Morgunblaðið - 24.12.1931, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.12.1931, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ 9 00000000000000000-0 Messias kemur. Guðsf riður. íS Baskar. Betlehem Ijómar, himins hörpur gjalla, og ,,hosianna“ mildar raddir kalla; Jmnguð er sjerhver harpa af helgum anda og hreimarnir berast út til lágra stranda. Stjarnanna sálir stíga niður hljótt og standa hjá vöggu kærleikans í nótt. Messías kemur, — morgunstjarnan skin og moldin er færð í dýrðlegt helgilín, — konungurinn, sem krýpur hinum smæsta, er kórónulaus með vald hins dýrðarhæsta, draumur hins fyrsta dags, er jörð var sköpuð, hin djarfasta þrá, er Paradís var töpuð. Meistari andans, holdið verður hreint. Á huldust ráð er nýju Ijósi heint. Öll himinsins dýrð er skuggi af einum anda, nú opnast hans djúp, sem nær til fjarstu stranda. Sjá, Messías kemur, völd sín myrkrið missir, o'i moldin er heilög, sem hans fætur kyssir. Rann Lítur á efnið augum meistarans, hið ósegjanlega er mál á tungu hans. Brátt verður úr þoku þiisundanna greitt; á þessari nótt er jörð og himinn eitt. Úr heiðninnar reyk mun rísa upp helgur andi. Þeir réttlátu byggja ei musterið á sandi. Sjá, Messías kemur, sálir tengjast’ sálum, og samhljóman berst af þíisund tungumálum. Þér, mannkyn, er skylt hið góða og gófga að styðja; í guðsríki er sköpun Ijóssins þegnsins iðja. Ryddu ei fyrir veikum veginn stranga, en veittu þeim kraft í stórgrýtinu að ganga. Sjá, frelsið er komið, fagrar hörpur dynja; í fæðingarhríðum undirdjúpin stynja; < nótt eru að fæðast fyrirheitnu löndin, x fótskör hins æðsta hrynja slitnu böndin. Peir blindu, sem þrá að þreifa á Ijósi af hæðum, fá þrá sína fylta og njóta af Ijóssins gæðum. Á upprisudegi byltast björgin þungu, og bænin er heyrð á málleysingjam tungu. Lazarus vaknar, sá er svaf í gróf, og sál hans er honum aftur færð að gjöf. Hin orðlausa þjáning eignast tungumál í ókunnum munni, er blessar þjáða sál. í austursins Ijóma opnast himins dyr, og auðmjúkur stendur tíminn sjálfur kyr. Þú maður, skalt vaka og vona þinna njóta; á veginum bíður lampi þinna fóta. Þú sleppur í gegnum ginninganna net, ef gjörirðu að dæmi Krists frá Nazaret. Það hlutskifti sjerðu, er sál hans hlaut að kjósa. Sja, sannleikans braut er Via dolorósa. Á Golgata sjerðu konung konungamia með kórónu þá, er gáfu hendur manna. Á Golgata sjerðu þann, sem elskar a-lla, á ásjónu þína í moldu skaltu falla. Á Golgata skaltu læra fyrst að fæðast, i fæðingu þinni muntu ei dauðann hræðast, sjáðu hvað bak við ógnardjúpið er, við ókunnu dymar mættu sjálfum, þjer. Þjer valdsmenn, sem stjómið styrjölaunum hörðu, sjá, stjarnan í austri boðar frið á jörðu. Slíðrið þjer sverðin flekkuð bræðra blóði, hver blóðdropi vegur þungt í glæpasjóði. Og skáld, þjer, sem hrósið hernaðarins æði, við hásæti Satans flytjið yðar kvæði. Nei, skafið þjer ryð af kirkjuklukkum yðar og kallið vort mannkyn inn til heilags friðar! Sjá, Messías kemur, vitund heimsins hækkar, himnarnir koma nær og jörðin stækkar hún siglir, það fæðast stjörnur undan stafni, ef stefnir hún frami í rjettlætisins nafni. — Þér lifendur sjáið vakað yður yfir, við uppsprettu rúms og tíma Kristur lifir. Hann ganga mun þurrum fótum úthöf alda, þótt ofjarla heimsins grípi djúpið kalda. — Dýrð sje guði’ í hæðum hátt! — hljómaði’ um jólatrje. — Friður guðs og fíra átt! — Friður á jörðu sje! — Það friðarraustin sagði sæt: — Sjálf við dauðans hlið; — rninn frið jeg yður eftirlæt! Eg yður gef minn frið!----------- Biðjum þess, er glaðar geim, guðsfriðarins sól: Gleðileg verði gumna heim guðsfriðarins jól! — Um frið á jörðu’ eg fullan kveð! Um frið, sem gengur hljótt í kring, — um frið, sem gengur manni með í musteri’ og á þing! — Á guðsfriðarins náðar nótt, hann niður kom að helga jól, er heimi ’ann varð að himinþótt, með hjálpræðisins sól. Sá friður ofan fór í nótt, úr föðurhúsi guðs á jörð. — Sá friður árbót allri’ er drótt, sem elst við hrjóstursvörð. Hann lífsins bæn á lófa sér, til lífsins föður ber! — Hann einu sinni enn er hjer, til æfigleði ’ins hrelda manns. Hátt minninganna merki’ hans fer, of Miðgarð skaparans! — Hann gengur út af Gimlés-stað, hið ginnheilaga jólakveld, sjer vetrarbrauta beitinu’ að sinn bindur stjarnafeld. Hann Elibrautir árnar geims — sem æstar gekk hann bylgjur fyrr, — þá stilltist villi-hjarta heims, þess hyrjarsefi er kyrr! En Skírnisöldin loga kvik, með Ijósa eisu og röðlafjöll, um vafurloga breiðablik og brímalita mjöll. í móti honum svífur sær, — með sorgarhöfga ekkann sinn. — Hánn gýgju brims við björgin slær, — og býður hann velkominn! Guðsfriður heitir friður sá! — Hann fæðist hverju lífi með. — Sá ríkur verður, er hann á, þótt ella bresti fjeð. Hann fylgir jörðu á og í, sem andi verndar líf og deyð. Hann vonargeislum gyllir ský, — þótt gangi sorg og neyð. Ef týnist hann, — hans leitar líf, um lönd og sæ, — ei hættir fyr, en finnur hann, — þótt kvalakíf ;að kosti’ og banastyr. i’á farið gæfu fyrða er, á forgörðum, ef verður hann! — Sú ævi’ án gleði’ og gengis þver, sem guðsfrið lætur þann! Ef finnst hann, — lífið hverfur heim, úr hungurvöku utanför, um álaganna ginnung-geim, við gróðurleysis kjör! Hin myrka’ og hvassa nauðanótt, í nýjan breytist sólskinsdag, en hjeluglyrnur Gláms sinn þrótt, við geislans missa brag! — Sá friður rór og fagur er! — Kann fyllir hverja taug og æð! í undirdjúp hann ofan fer og efstu rís í hæð! — Sig hvítavoðum hjúpar jörð, — til heiðurs móti gesti þeim, — um norðurhvelsins fjall og fjörð, með frostsins kristals seim. I suðri’ hún býst í blíðaskrúð! — Hið besta og dýrsta’, er á hún til, og tjaldar sumars blómsturbúð, með brjáand-sólaryl. — Svo vituð alheims veisla er til viðbúnaðar lífsins frið, — sem eyra’ ei heyrir, auga’ ei sjer, en eilífð heldur við!------ í kveld er nóttin helga oss hjá! — und himinblámans stjörnukrans. Sem draumsjón hjúpuð hvítum snjá, við hugást guðs og manns! Ó, friður guðs, — sem fæddir jól, — vort fylltu land og þjóðarsál! — Á vetrum lífs þeim vertu sól, og vísdóms sumarmál! — Þjer íslands móti sefa-sær til seiðar gerir foss og ver; þess gima-hjarta gígju slær, — þig guðvelkominn tjer! — Sá friður ljóssins ljósið er! — Hans ljós með himinskautum fer! Hann ljóssins dýrð á lófa ber! — Allt ljóssins auga’ hans sjer! Sá friður lífið lífsins er! — Hans líf með himinskautum fer! I>ú friður guðs, sem æðri ert, í alheim hverju, — með oss ver! Oss lausn úr fjörsins viðjum vert! — oss veislu jóla ger! — Lárus Sigurjónsson. Já, horfið þjer inn í augu skaparans í ásjónu meistaranna sona hans. tJr heilagri mold í Getsemane grær það guðsríkisfræ, er síðast himni nær. í skaparans hönd sem mótuð mynd hins sanna rís mannssálin upp úr deiglu þjáninganna. — Um himinn út að ysta Ijóssins riki berst aldanna boðorð: Vertu guðs þíns líki. HELGI SVEINSSON frá Hraundal. —.—<m->—-— Strengleikar þeirra og dansar. Vestast í Pyreneafjöllum, þar sem þau teygjast niður að At- lantshafi, eiga Baskar heima, þessi einkennilega þjóð, sem eng- inn veit, hvar er upprunnin, og mælir á þá tungu, sem er ólík öllum öðrum. Hjer eru fjöllin ekki brött og há og snævi þakin. Háfjöllin blána í fjarska. Hjer eru þau brosandi fögur og landið alt lík- ist málverki, þar sem penslinum hefir verið dýft í sólskin. En landið er eigi að eins fag- urt. Ibúarnir, hinir lífsglöðu og fjörugu Baskar, hafa einnig á sjer hrífandi skáldsagna blæ. — Þeir hafa geymt aldagamla siði og venjur, eldri heldur en rakið verður. Um tungumál sitt segja Bask- ar að það sje sama tungumálið og vorir fyrstu foreldrar töluðu. En þjóðsaga er það, að Baskar sjeu afkomendur þeirrar þjóð- ar, sem bygði Atlantis, landið, sem sökk í sæ. Baskar eru sjálfir sannfærð- ir um það, að þeir ætti að geta rakið ættir sínar alla leið til sköpunar mannsins. Ljóst dæmi þess er svar baskiska bóndans til aðalsmannsins Montmorency, er hann var að gorta af ætt sinni, sem hann gat rakið í marga liðu: „Vjer Baskar reiknum ekki eft- ir tímalengd". Þetta svar er bein afleiðing af því, að þjóðflokkur- inn telur sig hafa verið til alt frá sköpun heimsins. En það er best að sleppa um- mælunum um aldingarðinn Eden og hið sokkna Atlantis. Sagan hefir nóg að geyma af merkileg- um sannindum um þessa þjóð. Rithöfundurinn Strabon segir frá þjóðflokki, sem hann nefnir Ibera. Segir hann, að þeir hafi átt heima á skaga þeim, sem eft- ir þeim var nefndur Ibería, áður en Keltar lögðu hann undir sig. Meðfram ánni Ebro — sem einn- ig dregur nafn af þessum þjóð- flokki — stóðu Iberar á allháu menningarstigi. Strabon skiftir þeim í þrjá flokka, sem hann nefnir ilergeta, cantabra og vascona. Það er nú nokkurn veginn á- reiðanlegt, að vasconar eru for- feður þess þjóðflokks, sem nú nefnist Baskar. Strabon segir um þá: „Þegar tungl var í fyllingu, söfnuðust vasconar saman um nætur, ásamt fjölskyldum sínum, til þess að dýrka nafnlausan guð með söngv- um og dönsum". Með þessu er það sannað, að dansinn var einn liður í guðsdýrkun þeirra. Og maður |>arf ekki að dvelja lengi meðal Baska til þess að sjá, að dansinn er stór þáttur í lífi þeirra — andlegu lífi. Dansinn hjá þeim er ólíkur dansi annara þjóða. Hann byggist ekki á fögr- um hreyfingum, nje því að kitla girndir manna. Hann hefir sýni- lega á sjer einhvern helgisvip.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.