Morgunblaðið - 16.12.1933, Blaðsíða 5
Laug-ardaginn 16. des. 1933.
6
Fyrír jóíín!
kaupa dömurnar:
Fallegar
Waterproofkápur
Silkiolíukápur
Gúmmíkápur
í Geysir,
því þar er úrvalið stærst
Fallegastir litir, smekk-
legast snið.
GEY5IR.
best
Uersl. Hiðt og Fiskur
Símar 3828 og 4764
Hanslklðt
viðurkent fyrir gæði.
Míilíirvorsiiin
Sveins Porkelssonar
Yesturgötu 21. Sími 1969
§koðið nýjii
fallegu
borðstofuhúsgögnin
sem koma í verslun okk-
ar daglega.
Stólar, stakir fallegt
úrval.
Stærsta úrval í bænumr
Húsgagnsverslunin
við Dðmkirkiuna
Er altaf ódýrtist
Happó
Ný verslun með þessu
nafni verður í dag opnuð á
Laugaveg 66, og verslar með
alls konar hreinlætisvörur —
ritföng, smávörur og tæki-
færisgiafir.
Þar eru einnig seldir happ
drættismiðar Háskólans.
fflatea Pietnrsðóttir
Sími 4010. *
Útvarpið
og Þýskaland.
Einhverjum H. hefir fundist
ástæða til að skrifa um útvarps-
erihdi mitt um Þýskaland, það
er jeg flutti s. 1. sunnudag, hef-
ir sýnilega orðið nokkuð bumbult
af því, sem jeg sagði um ástand-
ið þar í landi og viðreisnarstarf
þýskra þjóðernissinna.
Honum og hans nótum er sjálf
sagt geðþekkara að hlu^ta á þær
frásagnir um Þjóðverja, sem
andstæðingar þeirra tína sam-
an úr útlendum rógskrifum í
pólitískum tilgangi, heldur en
það, sem hlutlausir menn segja,
þeir er sjálfir þekkja nokkuð til
í Þýskalandi. Þess vegna þregst
þessi herra svona reiður við,
þegar jeg ber Þjóðverjum sög-
una öðruvísi en honum líkar.
Hann vill sýnilega ekki heyra
um annað en það, sem miður
kynni að fara hjá þeirri þjóð,
er hjer um ræðir.
Hafi jeg að einhverju leyti
farið með rangt mál, þá er hans
að benda á atriði til dæmis um
það, -en H. gengur vandlega fram
hjá því í grein sinni. Það eina,
sem greinin sýnir, er það, að
höfundurinn þolir ekki að heyra
þýsku stjórninni hrósað, jafnvel
ekki fyrir það, sem hún hefir
best gert, t. d. til að minka böl
atvinnuleysisins.
En jeg get fullvissað þennan
H. um það, að þeir eru fleiri en
jeg, ferðamennirnir, sem hafa
verið í Þýskalandi þetta ár, og
vita, að fleypur þeirra er tala
og skrifa um Þjóðverja, eins og
herra H. vill að gert sje, og ger-
ir sjálfur, er marklítil upp-
tugga á því, sem óvinir I’jóð-
verja hafa verið að breiða út um
þá síðan að þjóðernissinnar kom-
ust til valda í Þýskalandi.
ækur til jólagjafa.
Alveg óvenjumikið úrval er nú af nýútk mnum íslenskum bókum á markaðinum, og bæt-
ist nýtt við daglega. IJví miður er engin leið að sýna allar bækurnar í gluggunum, eða láta þær
liggja frammi, en hjer er skrá yfir nokkrar nýjar bækur, sem jeg hefi nú fyrir jólin, og getið
þjer þannig fengið nokkurt yfirlit yfir þær
SKÁLDSÖGUR:
Morgunn lífsins eftir Kristmann GuSmundsson.
BrúSarhjóllinn, eftir sama.
Anna í Grœnuhlíð, eftir Montgoinery.
Við, sem vinhum eldhússtörfin, eftir Sigr. Boo.
Parcival I. bindi eftir Bracbvoget.
Kristrún í Ham'ravík, eftir Guðm. G. Hagalín.
Fótatak manna, eftir Halldór Kiljan Laxness.
Dœtur Reykjavíkur, eftir Þórunni Magnúsdóttur.
Sögur frá ýmsum lönd/um II. bindi.
Sagan af San Michele (kemur næstu daga).
Islenskar smásögur, eftir ýrnsa höfunda.
Bakkus konungur, eftir Jac London.
Gœfumaður, eftir Einar H. Kraran.
Og margar fleiri eldri bækur, sem of langt er að
telja upp.
L JÓÐABÆKUR:
Urvalsrit Jónasar Hallgrímssonar, ib. alskinn.
I byggðum, eftir Davíð Stefánsson.
Þýdd Ijóð, III. bindi, eftir Magnús Asgeirsson.
Úlfablóð, eftir Álf frá Klettstíu.
Við fjöll og sœ, eftir Margrjeti Jónsdóttur.
Komdu út í kvöldrökkrið, eftir Vald. Hólm Hallstað.
Ómar, eftir Guðrúnu Magnúsdóttur.
Onnur Tjóðmœli, eftir Þorst. Gíslason.
Þú hlustar, Vör, eftir Huldu.
Lilja, bróður Eysteins Ásgrímssonar.
Anno domini 1930, eftir Stefán frá Hvítadal.
Jeg heilsa þjer, eftir Guðm. Daníelsson.
Jeg lœt sem jeg sofi, eftir Jóhannes úr Kötlum.
Jeg ýti úr vör, eftir Bjarna,M. Gíslason.
Og ýmsar fleiri eldri Ijóðabækur,
fáanlegar.
Ý M S R I T :
Saga Hafnarfjarðar, eftir Sigurð Skúlason.
Sagnir Jakobs gamla, safnað af Þorst. Erlingssyni.
Saga Eiríks Magnússonar, eftir Dr. Stefán Einarsson.
Hákarlálegur og hákarlamenn, eftir Theódór Friðrikssön.
Kaldir rjettir, eftir Helgu Sigurðardóttur.
Starfsárin, eftir sr. Er. Friðriksson.
Guðsríki, eftir síra Björn B. Jónsson.
Ilauðskinna II., eftir Jón Thorarensen.
Islemk fyndni, eftir Gunnar Sigurðsson.
Islendingar, eftir dr. Guðm. Finnbogason (kemur í næstu
viku.
Ymislegt, eftir Ben. G. Gröndal.
A landttmœrum annars heims, eftir Findlay. Þýtt af E. H.
Kvaran.
Básúna, eftir Eb. Ebeneserson.
Egils saga. Fomrit II.
Um Njálu, eftir dr. Einar Ól. Sveinsson.
Kristur vort líf, predikanir, eftir dr. Jón Helgason.
Lagasafn, eftir Ól. Lárusson, prófessor.
Og mörg önnur rit af ýmsu tagi.
BARNABÆKUR:
Davíð Copperfield, eftir Dickens í þýð. Sig. Skúlasonar.
Viðlegan á Felli, eftir Hallgrím Jónsson.
Gagn og gaman, eftir Isak Jónsson og Helga Elíasson.
Skeljar III., eftir Sigurbjörn Sveinsson.
Sögur I., eftir Shakespeare.
Sögur III., eftir síra Friðrik Hallgrímsson.
Börnin frá Vtðigerði, eftir Gunnar M. Magnússon.
Saga málaram, eftir Kach. Nielsen.
Sagnarandinn, eftir Óskar Kjartansson.
Molbúasögttr.
Drengirnir mínir, eftir Gejerstam. ísak Jónsson þýddi.
Mjög mikið úrval af enskum myndabókum fyrir börn
á ýmsum aldri. Verð frá 0.35.
sem enn eru
Bækurnar eru langflestar bundnar í sbirtingsband eða skinnband, en fást einnig óinnbundnar.
Af erlendum bókum er eins og undanfarin. ár ágætt úrval af nýjustu dönskum, norskum og
enskum bókum, bæði skáldsögum og fræðibókum, óbundnar eða bundnar, í skraútband, sjerstaklega
ætlað til gjafa. Reynsla undanfarinna ára hefir sýnt, að margar eigulegustu bækurnar ganga
upp fyrst, og með því að aðeins fá eintök eru af flestum bókunum, er ráðlegra að koma meðan
úr mestu er að velja. Sömuleiðis er rjett að koma fyrri hluta dags ef unt er, með því að þá
er best næði til þess að skoða og velja bækurnar.'
IM’llltllM
Austurstræti 1, Sími 2726.
Um ,,dómgreind“ herra H. má
hafa það til marks, að hann
leggur hlutlausa frásögn mína
um viðreisnarstarfið í Þýska-
landi að líku við „agitations“-
ræðu hr. H. K. Laxness, er hann
flutti í rússneska útvarpið í fyrra
á sjálfu afmæli byltingarinnar,
og sem ísl. útvarpið endurvarpaði
til hlustenda hjer.
Ræða Laxness var auðvitað
„agitationsræða“ fyrir rússn.
kommúnisma, haldin í sjálfu höf
(uðbóli kommúnistanna á afmæli
byltingarinnar.
„Ræðustúfur“ minn var frá-
sögn hlutlauss manns — sem að
vísu er vinveittur I>jóðverjum
— um ástandið í Þýskalandi eins
og mjer kom það fyrir sjónir um
leið og skýrt var frá óhrekjan-
legum staðreyndum er snerta hið
mikla viðreisnarstarf í Þýska-
landi, og vitnisburði merkra út-
lendinga, er dvalist hafa í
I>ýskalandi þetta ár og fylgst
hafa með því, sem þar hefir
gerst.
I>að er þetta, sem höfundur
greinarinnar kallar „sorp af
verstu tegund“ og er það nægi-
leg yfirlýsing um það, sem inni-
fyrir býr hjá honum.
Annars hirði jeg ekki um að
fara út í deilur við þennan ó-
nafngreinda höfund. Honum
þykir jeg vera lítill, og má það
ef til vill fil sanns vegar færa,
en jeg er nógu stór til að segja
rjett frá staðreyndum og til þess
að láta nafns míns getið við rit-
smíðar þær, er jeg læt frá mjer
fara. Hinsvegar er jeg of stór til
þess að gugna fyrir nafnlausum
skammagreinum eða til þess að
eiga frekar við þennan höfund,
fyr en hann gerist það hermann-
legur, að skrifa undir fullu nafni.
p.t. Reykjavík, 15 des. ’33.
Jóhann Þ. Jósefsson.
—■——■■—
Heimabrugginu
verðm- erfitt að útrýma
í Bandaríkjunum.
Um seinustu mánaðamót
höfðu aðeins 5100 umsóknir um
vínveitingaleyfi borist yfirvöld-
unum í New York. En í borg-
inni hafa verið 30.000 leyni-
knæpur, sem menn vita um. Þar
hefir smyglað og heimabrugg-
að áfengi verið selt í stríðum
straumum í skjóli bannsins. Þyk
ir það undarlegt hve fáar af
þessum knæpum hafa sótl um
veitingaleyfi, því að af þessum
5100 umsóknum hafa fæstar
komið frá þeim. Þær hafa látið
sjer nægja að fá ölveitingaleyfi,
og eru nú 24.000 veitingastaðir
þar í borginni, er slíkt leyfi
hafa. Og í skjóli þess leyfis, og
vegna þess hvað hið frjálsa á-
fengi verður dýrt, ætla knæp-
urnar að halda áfram að selja
heimabruggað áfengi.
Ekki vantar þó að nóg sje til
af frjálsu áfengi í Bandaríkj-
unum. Bæði er, að öll ósköp
hafa verið flutt inn af því upp
á síðkastið, síðan innflutning-
ur var leyfður upp á væntanlegt
afnám bannlaganna, heldur
hafa mörg vínsölufirmu geymt
óhemju birgðir af vínum öll
bannárin, í von um það, að fá
margfalt verð fyrir þau að
banninu loknu. Það er nú einu
sinni svo um vín, að þau bafna
við geymsluna, og sá, sem met-
ur það, að fá gömul vín, þarf
ekki að vera í neinum vafa um
aldur þeirra, ef þau koma úr
vínkjöllurunum gömlu. Aldur
bannlaganna segir til.
En þessi vín verða of dýr
með þeim skatti, sem stjómin
leggur á þau. Og menn eru
orðnir því svo vanir í Banda-
ríkjunum eins og öðrum bann-
löndum, að sætta sig við heima-
bruggið, þótt það geti verið
hættulega heilsuspillandi og
jafnvel bráðdrepandi. En sú er
ein af mörgum afleiðingum
bannsins, að menn hætta að
meta góða og heilsusamiega
drykki, sem margra alda vísindi
höfðu kent að framleiða. Og
með banninu byrja menn aftur
á byrjuninni. Menn, sem ekk-
ert þekkja til hinnar vísinda-
legu framþróunar í áfengisfram
leiðslu, byrja á því að brugga
heima á líkan hátt og forfeð-
ur vorir gerðu fyrir tugum alda.
Vínkjallari í New York, þar
sem geymt hefir verið kampa-
vín, síðan bannið hófst. Á
hverjum degi þarf að snúa'
flöskunum, og maðurinn, sem
það gerir, hefir grímu fyrir
andlitinu, svo að hann meiðist
ekki ef einhver flaskan skyldi
sprynga af höfga drykksins.