Morgunblaðið - 22.09.1929, Síða 5

Morgunblaðið - 22.09.1929, Síða 5
Sunnud. 22. sept. 1929. 5 JptorgttítiMaftiÖ Góðar og vandaðar vörnr. I t. Hagkvæm kanp , . i.. ' Sokkabúðin sfækkuð og endurbætt. m % Við viljum vekja athygli fólks á því, að við höfum stækkað verslun okkar að miklum mun, og höfum því margfalt meira og fjölbreyttara úrval af vörum en áður. Við höfum fengið með síðustu skipum: HANDA BÖRNUM: Nærfatnað alskonar Skóla-Peysur ---- Sokka ---- Kápur (telpna). ---- Föt (drengja) ---- Töskur (mikið úrval) ---- Trefla úr ull og silki ---- Húfur, mikið úrval o. m. m. fl. HANDA KVENFÓLKINU: Golftreyjur, afar fjölbreytt úrval. .. Sokka úr ull, silki, ísgarni og baðinull Nærfatnaður alskonar Lífstykki, margar teg. Náttkjólar Leikfimisföt Hanskar o. m. m. fl. HANDA KARLMÖNNUMí • . ‘ * Vetrarfrakkar Nærföt Húfur, mikið úrval Hattar, harðir og linir Bindi Axlabönd Vasahnífar Buddur ; Veski og margt margt fleira m lewlð @i skeHið það ktrp1 slg. Virðing arfylst. SOKEABDDIN. - Lannaveg 42. Prestafjelagsrit ð. Tímarit fyrir kristindóms- og kirkjumál. Ritstjóri: Sigurður P. Sívertsen. Ellefta ár. 1929. Prestafjelagsritið er nýkomið út i ellefta sinn. Það mun óhætt að fullyrða, að vinsældir þessa eina kirkjulega timarits á íslandi hafi árlega farið vaxandi, enda á það sjer nú marga ötula og áhugasama styrktarmenn, bæði meðal lærðra og leikra. Þó mun nokkuð hafa gætt þess mis- skilnings, mest sakir nafnsins, að ritið væri einkum prestunum ætl- að og almenningur hefði. þess engin not. Eft það er fjarri sanni. Til allra þeirra, sem unna kristin- dómi og kirkju, á ritið erindi, og áreiðanlega myndi ýmsir þeir, sem ekki kjósa að vera kendir við slíkt, hafa ánægju af að kynnast svo góðum og prúðum gesti sem Prestafjelagsritið er. Frá því jeg kyntist Prestafje- lagsritinu fyrst, hefir mjer þótt vænt um það, fyrst og fremst fyrir þá sök, að það fjallaði um það svið menningarlífs nútímans, sem hugur minn hafði tekið ást- fóstri við, en sjerstaklega varð mjer það kærkominn gestur og lestur þess óblandin ánægja fyrir það, að efni þess og andi sýndi mjer, að fulltrúum og framherjum islenskrar kirkju er annað tamara en andlausar og óbilgjamar erjur uin skoðanamun og ágreinings- máL í ritinu eru rædd sameigin- leg áhugamál íslenskrar kirkju. Þar er skýrt frá stefnum og stór- viðburðum í kirkjulífi annara landa. Þar lýsa einstaklingar eigin reynslu og skýra frá skoðunum sínum að hætti mentaðra og víðsýnna manna, með skilningi á reynslu annara og virðingu fyrir skoðunum þeirra. Prestafjelagsritið hefst að þessu sinni með skorinorðu erindi, er ritstjórinn, próf. theol. Sig. P. Sí- vertsen, flutti í dómkirkjunni á synodus síðastliðið vor og nefn- ist: Krafa kristindómsins um iðrun og afturhvarf. Hugmyndir almenn- ings um þetta atriði kristinnar trú- ar eru svo á reiki, jafnvel rangar, að þess er síst vanþörf að skýra málið og hjálpa mönnum til þess að gera sjer grein fyrir því á sálfræðilegum grundvelli. Þá er rösklega rituð grein eft- ir síra Sigurð Einarsson um barna- trú, nokkur drög til sálfræðilegrar skýringar hugtaksins. Þykir mjer að mörgu leyti mest i þá grein varið, þeirra sem i ritinu eru. — Einnig um þetta atriði ríkir svo megn vanþekking og ruglingur hugtaka, að vart má vansalaust heita, að ekki skuli fyr hafa birst á prenti neitt í þá átt, sem hjer er farið. Maður hlýtur því að vera höf. þakklátur fyrir svo rækilega greinargerð sem þessa. Greinin ber þess vott, sem vinir síra Sig- urðar reyndar vissu áður, að hann hugsar ljóst og ritar snjalt um heimspekileg og uppeldisfræðileg efni. Síra Knútur Arngrímsson á Húsavík ritar um Nikódemus. Er þar >»skygnst inn í rökkur gleymdr- ar sögu, þar sem engin völ er leitarljósa, nema líkinda, hugboðs og ímyndunarafls«, ritað af sam- úð, sem reynir að skilja, skýrt hugsað og skemtilega sagt. Sira Bjarni Jónsson ritar um fræði Lúthers 400 ára, fallegt er- indi, fult af ást og lotningu fyrir barnalærdómnum. Sýnir hann fram á, hvernig þessi gamli arfur evange- lisk-lútherskrar kirkju er enn i fullu gildi. Síra Friðrik Friðriksson birtir minning um lítið atvik úr lífi sínu, athyglisvert erindi, þótt ekki sje langt. Þá ritar prófessor Sig. P. Sí- vertsen enn um kirkjumálanefnd- ina nýju og tillögur síðustu presta- stefnu. Mun eflaust einhvern fýsa að kynna sjer, hver verkefni kirkjumálanefndin hefir fengið til úrlausnar og að hverju kirkjunn- ar menn vilja stefna í þöim sök- um. Síra Friðrik Hallgrímsson segir frá lútherska kirkjuþinginu mikla í Kaupmannahöfn nú í sumar. Sátu þingið sjö fulltrúar íslensku kirkjunnar. Ennfremur birtir síra Friðrik smágrein um íslenska söfnuðinn í Höfn; telur hann rjett og sann- gjarnt, bæði frá kirkjulegu og þjóðernislegu sjónarmiði, að ís- lensk kirkja og riki láti ekki af- skifta- og stuðningslaust það starf, sem þar er unnið. Dr. theol. Jón biskup Helgason ritar um kirkju Englands á 19. öld, stutt en fróðlegt og efnisríkt yfirlit. Er þar fyrst gerð grein fyrir höfuðstefnum innan enSku ríkiskirkjunnar á þessu tímabili og getið merkustu manna, er til sin Vetrarfata og frakkaefmi. Nýkomið sjerstaklega mikið úrval af vetrarfata- og frakkaefnum. Manchettskyrtur — Slifsi — Slaufur, ullar millifatapeysur og vesti, hattar, húfur, nærföt, sokkar. — Þar sem jeg hefi valið allar mínar vörur sjálfur í verslunarhúsum erlendis, veit jeg að þær eru allar eftir nýjustu tísku. — Yerðið er við hvers manns hæfi. Nokkur dúsín af stífuðum tvöföldum flibbum, sem eru nú mjög að ryðja sjer til rúms, sel jeg á 0.25 stk. Skoðið vörurnar og muu jeg reyna til að gera alla ánægða. — Pantið föt ykkar með nægum fyrirvara, svo að afgreiðslan gangi greiðlega. Nokkrir klæðnaðir eru fyrirliggjandi, sem seljast meö mjög miklum afslætti. Andrjes Andrjesson, Langaveg 3. Nýjar vörnr: ^ Silki í Kjóla nýtísku efni. % Svart Charmeus sjerlega gott. / Satín í ýmsum litum. Crepe de Chine hv. og mislit frá 8.50 -19.50. — Svuntusilki sv. og misl. Slæður og Hornklútar. Fóður-silki í miklu úrvali,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.