Morgunblaðið - 28.05.1939, Blaðsíða 2
2
M^RGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 28. maí 1939.
Kemur Grandi
í stað
Qiano greifa ?
Hitler
iLiIJ€4L0 BLíJ _M
gagngerðar ráðstafanir
Grandi á götu í London.
T71 rönsk blöð geta þess til a<5
Dino Grandi, sendiherra
ítala í London eigi að taka við
stjórn utanríkismála i Italíu af
Ciano greifa, tengdasyni Musso
linis (skv. FÚ). Grandi hefir
áður verið utanríkismálaráð-
herra Itala árin 1929—’32.
Hann er mjög vinsæll í Ítalíu
og var talið, að Mussolini hefði
svift hann utanríkismálastjórr.
inni af ótta við að hann gerðist
ofjarl sinn í áliti almennings.
Af sömu orsökum var sagt, að
Mussolini hefði sent Balbo til
Líbyu.
Það mun koma á óvart, ef
Mussolini tekur utanríkismála-
stjórnina af Ciano greifa, m. a.
af því að Ciano er vinsæll
Þýskalandi; það var hann
sem sveigði utanríkismála-
stefnu ítala með Þjóðverjum
Hann er sagður mikill Þjóðverja
vinur.
Frönsku blöðin skýra frá
hinni væntanlegu ráðherrabreyt
ingu í' Italíu í sambandi við
ræðu, sem Grandi flutti á fimtu
dagskvöld, en ítölsk blöð gera
ekki að umtalsefni fyr en í dag.
I ræðu þessari rjeðist Grandi
hvasslega á lýðræðisríkin (skv.
FÚ) — eftir bendingu frá Ber-
lín, að því er frönsku blöðin
segja.
í London og París hefir fram
til þessa verið litið á Grandi sem
,,varfærinn stjórnmálamann",
þ. e. ekki óvinveittan lýðræðis-
ríkjunum..
Segja Svíar sig úr
Þjóðabandalaginu?
Khöfn í gær. FÚ.
Mótmæli Sovjet-Rússlands
gegn því, að Finnar og Sví-
ar víggirði Álandseyjar, vekja
mikla athygli bæði í Svíþjóð og
Finnlandi.
Yms sænsk blöð krefjast þess,
að eyjarnar verði samt víggirtar
og að Svíþjóð segi sig úr Þjóða-
bandalaginu.
Fimtugsafmæli á 29. þ.m. Eyþór
Þórarinsson, verkstjóri.
Uppsogn allra sammnga vio
Breta, Frakka og Rússa?
Chamberlain
á laxveiðar
Mr, Chamberlain forsætis-
ráðherra fór í gær frá
London til Y'orkshire, þar sem
hann mun dvelja um hvíta-
sunnuna, nema brýná nauðsyn
beri til, að hann hverfi aftur
til London.
Forsætisráðherrann tók með
sjer veiðistengur sínar. (FÚ);
Kúrekar og Indiánar
fagna Georgi VI
London í gær. FÚ.
Bresku konungshjónin eru
nú komin til Banff, bory
ar í Klettaf jöllunum, sem er
kunn fyrir heilnæmt loftslag og
náttúrufegurð, enda sækir þang
að árlega mikill fjöldi ferða-
manna. Þarna dvelja konungs-
hjónm hálfan annan sólarhring,
með öllu laus við opinberar
skyldur.
Er það í fyrsta sinni, sem þau
njóta hvíldar, síðan þau komu
til Kanada fyrir 10 dögum.
Munu þau nota tímann til bif-
reiðaaksturs um Klettafjalla-
þjóðgarðinn, sem er orðlagður
fyrir fegurð og sjerkennileik.
Þegar þau, komu til Calgary* í gær,
tók mikill fjöldi kúreka á móti þeim,
og riðu þeir í fylkingu á undan kon-
ungsvagninum um götur borgarinnar
að tjaldbúðum rauðskinna fyrir utan
-,w
5» / /
. )um
Frá frjettántara vorum.
Khöfn í gær.
Frönsk blöð gera ráð fjrrír
að fransk-hresk-rússneska
hernaðarbandalagið verði
undirritað fyrir 5. júní, þ. e.
mánudaginn annan er kemur.
Franska blaðið „Petit Par-
isien“ segir, að hið nýja
hernaðarbandalag verði
miklu víðtækara og öflugara,
heldur en Þríveldabandalag-
ið (Triple Ententen) árið
1914. Þá voru Bretar mjög á
báðum áttum.
Nú er hernaðarsam vinna
Breta, Frakka og Rússa raun
veruleiki jafnt á friðar- sem
ófriðartímum.
Hjer við bættist að Pól-
verjar og Tyrkir (sem börð-
ust með Þýskalandi í heims-
styrjöldinni) eru á bandi
Vestur ríkjanna.
I París var tilkynt í gær
(skv. FÚ), að í næstu viku
myndi nást samkomulag
milli Tyrkja og Frakka á
svipuðum grundvelli og bresk
tyrkneska samkomulagið.
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
MEIRI HERGÖGN FYRIR
HITLER
S/o virðist, eftir fregnum frá
Prag að dæma, sem Þjóð-
verjar hafi náð fjárhagslegum yf-
irráðum í tveim stærstu hergagna-
verksmiðjum Tjekkóslóvakíu, en.
það eru verk&miðjurnar í Skoda
og Brno.
Nú eru það líka
pólsku göngin!
Frá frjettaritara vorum.
Khófn í gær.
TÁ jóðverjar segja, að hinir blóðugu árekstrar, sem
-* orðið hafi í Danzig, leiði í ljós, hve samgöngur
milli Þýskalands og Austur-Prússlands sjeu ótryggar.
Af þessu leiði, að það sje ekki aðeins Danzig-
málið, sem krefjist skjótrar úrlausnar, heldur líka deil
an um pólsku göngin.
Þjóðverjar gefa í skyn, að til má!a geti komið,
að Danzig segi upp öllum samningum við Pólverja,
sem veiti þeim sjerrjettindi í Danzig. Þessir samningar
eru um rjettindi Pólverja í hafnarstjóm Danzig-borg-
ar, um tollabandalag þeirra við Danzig o. fl.
Þýsk blöð halda því fram í dag, að bifreiðarstjór-
inn, sem drap þýska nasistann Grúbner í Kaltiiof á
dögunum, sje nú staddur í Póllandi. Þau segja, að
Pólverjar ætli að hindra það, að hann svari til saka
í Danzig.
Pólverjaur hafa sent rannsóknarnefnd til Kalthof,
til þess að rannsaka þar alla málavöxtu.
Herðir á samning-
um við Japana
og Júgóslafa
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
IBerlín er búist við að þýska stjórnin bregði hart
við þegar bresk-rússneski sáttmálinn verður und-
irritaður og geri víðtækar gagnráðstafanir. —
Þjóðverjar gera nú alt, sem í þeirra valdi stendur til þess
að fá Japana og Júgóslafa til að ganga í þýsk-ítalska banda
lagið, svo að þeir geti tilkynt sigur í þessu tilliti um leið og
Bretar og Frakkar fagna sínum sigri yfir að hafa fengið
Rússa í „varnarbandalagið“.
I Þýskalandi virðist sú skoðun vera ríkjandi meðal á-
byggilegra stjórnmálamanna, að hægt muni vera að fá Rú-
mena til að slíta tengsl sín við Breta og Frakka, vegna
samnings við Rússa.
„Daily Telegraph" birtiv nýlega fregn um að samkomulag
hafi náðst við Rúmeníu um þátttöku þeirra í samvinnu Vest-
ur-ríkjanna og Rússa, m. a. um það, að Rússum skuli
leyft að fara með her yfir Rúmeníu í styrjöld. Þessari frjett
var mótmælt í Rúmeníu og þýsk blöð birtu þau mótmæli á áber-
andi stað.
BECK FER TIL MOSKVA
Þýsk blöð fara hinsvegar ekki dult með, að bresk-rússnesku
samningarnir hafi farið fram með fullri vitund pólsku stjórn-
arinnar og að hún hafi lagt blessun sína yfir þá.
Það er gert ráð fyrir, að Beck ofursti fari innan
skamms í heþnsókn til Moskva til samninga við rúss-
nesku stjórnina. Rússneska stjórnin hefir boðið hon-
um að koma. Beck ofursti mun m. a. ræða um her-
gagnakaup Pólverja í Rússlandi. Ennfremur um aukn-
ar samgöngur milli Póllands og Rússlands.
PÁLL RÍKISSTJÓRI í BERLÍN
Páll ríkisstjóri í Júgóslafíu er væntanlegur í opinbera heim
sókn til Berlínar á morgun. Þýsk blöð gera í dag mikið veður
út af þessari heimsókn og láta í ljós þakklæti þýsku þjóðarinn-
ar yfir því, að Páll hafi haldið Júgóslafíu utan við einangrunar-t
pólitík lýðræðisríkjanna.
Þau segja, að Páll hafi sýnt
velvilja sinn í garð Þýskalands
og Ítalíu með hinni opinberu
heimsókn sinni til Italíu fyrir
fáum vikum. Þau minnast hins-i
vegar ekki á, að blöðin í Bel-
grad sögðu á sínum tíma, að
Páll hafi tjáð sig ófúsan til
þess að gera bandalag við ítali
og Þjóðverja og að hann hafi
staðið fast á hlutleysi Júgó-
slafíu.
Þýsku blöðin segja, að Þjóð-
verjar vilji veita Júgóslöfum
fallan stuðning fyrir það, sem
þau kalla velvilja þeirra í garð
einræðisrí k j anna.
UPPSÖGN SAMNINGA
I skeyti frá Berlín segir, að
lausafregnir gangi um það,
að meðal þeirra ráðstaf-
ana, sem þýska stjómin
ætli að gera, þegar bresk-
rússneski sátimálinn verði
undirskrifaður, sje upp-
sögn allra samninga
Meðal þeirra samninga erú:
þýsk-rússneski Rapallo-samning
urinn, gerður 1923 og ekki sagt
upp eftir að Hitler kom til
valda, þrátt fyrir allar árásir á
Rússa. Þetta er víðtækur við-
skiftasamningur, sem eflt hefir
mjög þýsk-rússnesk verslunar-
viðskifti
Fransk-þýski vináttusamning
urinn, gerður 6. des. síðastl.
ár af von Ribbentrop og Bonnet.
Því var haldið á lofti, að þessi
samningur ætti að útiloka styrj
öld milli Þjóðverja og Frakka
um aldur og æfi.
Bresk-þýska yfirlýsingin, und
irskrifuð í Múnchen 1. okt. í
fyrra af Hitler og Mr. Cham-
berlain. Þar er látin í ljós ósk
um að Bretar og Þjóðverjar
þurfi aldrei að berjast í styrjöld
framar.
Silfurbrúðkaup eiga 30. þ. mán.
V1® Kristín Þorsteinsdóttir og Sófus
ríkin í þríveldabandalag-
inu.
Árnason, afgreiðslumaður í Lauga-
Ivegs Apóteki.