Morgunblaðið - 24.12.1931, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1931, Blaðsíða 8
8 M O R (} J N B L A Ð I Ð Hálfkæfð og lafmóð náði hún bænum aftur. Rósa mætti henni í bæjar- göngunum, og sagði að mamma þeirra væri að spyrja eftir henni en hefði mókt að þessu. „Þakka þjer fyrir, elsku Rósa mín“, mælti Dísa. „Mamma þarf ekkert að vita um þetta og jeg er viss um að annað- hvort bálið eða brunalyktin vísar pabba heim, ef hann er hier nokkurstaðar nærri“. Klukkan sló sex. Jólin voru að heilsa, hátíðin mikla, sem hefir frið og gleði í för með sjer. í baðstofunni á Hálsi virtist sem jólin ætluðu ekki að koma að þessu sinni. Þar var dimmt, að mestu og dauðakyrð hvíldi yfir öllu. Sjúklingurinn lá og mókti á milli þess sem sársaukastunurn- ar rufu þögnina. „Dís^ mín“, stundi hin þjáða móðir. „Hvað er klukkan?" „Hún var að slá sex, mamma mín“, svaraði Dísa. „Og pabbi þinn ekki kominn enn“. „Vertu hughraust elsku mamma“, mælti Dísa. „Jólin eru að heilsa og bráðlega kann pabbi líka að koma og heilsa okkur“. „Já, já, Dísa mín. Jeg vil vona hins besta, en nú er komið myrk- ur og veðrið er svo voða!egt“. Dísa þerraði svitann af enni móður sinnar, sem enn var fallin í óráðsmók. Dísa hlustaði af öllum mætti. Henni heyrðist eitthvað þrusk úti við bæjardymar. „Rósa“, mælti hún. „Bíddu hjerna góða, á meðan jeg skrepp fram. Jeg held að pabbi sje að koma“. Að svo mæltu þreif Dísa ljóskerið og þaut fram. Nú heyrði hún greinilega, að verið var að reyna að opna hurðina að utanverðu, sem var orðin frosin aftur og var auk þess lokuð að innanverðu. Dísa var ekki sein á sjer að opna. Hríðargusan þeyttist inn þegar opnað var. Dísa skýldi fyrir ljósið og sá því óglöggt, að faðir hennar dauðþreytlur, staulaðist inn um dyrnar. „Ertu þarna elsku pabbi“, sagði Dísa. „Já, brunalyktin af kofa- ræflinum vísaði mjer leiðina. Jeg var kominn fram hjá bæn- um. — Hvernig líður móður þinni?“ „Hún mókti, þegar jeg gekk fram áðán, en hefir verið þungt haldin í dag“. Á meðan að feðginin skift- ust á spurningum og svörum, hjálpaði Dísa föður sínum úr ytri fötum og leiddi hann inn í eldhúsið hlýtt og r.otalegt. Eftir að bóndi hafði hlýað sjer ögn gengu þau inn til baðstofu. Húsfreyja mókti þá stundina en varð þó vör við komu bónda síns. „Ertu ekki aðframkomin, elsku vinur“, mælti hún svo lágt, að varla heyrðist. „Það, að hugsa til þess að koma heim til þín og barnanna veitti mjer nú sem oftar þrek í Laráttunni“. Hátíðin var nú einnig komin að Hálsi. Björn og dætur hans krupu niður við rúm sjúklings- ins. Heilög kyrð hvíldi yfir litla hópnum í baðstofunni. Barátt- an við erfið náttúruöflin og erfiðar ástæður, var gleymd á þessari stundu. Þau nutu öll þess friðar, sem fæst með sjálfsfórn í þarfir trúar og kærleika. Með þögn og lotningu risu þau á fætur og sáu að vær svefn var siginn á augu sjúklingsins. § Kirkjudrið jj I^INIR fyrstu kristnu söfnuðir fM byrjuðu fljótt á því, að ^ koma saman á sunnudögum til guðsþjónustu í tilefni af upp- risu Jesú Krists frá dauðum. En ekki var það fyr en 300 árum eftir Krists burð, að sunnudagurinn var gerður að lögskipuðum helgidegi liins rómverska ríkis. Síðan hafa borgaraleg lög í hinum ýmissu kristnu löndum heims, fyrirskipað að nokkuru eða öllu leyti, hvíld frá vinnu á sunnudögum, þessum kirkjunnar helgidegi, sem einnig er kalláður „Drottins dagur.“ Auk sunnudaganna eru hátiðar- dagarnir, sem haldnir eru til minningar uih líf Jesú Krists á jörðinni. Samsafn allra sunnudaga og helgidaga nefnist kirkjuáir. Það skiftist, í tvent: Hátíða- helminginn, eða Herrans ár, með hinum þremur stórhátíðum, og há- tíðalausa hálfárið, sem kallað er safnaðarins ár. Kirkjuárið hefst með aðvent,- unni (aðkomutímanum). Fjórir sunnudagar eru í aðventu, og þá á söfnuðurinn að koma saman til þess að hugsa um hvemig hann eigi að mæta frelsaranum á Jóla- hátíðinni. JóJin hafa verið helg lialdin síðan 300 árum eftir Krists burð. Það er hátíðin til minnis um, að faðirinn sendi son sinn í heiminn. feú hátíð byrjar á aðfangadags- kvöld, svo er jóladagur og annar í jólum. Hann kallast Stefánsdag- ut, til minningar um fyrsta pislar- vottinn í kristninni. Þegar Jesús^var 8 daga gamall, hlaut hann það nafn, sem engill guðs haf$i sagt, að hann ætti að bera. Þess minnumst vjer á ný- ársdag. Hinn 6. janúar er Þrettándinn (þrettándi dagur jóla), eða þriggja heilagra konungadagur. Sá dagur var upphaflega mjög stór hátíðar- dagur, og kallaðist Opinberunar- hátíð guðs, eða Epifaníu-hátíð. — Seinna fekk hún nafn af vitring- unum frá Austurlöndum, sem komu og fundu Jesúbarnið í jöt- unni. Það voru þeir fyrstu heið- irgjar, sem tilbáðu frellsarann. — Þess vegna minnast kristnir menn þessa dags með heiðmgjatíúboð- inu. Sjötugasti dagur fyrir páska heitir Septuagesima og sextugasti dagurinn Sexagesima. Þá minn- umst vjer Jesú sem spámanns, sem var kröftugur i orði og verki. — Næsti sunnudagur er föstusunnu- dagur. A þeim sunnudegi er frá- sögn um skírn Jesú. Páskarnir eru elsta hátíðin í hinni kristnu kirkju og hafa frá upphafi verið haldnir til minning- ar um upprisu Krists frá dauð- um. Eins og aðventan er á undan jólunum, svo hafa og páskarnir sínn undirbúningstíma með föst- unni. Hún svarar til hinna 40 daga sem Jesú fastaði á eyðimörkinni. Til minningar um það neita ka- jiólskir menn sjer um ýmissa fæðu þá, einkum kjöt og egg, en í þ.jóð- kirkjunni íslensku er nú ekki neitt eftir af þeh'ri siðvenju. Fimti sunnudagur í föstu er kall- aður boðunardagur Maríu, og er ]>ess þá minst er Gabríel erkieng- ill vitjaði hennar. Föstutíminn endar með hinni kyrru viku, sem hefst með pálma- sunnudegi, og þá er minst inn- reiðar Jesú í Jerúsalem. Skírdagur var seinasti dagurinn, sem hann var með lærisveinum sínum og neytti páskalambsins og stofnaði hið heilaga sakramenti. A föstu- daginn langa leið frelsarinn og dó á krossinum, og laugardaginn fyr- i/ páska lá hann í gröfinni. Þessir þrír seinustu dagar í hinni kyr- látu viltu kallast krossins páskar. því að 1. páskadag reis Jesú upi> ft'á dauðum og á annan í pásk- um birtist hann lærisveinum sínum. Eftirfarandi sunnudagar kalilast sunnudagar eftir páska. Fimtudag- nrinn í 6. viku eftir páska er Upp- stigningardagur og 10 dögum seinna er seinasta stórhátíð á kirkjuárinu, Hvítasunna, sem hald- in er hátíðleg í minningu þess, að heilagur andi var sendur postul- unum, eins og Jesú hafði lofað. Hinar þrjár Stórhátíðir minna á lúna þrjá liði i trúarjátningu vorri, hinn þríeina guð: föðurinn, sem sendi son sinn í heiminn (Jólin), soninn, sem uppreis frá dauðurn (páskarnir) og heilagan anda (hvítasunnu). Hátíðahelm- ingur ársins endar svo með hátíð hins þríeina guðs, Þrenningarhátíð, sem er sunnudaginn eftir hvíta- sunnu. Allir sunnudagar í liinum helm- ingi kirkjuársins, draga nafn af Þrenningarhátíðinni (Trinitatis). Það geta verið 27 sunnudagar, en eru sjaldan fleiri en 25 og stund- um ekki fleiri en 22. Þenna helm- ing ársins höfum vjer bænadaga og safnast þá kristnir söfnuðir saman í kirkjunum til þess að játa syndir sínar og biðja fyrir- gefningar á þeim. Þar af kemur nafnið bænadagur. Em þeir mjög gamlir í kirkjusögunni. í kirkjuárinu hefir hver dagur nafn og er kendur við einhvern píslarvott eða dýrling. Dagarnir, sem kendir eru við píslarvottana, og dauða þeirra fyrir trúna minst, voru kallaðir afmælisdagar. En Myndin hjer að ofan er af þinghúsi Bandaríkjanna, Kapi- tolium í Washington. Er hún tekin að kvöldlagi og er alt hús- ið uppljómað bæði utan og inn an. Frá ófriðnum í Mansjúríu. Mynd þessi lýsir því betur held- ur en langt mál, hvernig ástandið í Mansjúríu er. Hún er af kafla af járnbrautinni milli Taonan og Aganchi og hafa þar staðið bardagar milli Japana og Kínverja og annarhvor herinn hefir eyðilagt járnbrautina, til ]>ess að hefta flutning eftir henni. þar sem píslarvottar og dýrbngar voru miklu fleiri heldur en dagar ársins, og menn vissu ekki nöfn á mörgum þeirra, var þeim helg- aður einn sameiginlegnr minning- ardagur, Allra heilagra messa, sem er nú fyrsta sunnudag í nóvember, en var áður fjórða sunnudag eftir páska. Mótmælendur minnast að- allega Marteins Lúters þennan dag og siðbótar hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.