Morgunblaðið - 24.12.1931, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.12.1931, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ 11 GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum viðskiftavinum sínum Verslunin Liverpool. | Verslunin Egill Jacobsen. GLEÐILEG JÓL! V erslunin Vísir. Laugaveg 1. Útbú Fjölnisveg 2. GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum sínum mörgu og góðu viðskiftavinum. Nýja Efnalaugin. | Trúarbrögð \ § í Japan. X Klausturmusteri er norðarlega í Japan, og þangað hafa ekki borist neinar siðvenjur hvítra manna, og þekking og menning hvítra manna er þar ókunn með öllu. Fyrir framan musterið er torg, umlukt háum, laufmiklunt trjám, og þar er vanalega fult af frómum pílagrímum. Inni í hálfdimmu musterisins sjer glytta í hið risavaxna líkneski gæfugoðsins, sem málað er rauð- um og gullnum litum. Á mjúk- um ilskóm læðast prestar fram og aftur, og málmbumbuhljómar yfirgnæfa bænirnar, sem þeir söngla látlaust. Úti undir skugga trjánna sitja nokkurir skriftlærðir prest- ar á hækjum sínum. Fyrir fram- an þá eru gljákvoðufægðir trje- kassar. I>að eru skrifborð þeirra. Þar skrifa þeir á næfurþunnan hríspappír bænir, óskir og á- hyg'g'jumál hinna trúuðu. Borg- unin, nokkurir smáir eirpening- ar, eru lagðir á skrifborðið, og síðan taka hinir trúuðu við bænamiðunum og brjóta þá vand lega saman. Svo stinga þeir mið- unum í munn sjer og ganga ,,buktandi og beygjandi sig“ til musterisins, og þangað, sem líkneski gæfugoðsins er. Á leið- inni tyggja þeir miðann þangað til hann er kominn í graut, jóðla svo á honum og hnoða hann uppi í sjer með tungunni. Fyrir fram- an líkneskið er knjefallsbekkur, og þar krjúpa þeir niður, og leggja lófana flata á knje sjer. Þá líta þeir á líkneskið og miða nákvæmlega og svo skirpa þeir hinu vel tuggna bænablaði út úr sjei’, beint á líkneskið. Ef tugg- an límist þá við líkneskið, eru bænir þeirra heyrðar og óskir þeirra upp fyltar. En límist tugg an ekki við goðið, og dettur nið- ur, hneigja þeir sig með auð- mjúkri undirgefni, standa á fæt- ur, ganga til hinna skriftlærðu presta, og biðja um nýjan bæna- og óskaseðil. Og þessu halda þeir áfram, þangað til þeim tekst að láta bænaseðilstugguna loða við líkneskið. Þá eru þeir ánægðir. Þá vita þeir, að goðið hefir blíðkast og heyrt bænir þeirra. Um þetta mætti máske segja, að „sá hefir sitt fram, sem þrást- ur er“. — r----1 - ■---—--------------- GLEÐILEG JÓL! S.f. Kolasalan. , j---- . ---------- ------------j GLEÐILEG JÓL! H vannbergs bræður. I ..................................... yA óskar öllUm viðskiftavinum sínum M K. Einarsson & Bjömsson. GLEÐILEGRA JÓLA GLEÐILEG JÓL! Jón Hjartarson & Co. GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum viðskiftavinum sínum Natan & Olsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.