Morgunblaðið - 24.12.1931, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1931, Blaðsíða 5
MOKGUN BLAÐiÐ 6 Forn biblíuhandrit fundin. Eftir Ásmund Guðmundsson, docent. Blaðsíða af handritinu. GLEÐILEG JÓL ! Verslunin Goðafoss. J£==•--■ =ir=ii=...=:.ir~r- .' ■■,■■=1 GLEÐILEG JÓL! E3 p Versl. Brynja. ••••«••••••••••••••••••• GLEÐILE G J ÓL ! Matarbúð Sláturfjelacjsins. ••••••^••^^••••••••••••« I vikuútgáfu Lundúnablaðsins Times er mjög merkileg grein 26. f. m. um forn handrit af Bibl- íunni á grísku, sem fundist hafa nýlega á Egiptalandi. Höfundur greinarinnar er Sir Frederic Kenyon, aðal-bókavörður við British Museum, frægur vísínda- maður, sem fengist hefir við rannsókn Biblíuhandrita í fullan fjórðung aldar. Skýrir hann frá því, að annar handritafræðingur enskur, A. Chester Beatty, hafi leitt fram í dagsljósið á Egipta- landi 190 blöð af sefpappír (pa- pyrus), sem mörg af ritum Ribl- íunnar sjeu skrifuð á. Telur hann handrit þessi stór-merk, enda mörg þeirra eldri en Bibl- íuhandrit þau, sem hingað til hafa verið talin elst, Vatikans- handritið frá 4. öld og Sínaíhand- ritið frá því um 400. Og er það vafalaust, að þau munu hafa mikil áhrif á rannsóknirnar á texta Biblíunnar. Þykir mjer því hlýða, að segja nánar frá efni greinarinnar um þau. Handritin hafa varðveitst í bókasafni kristinnar kirkju eða klausturs á Egiptalandi. Rit Bibl- íunnar, sem eitthvað hefir fund- ist af, eru 19 alls, þessi: 1., 4. og 5. Mósebók, Esterarbók, rit stóru spámannanna, Jesaja, Jere- mía, Esekíels og Daníels, og Prjedikarinn, Guðspjöllin fjögur, Postulasagan, Rómverjabrjefið, Filippíbrjefið, Kólossubrjefið, Fyrra Þessalonikubrjefið og Op- inberunarbókin. Enn fremur er handrit af 1. Enoksbók, sem er einna merkust af Opinberunarrit- um Síð-Gyðingdómsins. Mjög mismikið er af hverju riti um sig. Mest er af einu handriti af 1. Mósebók, 44 blöð alls í tveim- ur dálkum, en minst af Jeremía- ritinu, að eins eitt blað. Blöðin eru að vísu talsvert máð og slitin, en verða þó lesin að all-miklu (eyti. Handritin eru mjög forn, eins og áður er getið. Hið elsta þeirra verður árfært með vissu til 2. aldar e. Kr., og hefir það ekki verið skrifað mjög seint á öld- inni. Flest þeirra virðast vera frá 3. öld, og eitt gott frá 4. öld. I. Enoksbók er að iíkindum frá ofanverðri 4. öid eða öndverðri hinni 5. 1. Mósebók er í tveimur hand- ritum, báðum ali-stórum. Hinar Mósebækurnar heyra saman til einu handriti, og er það elst í safninu og best ritað. Dýrmætast er ]>ó handritið af Daníelsbók, því að áður hefir ekki þekst nerna eitt afrit hennar úr Sjö- tíumannaþýðingunni grísku, og það sennilega ekki eldra en frá II. öld. ! Guðspjöllin og Postulasagan heyra til sama handriti, og þykir sjerfróðum mönnum rithöndin á því bera þess vott, að það geti ekki verið yngra en frá 3. öld, og jafnvel frá fyrra hluta henn- ar. Sefpappírinn, sem það er skrifað á, er mjög þunnur og slit- inn og hefir límst saman, en þó hefir tekist með mestu vand- virkni og erfiðismunum að fletta blöðunum sundur og ganga svo frá þeim, að töluvert má lesa. Sumt er ólæsilegt með öllu. Or Matteusarguðspjalli eru tvö blöð, fimm úr Markúsarguðspjalli, sex úr Lúkasarguðspjalli, og eru þau heillegust, tvö úr Jóhannesar- guðspjalli og þrettán úr Postula- sögunni. Um þessi fáu blöð úr Guð- spjöllunum mun mörgum þykja mest vert, þar sem efni Guð- spjallanna snertir hugann dýpst. Blöðin eru ef til vill heilli öld eldri en önnur handrit af þeim nema að eins örfá brot. Þau hafa þegar verið afrituð, en ekki rannsökuð til neinnar hlítar. Er því of-snemt að fella ákveðinn dóm um þau. — Stórvægilegum breytingum á leshætti munu þau ekki valda, en ýms merkileg ein- kenni eru þó þegar komin í ljós. Kynnu sum þeirra að benda á ]>að — og ekki síst í Markúsar- guðspjalli — að handritið ætti rót sína að rekja til þeirrar stefnu, sem á síðustu tímum hefir verið talin undanfari skólastefn- unnar miklu, er kend hefir verið við Sesareu og menn eins og Órígenes og Híerónýmus kirkju- feður eru taldir til. Pálsbrjefin eru úr sama hand- riti, og hefir það að líkindum upphaflega náð yfir öll brjefin, sem honum eru eignuð, önnur en Hirðisbrjefin. Úr þeim eru 8 biöð, fest saman tvö og tvö, og eitt stakt. Vantar mikið í öil brjefin og meginhluta 1. Þessa- loníkubrjefs. Af blaðsíðutalinu sjest, að þetta hefir verið mjög stór bók, um 100 síður. Skriftin er góð og greinileg, eins og sjá rná af blaði úr Rómverjabrjef- inu, sem hjer fylgir ljósmynd af, og getur rithöndin trauðla verið yngri en frá 3. öld. Opinberunarbókin er 10 blöð og virðist hún hafa verið bók sjer. Rithöndin er heldur ófögur, en rjett ritað; hún mun frá síð- ari hluta 3. aldar. Mest nýjabragð er að vissu leyti af 1. Enoksbók. Fram á næst síðasta tug 19. aldar þektu menn hana að eins í epíóskri þýð- ingu, en þá fanst gríski textinn. að 32 fyrstu kapítulum hennar. Nú hefir bætst mikið við þann texta, því að blöðin nýfundnu eru úr síðari kapítulum bókar- innar. Það má gjöra ráð fyrir því, að dómur vísindamanna um gildi l'essara handrita, muni falla á fleiri vegu en einn, þegar farið verður að kryfja þau til mergjar. En það eitt út af fyrir sig, að þau hafa fundist, vekur vonir um það, að enn muni bibl- íufræðingar geta grafið gullmola úr námum Egiptalands. Og svo mikið er víst, að á ókomnum tímum mun við nákvæmar texta- útgáfur Biblíunnar tekið tillit til ]>essara fornu egiptsku handrita. GLEÐILEG JÓL! Ásgarður. GLEÐILEG JÓL! Verslun Sig. Þ. Stcjaldberg, GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum viðskiftavinum sínum H.f. Efnagerð Reykjavíkur. GLEÐILEG JÓL! Eggert Kristjcmsson & Co. GLEÐILEG JÓL! Laugavegs Apótek. 22% \ \ g GLEÐILEG JÓL! ® Raftækjaverslunin Jón Sigurösson. GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum viðskiftavinum sínum V önthúsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.