Morgunblaðið - 22.09.1929, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.09.1929, Blaðsíða 3
MÖRGUNBLAÐIÐ « TTT- Þegar menn fljúga í þoku, geta þeir að vísu haldið stefnu vjelar- innar. En það er ekki nóg, er þeir vita ekkert, hvernig eða hve mikið hún berst íir leið fyrir vindi. Það einasta sem dugar, eru miðunartæki og vísbendingar frá miðunarstöðvum. Þær bendingar •eru örugg hjálp flugmannanna. Sími er þarna enginn og ekkert samband í neina átt, nema loft- skeytasamband til fjarlægra stöðva. Ógerningur er að fljúga írá Ivigtut í þoku Og dimmviðri, því maður' getur átt það á hættu nð reka sig á fjöllin innan í þess- um þrönga og innilukta dal. En pað er helst bjart loft þarna um hádegisbil. Á þeim eina tíma sól- arhringsins er helst hægt að kom- ^ist þama af stað. Veðurfregnir fengum við til Ivigtut frá Toronto. En veður- skeytin urðu að fara ótal króka- leiðir, og stundum kom það fyrir, að veðurskeytin voru sólarhring á leiðinni, frá því þau voru send af stað, og uns þau voru komin í nkkar hendur. Og Ahrenberg heldur áfram: Við reyndum að lromast leiðar okkar þ. 17. júlí; þá virtust veður- horfur ekki vera slæmar. En við vorum ekki komnir nema stutt út í Davis-sundið, þegar þoka skall á okkur. Fengum við þá þær fregn- ír, að komið væri slæmt veður í Labrador, og snerum við því við. Næsta dag reyndum við á nýjan leik. Eftir klukkustundar flug hittum við þokubakka, sem náði alla leið frá haffleti og í 2000 metra hæð. Þ. 20. júlí: Flugum í 1 y2 kl,- síund. Þá kom jafnvægisrask á vjelina og urðum við að snúa við. Þ. 22. júlí: Flugum í tvær kl.- stundir. Fengum þá fregn um, að komið væri ófært veður við La- brador. Síðasta tilraunin. Þ. 3. ágúst reyndum við í síð- asta sinn. Þoka var eins og vant er niðri við hafflötinn. En við liöfðum blásandi byr, og fórum "230—240 km. á klukkustund. Við höfðum fengið loforð fyrir því, að veðurfræðingarnir í La hrador sendu okkur veðurskeyti skömmu eftir að við vorum lagðir' »f stað. En þetta brást okkur. Við hjeldum leiðar okkar yfir þokunni. Við og við sáum við niður á sjó- Inn. En brátt kom í ljós þungbúinn -skýjabakki við sjóndeildarhring- inn. Og eftir y2 kl.st. var skollið yfir okkur versta veður með þrum- um og eldingum. Reyndum við að komast upp úr veðrinu. En það reyndist ófært. Þá reyndum við að beygja af leið og komast hjá því á þann hátt. En það tókst ekki heldur. Þá ákváðum við að snúa :il Grænlands fimta sinn. Það var 'hart, en varlegast. Við vorum komnir hálfa leið til Labrador. En þar áttum við von á versta veðri. Flugið til Grænlands áætl- uðum við að tæki 3 kl.st., og það var svo sem ekki víst, hvernig okkur myndi reiða af, enda þótt við færum að öllu sem varlegast. Er við höfðum snúið við, byrj- aði að druna í lofti í áttina til Grænlands. Veður fór versnandi T þar auðsjáanlega. Alt í einu taka •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••* ••••••••••••••••••••••••• Aðeins góðar og I smekklegar vörur. ••••••••••••••••••••••••• Nýjar vörur með hverju skipi. Við viljum vekja athygli allra á því, að við höfum nú fengið miklar birgðir af nýjum vörum og eigum enn voil á ýmsu með næstu skipum. Verslunin mun því eftirleiðis ávalt verða mjög vel birg, og viljum við til dæmis nefna eftirtaldar vörur, sem upp hafa verið teknar síðustu daga: Kvennkápur í stóru úrvali Kvennkjólar frá kr. 15.85. Samkvæmiskjólar, fjölbreytt úrval Regnkápur á fullorðna, og börn Regnslár fyrir börn, í mörgum litum. Golftreyjur m. kraga, fyrir fullorðna og börn Tricotine nærfatnaður Náttkjólar Náttföt Silkisokkar fsgarnssokkar Ullarsokkar Dívanteppi Borðteppi Skinnkragar Skinnkantar Silkihálsklútar, fjölbreytt úrval. íasasSeí) ðSteAÍ: Káputau, Kjólatau, stórt úrval, Peysufataklæði 4 tegundir Peysufatasilki Silkiflauel Crepe du Chine, m. teg. og litir Crepe Georgette Crepe Satin Flauel, margar teg., einl. og misl. Morgunkjólaefni Tvisttau Flonell margar tegundir Ljereft einbr. og tvíbr. Undirsængurdúkur Yfirsængurdúkur, blár, bleikur og rauður Rekkjuvoðir Rúmteppi o. m. m. fl. VERSLIÐ ÞAR SEM IJRVALIÐ ER MEST, VÖRURNAR BESTAR EN VERÐIÐ LÆGST. Verslnnin Eglll Jacobsen. kompásnálarnar upp á því að hringla til og frá. Hristingurinn frá mótornum færði kompásana úr lagi. Yið losuðum kompásana; með því að halda þeim í hendinni, tókst okkur að ákveða stefnuna við og við. í 2 klt. og 45 mín. flugum við í áttina til Grænlands, án þess að nokkurt land væri sýnilegt. Við vorum farnir að verða smeykir um; að við hefðiim vilst af leið. En svo sáum við til sólar nokkur augnablik og gátum áttað okkur á því, hvar við vorum. Sendum við nú skeyti til Ivigtut, og spurð- um, hvernig veðrið væri þar. Það var bjart enn. Er við komum til Ivigtut, voru fjallatindarnir að hyljast þoku. Hefðum við verið drykklangri stundu seinna á ferð- inni, þá hefðum við varla ratað á Tvigtut-fjörðinn. borðum í einu; 30 matreiðslumenn voru ráðnir til þess að matreiða, og 286 þúónar. Framreiddir voru 1200 humrar, 1200 hænsni, 4 tunn- nr af kartöflum, 325 litrar af ís og 4000 flöskur af víni. Alls þurfti 50,000 borðbúnaðarmuni og varð að fá sumt af því lánað frá út- löndum. Öll framreiðsla gekk að óskum. Sveit þjónanna var stjórn- að með þeim hætti, að veislustjóri gaf ljósmerki hjer og þar í saln- um. Gat hann með því móti fyrir- hafnarlítið og liljóðalaust sjeð um að gestirnir fengju matinn refja- laust. Stór veisla. Tvö fjölmenn mót voru haldin samtímis í Kaupmannahöfn um síðustu mánaðamót, verkfræðinga- og náttúrufræðingafundirnir. — í sambandi við fundi þessa, var veisla haldin í sýningasalnum For- um, er var einhver sú stórfengleg- asta, sem sögur fara af þar um slóðir. . 2280 manns sátu undir „Leyndardómar Parísarborgar“, hina heimsfrægu sögu eftir Eugene Piie á nú að fara að gefa út í ís- lenskri þýðingu. Svo má segja, að saga þessi hafi farið sigurför um löndin. Hún hefir verið gefin út á flestöllum tungumálum og sum- staðai- í mörgum útgáfum, vmist með myndum eða mytidálaust. í þessari íslensku útgáfu verða 200 niyndir. Enginn efi er á því, að þessi saga verður mikið keypt og mikið lesin. p. Morgunblaöið er 12 síður í dag og Lesbók. Auglýsiugar bíóanna eru á 4. síðu. Þá þegar hið nýja við Túngötu verður tilbúið til notkunar, hefjast fim- leikaæfingar með ennþá meiri krafti en nokkru sinni fyr. Karlflokkar æfa á kvöldin kl. 6—7, kl. iy2—9 og 9—10. Kvenflokkar æfa á kvöldin kl. 6—7, 8—9 og 8y2—10. Drengj aflokkar æfa á kvöldin kl. 5—6 og 7—8. Telpnaflokkar æfa á kvöldin kl. 5—6 og 7—8. Flokkar fyrir eldri karlmenn og konur æfa kl. 6—7. ÍSLENSK GLlMA verður æfð á kvöldin í glímusalnum. Kennarar fjelagsins eru: frk. Ólöf Árnadóttir, hr. Aðalsteinn Hallsson og hr. Björn Jakobsson. Gamlir og nýir fjelagar tilkynni þátttöku sína hið fyrsta hjá einhverjum kennaranna eða stjórninni, og hvaða tíma þeir óska helst. I STJÓRN ÍÞRÓTTAFJELAGS REYKJAVÍKUR HARALDUR JÓHANNESSEN. ÞÓRARINN ARNÓRSSON. SIGURSTEINN MAGNÚSSON. ÁGÚST JÓHANNESSON. KARL JOHNSON.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.