Morgunblaðið - 22.09.1929, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.09.1929, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐTF) KápueSni mibið nrval nýkomið, öll eldri efni ern niðursett. Versluu Torfa G. Þórðarsonar. Nýkomnir rafmagnslampar. Trjekrónur, gyltar, eru komnar aftur. Borðlampafætur, úr alabast. Postulínsskálar, ótrúlega ódýrar. r Skermar, silki og pergament. Forstofulampar, nýjar gerðir. Krónur, óþrjótandi birgðir. lúliiis BiOrnsson raflœkiaverslun. Anstnrstræti 12. %s> Tilkynning. Á morgun (mánudaginn 23. þessa mánaðar) verða 5% af umsetningu dagsins gefinn til fjölskyldunnar á Krossi. Verslunin Hamborg. U Grammófóaar, Plðtnr, Nóinr. HL JÓÐFÆH AHÚSIÐ. í nýja húsinu yðar ættuð þjer eingöngu að nota gúmmídúka frá Leyland & Birmingham Rubber Co. — Eru hentugir á ganga, and- dyri, stiga, eldhús og baðherbergi. Gúmmí er hreinlegra, fallegra og margfalt endingarbetra en linoleum, marmari eða ' steinflísar. Yfir 100 mismunandi teg. sýnishorna eru til sýnis hjá einkaumboðsmanni verksmiðjunn- ar, sem er hafa látið taka, þá sitthvað um sjertrúnaðarmenn, þ. e. kirkju- deildir aðrar en ríkiskirkjuna, og loks minst örfáum orðum á kirkju Skotlands og írlands. Má enginn mentaður maður með öllu ófróð- ur vera um þenna merkilega þátt kirkjusögunnar, er liggur nútím- anum svo nærri. Þá ritar síra Sigurður Einarsson aðra grein, síðri nokkuð þeirri fyrri um málfar, en fróðlega, um kirkjumál og kirkjulíf Finna, en þau efni eru lítt kunn hjer á ís- landi áður. Síra Árni Sigurðsson birtir stutt erindi um örbirgð og auð. Sem vænta má er vandamálið skoðað frá kristilegu sjónarmiði, bent á hættur þær, sem hvorutveggja fylgja, og rjettilega lögð áhersla á, að skipulagið eitt sje ekki ein- hlít úrlausn þjóðfjelagsmála nú- tímans, heldur verði hjartalag ein- staklingsins að umskapast. Loks ritar sira Jakob Jónsson á Norðfirði um »faðir vor« sem merki kirkjunnar. Vill hann láta afnema játningar allar, en taka upp »faðir vor« í staðinn sem allsherjarmerki kirkju Krists. Mað- ur hrífst með af eldmóði hins unga klerks, en ekki munu allirá eitt sáttir um ágæti þessarar hug- myndar, þótt hún í fyrstu virðist all-aðlaðandi. Einkum munu hin sögulegu rök verða þung á met- unum á móti. Auk þessara ritgerða birtast í Prestafjelagsritinu fjögur sálmalög eftir Björgvin Guðmundsson, tón- skáld í Winnipeg í Vesturheimi, og sálmur eða andlegt Ijóð eftir Vald. V. Snævarr, er nefnist Kirkjan, undir laginu: í dag er glatt í döprum hjörtum, eftir Björn Kristjánsson. Er gleðilegt til þess að vita, að vjer skulum eiga svo þróttmíkið sálmaskáld sem höf. hefir sýnt sig vera. Mun slíkum ljóðum sem þessu sjálfskipað rúm í nýrri, endurskoðaðri sálmabókar- útgáfu, sem vonandi birtist áður langt Iíður. Þá er að síðustu skýrsla um starfsemi Prestafjelagsins eftir for- mann þess, Sig. P. Sívertsen pró- fessor, ritdómur eftir Ásmund Guðmundsson dócent um hina á- gætu bók Magnúsar Jónssonar próf. theol. um Pál postula og frumkristnina um daga hans, og umsögn erlendra bóka eftir rit- stjórann, dr. Jón Helgason, Ófeig Vigfússon prófast, Þórð Ólafsson præp. hon., Árna Sigurðsson frí- kirkjuprest, Sigurjón Guðjónsson cand. theol. og Þorgrím Sigurðs- son cand. theol. Eins og sjá má af þessu yfirliti er Prestafjelagsritið mjög fjölbreytt og fróðlegt að vanda, hið eigu- legasta rit í alla staði, en kostar þó aðeins 5 krónur. Það fæst hjá prestum úti um land og bóksölum í Reykjavík. Þorgrimur V. Sigurðsson. Hvalveiðar Norðmanna. Nýlega hefir hvalveiðafjelag eitt í Tuns- berg í Noregi ákveðið að greiða 50% í arð fyrir' árið sem leið. Þó að borgaður sje svona mikill arð- ur, hefir fjelagið nægilegt fje til þess að undirbúa hvalveiði eftir sem áður. Sýnír þétta hve hval- veiðar eru arðberandi. Víða er pottur btotlnn. Ólafur ríkiserfingi Norðmanna hefir í sumar haft aðsetur sitt í sumarbústaðnum „Fredheim.“ — Milli „Fredheim“ og Ósló eru 575 kílómetrar. Fyrir íiokkru síðan ók hann leið þessa á bíl sínum á 12 klukku- stundum. Eitt af norsku blöðun- um gat um þessa ferð hans, til þess að hrósa honum fyrir það, hve duglegur bílstjóri hann væri, þar eð hann hefði ekið að jafnaði 48 kílómetra á klukkustund. Til þess að gera hróður ríkiserfingja enn þá meiri, benti blaðið á, að hann hafi varla getað ekið með sama hraða alla leið og e. t. v. hvílst einhvern tíma á leiðinni. En blaðið gætti ekki að því, að með grein sinni var það að benda á, að ríkiserfingi hefði gert sig mjög brotlegan við umferðaregl- urnar, því að í Noregi er ekki leyft að aka harðara í bíl, en með 35 kílómetra hraða á klukkustund. Kommúnisminn dauðrotaður í heimalandi sínu. Þ. 10. sept. kom sú fregn frá Moskva til Stokkhólms, að nú hefði ráðstjórnin rússneska horfið gersamlega frá því kommunistiska fyrirkomulagi í iðnrekstrinum. — Gefin hafi verið út opinber til- kynning um það, að upp frá þessu ætti að stjórna öllum verksmiðjum og fyrirtækjum með þeim hætti, að einvaldir forstjórar eigi að ráða þar öllu, og verkamenn eiga full- komlega að vera undir þá gefnir. Hlutdeild verkamanna í stjórn fyr irtækjanna er þar með afnumin. Hafa verkalýðsfjelögin fengið til- iynningu um skipun þessa. Sagt er í hinni opinberu tilkynn- ingu stjórnarinnar, að þetta sje nauðsynlegt, vegna þess, að verka- fólkið sje upp á síðkastið orðið svo heimtufrekt og skeytingar- iaust. Vegna verkafólksins og velferð- ar þess sje breytingin nauðsynleg. Fegurðarsamkeppnin. — Ungu stúlkunuum skal bent á, að frestur til að taka þátt í fegurðarsam- keppninni er útrunninn 30. sept- ember. Þurfa þá öll brjefin að vera komin í póst, og skal ritað á þau til Teofani í Reykjavík. Til að baka stúlkunum ekki óþarfa útgjöld við myndatökur, hefir firmað fengið þrjá Ijósmyndara til að taka ókeypis myndir af þeim, sem taka vilja þátt í samkeppn- inni. — Þessir ljósmyndarar eru Kaldal, Loftur og Ólafur Magnús- son. Ekki þurfa stúlkurnar annað en segja ljósmyndaranum frá því, að myndin sje ætluð fyrir sam- keppnina. Auðvitað verður hjá þeim svo sem annarstaðar allrar j-agmælsku gætt um þátttökuna. Slysfarir í New York. Alt er mest og stórfenglegast í Ameríku eftir því sem ameríkumenn segja sjálfir frá. Á einum einasta degi, 3, september síðastliðinn, dóu í New Yorkborg 210 menn af slys- Nýkomnar Silfurplettvðrur (tveggja turna). í stóru úrvali svo sem: Skálar Vasar Kökuspaðar Matskeiðar Gafflar Dessertgafflar Kökugafflar Sósuskeiðar Rjómaskeiðar Compotskeiðar Fiskspaðor Kryddílát Saltskeiðar Saltkör Strausykurskeiðar Sultutausskedðar Rafmagnslampar í Versl. Goðafoss, Simi 436. Laugaveg 5. Húsgagnauerslun Hristjðns Siggeirssonar, Laugaveg 13. Nýkomið mikið úrval af mahognivörum, svo sem: Herraherbergisborð kringlótt Smáborð (kabinettsborð) kringlótt Dívanborð með marmára- plötu Reykborð, margar gerðir Stofuborð, sporöskjulöguð, fleiri stærðir Saumaborð, fl. gerðnr Smáborð, ferköntuð Blómastativ, með ýmsu verði Orgelstólar Pianobekkir Nótnastólar Lampaborð og Standlampar o. m. fl. Vörur þessar eru alt 1. fl. egta póleraðar vörur, vand- aðar og smekklegar. Besta pslsSlo- einföld og tvöföld, með og án sparibrennara, email. og steypt, fást í JÁRNVÖRUDEILD JES ZIMSEN. förum. 30 dóu af bílslysum, 4ð druknuðu, 6 dóu af flugslysumi nokkrir voru myrtir og enn aðrif rjeðu sig sjálfir1 af dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.