Morgunblaðið - 24.12.1931, Blaðsíða 3
JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
3ÓLAHUGLEIÐINO.
Eftir sjera Jón Auðuns,
m
,,í upphafi var orðið, og oröið var hjá
Guði, og' oröiö var (luö. í því var ljós
og- lífiö var ljðs mannunna. Hiö sanna
ljós, sem upplýsir hvern mann var aö
koma í heiminn. Og oröið varö hold osg
hann bjó meö oss fullur náöar og sann-
leika“. Jóh. 1.
Á bak við þessi ummæli, sem
standa í upphafsorðum Jóhannesar-
guðspjalls liggur fegursta Kristshug-
sjón nýja testamentisins, hin víðsýn-
asta og um leið sú dýpsta. Hjer finn-
um vjer kenninguna um allsherjar-
opinberun Guðs og hjer finnum við
kenninguna um „Logos“ eða „orðið“,
Kristsandann, sem var frá upphafi
hjá Guði. Sá, sem les sögu kristninn-
ar frá upphafi hlýtur oft að fyllast
heilagri undrun og lotning fyrir hinni
guðlegu handleiðslu, og ekki á þetta
sjer síst stað ef vjer gefum því
gaum, hvernig Guð, á morgni kristn-
innar, leiðir hana út úr takmörkun-
um gyðingdómsins inn í það sem feg-
urst var og háleitast í hinni deyjandi
trú og deyjandi menning hins gríska
heims, og auðgar þannig hugmyndir
mannanna um Krist, Logosar hug-
myndina, en sem grískur arfur teng-
ist hún kristninni.
Það mun vera gríski spekingurinn
Plato, sem einna fyrstur skrifar um
Logos, enda hafði hann mikil áhrif á
ýmsa rithöfunda fornkirkjunnar á
gullöld kristilegra bókmenta, enda
var heimspeki hans þá höfð í hinum
mesta heiðri innan kirkjunnar.
í grísku heimspekinni táknar Log-
os hinn guðlaga veruleika, sem er til
frá upphafi við hliðina á hinum skap-
andi mætti og er til staðar við heims-
sköpunina og starfar síðan í viðleitni
kynslóðanna til þess að kljúfa rök
lífsins og komast að sannleika þess.
Höfundur Jóhannesarguðspjalls er
síðan leiddúr til þess af anda Guðs,
að kljúfa hulin rök hinnar guðlegu
opinberunar utan Gyðingalands og
hann sannfærist um það, að Kristur,
hinn eingetni sonur Guðs, sje Logos
og er hann tekur að skrifa guðspjall
sitt byrjar hann það með þessum orð-
um: „í upphafi var Logos: „orðið“.
Því er haldið fram í nýja testa-
mentinu að Kristur hafi lifað í him-
neskri fortilveru hjá föðurnum. Sjálf-
ur segist hann vera „sendur“ til
mannanna og í Jóhannesarguðspjalli
talar hann um himnavist sína fyrir
holdtekjuna og lang-fremstu trúar-
snillingar n. tm„ Jóhannes og Páll
postuli, byggja trú sína á guðdómi
Krists, eingöngu á fullvissunni um
tilveru hans sem guðssonar frá upp-
hafi á himnum. Skýrast kemur þetta
fram í fyrsta kapítula Jóhannesar-
guðspjalls: Kristur er þar „orðið“,
hann er Logos, sem er til frá upphafi
og allir hlutir eru gerðir fyrir, en
með þessu vill Jóh. segja: Kristsand-
inn — sá* andi sem á'þann hátt, er
vjer skiljum ekki, tekur sjer bústað
í syni Maríu, hann er til frá eilífð,
frá upphafi hins upphafslausa er
hann til og samverkar Guði og hann
er enn fremur „hið sanna ljós, sem
upplýsir hvern mann“. Þetta er eitt
hið fegursta og glæsilegasta úr kenn-
ingu Jóhannesar um Krist: Hann er
sá sem starfað hefir að því frá eilífð
að opinbera öllum þjóðum og kyn-
slóðum vilja Guðs og eðli, hann hefir
gefið þjóðunum svo mikið af ljósi
sínu og sannleika, sem hinir útvöldu
spámenn hans með öllum þjóðum og
trúarbrögðum hafa getað tekið á
móti. Af öllu því sem dýrlegt er, er
ekkert, sem er dýrlegra en þetta:
Allar kynslóðir hafa átt heilaga
menn, spámenn og sjáendur af Guðs
náð, hetjur sem fyrir persónulega
helgun og náðargjöf Guðs, hafa sjeð
himnana opna og hafa vitnað fyrir
bræðrum sínum um dýrðina' miklu
og heilög mál. Jóhannes guðspjalla-
maður er heilagur og víðsýnn sjá-
andi, augu hans sjá í gegn um tíma
og rúm, hann sjer sólblik Guðs ljóma
yfir lífi manna og þjóða, þótt í mis-
jöfnum mæli sje og augu hans sjá
enn þá lengra, á bak við alla spámenn
kynslóðanna sjer hann heilaga hönd,
á bak við margbreytileikann sjer
hann einu og sömu veruna að verki,
það er Logos, orðið, hinn guðlegi
andi, sem var í upphafi hjá Guði, í
honum var líf og lífið var ljós mann-
anna.
Kirkjunnar menn margir eru nú
aftur farnir að vakna til skilnings á
því, sem Jóhannesarguðspjall segir
oss um starf Logosar-Krists utan
þeirra vjebanda, sem vjer setjum
kristindóminum og þekkingin á öðr-
um trúarbrögðum greiðir þeim skiln-
ingi götur. Hið lærða göfugmenni,
Reichelt trúboði, segir á einum stað:
„Út frá raunhæfri reynslu minni eft-
ir 23 ára trúboðsstarf og út frá
þeirri þekkingu, sem rannsóknir mín-
ar og kynni af fremstu leiðtogum á
sviði trúmálanna í Austur-Asíu hafa
veitt mjer, er játning mín þessi: Það
er enginn eðlismunur á hinum marg-
víslegu opinberunum Guðs á meðal
þjóðanna; það mesta, sem jeg get
sagt er þetta: Til er sjerstæð opin-
berun og til algild opinberun, en or-
sakanna að þessum mismun er ekki
að leita hjá Guði, heldur hjá þeim
verkfærum, sem hann velur og notar
til þess að opinbera mönnunum sann-
leika sinn“. Og þegar heiðnir ágætis-
menn snúast til kristni og finna
Krist í kristindóminum þá segist
hann sjá „hina ósegjanlegu gleði end-
urfundanna ljóma af ásjónu þeirra“.
Ef vjer því minnumst allrar hinn-
ar stórfeldu opinberunar Guðs í lífi
þjóðanna, frá upphafi og fram til
þessa dags, og getum játað trú Jó-
hannesar á Logos, orðið, sem er hið
eilífa lýsandi ljós allra sálna, þá mun-
um vjer kunna að fagna hinum dýr-
lega atburði jólanna, að „orðið varð
hold“; í persónu barnsins í jötunni
var fólginn kjarni alls þess, sem Guð
gat látið mennina skynja um sig og
ráðgátur lífsins. Eftir að hafa um
óteljandi aldaraðir starfað í guðsleit
kynslóðanna tekur hinn guðlegi andi
opinberunarinnar sjer bústað í mann-
legum líkama, hann lifir sem maður
á meðal mannanna barna, til þess
að gefa þeim eins fullkomna hug-
mynd um föðurinn himneska og auð-
ið var.
Jeg þekki ekkert, sem hefir feg-
urra um Krist verið sagt en þetta:
og orðið varð hold: hann sem í him-
neskri fortilveru hallaðist að brjósti
föðurins, afklæddist dýrð sinni, tók
á sig þjónsmynd og varð mönnunum
líkur og sárustu þjáningar þeirra tók
hann á sig „því að vorar þjáningar
voru það sem hann bar og vor harm-
kvæli, er hann á sig lagði“, „því að
þjer þekkið náð drottins vors Jesú
Krists, að hann, þótt ríkur væri,
gerðist yðar vegna fátækur, til þess
að þjer auðguðust af hans fátækt“.
Frá upphafi var unnið að undirbún-
ingi þess, sem koma átti, frá vöggu
mannsandans hafði konungur himn-
anna haldið hendi sinni yfir honum
„og í fylling tímans sendi Guð son
sinn fæddan af konu“. „Og orðið
varð hold og hann bjó með oss fullur
náðar og sannleika“. Hann kom „til
þess að hugsanir margra hjartna
yrðu opinberar“ og vitringarnir þrír
úr austrinu komu að jötunni, þeir eru
fulltrúar heiðnu trúarbragðanna,
guðsþorstinn sem þau höfðu vakið
með þeim, benti til Betlehem, þar var
upprunnið það ljós, sem lýsir öllum
mönnum, það ljós, sem þeir höfðu
sjeð „svo sem í skuggsjá, í óljósri
mynd“, í sínum eigin átrúnaði.
„Og í þeirri bygð voru fjárhirðar
úti í haga og gættu um nóttina hjarð-
ar sinnar“. Dýrð Guðs ljómaði yfir
Betlehemsvöllum, hirðarnir vöknuðu
en fjöldi himneskra hersveita lofaði
Guð og sagði: „Dýrð sje Guði í upp-
hæðum og friður á jörðu með þeim
mönnum, sem hann hefir velþókn-
un á!“
Það er enn jólanótt og friður
Krists fyllir sálirnar, hljóðlátar bæn-
ir stíga upp en náð Guðs niður; húm-
ið er heilagt, og titrandi berst sálin
á öldum ljósvakans inn í dýrðar-
heima Drottins, í orðlausri og óorð-
anlegri reynslu lifum vjer þar fögn-
uð og dýpstu sælu himnanna. Veittu
sönnum fögnuði jólanna inn á hvert
heimili, góði Guð, gefðu öllum börn-
um þínum bæði lífs og liðnum frið,
frið hinnar heilögu nætur, já gefðu
oss öllum, Drottinn, gleðileg jól.
Amen.