Morgunblaðið - 16.12.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.12.1933, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 8 JRttr&ttttHa&ft Framsóknarflokkurinn sundrast. Tryggví Þórhallsson, Þorsteinn Briem. Hannes Jónsson, Jón í Stóradal og Halídór Stefánsson mynda nýjan flokk: Bæ n d af Iokk. Tryggvi Þórhallsson sendir fyrri flokksmönnum sínum óblíðar kveðjur. Framsókn er ekki lengur bænda- flokkur, segir hann. : H.Í. Arvftknr, StrUtTlk, Utatjðrftr: Jðn KJftrtftnaaoft. Valtýr St.f&aaaoa. 'ltatjörn oc ftfcr.10.lft: Auoturstrætl 8. — Slml 1(00. ftuclý.lncaatjörl: B. Hftfbers. vuslýslnsraakrif atof a: Austuratrætl 17. — Slatl 8700. •I.lmaslmar: Jön KJ rtansson nr. 8742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árnl Óla nr. 2045. EJ. Hafbergr nr. 2770. vskrlftaKjald: Innanlands kr. 2.00 4. nliilL Utanlands kr. 2.50 4. fttl.n. ’ lftuaasölu 10 aurft *lntftkl8. 20 ftnrft m.S UaMk. Þar sem jafnaðarmenn ráða. iNewfoundland svift f járforræði. London 15. des. F. Ú. Fnndi var slitið í neðrimáls- atofu breska þingsins kl. 1% íSÍðd. í dag, eftir fund, sem stað ið hafði yfir í 22 stundir og 3 ístundarfjórðunga. Fundurinn hafði verið settur kl. 2,45 í gær dag síðd. Fyrir fundinum lá uefndaskipun í sambandi við at- vinnuleysisfrumvarp stjómar- innar. Stjórnin hafði látið í ljósi •að þörf væri á, að afgreiða hvorttveggja málin, áður en fundi væri slitið. Klukkan var orðin nálega 8.30 í morgun, þeg ar lögin um Nýfundnaland kom að lokum ár nefnd, en breyting- artillögur höfðu ekki verið gerðar á þeim. Sjálf stjóm ný- lendunnar verður nú afnumin með lögum, og konungsríkið Stóra Bretland tekur ábyrgð á fjármálum hennar, þangað itl ;svo kynni að fara, að hún yrði sjálfri sjer nóg í fjármálum. Fjöldi breytingartillaga við frumvarpið kom fram í nefnd- inni, og aðallega frá jafnaðar- mönnum, og vinstrimönnum, og seinkuðu þær mjög afgreiðsl- unni. Til dæmis tók það 2 stund- ir, að ræða um fyrstu breyting- artillöguna, og seinna fóru 2 tímar í að ræða aðra breyting- : artillögu, áður en hún væri feld. Öðru hvom sló mjög 1 hart milli flokkanna. Hernaðar- skaðabæturnar. Hvert ríkið á fætur öðru skor- ast undan að borga Banda- ríkjunum. London 15. des. F. Ú. í dag hefði Bandaríkjastjórn með rjettu getað búist við greiðslu mikilla fjárupphæða frá skuldunautum sínum, því að skuldir þær, sem í dag fellu í gjalddaga námu því sem næst 30 milj. sterlingspunda. En raunverulega greiddist ekki af þessari upphæð nema 1% milj. sterl.pund og kom mestur hluti 'þess fjár frá Englandi, sem greiddi í viðurkenningarskyni "fi/2 miljón dollara upp í skult sína. Finnland er eina landið í álfunni, sem greiddi að fullu. ftíki þau, sem algjörlega hafa ’brugðist greiðsluskyldu sinni »eru: Frákkland, Pólland, Belg- iía, Estland Qg Ungverjáland. Umbrotin í Framsókn. Blaðið „Framsókn“ kom út í gær í fyrsta sinn eftir klofning- inn í Framsóknarflokknum. Blaðið ber það greinilega með sjer, að það eru hinir brott- reknu úr Framsóknarflokknum og þeir, er þeim fylgdu, sem ráða yfir blaðinu. Arnór Sigurjónsson, sem ver- ið hefir ritstjóri blaðsins, hefir verið látinn fara. I hans stað hefir komið Árni Þórðarson kennari(?), sem kvað eiga að vera ritstjóri til bráðabirgða. Nýr stjórnmálaflokkur. Tilkynning er um það, í ,,Framsókn“, að stofnaður sje nýr stjórnmálaflokkur, er nefn- ist „BændafIokkur“. gerðust í Framsóknarflokknum í lok aukaþingsins. Er hann all- þungorður í garð Jónasarliðsins í flokknum fyrir það, hvernig haldið var á máíunum og full- yrðir, að af þeim þingmönnum, sem eftir sitja í flokknum, sjeu ekki fleiri en tveir ánægðir. Það munu vera þeir Jónas og Eysteinn. Samningarnir við Sósíalista. Tr. Þ. fer mörgum orðum um samninga þá, sem meirihluti Framsóknarflokksins hafði gert við sósíalista í sambandi við hina fyrirhuguðu stjómarmynd- un. Um þessa samninga segir Tr. Þ. m. a.: Tryggvi Þórhallsson. Ekki lengur bændaflokkur Tr. Þ. fer ekki dult með það, að Framsóknarflokkurinn, eins, og nú er komið, geti ekki talist bændaflokkur. Hann seg-, ir: „Það verður að líta svo á, sem Framsóknarflokkurinn, eða meirihluti núverandi ráðamanna hans, hafi tekið ákvörðun um að hætta að vera fyrst og fremst bændaf!okkur“. Og ástæðan til þess, að svona er komið fyrir Framsóknar- flokknum er sú, segir Tr. Þ., að „Reyhjavíkurdeild" flokksins hefir orðið yfirsterkari „bænda- deihiinni“. Það átti að bjarga Hermanni. Tr. Þ. ræðir það nokkuð. hvað ráðið hafi þeirri ákvörðun meiríhluta Framsóknarflokks- ins, að ganga að samningunum við sósíalista um stjórnarmynd- un, sem hafði þær afleiðingar, að flokkurinn klofnaði. Og höfuðástæðan var þessi, segir Tr. Þ.: „Það var stofnað L:1 stjórnar- ckiftanna fyrst og fremst vegna Reykjavíkui’.náls, þ. .. deilunn- ar milii lögreglustjórans og meirihlúta bæjarstjómarinnar í Reykjavík um lögreglumálin. Kom þetta afar berlega fram í deilunum um hvort rjett væri að mynda hina nýju samsteypu- stjórn“. (Leturbr. hjer). Þessi yfiriýsing Tr. Þ. er mjög merkileg. Lögreglustjórinn í Reykjavík hafði heimskað sig svo í lög- regluþjónadeilunni, að hann bjóst sjálfur við, að hann myndi hröklast úr embætti. En til þess svo að reyna að bjarga Hermanni, grípur Jónas- ardeild Framsóknarflokksins til þess ráðs, að gera samninga við sósíalista um stjórnarmyndun, þar sem þannig var samið, að sósíalistar skyldu fá allar sínar kröfur uppfyltar, en ekki mátti gera „nokkúm skapaðan hlut fyrir bændurna“, eins og Tr. Þ. nú upplýsir. Þegar fengin er þessi játning frá fyrv. formanni Framsóknar- flokksins, verða þeir áreiðan- lega margir, sem undrast það, að ekki skyldu að lokun: verða nema aðeins tveir þing- menn flokksins, sem neituðu ao ganga á mála hjá sósialistum. yíninnflutningur Banda- ríkja frá Kanada. London 15. des. F. Ú. Bandaríkjastjórn tilkynt, Canadastjórn í gær, að á næstu fjórum mánuðum yrði leyft aí> flytja inn frá Canada 5.580.59Ó gallons af sterkum drykkjum. Stærsta smyglunarmál í Þýskalandi. I Papenbui’t í Þýskalandi fell nýlega dómur í stærsta smyglun- ármáli, ^sem komið hefir fyrir þ;,r í latidi. Ákærðir voru 21 maður fyrir það að hafa smyglað inn tó- baki og kaffi frá Hollandi. Voru þeir dæmdir samtals til 16 ára fangelsisvistar og til þess að greiða samtals 32.529.000 mörk í sektír og tollsvik. Flugmaður heiðraður. London 15. des. F. Ú. Stjórn Ástralíu hefir veitt flugmanninum Charles Ulm 1 lús. sterlingspunda heiðursgjöf í viðurkenningarskyni fyrir flufe- afrek hans, er hann flaug milli Englands og Ástralíu á rúmlega 6 dögum. ÆGIR tekur tvo enska togara í landhelgi. í gærkvöldi kom Ægir tíl ísa- fjai’ðar með tvo enska togara, sem hann hafði staðið að veiðum í landhelgi, út af Bolungavík. MáJ jeirra verður rannsakað í dag, en talið er, að nm fullkomið land- helgisbrot sje að ræða hjá báðum. Dagbók. Veðrið í gær: V-átt með all- snörpum snjó- eða kornjeljum vestan lands, en V-kaldi og bjart- viðri austan lands. Grnnn lægð fyrir norðan ísland á hægri hreyfingu austnr eftir. — Ennfremnr virðist ný lægð vera að nálgast suðvestan af hafi og lítur út fyrir að hún muni valda SV og S-átt hjer á landi. Veðnrútlit í dag: Vaxandi SV- átt. Sennilega þíðviðri og rigning síðdegis. Útvarpið í dag: 10,00 Veður- fregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. Endnrtekning frjetta o. fl. 18,45 Barnatíini (Jó- hannes úr Kötlum). 19.10 Veður- fregnir. 19,20 Tilkynningar. Tón- leikar. 19,35 Tónleikar. (Útvarps tfíóið). 20,00 Klnkkusláttnr. — Frjettir. 20,30 Leikþáttur: Lann syndarinnar (Gunnþórnnn Hall- dórsdóttir, Soffía Gnðlangsdóttir). Grammófóntónleikar: Schubert: Fiðlu-sónata í A-dúr. (Fritz Kreisler & Raehmaninoff) ■ Knrt Weill: Lög úr „3-Groschen Oper“. Úanslög til kl. 24. Til HáHgrímslorkjn í Sanrfeæ frá H. G. 5 kr. Fyrir stofnun þessa nýja flokks gangast þeir Halldór Stefánsson alþm., Hannes Jóns- son alþm., Jón Jónsson í Stóra- dal alþm., Tryggvi Þóyhallsson alþm. og Þorsteinn Briem ráð- herra. Svo sem kunnugt er, voru þeir Hannes á Hvamms- tanga og Jón í Stóradal reknir úr Framsóknarf lokknum; en þeir Halldór Stefánsson og Tr. Þórhallsson sögðu sig þá úr flokknum. Einnig hefir Þorst. Briem ráðherra, sagt sig úr flokknum, að því er „Fram- sókn“ skýrir frá. Það eru þess- ir fimm-menningar, sem gang- ast nú fyrir stofnun hins nýja flokks. Fimm-menningarnir senda frá sjer Ávarp til þjóðarinnar, um leið og þeir tilkynna stofn- un hins nýja flokks. Þar segir m. a., að „stjórn og starfsregl- ur muni flokkurinn setja sjer svo frjálslegar, að ekki þurfi að leggjast hömlur á skoSana- frelsi og sannfæringarfrelsi flokksmanna“. Tryggvi Þórhallsson leysir. frá skjóðunni. Tryggvi Þórhallsson skrifar 11 dálka grein í þetta fyrsta blað „Framsóknar“, eftir kloín- inginn, er hann nefnir „Móti straumnum“. Kennir margra grasa í þess- ari grein Tr. Þ. Hann lýsir fýrst aðdragand- anum að tíðindum þeim, er „Það átti að fullnægja víð- tækum og afleiðingaríkum kröf- um, sem Jafnaðarmannaflokk- urinn setti sem skilyrði fyrir þátttöku af sinni hálfu í stjórn- armyndun“ — — Enn fremur segir Tr. Þ.: „Það átti að hækka verulega kaupgjaldið við opinbera vinnu. Það átti að styrkja aðstöðuna til stórra muna fyrir fjelög verkamanna. Ráðherra Jafnaðarmanna átti að ráða yfir opinberu vinnunni og skamta fjelagsbræðrum sín- um kaupið og efla aðstöðu fje- laga sinna“. Svo spyr Tr. Þ.: „Hvað átti nýja stjórnin að gera fyrir bændur?“ Og hann svarar: „Samningarnir hljóðuðu upp á það, að gera ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir bænd- úma“. (Leturbr. Tr. Þ.). „Jeg hygg, að það hafi trauðla komið fyrir bændaflokk í nokkru landi að semja svona“, segir Tr. Þ. enn fremur. • Því næst minnist Tr. Þ. á samninga þá, sem bændaflokk- urinn danski gerði nýlega við sósíalistana dönsku. Þar hafi verið ólíkt betur haldið á mál- stað bændanna heldur en hjer. Og ef dr. Krag, foringi bænda- flokksins danska hefði samið eins og Jónas gerði hjer, þá hefði verið „hlegið um öll Norð- urlönd að þeim bændaforingja, sem slíka samninga gerði“, seg- ir Tr. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.