Morgunblaðið - 28.05.1939, Side 9

Morgunblaðið - 28.05.1939, Side 9
Summdagur 28. maí 1939. 9 I. Kong-Kc j í apr'!. Margir landa rninna líafa ferðast urn Evrópu þvera og endilanga. Aðrir hafa lagt leið sína til Ameríku og komið aftur til íslands og haft frá mörgu að segja. Hef jeg mjer til mikillar ánægju lesið sumt af því. Nú skrifa jeg þessi ferðabrjef til að bregða upp nokkrum myndum af því, sem fyrir augun bar á leiðinni til Austurheims. Vona að lesend- ur mínir 'hafi af því nokkra ánægju. LEIÐIN. Leiðin liggur gegn um Aust- ur-Noreg, frá Osló, þaðan til Svíþjóðar, með ferju yfir Eystra salt, svo gegn um Þýskaland og norðurhluta Ítalíu til Venezíu. En þaðan fór jeg með stórskip- inu ,,Conte Verde“, sem erl8000 smálestir. Var ferðinni heitið til Hong-Kong í Suður-Kína, en viðkomustaðir voru margir á leiðinni. Ekki var ferðin gegn um Þýskaland sérlega minnisstæð að öðru leyti en því, að við fengum ekki keypt smjör í verslunum og enga sápu fengum við á gististöðum. En mikil er náttúrufegurðin í Austurríki hinu forna og Norður-Ítalíu. Djúpir dalir með jökulám og fossum og vínvið í hlíðunum og eldgömlum riddaraborgum á hæðum og hólum, — alt þetta einkennir fjalllendið í norður- hluta Italíu. Pósléttan, sem líkist einum stórfeldum akri, sundurskiftum af trjágöngum og ám. Samt vakti ekkert forvitni okkar eins mikið og Venezia (Feneyjaborg), hin fornfræga xniðaldaborg, sem ekki á sinn líka um víða veröld. Að vísu er hún í Evrópu, og þessvegna ná- lægt Islandi, en samt vil jeg reyna að lýsa henni lítilsháttar. VENEZIA . Borgin er bygð á rúmlega 100 eyjum. Eru þær í þjettum klasa, rúmlega 4 km. frá meginland- inu og 2 km. frá opnu hafi. Meira en 400 brýr tengja sam- an eyjarnar, og „bryggja“ ein afarstór tengir þær við megin- landið. Fara eimlestir og bif- reiðar eftir bryggjunni til norð- urhluta borgarinnar, en í öðrum hverfum hennar sjest aldrei bif- reið. Göturnar eru í raun og veru örmjóir gangstígir, og brýrnar liggja svo hátt, að ganga verður upp mörg þrep og síðan niður aftur ef maður vill fara yfir brú. Borgin er öll sundur skorin af djúpum álum og skurðum. Eftir þeim fara fram allir vöruflutningar, á bát- um, og fjöldi manns fer þar einnig í ferjum, vélbátum eða örmjóum róðrabátum (gondól- um). Hér leigja menn sjer gondóla í stað bíla, en betra er að hafa tímann fyrir sjer. Hér er ógrynni af listasöfn- um og gömlum, fallegum og fornfrægum byggingum. En mörg íbúðarhúsin eru óhrein, l>röng og ljót. Yfirleitt er ekki hreinlætið í hávegum haft. En menn eru glaðir og kátir; orciuttblafóii) Ferðabrjef frá Austurheimi Jfá síra Jðhanni annessym Eftirfarandi ferðabrjef er sent frá Hong-Kong, bresku nýiendunni við' Kínastrendur. Síra Jóhann, sem er ungur maður, iauk gnðfræðipróf hjer á landi fyrir tæpum tveim árum. Síðan stundaði hann fram- haldsnám í London, en er nú á leið til Honan-fylkis í Kína. Þar ætlar hann að stunda trúboðsstarf. blístra þeir og syngja við vinnu sína á götum úti. Hér eru líka menn er selja smávöru og treyna að ná þreföldu verði af útlendingum, en byrji maður að þræta við þá um verðið, slá þeir af meira og meira. Þetta gildir ekki aðeins hjer, heldur um all- an Austurheim, þar sem inn- bornir menn verzla. Gamlar hallir konunga eru nú söfn þjóðminja og lista. Markúsarkirkjan er prýði borg- arinnar; gólfið og nokkuð af hvelfingunum er gert úr „mosa- ikk“, þ. e. örsmáum, marglitum steinum, sem eru settir saman svo að myndir koma fram eða stílfagurt skraut. Borgin erj þekt fyrir listiðnað sinn; m. a. fjekk jeg að sjá glerverksmiðju sem framleiðir eftirlíkingar listaverka, t. d. blómaglös í! sama stíl og frægir „vasar“ frá dögum Rómverja. Enn- fremur búa þeir til hálsbönd, nælur, blóm, glös og krossa, alt úr smáum glerbrotum, sem eru brædd eða feld saman eins ,,mosaikk“. Sáum við ítalskar stúlkur spinna gler yfir loga og búa til úr því örmjóan þráð. Aðrar voru að mála myndir úr hvítu gleri á dökkbláar gler- skálar. Margt af þessu er ljóm- andi fallegt. Gætum við íslend- ingar mikið af þessum og öðrum lista-iðnaði þeirra lært. Fallegar skinnvörur framleiða þeir líka og selja fyrir 1/10 hluta þess verðs, sem jeg hef greitt fyrir samskonar vörur ítalskar á Is- landi. UM MIÐJARÐARHAF OG SÚEZ. Við yfirgefum nú Italíu og siglum um Miðiarðarhaf með- fram vesturströnd Grikklands og eynni Krýt. Fremur var þar kalt í veðri og sunnanvindur allhvass, en hlýna tók í veðri er við komum til Port Said, en það er dálítill bær við vesturenda Súez-skurðarins. Er hann um 200 km. langur og tók það okk- ur um sólarhring að fara hann á enda. Báðum megin við skurð- inn er sandeyðimörk, gróður nálega enginn, en þó sjást óasar á stöku stað og er þar þjettbýlt. Tvö skip mætast í Súez-skurðinum. til íslenskra lesenda Meðfram skurðinum er járn-{ braut og bílvegur. Heitur vindur blæs um eyðimörkina og þyvlar upp ryki og sandi. — Hér breyta farþegar um búning, leggja niður vetrarfötin og klæðast léttum sumarfötum eða sjerstaklega gerðum suðrænurn klæðum. Ferðin frá Súez eítir Rauða- hafinu til ensku nýK*ndunnar Aden, tekur 3 daga. Þægilegur h'ýr vindur blæs í sífellu og gerir lifið skcmtilegi, því væri hér logn, myndi manni finnast heitt. Skipverjar dæla sjó í sundlaug sem er un borð, og geta nú farþegar synt í hlýjum sjó og auk þess iðkað ýmsa leiki. — Við komum til Aden að næturlagi; það er niðamyrkurog við sjáum ekkert nema ljósin og fjölda Araba er koma í bátum og vilja róa farþegum í land. Næsta dag siglum við með- fram suðurströnd Arabíu og sjáum falleg fjöll í fjarlægð, en að kveldi hverfa þau sjónum okkar. Svo siglum við 3 daga um Indlandshaf og ber nú ekk- ert til tíðinda, þar til við komum snemma morguns til Bombay. Hefir nú ferðin frá Italíu tekið 11 daga, en svo fljót eru aðeins hraðskreiðustu skip sem fara um þessar slóðir. II. 1-j að er glaða sólskin og hiti * er við komum til Bom- bay, og við ákveðum að láta bíl- stjóra aka okkur um bæinn og sýna okkur það, sem merkileg- ast er að sjá hér, en það er ekki lítið. í BOMBAY. Við höfnina er alt með Ev- rópu-sniði, stórar byggingar og breið stræti, fallegir skemti- garðar, söfn, kirkjur, bankar og skólar. En ekki líður á löngu uns við komum í hverfi Hindúa, og er þar alt miklu þrengra, fá- tæklegra og óhreinna. Hjer úir og grúir af betlurum, stórum og smáum. Flestir bera merki ann- aðhvort á enninu á sjer eða handleggjum og fótum. Hinir síðastnefndu eru allir af lág- um stjettum; mega þeir ekki hafa mök við hinar stjettirnar og eru fyrirlitnir af þeim. Hæstu stjettir Hindúa hafa hvít merki á ennum sjer, en miðstjettirn- ar rai.5 merki. Ómögulegt er að komast upp á við í þessum stjetta-stiga, heldur aðeins nið- ur á við. Auður, völd eða dugn- aður gagna ekkert; alt er undir ættinni komið. Nú sjáum við hinar frægu heilögu kýr ganga um götur borgarinnar. Enginn má not- færa sjer þær nje gera þeim neitt mein. Hjer og hvar eru konur er selja gras handa kún- um; trúaðir Indverjar kaupa! það og gefa kúnum. Allar búðir eru hjer „opnar“, þ. e. glugga- lausar, og koma kýrnar stund-1 um inn í grænmetisverzlanir og ’ gera sjer að góðu. Það telja Indverjar alveg sjerstakt gæfu- merki og láta þær éta alveg eins og þær vilja. Þó fólk deyi úr hungri, dettur engum í hug að slátra einni einustu af hin- um heilögu ,,kúm“. LÍKBRENSLUSTÖÐIN. Alt þetta sýndi bílstjórinn okkur á svipstundu og útskýrði á prýðilegri ensku, Ferðinni var r.ú heitið til „kirkjugarðs“ Hindúa, þar sem þeir brenna lik liðinna trúbræðra sinna. Til þess að sjá þetta, þarf sjerstakt leyf'i frá einum af þeirra æðstu mönn- um. Sat hann á borði úti í garði fyrir utan musteri eitt. Jeg bað hann um leyfi eins kurteislega og jeg gat, og fjekk það strax án borgunar. Ókum við nú til líkbrenslustöðvarinnar. Er hún eldgömul og afar einföld. Við dyrnar er mikið af timbri, og af því er vegið nákvæmlega jafn mikið handa fátækum og ríkum. Svo er hlaðinn viðarköstur og líkið lagt ofan á. Á 2 tímum brennur það til ösku, alt nema beinin. Þeim er síðan kastað í sjóinn. Syrgjendur hafa sjsr- stök sæti þar sem þeir sitja og horfa á líkin brenna, og biðja fyrir hinum framliðnu. — Rjett hjá er kirkjugarður, sem til- heyrir Múhameðstrúarmönnum, en þeir eru fjölda margir hjer, og fyrirlíta trúarbrögð Indverja sem reyndar eru miklu óæðri, full af hjátrú og stjettaskiftingu og — hjá hærri stjettunum — af miklum hroka. Enda hafa lærisveinar Múhameðs unnið margar miljónir Indverja og eru hættulegustu keppinautar krist- indómsins. Við ókum því næst meðfram Gandhi-ströndinni, en hún heit- ir svo vegna þess að þar hjelt hann fyrirlestra fyrir fjöldann. Eignaðist hann, eins og flest mikilmenni, marga vini og marga óvini af ö^lum stjettum. Rjett á eftir komum við að ljómandi fallegu musteri. Er það fremur lítið, en afar fallegt úr marmara, fílabeini, silfri og gulli. Það er opið á þrjá vegu: þakið hvílir á súlum. Fáum við að koma undir þakið, milli súln- anná og horfa inn, þar eru prestar er brenna reykelsi og indverskar hástjetta-konur á bæn. Ekki hef jeg sjeð neina kaþólska kirkju — svo að jeg nefni ekki evangeliska — er jafnast á við þetta musteri að skrauti. I „HLJÓÐA TURNINUM“. Svo er ferðinni heitið að FRAMH. Á BLS. 11.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.