Morgunblaðið - 16.12.1933, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.12.1933, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Hitler heldur hvatningarræðu hjá Rín og heitir Saarhjera'ð:jnu fulltingj Þýskalands. Með friðarsamningunum í Versölum var svo ákveðið, að Saarhjeraðið hjá Rín skyldi limað frá Þýskalandi og vera í 15 ár undir yfirstjórn sjerstakr- ar nefndar, sem kosin er af Þjóðabandalaginu, en þó skyldi Frakkar þar hæst ráðandi. Að þessum 15 árum liðnum á þar að fara fram þjóðaratkvæða- greiðsla um það„ hvort íbúarnir vilji heldur sameinast Þýskalandi eða Frakklandi. Þessi atkvæða- greiðsla á fram að fara árið 1935. Þegar Saar-hjeraðið var ein- angrað, var allur þorri íbúanna Þjóðverjar. Frakkar hafa á þessum árum gert alt, sem í þeirra valdi hefir staðið, til þess að undirbúa þjóðarat- kvæðagreiðsluna svo, að þeir geti hrept hjeraðið. En á því hafa orðið ýmis mistök hjá þeim því að yfirdrotnunar hefir gætt of mjög. Og alþjóðanefndin, sem sett er þar til eftirlits og Englendingurinn Knox er for- maður í, hefir ekki megnað að reisa rönd við því. Á þessu - seinasta ári hefir drifið til Saar fjöldi manna, sem orðið hafa að hröklast frá Þýskalandi vegna stjórnar Nazista. Eru það aðallega kommúnistar og Gyðingar. Hafa^ þeir óspart ófrægt Þýskaland og gert alt, sem þeir hafa get- að til þess að vekja andúð gegn þýsku þjóðinni. Þó er búist við því, að þjóðaratkvæðagreiðslan muni falla þannig, að mikill meirjhluti íbúanna í Saar vilji sameinast Þýskalandi. í haust, þegar minst var af- mælis hins mikla sigurs, sem Þjóðverjar unnu á Rússum hjá Tannenberg 1914, fóru fram í Saarhjeraðinu hátíðahöld ætt- jarðarvinanna þýsku. Þangað kom Hitler og helt þar þrum- andi ræðu á fundi, þar sem sam- an voru komnar 100 þúsundir manna. Lýsti hann yfir því þar, að þýska ríkisstjórnin mundi gera alt, sem hún gæti, til þess að styðja frelsisbaráttu Saar- búa, svo að þeir gæti aftur sam- einast Þýskalandi. Þetta mál, hvernig á að fara um Saarhjeraðið í framtíðinni, er eitt af viðkvæmustu deilu- málum Þjóðverja og Frakka nú sem stendur. Skarlatssóttin. Skarlatssóttin hefir nú undan- farin ár gengið öðru hvoru í nær- liggjandi hjeruðum. Tekist hefir bó vonurn iramar að verjast far- ífldri þessum hjer í Reykjavík. : Nú í haust og vetur hefir hún nálgast enn meir. Fyrst verið far- aidur í Keflavík og er nú nokkuð útbreidd í Hafnarfirði. I Það er því líklegt að óhjákvæmi i'egt verði, að skarlatssóttarsjúkl- ingum fjölgi að mun hjer í bænum í næstu vikum eða mánuðum- Mun því valda meðal annars hinar mjög öru samgöngur og einnig það að vægustu tilfellin geta far- ið alveg fram hjá læknunum. Þrátt fyrir það þó faraldur þessi sje enn talinn vægur, þá er skarlatssóttar faraldur altaf svo alvarlegur faraldur, ekki síst í þjettbýli, að jeg tel það sjálfsagt nú sem hingað til að reyna hjer fullkomnustu varnir gegn henni meðan nokkrum vörnum verður við komið, og tel jeg það sjálf- sagða skyldu mína að beita mjer iaf fremsta megni fyrir slíkum vömum. En þessar línur eru fyrst og fremst til þess ritaðar að hvetja bæjarbúa til þess, af fúsUin vilja, að veita alla þá aðstoð, sem unt er til þess að varnirnar mættu að sem mestu gagni verða. Og þá nú fyrst um sinn einkum með þessu: 1. Leyfa ekki börnum eða ung- lingum að fara til Hafnarfjarðar að nauðsynjalausu. 2. Yitja tafarlaust læknis, ef börn eða aðrir verða lasnir, þó lítið sje, ef nokkur grunur er um hálsbólgu, því þannig byrjar skar latssóttin- 3. Fylgja vel og samviskusam- lega þeim fyrirskipunum, sem jeg eða aðrir læknar kunna að gera, viðvíkjandi heimilum þeim, sém veikin kann að stinga sjer niður á. Læknana þarf jeg ekki að eggja til góðrar samvinnu um þetta. Jeg veit að þeir eru jafnan á verði og reiðubúnir ril aðstoðar. Reykjavík, 15. des. 1933. Magnús Pjetursson, hjeraðslæknir. ■•••——•— Grönn af gremju. í Jacksonville kom negrastúlka með einkennilega kæru til lög- reglunnar. Hún sagði að nágrann- ar sínir væru sjer til svo mikillar gremju, og sjer svo hvumleiðir að hún hefði grenst um 40 kg. Er líklegt að þar framvegis verðieftir sóttur staður fyrir þá sem vilja grennast á ljettan bátt. Ný teguiad af sttðtísúkktilaði. Ný tegund af suðusúkkulaði er nýlega komin á markaðinn. Súkku laðið heitir „Freyju-Súkkulaði“, og að mínum dómi er það sam- kepnisfært við bestu erlendar teg- undir. Jeg hefi reynt súkkulaðið á margvíslegan hátt, t. d- í súkku- laðidrykk. Úr einu kg. af súkku- laði, sem kostar kr. 5,00, fæ jeg 60 bolla af súkkulaðidrykk, og er þessi drykkur, sem þannig er bú- inn til, með afbrigðum góður, keim góður og mátulega þykkur. Og það merkilega er að engan sykur þarf til að auka á gæði súkku- laðsins, og ekki sest nein leðja á botn bollans, því alt er .jafn þykt. Einkenni góðs súkkulaðis er, að froða komi á það þegar hrært er í því, eftir að búið er að sjóða það, og er það einmitt tilfellið með þetta súkkulaði. Sömuleiðs hef jeg reynt súkku- laðið í kökur og í búðinga, og í öllum tilfellum reynist mjer það jafn ágætlega. Reykjavík, 12. nóv. 1933- Helga Sigurðardóttir. Tll Jölanna j Iiöfum við: • Epli Delicions, • Appelsinnr: Jaiia oa Valencia, • •••••••< Vinber, ••••••• • Þnrkaðir og niðnrsoðnir ávextir, • Coniektrnsinnr í pk. og lansri vigl, % Hnetnr 3 teg„ • Confektkassar, • Dððlnr og Gráfikjnr A • í pk. og lansri vigt, V • Suðusfikknlaði, 4 teg., • Kerti, spil og spilakassar, • Úrval af alls konar sælgæti, • Grænar bannir i dðsnni, • Romm bnðingsdnft, • Vanille Hðndln | Sdkknlade • Sitron • Einnig allar vðrnr tll bðknnar • í mikln nrvali. • Búsáhðld og hreinlætisvörur. • Víð seljúm eínangís góðar og vandaðar f vörtir með sanngjörna verðí og gförtim £ •••• alla ánægða sem víð okkar skifta. •••• @ Gíöríð svo vel að ________ ____ © skoða vörasýníga tjVoVCC • okkar á morgan. 27. 4+™4519 • NB. Bnðin opin til kl. 10 kvðld. •••••••••••••••••••••••••• Nótur. Feikna úrval af alls konar nótnabókum er nú selt á útsölunni Laugaveg 15 (hús L. Storr), þar geta menn fengið frægustu tónverk, gömul og ný, fyrir óheyrilega lágt verð, því alt á að seljast. Skipstrand. Oslo 15. des. NRP- FB E.s. Samnanger, eign Björgvmj- arfjelagsins, strandaði í gær við innsiglingu til Murmansk. Skipið er 7400 smálestir að stærð. Björg- unarskipið Sterkodder er lagt af stað frá Tromsö til þess að reyna að ná því á flot. Á- E.s. Samnanger er 40 manna áhöfn. ' ’ ’ ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.