Morgunblaðið - 24.12.1931, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.1931, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fram undir 1800 tóku prest- arnir þátt í dansinum. Og á viss- um stöðum eru enn dansaðir ,,Féte-Dieu“-dansar á föstunni, guði til lofs. Mörgum kann að virðast það einkennilegt, en þeg- ar maður sjer alvöruna hjá þeim, sem dansa og hinum, sem horfa á, þá verður manni það fljótt ljóst, að í dansinum er engin ljettúð, heldur eru þeir helgiat- höfn, sem á upptök sín einhvers staðar lengst fram ,í öldum. Þegar maður sjer í fyrsta sinn á pálmasunnudag prestinn leika hinn alkunna knattleik Baska, „pelote“, ásamt sÖfnuðinum fyr- ir framan kirkju sína, finst manni eitthvað athugavert við ]>að, en skilur þó brátt, að hjer er um helgiathöfn að ræða, og að henni svipar nokkuð til hinna fornu Olympsleika í Grikklandi. Hjá Böskum eru dansarnir stór þáttur í lífi og lifnaðarhátt- um. Dansarnir eru hvört tveggja í senn, sjónleikar og strengleik- ar, og elsta form þeirra er í vestustu hjeruðunum, þeim, sem næst eru Frakklandi. Sá dans, sem tíðastur er, er „le Saut basque“, fagur og fríð- ur dans. Eins og flestir baskisk- ir dansar, er hann stiginn af karlmönnum einum. Um tuttugu hópar stíga dansinn, og hefir liver hópur ákveðið hlutverk. Oft sjer maður á helgikvöld- um dans þennan stiginn á stræt- um og þjóðvegum. Þetta er hring dans, líkt og vikivakar, og geta eins márgir tekið þátt í honum og vilja. Venjulegast situr pípu- leikari utan við veginn, um- kringdur af ungum blómarósum, sem horfa aðdáunaraugum á pilt- ana, sem dansa. Það er svo með þennan dans, að hann er ekki stiginn eftir neinum vissum regl- um. Hver dansandi reynir, eins og honum er unt, að gera hann eins fagran og hægt er, og dreg- ur því dansinn nokkurn dám af því, hvað dansmennirnir eru upp finningasamir, en jafnframt er hann barnslega sakleysislegur. Einn dans nefnist „klyppdans", en hann er nú að verða úreltur eins og „polka“ og „hopsa“ ann- ars staðar, og sjest nú varla neinn æskumaður dansa hann. En í sumum veitingahúsum uppi til sveita, er hann enn stiginn, sjerstaklega á kvöldin, þegar vín- ið fer að svífa á menn. Þá verða gamlir menn ungir í annað sinn. í fyrri hluta dansins mætast menn með klyppana á lofti og berja þeim saman. En í seinni hluta dansins taka menn örmum saman í kross og stíga viss dans- spor milli klyppa, sem lagðir eru á jörðina (eða gólfið). „Frandolen" er dans, sem ung ir menn stíga eingöngu og í löng- um röðum. Þeim dansi fylgir sá siður, að bundinn er klútur þvert yfir andlit hvers dansanda. — Skipa menn sjer svo í fylking- ar, stíga fram, mætast, snarsnú- ast hverjir um aðra, „fara í keðju“, og er þetta ekki ólíkt gömlu vikivökunum. Meðan á föstunni stendur (sjerstaklega á ,,kjöthátíðinni“) "Vstíga ungir menn dans, er nefnist „le danse de volants". Eru þeir í litklæðum og með blaktandi, mislit bönd utan á sjer. Af því dregur dansinn nafn. Mennirnir, sem dansa, hafa prik eða stafi í höndum, og slá þeim saman eft- ir vissu hljómfalli. Einn dans er þar merkilegur að því leyti, að hann á sjer sína sögu hjer á landi líka. Hjá Bösk- um er hann kallaður „hænudans- inn“, en hjá oss, „að slá köttinn úr tunnunni". Hjá Böskum fer þessi dans fram á þann hátt, að menn taka sjer sverð eða barefli í hönd. Á víðavang er settur kassi, með hænu í, og er lítið op á lokinu, svo að hænan getur stungið höfðinu þar upp úr. Nú dansa ungu mennirnir í kring um kassann. Hefir hver sverð á lofti, og þeim, sem tekst að höggva hausinn af hænunni, þeg- ar hún stingur honum upp um gættina, er sigurvegari. Svo er það „glasdansinn“. — Þennan dans dansar Zamalzain. Zamalzain er besti dansmaður- inn. Hann er klæddur litklæðum og hefir nokkurs konar kórónu á höfði. Um mjaðmir sjer ber hann ,,krinolinu“, og er hún í líkingu við hest. Er því loku skotið fyr- ir það, að dansandinn geti sjeð niður á fætur sjer. En nú á hann að dansa fram og aftur, hring eftir hring, og nálgast alt af glas fult af vatni, sem sett er á mitt danssvæðið. — Og þegar hann kemur að glasinu, sem hann sjer ekki, á hann að hoppa upp á það, standa þar á öðrum fæti og rjetta hinn frá sjer. Standa svo um stund, hoppa svo ofan af glasinu aftur, án þess að það hallist eða neitt skvettist út úr því, og halda áfram dansihum. Meðal dansa Baska má nefna „Djöfladansinn' svo kallaða. — Hann er gerður til þess að draga dár að hinum vonda og gera hann hlægilegan í augum manna. Þessi dans hefir sína sjerstöku þýðingu 1 helgisiða at- höfninni. Eins og fyr er sagt dansa að- allega karlmenn þessa dansa. — Stundum taka þó konur þátt í dönsunum, en þær eru algerlega utanveltu. Þó eru þessir dansar, í augum annara Norðurálfu- manna, langfallegastir, þegar þeir eru stignir af ungum stúlk- um, sjerstaklega þegar þær eru að sækja vatn, hvíla sig á leið- irni og stíga svo dansinn. Þá er yfir þeim og dansinum sá hrifn- ingarblær og su unaðskend, er gerir skömm öllu okkar dans- dútli, sem er afnám hinnar fögru listar. — Dansar Baskanna eru marg- breytilegir eftir hjeruðum, en allir hafa þeir hið sama til brunns að bera, að vera eitt stærsta menningarmeðal í þjóð- lífi þeirra. En þó fer Böskum nú sem öðrum, að þeir draga dám af þeim, sem nærri búa. Það er venja hjá Böskum, að þegar drengur er orðinn tíu ára gamall, fer hann að æfa þá dansa er hann hefir sjeð fyrir jer frá barnæsku. Og þessir dansar eru fyrir honum eins og glímur og leikfimi hjer — eiga ð gera hann hraustan, fiman og áræðinn. Því er það, að á síðkvöldum safnast drengir saman, helst jafnaldra drengir, og stíga dans. Einhver fullorðinn stjórnar æf- irgum þeirra, og fara þær venju- lega fram á víðavangi, eða þál í húsagörðum og innanhúss. Fari þær fram í húsagarði, er kveikt á kertum, sem stungið er á húsveggina í kring. Bera þau daufa, gula birtu ýfir söfnuð- inn, en þó er nógu bjart til þess, að kennari barnanna sjái allt er fram vindur, og geti stjórnað ótataki barnanna, hvernig þau eiga að bera fæturna, hvenær a að setja fjaðurmagn í ristina, bvernig fólleggurinn á að mæta öklanum c. s. frv. Utan við danssviðið situr drengur og syngur hárri röddu undir dans- lagið. Fatist honum, eða leikar- anum, eða dansöndunum eða hljómsveitinni, er fitjað upp á nýju, því að þetta er alvara og þetta er list. Svo eru líka strengleikar Baskanna — leikar, sem þeir sýna hvar sem er, á þjóðvegum og í þorpum, upp til fjalla og irmst til dala. Svipar þeim enn til vikivakanna. Það eru þjóð- kvæði, sungin og dönsuð. I þjóðkvæði Baskanna er mik- inn fróðleik að sækja um upp- runa og samruna kvæða og dansa. Heimsins mesti æfintýramaðurj Trebitsch Lincoln. Það' mun óhætt að kalla Tre- bitsch Lincoln mesta æfintýra- mann heimsins. Hann hefir t. d. verið lúterskur prestur, þing- maður á þingi Breta, njósnari, víxilfalsari, búddhistiskur munk- ur, framkvæmdastjóri og stein- olíubraskari. Hann tók þátt í Kapp-uppreisninni í Þýskalandi, var um skeið hægri hönd kín- verska hershöfðingjans Wu-Pei- Fu og nú er hann orðinn ráð- gjafi Ma, hins kínverska hers- höfðingja í Mansjúríu. Á stríðs- árunum var Lincoln í Arabíu, Gyðingalandi og Sýrlandi og kom því til leiðar að }>jóðir þær, er þar búa, brugðu hylli við Tyrki og að stofnuð voru þar sjálfstæð ríki, svo sem Hedjaz og Irak. Hann hafði líka lofað Sýrlandi frelsi í nafni banda- manna, en er þeir sviku j>að, og lögðu Sýrland undir Frakk- land, varð hann reiður og vildi ekki eiga neitt saman við banda- menn að sælda framar. Erfðaskrá Edisons. Edison var orðinn ríkur maður á uppgötvunum sínum. Hann hafði auðvitað gert erfða skrá, en var að breyta henni fram á seinustu stundu. Og þeg ar erfðaskráin var opnuð, að honum látnum, kom það í ljós, að hann hafði arfleitt ekkju sína og börn þeirra að mestum hluta eigna sinna. En börn hans af fyrra hjónabandi fengu sama, sem ekkert. Varð mikil óánægja út af þessu. Nú hefir elsti son ur hans höfðað mál og krefst þess að erfðaskráin verði feld úr gildi. Hann heldur því fram að stjúpa sín hafi haft áhrif á föður sinn meðan hann lá banaleguna og var ekki með fullu ráði, og fengið hann til þess að breyta erfðaskránni sjer og börnum sínum í hag. Frú Edison. Nokkurir menn, sem stunduðu fiskveiðar að gamni sínu, höfðu að loknu dagsstairfi safnast saman í veitingahúsi. Einn af þeim var stór og bústinn og háværastur af öllum. — Við þurfum svo sem ekki að vera montnir af árangrinum í dag, sagði hann, þótt hann sje góður. En í fyrra fekk jeg almennilegan fisk. Jeg fann þegar, er hann beit á, að hann mundi vera stór, og svo fór jeg að draga. En þegar jeg kom með hann að borði ráku fje- lagar mínir upp neyðaróp og báðu mig blessaðan að skera á færið. Þú mátt ekki innbyrða fiskinn, kölluðu þeir, hann hvolfir bátnum! Hann var svona afskaplega stór! Jeg hefi aldrei sjeð annan eins fisk. — Jeg varð fyrir því sama í fyrra, mælti þá annar maður hægt og rólega. — Hvar? Hvar var það? hróp- aði hinn bústni veiðimaður. — Æ, það var um borð í At- lantshafsskipinu! Læknir: Þjer verðið að forðast allar geðshræringar. Drekkið ekki áíengi — helst ekki annað en vatn. Sjúkhngurinn: En tilhugsunin um það, að mega ekki drekka. annað en vatn kemur mjer í ofsa- lega geðshræringu. — Sonur minn skrifar mikið, og- það sem hann skrifar les fjöldi manna með mestu athygli. — Skrifar hann skáldsögur? — Nei, liann skrifar matseðla fyrir veitingahús. Mamma: Ef þú lætur svona aft- ui- þá liýði jeg þig. Drengur: Mamma, nú trúi jeg þjer ekki lengur. A (er að sýna B vini sínum ljósmyndir og meðal þeirra er ein af honum sjálfum, ríðandi á asna) : Þetta er skemtileg mynd. Hún var tekin af mjer í dýragarðinum í sumar. B: Jú, hún er skemtileg, en meS hvem ertu á bakinu? Auðmaður: Þjer viljið endilega að jeg kaupi þessa mynd — en hvað á hún að þýða? Jeg get ekki almennilega sjeð það. Málari: Hún }>ýðir 4000 krónur fyrir mig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.