og drengjunum líka boðið að gista þar um nóttina. Morguninn eftir var svo förinni haldið áfram og kvöddu þeir listamanninn með virktum. — Næsta borg, sem þeir flugu yfir, var Ags- borg, hin fræga gamla borg, með hinar einkennilegu og fallegu gömlu byggingar. 92. Þá datt listamanninum ráð í hug til bjargar. Hann stökk upp í „Pegasus“ og eftir fáar mínútur hafði hann komið flugvjelinni á stað og flaug lágt. Þegar hann var rjett yfir Emmen ljet hann akkerið falla. Arm- ar þess gripu undir báða' hendlegg- ina á Emmen og svo hreif flugvjelin hann úpp úr sprungunni og mjöllinnn 96. Emmen var hrifinn af því að horfa á borgina og sjerstaklega hina fögru bogaglugga, en þegar hann ætl- aði að skoða einn slíkan bogaglugga dálítið nær, þá greip hann einhverj- um mistökum á stýrinu, svo að „Pega- sus“ þaut inn í gluggann og kvað þá við ógurlegt brauk og braml------------- A lepistlpyi. seinna tók hún þó eftir því, að nöfnin á járnbrautarstöðvunum voru máluð með stöfum, sem voru frábrugðnir latnesku letri, og hafði hún áður haldið að það væri rúss- neskt letur. En Kilts sagði henni að þetta væri pólskt letur. Þau væri enn í Póllandi. Þau kæmi ekki til landamæranna fyr en eftir tveggja sólahringa ferð frá Buda- pest, og var því tíminn hið eina sem Litta gat áttað sig á. Á öðrum degi komu þau til járnbrautarstöðvar, sem Littu fanst <vera líkust landamærastöð. Þar urðu allir að fara út úr lest- inni. Veðrið var ekki gott — hryssingsleg( slydduhríð, svo að hrollur fór manni um merg og bein. Óteljandi seremoníur voru þar viðvíkjandi vegabrjefum og tolli. Litta skildi auðvitað ekki eitt orð af því, sem sagt var. Hún hjelt dauðahaldi í föður sinn og shildi ekki við hann. Farþegar voru ekki margir. Flestir voru þeir í rosabullum — mjög þægi- legum skófatnaði í krapelgnum, sem var. Litta óskaði þess að faðir sinn hefði slík stígvjel; hún var hrædd um að hann mundi blotna í fæturnar og veikjast. Um leið og þau gengu út úr vagninum hafði Kilts látið þess þess getið, að þessi stöð væri á landamærum Ungverjalands og Póllands. Til allrar hamingju kunni hann nokkur orð í pólsku svo að hann gat komið öllu í kring fyrir þau. Bill og Litta þurftu ekki að hugsa um nokkurn skap- aðan hlut. Já, hann Kilts átti engan sinn líka! Hann tók við vegabrjefum þeirra og lyklunum að koffortum þeirra og sagði þeim svo að bíða eftir sjer í biðsalnum. Þau Bill og Litta settust á trje- bekk. Nokkur börn ljeku sjer þar á gólfinu innan um allskonar skor- kvikindi og óþverra. Á bekkjun- um • meðfram veggjunum sátu nokkrar þolinmóðar konur, með sjöl yfir sjer og bögla og börn í fanginu. Það var svækjuhiti þarna inni, en þegar dyrnar voru opn- aðar, fór kúldastroka um salinn. Litta var dauðuppgefin, og þetta var svo notalegt að fá að sitja kyr og hristast ekki og skakast eins og í járnbrautinni, að hún hneig upp að föður sínum og stein- sofnaði. Hún hrökk þó við hvað eftir annað, er þeyttur var pjáturlúður, eða einhver krakkinn fór að öskra, eða þá að hurðinni var skelt hranalega. Einu sinni leit hún upp og sá að Kilts stóð þar og var að tala við föður hennar. En þar sem hvorugur þeirra fór fram á það að hún vaknaði, þá sofnaði hún aftur. Að lokum hrökk hún upp við það að Kilts sagði að nú væri alt í lagi. Litta uppgötvaði þegar að hún hefði sofið lengi, því að það' var orðið dimt og hafði verið kveikt á ljelegum rafmagnslampa þar inni. Farþegarnir voru að þyrpast út og var troðningur mik- ill Við dyrnar, því að hver vildi vera fyrstur. Það var nístingskuldi og Kilts var mjög angurvær út af því, að það væri ekki hægt að fá neinn svefnvagn í þessari lest og spurði hvort Litta vildi bíða til morguns. Nei, það vildi Litta alls ekki. Kilts sagði þá, að hann hefði fengið því framgengt við lestar- stjórann að þau fengi vagn út af fyrir sig og í honum væri ofurlít- iii klefi, þar sem Litta gæti hvílst. Alla, nóttina, sem aldrei ætlaði enda að taka, og fram eftir morgn- inum sá Litta fyrir sjer eins og í leiðslu hinn sama fyrirburð: Hún sat aftur í Prater, og það var vor. Kastaniutrjen voru að springa út og loftið ómaði af glaðværum fuglasöng. Hún sat þarna sem í draumi; maður hennar kraup á knje fyrir framan hana og hún strauk blítt brúna hárið hans. Mað urinn hennar, sá vinur, sem hún hafði þráð brennandi heitt og framar öllu öð'ru, maðurinn, sem; með blíðu tilliti og ástþrungnum orðum líafði komið hjarta hennar til að titra af fögnuði á hinum unaðslegu kvöldum í Santa Rosa, þegar liljurnar stóðu í blóma og næturgalarnir sungu í trjánum! Æ, nú var hún alein. Hún hafði sjálf snúið við honum bakinu á sömu stundu og hann kraup á knje fyrir henni auðmjúkur og ástsjúkur — á sömu stundu er hún vissi fyrir víst að hann elsk- aði hana, hvernig svo sem fram- tíð hennar hafði verið. Hún hafði snúið við honum bak- inu einmitt á þeirri stundu er ást Tians hafði sprengt af sjer alla fjötra stærilætisins, og hann lá auðmjúkur og biðjandi fyrir fót,- um hennar! *— Litta, elsu Litta mín! Jeg skal kenna þjér hve sælt er að elska, og þegar næturgalinn syngur í gamla valhnottrjenu, þá skal jeg kenna þjer hve sælt er að kyssa! Þá hafði hún snúið við honum bakinu, vegna þess að hún hafði heitið því við drengskap sinn, a?t hverfa aftur til síns fyrra lífernis — treystandi á vináttu Gabriellu og föðurástina. Því það var alt vegna Gabriellu að hún fórnaði sjálfri sjer þannig — það var vegna Gabriellu að hún hafði yfh> gefið mann sinn og kosið að fylgja föður sínum. Gabríella og faðir hennar! Gátu þau bætt henni upp hinn mikla missi ? I XXVIII. Lestin staðnæmdist hjá lítilli stöð og Kilts kom inn til Littu og- sagði að nú væru þau komin í ákvörðunarstað, og spurði hún þá undir eins hvenær hún gæti fund- ið Gabriellu. Kilts sagði þá, að þet.ta þorp væri í raun og veru útkjálki hinn- ar stóru landamæraborgar, þar- sem þau hin mundu vera, og þang- að sem hinir aðrir farþegar hefði haldið. Hann sagði, að hiin hlyti að hafa sofíð fast, því að annars- mundi hún hafa orðið vör við þann> gauragang, sem hefði verið á stöð- inni. Hann bætti því við, að hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.