Morgunblaðið - 16.12.1933, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.12.1933, Blaðsíða 11
11 Fys*ir fólin! kaupa menn: Fallegar enskar húfur og Hatta í G e y s i r því flestir eru sammála um það, að þar sje stærst og smekkleg-ast úrval. GEYSIR. best í .Bíordáls-Ísfaiúisi Sími 3007. h. 1. Eínaoerh leyðjayir £insHonap iiæstai'jeilap dóniur ætti þetta að teljast: Þeir, sem ætíð biðja um það besta, og mikla þekkiugu hafa 4 bökunardropum, nota ávalt Lifíu bökunardropa Ttl jtlana: Kventöskur Herraveski Buddur Mikið og mjöp- smekklegt úrval. Voruíusii, Hangikjðt á aðeins 70 aura V2 kg-. ís- lenskt bændasmjör, sjerlega gott, saltkjöt 45 aura % kg. ísl. egg og dönsk bökunar- egg ávalt til í Venl. Biðrafnn. Bergstaðastr. 35. Sími 4091. Dívanar, dýnur og alls konar stoppuð húsgögn. — Vandað efni. Vönduð vinna- Vatnsst. 3 Húsgagnaverslun Reykjavíkur Ibiið vantar nú þegar eða síðar. Upplýsingar í síma 4857. um vilja. Að tíu árum liðnum get- ur hann lengt reynsluskeiðið, sem fyr er sagt, og liafa þó nokkrir látið þess getið, að þeir muni gera það. — Mig langar til að það verði yður öllum vel ljóst, að það sem fyrir mjer vakir fyrst og fremst, er sjálfsuppeldi einstaklingsins, en svo er fjárhagshjálpin af því leið- andi. Ymsir vinir mínir hafa getið þess við mig, að þeir ýmist ætli eða hafi þegar fengið slíkar tíu ára áætlunarbækur handa börnum sínum, í æsku. I þessar bækur á að leggja það, sem börnunum er gefið eða þeim áskotnast, að vísu oftast smáupphæðir. Hugmyndin er að venja svo bömin, er þeim vex vit og þroski, á það, að halda þessari stefnu, venja þau á sjálfs- afneitun. Þetta er prýðilegt og liefir lík hugsun komið fram hjá mætum maimi, sem á hugmynd mína hefir minst. Best væri að faðir eða móðir gerðu þetta einnig sjálf, ef þau gæti. Þá gætí þau bent sjmi og dóttur á sitt eigið fordæmi til eftirbreytni, og þannig vanið börnin á að halda áfram slíkri stefnu af frjálsum vilja, sem þau hefði tekið vegna þeirra, með- an þau höfðu ekki fult vit á sjálf. Margur hugsar áreiðanlega ekki út í það í f járhagsefnum, að margt smátt gerir eitt stórt. Hann hugs- ar sem svo: Þetta eru smámunir, mig munar ekkert um það. Bn hvað eru smámunir? Einn maður út af fyrir sig er aðeins smælingi, en nógu margir smælingjar eru orðnir að þjóð, áð- ur en vjer vitum af og nógu marg- ar þjóðir að lieilu mannkyni. 5 aurar eru kallaðir smámunir, en nógu margir 5 aurar verða að þúsundum, og þúsundirnar að miljónum og miljónirnar að rnilj- örðum, þessum gapalegu fjárhæð- um, sem eru stærri en hugurinn eiginlega rúmar. (Þetta var svona innan sviga til skýringar). Pjetur og Páll hugsar :Þetta eru smámunir. Mig munar ekkert urn þá. Hann talar fyrirlitlega um smámunina, sem þó eru sjálf und- irstaðan. Að fyrirlíta smámunina, er sannarlega að byggja á sandi. Og þegar smámunirnir eru smáðir, hrvnur spilaborgin. Sem sagt: Aður en varir eru smámunirnir orðnir að stórurn upphæðum. Til smámunanna, sem einstak- lingurinn hefir sóað, smámunanna, sem áður en varir, eru orðnir að upphæðum, sem munar um, getur hann alls ekki tekið, hversu feg- inn sem hann vildi. Þess vegna er betra að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann. Jeg kalla þetta Tíu ára áætlun- Vitaskuld hefi jeg sjálfur gert ýmsar áætlanir, til að gera mjer grein fyrir hugmyndinni. Aðrir geta gert sínar áætlanir, en reynsl- an ein verður að leysa úr öllum slíkum spurningum- En augljóst er, að yrði samtökin almenn, rnundi koma fljótt upphæðir, sem þjóðinni yrði mikill styrkur að. Það er næsta varleg áætlun, að hver maður á landi lijer legði til hliðar aðeins eina krónu á mann til uppjafnaðar, það yrði þó yfir 100.000 krónur á ári eða á aðra rnljóna króna í tíu ár frá byrjun auk allra vaxta. Ef hver maður MORGUNBLAÐIÐ legði þannig til hliðar hinsvegar 5 krónur á mann til jafnaðar á ári, yrðu það yfir hálfa miljón króna í eitt ár, en á sjöttu mdjón króna í tíu ár auk allra vaxta- Þetta er hvort tveggja laglegur skildingur og mætti framkvæma bæði mikið og margt fyrir þær upphæðir. Allir geta sjeð, að hjer getur verið um geypifjárhæðir að ræða alls yfir, ef samtökin yrði almenn, og að einskonar þjóðar- tryggingu. Eitt meðalheimili gæti að öllum jafnaði sparað við sig sem svarar einni krónu á, dag, sjer öldungis að skaðlausu. Þetta eru þó 365 kr. á ári, en 3650 kr. í tíu ár, auk vaxta. Hversu margt heimili hefir elrki komist í fjárþröng af því að ekki hefir verið sparað við sig sem svarar einni krónu á dag. Nú er vitanlegt, að stórmikill fjöldi heimila um land alt hefir .einmitt neitað sjer um 1 krónu á dag að minsta kosti. Þess vegna er ekki alt komið lengra og dýpra norður og niður en er. Hjer hefir ekki verið tekið djúpt í árinni, en þegar má sjá með sjálfa smámunina fyrir aug- um hjá einstaklingunum, að vissu- lega er ómaksins vert að hefjast þegar handa. Að vísu veit jeg, að ýmislegt af því, er til óþarfa eyðslu mætti teljast, er tilfærsla í landinu sjálfu, en stórar upphæðir, er þann ig sparast, hefði að öðrum kosti farið út úr landinu. Að koma þessu á fyrir alvöru, það gæti virst þyngri þrautin. — Fyrst vil jeg geta þess, að jeg legg mest upp úr áhrifum einstak- lingsins hvers á annan. Hver fyrir sig á sína ættingja, vini og vanda- menn, sem þeim er ekki sama um, hvernig vegnar. Einslegar fortölur mundi koma ótal sinnum að ómet- anlegu gagni. Nú skulum vjer setja. svo, að maður komi til manns og hvetji hann til að taka þátt í Tíu ára áætluninni. Verið getur, að hann hitti á ein- hvern gárungann, sem gerir gys að öllu saman. Honum þarf ekki að fallast hugur. — Hann segir: Þetta geri jeg, vilt þú ekki einnig reyna það ? Enginn þarf að kippa sjer upp við það, þó einhver kynni að skopast að hugmyndinni- Slíkt eiga menn ávalt á hættu í fjöl- mörgum efnum, er til almennra heilla horfa. — Ýmsar leiðir mætti fara til að hjálpa þessu máli. Sums staðar eru sveitasparisjóðir. Þeir eru tilvaldir til að unt sje að fylgjast með gangi málsins og hægt sje um vik fyrir einstalding- ana. Þar sem þeir eru ekki til, gæti verið ráð að stofna þá, þar sem völ er á gætnum mönnum til að stjórna þeim. Annað það, að í hverri sveit væri maður eða menn, sem væri einskonar milligöngpmenn milli einstaklmganna og lánstofnan- anna, er vildu taka að sjer, auð- vitað fyrir enga borgun, að koma hinum og þessum upphæðum fyr- ir fólk í bækurnar. Niðurl. ———----------------- í Feneyjum var nýlega vígð brú. Er hún rúm- ir 4 km. að lengd og bygð yfir 228 [boga- Brúin heitir Littoriabrúin. 5unökennararnir og aöbúö þeirra. Þeim, er ókunnugir korna til sundnáms hjer í sundlaugarnar, mun þykja það kynlegt að þat skuli enginn klefi með upphitun vera til handa sundkennurunum til að hafast við í, niilli þess, sem þeir eru við kensluna í lauginni. — Verða þeir að láta fyrirberast í óhituðum klefa, eða úti, hvernig sem viðrar. Mjer er sagt að sundkennararnir hafi farið þess á leit, að fá bætt úr þessu, en fengið þau svör að um slíkt gæti ekki verið að ræða. Þetta er hin mesta óhæfa, og er óhætt að segja að lífi og heilsu kehnaranna er beinlínis stofnað í mikla hættu með þessu. Er þetta því verra og hraklegra, sem báðir kennararnir, Jón og Olafur Páls- synir, eru ágætlega vaxnir starfi sínu, og mjög liprir menn og vel látnir af öllum, er sundnám sækja. Er ekki víst hversu auðfengnir væru jafnfærir menn og vel þokk- aðir til kenslunnar, ef þeir yrðu sviftir heilsu, eða f jörvi, með þess- ari aðbúð, og ekki verður sagt að bærinn láti þá njóta föður síns, Páls Erlingssonar, sem nýlega liefir verið lieiðraður, og maklega fyrir störf sín við útbreiðslu sunds ins, sem allir vita að er hin þarf- asta, íþrótt. Enn er á það að benda í þessu sambandi að veikist maður snögg- lega þarna í laugunum, er þess eigi kostur að koma honum í hlýtt herbergi, eða klefa, eins og nú standa sakir, og mætti svo fara, ef önnur atvik stuðluðu til, að sá hlyti bana af, er fyrir vrði. Þetta fyrirkomulag er orðið til smánar bænum, og verður þó enn frekar ef^að þvi kemur að eitt- hvað alvarlegt lrlýst af. — Mjer er sagt að rafmagnsstjóri telji ör- lítinn kostnað við þetta. Er þarna mjög nærri sundlauginni staur, sem stendur undir háspennuþræði, og er mjög stutt leiðsla þaðan til sundlaugarinnar. Hjer er um örlítinn kostnað að ræða, og þó meiri væri, er á það að líta hvað í 'húfi er: Líf og heilsa þörfustu og nýtustu starfs- manna bæjarins og enn fleiri manna, og er þó ótalin smánin, en hún mun þykja lítilsvirði á við 'fjeð, og er þó napurt og nauðar- legt að horft sje í lítilfjörlegan kostnað til svo nauðsynlegra hluta, sem hjer ræðir um, eins og fje bæjarins er sóað 4 ýmsan hátt til þarfleysu. Einar Eyjólfsson. Stlórnmálaafstaða mín. Sökum þess, að það hefir komið í ljós að margir gera sjer títt um stjórnmálaafstöðu mína fyr og nú vil jeg taka þetta fram: Sú ásökun, að jeg hafi verið í mörgum stjórnmálaflokkum er með öllu ósönn, eins og þeir vita best, sem mjer eru kunnugir. Jeg liefi frá öndverðu verið mótfallinn stefnu og skoðunum jafnaðar- manna, þótt jeg hinsvegar hafi getað átt samleið með þeim um ýms málefni, er þeir liafa borið frani eða haft á stefnuskrá sinni. IJm nokkur undanfarin ár hefi Fyrir jólin! kaupa menn: Fallega Rykfrakka Regnfrakka. Olíukápur í Geysir, því þar eru fallegir litir, fallegt snið og lágt verð GEYSIR. (sunnudagsmatlnn Nýslátrað foialdakjöt. Nýtt dilkakjöt og úrvals hangi- kjöt. Auk þess nýtt íslenskt smjör. Glæný íslensk egg. Margs konar grænmeti og ótal margt fleira. Komið eða símið! KiOibéðifl Njálsgotu 23 Sími 1865. Sföfliimeiini óskast til þefes að selja út- gengilega bók í dag og næstu daga. — Komi strax í Farnbááuverslnn H. Helgasonar. Hafnarstræti 19. BiKlíórar og bilaeiieBáar Hleð, geri við og lána raf- geima. Ýmsir bílahlutar til sölu, svo sem: Bremsuboði, fjaðrir, kerti, perur, viftureimar o. fl. Útvega alls konar bílabluta, til dærnis: Stimpla, drif og gírhjól. Yerðið hvergi lægra. Glerið svo vel og líta inn í B í L Ó Klapparstíg 27. Melroses Tea I miðdapmatiuii: Ófrosið dilkakjöt, saltkjöt, hangikjöt. Reykt bjúgu, miðdags- pylsur, kjötfars, nýlagað daglega. Það besta, að allra dómi, sem reynt hafa. Verslun Sveins lóhnnnssonar. Bergataðastræti 15. Sími 2091. Barnavagnar af öllum gerðum teknir til viðgerðar á Laufásveg 4. — Sími 3492.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.