Morgunblaðið - 24.12.1931, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.12.1931, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 Prek rauri. íslensk jólasaga. Eftir Þórarinn Jónsson. Bærinn Háls, stendur undir heiði innst í dalnum. Þar er kuldalegt yfir að líta, þegar snjófeldurinn hylur fjöll og dali. Skuggaleg björgin rísa há uppi á hálsinum og skýla bæn- um fyrir norðanvindinum. Það var á aðfangadag jóla, að Björn, bóndinn á Hálsi tók skíðin sín og bjóst til ferðar. Hann var þjettur maður á velli, sönn ímynd karlmensku og þrautseigju. „Þessu verður ekki frestað Dísa mín. Jeg verð kominn aft- ur klukkan fjögur í dag, ef aít gengur vel. Þú reynir að gefa skepnunum einhverntíma í dag, ef þú hefir tíma til, ann- ars verða þær að standa mál- þola þar til jeg kem aftur“. Að því búnu kvaddi bóndi dóttur sína og lagði af stað. Dísa andvarpaði þungt og gekk í bæinn. Hún fór beina leið inn í baðstofu og gekk var- lega að rúmi móður sinnar, er mókti þessa stundina. Dísa leit á klukkuna, hún var hálf sex. Enn voru tveir timar, þar til innanbæjarverk- in kölluðu að. „Ekki er um annað að gera“, sagði hún við sjálfa sig. „Jeg verð að vekja barnið, þótt hart sje það að- göngu“. Hún gekk út úr hjónahúsinu, að rúmi sínu, þar svaf systir hennar sætt og rótt. Dísa strauk hendinni blíð- lt ga um vanga hennar og mælti. „Vaknaðu, Rósa mín, vakn- aðu“. Rósa rumskaði lítið eitt. „Vaknaðu góða mín og vertu hjá mömmu á meðan jeg gef skepnunum“. „Er mömmu að versna?“ spurði Rósa. „Nei, hún sefur þessa stund- ina“, svaraði Dísa. „Vertu nú fljót að klæða þig því jeg þarf að flýta mjer“. Birni bónda gekk hægt upp hálsinn, sem var mjög brattur. Kaldur norðangusturinn bljes a móti honum er upp á brún- ina kom. Björn hafði orðið að kafa snjóinn upp síðustu brekkuna. Hann tók aftur til skíðanna og gekk á hlið við vindinn, sem var allhvass uppi. Það marraði í snjónum því frostið var mik- ið. Eftir að hafa gengið í hálfan annan klukkutíma kom Björn fram á brúnina hinum megin. Þeim megin var brattinn þægilegur og bar Björn því allhratt yfir. Björn hjelt sem leið lá út dalinn og linnti ei ferð sinni fyr en hann kom að Hlíð, heimili læknisins. Björn leit á klukkuna, hún var hálf tíu. Hann barði að dyrum bakdyra megin. Vinnu- konan kom til dyra. „Er læknirinn heima?“ spurði Björn er har.n hafði heilsað. „Hann sefur. Hann kom heim seint í gærkvöldi“. „Jeg verð að fá að tala við hann það allra fyrsta“, mælti Björn. Frúin, sem hafði heyrt ávæn- ing af samtalinu, kom fram í dyrnar. „Eruð þjer að sækja manninn minn?“ „Já“. „Er það nauðsynlegt að oann fari, hann er nýlega kom- mn heim úr ferðalagi úrvinua af þreytu“. „Konan mín liggur heima þungt haldin, jeg býst við að hún sje með lungnabólgu“, svaraði Björn. „Gerið svo vel að koma að hinum dýrunum, biðsfcofan er þeim megin“. Það fór notalega um Björn í einum mjúka stólnum í bið- stofunni, en samt leit, hann á klukkuna og taldi mínúturnar. Brátt kom læknirinn. Hann var kviklegur maður á fæti og fríður sýnum. Bjö:n stóð á fætur og beils- aðí „Er nokkuð alvarlegt ac, Björn minn?“ spurði læknirinn. „Já, konan mín hefir legið rúmföst í viku, en vegna óveð- urs hef jeg eigi komist yfir hálsinn fyr en nú“. „Er hitinn hár?“ „Hann var fjörutíu stig í gærkvöldi“. „Kvartar hún um tak?“ „Já, aðallega undir vinstra herðablaðinu“. „Það er víst ekki um að villast að þetta er lungnabólga“. mælti læknirinn. „Jeg kem með yður og skal verða fljótt ferð- búin. Læknirinn ljet ekki sitja við orðin tóm. Eftir hálftíma kom hann' albúinn fram í biðstof- una. í -sömu svipan var dyrab.iöll- unni hringt. Læknirinn snarað- ist fram í forstofuna. „Komið þjer sælir. Jeg er kominn til þess að sækja yður til konu í barnsnauð“, heyrði Björn að einhver sagði. „Einmitt það, og hjer er annar kominn til að sækja mig“ svaraði læknirinn. Björn stóð á fætur og gekk fram í forstofuna. Hann þekkti manninn þegar, þetta var Brandur, vinnumaður á Brekku. „Sæll, Björn minn“, mælti Brandur. „Við rekumst laglega á í þetta sinn“. „Já, víst er það“, ansaði Björn, „enbkki dugar það, að jeg fari með læknirinn, fyrst svona stendur á. Jeg verð að láta mjer nægja meðöl í þetta sinn, og vona hins besta“. „En þjer, læknir, eruð þjer ferðbúinn?“ mælti Brandur. „Bíðið örlitla stund“, svaraði læknirinn. „Jeg þarf að bregða mér inn“. Læknirinn kom fljótt aftur. „Hjer er meðal, sem mun Ijetta konunni þinni fyrir brjóst inu, og þetta eru skamtar, sem hún á að taka inn, á meðan hitinn minkar ekki. Lungna- bólgan mun ná hámarki sínu í dag, en við skulum vera von- góðir“. Þeir kvöddust. Björn tók skíðin sín og skíða- stafina, og hjelt heimleiðis. — Hann gekk enn hraðar en áð- ur. Hugurinn bar hann áfram, og þörfin kallaði á hann heim. Heim til sjúklingsins og ástæð- anna heima fyrir. Þung stuna leið frá brjósti Bjarnar, og hann herti enn gönguna. Mjallrokið ljek um fætur honum, og hann bar skjótt fram hjá bæjunum, en samt fannst Birni sjer miða hægt. Skafrenningurinn bljes níst- ingskaldur inn eftir dalnum. — Hann nauðaði hátt og ömurlega í eyru Bjarnar, þrátt fyrir það, þótt þykk skinnhúfa skýldi þeim. Þegar inn að Múlakoti kom, sem var innsti bærinn í dalnum þeim megin, var veð- urútlit orðið harla óálitlegt. Hiúðarmökkurinn huldi dal- botninn og hálsinn ofanverð- an, og teygði kræklótta hramm- ana, lengra og lengra niður í bygðina. Brennandi þorsti rak Björn heim að Múlakoti, sem var skamt úr leið. Björn barði að dyrum. Stein- unn húsfreyja kom út í dyrnar. „Jeg sje, að það er ógnar asi á þjer“, mælti húsfreyja. „Þú munt víst ekki vilja standa við örlítið?“ „Nei“, mælti Björn. „En feg- inn verð jeg að fá að drekka, þvf mig þyrstir mjög“. Húsfreyja brá við skjótt, og kom með könnu fulla af volgri nýmjólk. „Jeg tók úr henni sárasta kulið, Björn minn. Það er ónota- legt fyrir þig svona heitan, að drekka ískalt“. Þótt viðstaðan væri stutt, komst húsfreyja þó að erindi Bjarnar. „Sjer eru nú hverjar ástæð- urnar, Björn minn. Vonandi er, að þú komist klaklaust heim, en ljótt er útlitið“. Björn þakkaði fyrir sig, — kvaddi í skyndi og fór. Þegar hann gekk upp tún- ið, sá hann bónda vera að byrgja ærhúsið mjög vandlega. „Ekki býst Hákon við góðu“, hugsaði Björn og herti göng- una. Vindgusurnar urðu brátt tíð- ari og snarpari og sló þeim niður frá hálsinum úr ýmsum áttum, því hann var skörðóttur nokkuð. Björn þreytti á brekk- una, og var sem annar maður eftir mjólkurdrykkinn. Er upp á hálsinn kom, var hríðin orðin ærið svört og rok- hvast af norðri. Björn staðnæmdist sem snöggvast og setti á sig vind- stöðuna, áður en hann slepti skarðinu og lagði út á hvíta fannbreiðuna framundan, sem nú var hulin af hringiðu stór- hríðarinnar. Af og til var varða á leið hans. Hann hafði sjálfur hlaðið þær vörður, og komu þær hon- um nú í góðar þarfir. Eftir því sem veðrið harðnaði, varð Björn að gæta sín betur, að hann ekki hrekti afvega. — Hann vissi, að hann varð að finna Grjóthól, ef hann átti að komast lifandi niður af hálsin- um hinumegin. Kaldur og fannbarinn stað- næmdist Björn undir melhrygg nokkrum, og fór að gá á úrið sitt. Gekk honum það illa, því fötin voru. klökug og honum hálf kalt á höndunum. Samt hepnaðist það, og sá hann þá, að hann var búinn að þreyta við óveðrið á hálsinum í tvær klukkustundir. Enn þá var bjart af degi. Hann þóttist þá vera á rjettri leið, og hafði því góða von um að finna Grjóthól. Blessaði hann læknirinn í huga sínum fyrir það, hve hann hafði flýtt fyrir ferð sinni, og þó mátti nú ekki fremur vera, því klukkan var langt gengin fjögur, og Grjóthóll ófundinn enn. Klukkan var orðin hálf fimm. Dísa var orðin óróleg eft- ir pabba sínum, þótt hún reyndi að láta ekki á því bera. Hún fann hversu baðstofan nötraði þegar byljirnir skullu á henni og þá var hún í skjóli fyrir mesta storminum. Þung stuna barst frá rúmi sjúklingsins. Dísa flýtti sjer þangað. Hún beygði sig yfir rúm móður sinnar og þerraði svitann af brennheitu andliti hennar. „Hvað get jeg gert fyrir þig, mamma mín“, sagði Dísa und- ur þýðlega. „Ekkert sjerstakt, barnið mitt, svaraði móðir hennar, svo lágt að varla heyrðist. „Jeg er víst að fá eitt þyngslakastið núna“. Mínúturnar liðu mjög hægt, eða svo fanst Dísu, þar sem hún beið milli vonar og ótta eftir pabba sínum, og vissi að móður sinni var að þyngja. Henni fannst sárt að geta ekk- ert aðhafst, sem að gagni kæmi. Þetta tápmikla náttúrubarn braut heilann og svipurinn varð einbeittari og augun skær- ari. Hún leit á móður sína sem mókti þessa stundina. „Rósa mín“, hvíslaði Dísa undurlágt. „Komdu með mjer fram fyrir hurðina, jeg ætla að segja þjer svolítið“. Undrunarsvipur færðist á and- lit Rósu sem tafarlaust hlýddi. „Rósa mín. Nú ætla jeg að trúa þjer fyrir dálitlu og vona jeg að þú bregðist mjer ekki með það, að láta mömmu alls- ekkert um þetta vita. — Þú manst eftir kofagarminum hjerna úti á túninu, sem er hálfur fallinn niður. Pabbi ætl- aði að byggja hann upp í haust en komst ekki til þess. Nú ætla jeg að fara þang- að með olíu og uppkveikju og kveikja í honum. Hann stend- ur einn sjer og enginn hætta er á, að kviknað geti í neinu öðru þótt hann brenni til kaldra kola“. „Hvað á jeg að segja mömmu ef hún spyr eftir þjer“, sagði Rósa. — „Segðu henni að jeg sje að búa til matinn handa pabba. Það er að nokkru leyti satt, því jeg á það ógert. Þú mátt með engu móti láta mömmu verða vara við þetta því það getur kostað líf henn- ar, sem hangir nú á veikum þræði“. „En ef þú villist og finnur ekki bæinn aftur, hvernig fer þá Dísa mín“. Þetta er örstutt og veðrið beint í fangið heim aftur. Það er engin hætta á, að jeg vill- ist“. „En ef þú ræður þjer ekki fyrir ofsanum“. „Þá skríð jeg, Rósa mín. Mundu mig um þetta, að segja mömmu ekkert“. Dísa flýtti sjer fram. Hún fór í buxur af pabba sínum og gii'ti pilsin ofan í þær. Svo ljet hún á höfuðið gamla veðra- hettu sem hann átti og lagði því næst af stað. Dísu gekk greiðlega að opna bæjardyrnar, en það var erf- iðleikum bundið að loka þeim á eftir sjer. Dísa fetaði sig meðfram bæjarveggnum og dró með sjer íkveikjuna sem vindurinn ætl- aði að hrifsa af henni. Þegar vegginn þraut tók Dísa stefnuna yfir hlaðið og fikaði sig eftir kálgarðinum, sem skafrifið var af þeim meg- in. Þegar hann þraut vandaðist málið. Á að giska þrjátíu föðmum neðar, var kofinn sem hún vildi finna. En nú var að koma myrk- ur og sá varla út úr augunum. Dísu óaði við að sleppa garð- brotinu og leggja út í hringið- una og stormgnýinn en nú var ekki um annað að gera. Hún herti upp hugann og hjelt áfram en stakkst þegar á höfuðið í næsta skafli. Eftir það skreið hún mest af. Allt í einu rak hún sig á kofann sem skeflt var yfir á parti. Hún gekk þegar inn í tóft- arbrotið sem var nokkurt skjól í og var mikill munur að vera þar eða á bersvæði. Dísa helti duglega olíu í upp- kveikjuna, en þá var eítir að kveikja í. Stormurinn slökkti jafnóðum á eldspítunum. En Dísa hafði ráð undir rifi hverju. Hún vafði saman tjöru- pappa, stakk honum ofan i miðja spítnahrúguna og kveikti í við skjóli þetta. Þetta dugði. Pappírinn sem vættur var í olíu fór þegar að loga og Dísa flýtti sjer út, áð- ur en eldurinn komst í olíu- hylkið sjálft. Það var harðsótt móti veðr- inu. En þó heppnaðist Dísu að finna kálgarðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.