Morgunblaðið - 16.12.1933, Blaðsíða 9
Laugardaginn 16. des. 1933.
3ílot*«wtWaí>Íö
0 -
Fjárhagur Þýskalands
og atvinnulíf.
Eftír Jóhann Þ. Jósefsson alþíngismann.!
Eftir að Adolf Hitler varð kansl
ari þýska ríkisins, hefir það oft
komið fyrir, að bliiðin flyttu óná-
kvæmar eða jafnvel rangar og
falskar upplýsingar um fjárhags-
ástand ÞýskalamLs. Nú þurfa
menn ekki að nota slíkar heim-
ildir, heldur geta þeir farið eftir
allskonar opinberum skýrslum,
sem snerta þessi efni. Þvessar
skýrslur eru annað hvort gefnar
lít í sjálfu Þýskalandi eða a.f al-
þjóðaskrifstofum og frjettastofum
víðsvegar um keim. Jeg ætla að
benda lesendum þessa blaðs á
nokkur mikijsvarðandi atriði í
þessu sanj.bandi.
Hvað viðvíkur fjárhagslegu á-
standi þýska ríkisins, ber fyrst að
geta þess, að skuldir Þýskalands,
þ. e. a. s. þýska ríkisins og hinna
einstöku þýsku landa og borga,
nema nú samtajs 24.5 miljörðum
ríkismarka. Til þess að geta borg-
að af þessum skuldum, er tvent
nauðsynlegt, í fyrsta lagi að lækka
opinber útgjöld ríkisins, og í öðru
lagi að koma á samræmi milli út-
flutnings og innflutnings.
Na/istastjórnin hefir því gert
ráðstafanir til þess, að lækka út-
gjöld hins opinbera að miklum
mun, aðallega á þanii kátt að sam-
eina hin einstöku þýsku ríki og
gera með ]>ví stjórnarskipulag
þeirra einfaldara en það hefir ver-
ið hingað til. Ennfremur hafa þeir
í hygg.ju, að koma á einfaldari
skatta- og tollalöggjöf, til j>es.s að
spara skrifstofukostnað. Á reikn-
ingsárinu 1932—1933 námu út-
gjöld ríkisinS því aðeins 6 miljörð-
um marka, en námu t- d. á reikn-
ingsárinu 1929—1930 10.3 rnilj.
marka. Það er gert ráð fyrir því
að tekjur ríkisins munu á þessu
reikningsári nema 5.9 milj- marka
eða verða m. ö. o. hjer um bil eins
mildar og útgjöldin.
Það segir sig sjálft, að hlut-
fallið milli út- og influtnings hefir
mjög mikla þýðingu fyrir fjárhag
Þýskalands eins og annara landa.
Fyrra lielming þessa árs nam inn-
flutningurinn 2.080 miljónum
marka, en útflutningurinn 2-376
miljónum marka. Á þessu tímabili
nam útflutningurinn því 296 milj-
marka meira en innflutningurinn.
Um framleiðslu- og atvinnulífið
innanlands má segja, að það hafi
mikið batnað, síðan Adolf Hitler
tók við völdum. „Þriðja ríkið“
krefst af öllum borgurum sín-
um. að hver hjálpi öðrum- Aðal-
áhersla er lögð á það. að j>jéðai'-
heildin geti framkvæmt sem mest,
en ekki á það, að einstakjingurinn
get.i grætt sern mest. Það er ríkis-
stjórnin, sem ákveður, hvaða
stefnu atvinnulífið tekur, og það
er hún, sem tekur á sig ábyrgðina
á hag og afkomu þjóðarinnar. —
Þessi skylda stjórnarinnar leiðir
fyrst og fremst af sjcr, ao iiún
verður að sigrast á atvinnuleysinu
og neyðinni, sem þjóðin hefir otð-
ið að búa við. Þær 2y2 miljónir
manna, sem nú þegar hafa, fengið
atvinnu, með ráðstöfunum Hitlers-
stjórnarinr.ar, mega aldrei missa
kana aftur, og þær 3.8 miljónir,
sem enn geta ekki tekið þátt í at-
vinnulífi þýskti þjóðarinnar, verða
að gera það áðttr en langt um líð-
ur. En á meðan svo er ekki, verð-
ur öll þjóðin að standa saman eins
og einn maður og hjálpa hágstödd
um bræðrum og systrum sínum.
Hin svokallaða „þýska vetrar-
hjálp“ er stórfeldasta hjálpar-
starfsemi, sem sögur fara af lijá
nokkurri einstakri þjóð-
Meðal þeirra ráðstafana, sem
Hitlersstjórnin hefir gert. til þess
að auka atvinnumöguleikana má
fyrst og fremst nefna lækkanir á
ýmsum sköttum. Þannig var t. d-
skattur á nýjum bifreiðum afnum-
inn. M(>ð því jókst salan á uýjum
bifreiðum um 75%. Áætlanir urn
lagningu 6500 km. nýrra bílvega
munu veita hálfri miljón manna
atvinnu í 6 ár. Ríkisjárnbrautirn-
ar ætla að verja 510 miljónum rík-
ismarka til endurbðta á þýska
járnþrautarkerfinu. Benda má á
það, að tala verkamanna í járn-
iðnaðinum er í ár 70% hærri en
síðastliðið ár. Lögin, sem stuðla að
fjöjgun hjónabanda, höfðu í för
með sjer að tugir þúsunda verka-
manna fengu atvinnu við húsa-
gerðir og húsgagnasmíðar. .Tarða-
bótavinna og framræsla á mýrum
o. s. frv. er verkefni, sem nú er
leyst af hendi af mörgum v.innu-
stöðvum (Arbeitslagerj. — Eftir
nokkur ár mun jaessi vinna' bera.
árangur og veita smábændum og
verkamönnum möguleika til ný-
býlabygginga og hjálpa til að
endurreisa þýskan sveitabúskap,
sem einnig er tekið tillit til í ýms-
um iiýjum lögum.
Þannig mætti halda áfram að
telja. Öll þessi nýju lög og allar
þessar ráðstafanir Hitlersstjórnar-
innar hera að sama brunni,
miða að aukinni atvinnu fyrir
þjóðina og fjörgun viðskiftalífsins.
Ef nokltrir atvinnuvegir eru reist-ir
við. er vonast eftir að einnig aðr-
ar atvinnugreinar fari að blómg-
ast að nýju. Verkin, sem búið er
að framkvæma, pg vonin um enn
batnandi atvinnulíf, hefir aftur
gert alla jiýsku þjóðina bjartsýna
og Hfsglaða. Hún er einhuga um
að fylgja þessari stefnu-
Jeg hefi hjer að framan revnt
að lýsa fjárhagsástandi Þýska-
lands, eins og það er nú, hlut-
drægnislaust og hefi stuðst við
opinberar skýrslur, sem verður
að telja áreiðanlegar. Ennfremur
liefi jeg stuðst við þær athuganir,
st-iii jeg gerði sjálfur, er jeg dvald-
ist í Þýskalar.di síðastlioið sumar.
•Teg vona að lijeðan í frá treysti
íslenska jrjóðin betur opinherum
skýrslum og hlntlausum f'ásögn-
um kunnugra manna heldur en ó-
rökstuddum árásuni þeirra manna,
,sem setja sig út til að svívirða
þýsku stjórnina.
p. t. Reyjcjavík, 14. dos. 1933.
Jóhann Þ. Jósefsson.
Dönsku konungshjónin lögðu af
‘stað heimleiðis frá London í gœr-
kvöldi.
Islensk fyndni.
150 skopsögur með mynd-
um. Safnað og skráð hef-
ir Gunnar Sigurðsson frá
Selalæk. Rvík 1933.
Það er langt síðan jeg hefi iesió
nýútkomna bók með jafn-mikilli
ánægju eins og þetta fyrsta hefti
„fslenskrar fyndni“, sem fyrver-
andi alþingismaður Gunnar Sig-
urðsson gaf út fyrir nokkrum dög-
um. Er safn þetta hrein nýung í
bókmehtum okkar. AS vísu eru til
ýmsar gamansögur á víð og dreif
í ýmsum íslenskum ritum að fomu
°g ný.ju, en j>ær hafa þar fremur
verið notaðar til uppfyllingar með
öðru og sjerstakt safn íslenskra
kímnisagna hefir ekki verið til
fyrr en nú. Segir höf. í formála,
að ætlun sín með þessu safni sje
„að leggja grundvöjlinn a.ð því að
bæta úr þeirri vöntun í íslenskum
bókmentum, að eiga sjíkar sagnir
í sjerstökum ritum. Meðal erlendra
menningarþjóða tíðkast þetta al-
staðai', og eru slík rit jafnan vin-
sæl hjá almenningi11.
Sögur þessar eru allar stuttar
og flestar snjaliar. Þær eru vel
skráðar og skrásetjaranum er auð-
sjáanlega mjöglagið að hitta á það
sem er mergurinn málsins og láta
kímnina og fvndnina njóta sín
sem best- Sögurnar eru flestar um
nafnkunna menn, en til þess að
styggja engan er nöfnunum oftast
nær breytt. Varð auðvitað ekki
líjá því komist, því að margir eru
hörundsárir og mundi bregða illa
við að sjá sjálfa sig í ljósi kímn-
innar og hennar dóm lagðarí á
framkomu þeirra við ýmis tæki-|
færi. En til þess þó að bæta nokk-
uð úr þessu, sem oft verður „mal-
um nesessarium“ fyrir sögurnar
sjálfar, lcveðst safnandi ætla að
skila þjóðskjalasafninn lykli að
heimildum sagnanna, er opna má
eftir mannsaldnr. Er það nokkuð
löng biðstund fyrir forvitinn les-
anda, sem langar til að vita hin
rjettu nöfn „söguhet janna“, en
annað var ekki hægt að gera. í
nokkurum af sögunum eru þó til-
greind hin rjettu nöfn og auk þessv
hjálpa teikningarnar til þess að
þekkja þá, sem hlut eiga að máli,
því að þær nálga.st, stundum fyrir-
mynd sína nógu miliið til þess.
Annars eru teikningarnar mikil
prýði á bókinni. Eru j>ær gerðar
af þeim Eggert Laxdal og Tryggva
Magnússyni.
Bókin er prentuð með stóru og
skýru letri og vel frá öllu gengið.
Verður hún án efa lesin með á-
nægju af mörgum og bíða bæði
jeg og aðrir með óþreyju eftir
næsta hefti, sem útgefandinn er
jiegar langt kominn að safna til,
að því er hann segir í formálan-
'mi. og von er á einiivernt'ma á
nr sta ári-
Það er úr vöndu að ráða að
velja úr sögur, sem sýnishorn.
því að hver hefir til síns ágætis
nokkuð. Jeg ætla því að láta til-
viljun ráða og kjósa mjer að göml-
um og góðum sið tvær sögur ixr
bókúmn.
Jeg kýs mjer efst á blaði í
hægri hönd og hitti á nr. 50:
Pá.11 kaupmaður hringdi Grím
frænda sinn upp eitt kvöld og
býður honum að drekka með sjer,
en þó með því skilyrði, að þeir
gangi í stúku daginu eftir.
H908ID HISBlilr
liyrjar í fínna að baka ttl jól-
anna ©s£ gerir jólainnkaupin
li)ó okkur.
Fram til jóla §eljum við
eftirtaldas* vörur með þe§§u
•
lága verði:
Hveiti, 1. fl., 0,35 pr. kg.
Strausykur 0,22 pr. x/2 kg.
Molasykur 0,28 pr. i/2 kg.
Kartöflumjöl 0,25 pr. V2 kg.
Egg, ísl. frá 0,12 pr. stk.
Rúsínur 0,65 pr. x/2 kg.
Epli: Delicious og Jonathan
frá 0,75 pr. x/2 kg.
í kössum frá kr. 18,50 ks.
Sje heill kassi of mikið, þá
getið þjer fengið x/2 kassa
fyrir tilsvarandi lágt verð.
Sveskjur góðar 0.75 pr. \/2 kg Appelsínur: Jaffa 25 aura,
Sultutau laust 0,95 pr. x/2 kg.: Valencia, 10 aura
Alt smálegt til bökunar með koma á mánudag.
Iægsta verði. | '
Vínber þau bestu fáanlegu.
Bananar.
Drífandakaffið kostar 0.90
'Á kg.
Alt drifið lieim á el(lhii§-
horð k ha§ti.
Gerið jóiaiaiokotipin §fra\ i ilag,
Drlfandi.
Laugaveg 63.
$imi 2393.
Triesniiðaflel. Reyklaviker
Þeir, sem ætla að sækja um styrk af
þessa árs úthlutun úr tryggingarsjóði
fjelagsins, þurfa að senda umsókn þar
að lútandi fyrir 1. janúar 1934 til for-
manns f jelagsins, Guðm. H. Guðmunds-
sonar, Bræðraborgarstíg 21 B.
STJÓRNIN.
Landsmðiafleiegii UQrðer
.V? I u * * 1
heldur fund n.k. mánudag 18. þ. m. kl. 8y2 síðd. í Varðar-
húsinu.
FUNDAREFNI :
Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segja
þingfrjettir.
Aliir Sjálfstæðismenn velkomnir.
STJÓRNIN.
mmin i iiiwnnmmni — nimii ————miiiii———i iifiiuimii—w u qui|m
Kaiifijsifell
6 manna og 12 manna í fjölbreyttu úrvali, mjög ódýrt,
nýkomið.