Morgunblaðið - 28.05.1939, Page 10

Morgunblaðið - 28.05.1939, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. maí 1939. Við íslendingar heyrum oft talað um Nýfundnaland, bresku nýlenduna vestanhafs, l»ar sem íbúarnir hafa þorsk- veiðar að aðalatvinnuvegi eins og við, eiga við bág kjör að búa, og hafa um skeið átt við mikla fjárhagslega erfiðleika að stríða — eins og við. Sjerstaklega var tíðum minst á Nýfundnaland fyrir fimm ár um, þegar þjóðin var svift sjálfstjórn eða „ábyrgri stjórn“ eins og það var orðað, og stjórn landsins fengin „til bráða- birgða“ í hendur konunglegri, breskri stjórnarnefnd. Þá heyrð ust sumir Islendingar hafa orð á því, að sömu örlög biðu okk- ar Islendinga, og að Bretar myndu senda Mr. þennan eða hinn til þess að stjórna hjer og koma fjárreiðum okkar í skikkanlegt horf. Jeg þekki persónulega einn eða tvo menn, sem ljetu í ljós þá skoðun, að það væri e. t. v. heppilegast fyrir okkur, að Bret ar tæki landið okkar að sjer, og hjálpuðu okkur til að hag- nýta möguleika þess með hinu mikla fjármagni sínu. TVISVAR FORSÆTIS- RÁÐHERRA. Þessum mönnum mun vafa- laust þykja fróðlegt að heyra •dóm Sir Richard Squires um stjórn hinnar konunglegu bresku stjórnarnefndar í Ný- fundnalandi. Sir Richard hefir verið tvisvar forsætisráðherra þar. Nú lifir hann einmana lífi og kemur sjaldan opinberlega fram. „Við erum óbrotið fólk“, sagði hann við breskan blaða- mann Mr. Morley Richards, frá „Daily Express“ sem sendur var vestur um haf til þess að kynna sjer hag fólksins í þessari elstu nýlendu Breta. „Við höfum ekki vanist því lífi,'sem þið lifið í Englandi. En þið sendið hingað viðmótsþýða hálaunaða enska heiðursmenn, til þess að stjórna okkur — menn sem hugsa og starfa eftir reglum, sem okk- ;ur eru framandi“. „Við kærum okkur ekkert um skemtilegar veislur í stjórnar- ráðinu (Government House). Við viljum starfa. Þið eruð orðnir yfirdrottnar og hafið gert okkur að þrælum. Því lát- ið þið okkur hata ykkur?“ Eftir 5 ára stjórn Breta lega 300 þús. En auk þess er Labradorskaginn undir sömu stjórn og Nýfundnaland. Hann er 185 þús. ferkílómetrar. En þar búa aðeins 5 þús. manns. Það eru þannig til á norðurhveli jarðar strjálbýlli lönd en Is- land, jafnvel þótt sunnar sje. „STAÐREYNDIRNAR ÓLITAÐAR“. En hjer ræðir aðeins um Ný- fundnaland. Af 300 þús. íbúum landsins á helmingurinn við sult og seyru að búa. „Frá þessu hefir neðri mál- stofu breska þingsins ekki verið skýrt“, segir Morley Richards, „þótt Nýfundnalandsmönnum hafi verið lofað viðreisn árið 1933“. Hann skrifar þetta, eftir að hann var kominn heim til Eng- lands. „Jeg hefi meðferðis úr 7 vikna rannsóknarför minni Nýfundnalandi, staðreyndirnar ólitaðar. Á þessa leið er það sem 300 þús. hreinræktaðir Bretar draga fram líf sitt: Næstum fjórðungur þjóðar- innar, eða meir en 70 þús. manns, lifa á atvinnuleysis- síyrkjum, sem er 34 aura virði af fæði á dag, eða 17 aura virði fyrir börn undir 5 ára. Að minsta kosti 50 þús. manns hafa ekki nema lítið eitt hærri tekjur, en atvinnuleysis- styrkurinn er. Sjálf stjórnin við- urkennir, að þessi styrkur nægi ekki til þess að draga fram lífið. Margar konur og börn fara aldrei frá heimilum sínum á veturna. Þau eru næstum klæð- laus, og þora ekki að fara út, þegar hitinn er náælgt frost- marki. maður. Það er langt s'oan að hann hefir haft atvinnu. Lítill, þriggja ára drengur var altaf síhóstandi meðan jeg stóð við; annar 6 ára drengur sat niðurlútur á vafasama stólnum; sjö ára drengur sat á kassa og starði inn í brotna ar- ininn. Þeir voru hvorki í sokkum elsi og látin sitja þar með saka- mönnum á öllum aldri. Engin hjónaskilnaðarlög eru til í landinu. Engar bæja- eða sveitastjórn- ir eru í landinu, nema bæjar- ráðið í St. Johns, höfuðborg landsins. Þar til síðastliðið ár hafði aldrei farið fram berkla- skoðun í landinu. En skoðunin Þegar stjórnarsendinefndin tók við, var komið hýrri skiþun á alla embættismannastjórn. Kostnaður við stjórnina jókst um 6—700 þús. krónur, sam- kvæmt opinberum skýrslum, en um 2—3 milj. krónur skv. upp- lýsingum í skýrslu um hag sjávarútvegsins Nýfundnalandsmönnum þyk- í Nýfunðnalanði „Hneisa fyrir breska heimsveldið“ M Breska stjórnarnefndin hefir þó ekki leyfi til að setja nein meiriháttar lög eða ráða menn með hærri launum en kr. 2400, án þess að fá sjerstakt leyfi til þess frá samveldismálaráðu- neytinu í London. Aferðalagi sínu um Ný- fundnaland ræddi Mr. Morley Richards við mörg hundruð manns. Hann komst að því, að eymdin er svo mik- il meðal mikils þorra fólksins, að til skammar sje fyrir breska heimsveldið, eins og hann orðar það. Nýfundnaland, elsta ný- lenda Breta, var formlega helg- uð Elísabetu drotningu á 16. Öld; en fyrstur fann eyjuna John Cabot árið 1497. Eyjan er rúmlega 68 þús. fer- kílómetrar. íbúarnir eru tæp- CAINES FJÖLSKYLDAN. orley Richards nefnir dæmi: Á Carter hæð- inni búa 100 fjölskyldur, sem lifa á atvinnuleysisstyrk. Þeg- ar jeg gekk upp hæðina, næddi vindurinn gegnum merg og bein. Hitamælirinn sýndi 16 stig undir frostmarki. Upp að húsi frú Caines eru þrjú þrep, þ. e. a. s. hafa ver-í ið. Ennþá er einhver urmull eft- ir af þeim. En öruggar er að hlaupa yfir þau öll. Síðan er gengið upp þröng- an stiga og fyrir vitin leggur lyktina af fúnum viði, og nú er komið í íbúðarherbergið, 12 fet að flatarmáli; það er jafnframt eldhús, þvottaherbergi og kola- geymsla. Húsgögn eru íburðarlaus: stóll, sem jeg þorði ekki að tylla mjer á af ótta við, að hann þyldi ekki karlmannsþunga; borð, dragkista, eða það sem einu sinni gat nefnst því r.afni, brotinn arinn og nokkrir kassar. Frú Caines var klædd drusl- um, sem voru nældar saman og í skóm, sem voru gatslitnir. Hárið hjekk ógreitt niður um þreytulegt andlitið. I-Iún stundi og dró þungt andann. Hún var nýlega orðin þrítug. Maðurinn hennar, Herbert, er eyrarvinnu- nje skóm. Þeir voru í gauðrifn- im druslum. Jeg spurði þá hvað þeir hjetu. En þeir svör- uðu ekki. Frú Caines sagði: „Jeg get ekki sent þá í skóla með ekkert á fótunum. Litla drengnum líðn ur illa, herra. Jeg get ekkert gert. En þetta líður hjá, herra“. Það, sem atvinnuleysisstyrkja nefndin lætur Caines-fjöslkyld- unni í tje á hverri viku er þetta: 13 pund af mjöli til brauðgerð- ar; fimm dósir af niðursoðinni mjólk; hálfpund af te; 6—7 pund af sykri, 2 pund af smjör- líki; 3 pund af hörðu brauði, sem er einskonar kex; 3 pund af niðursoðnu kjöti; 13—14 pund af kartöflum; 2 pund af næpum; 3 pund gulrófur; 2 pund af grænum baunum; 2 pund af hálfbaunum; 1 pund af baunum; 2 sápustykki, 2 lítra af olíu; f jórðungspund af bökunarefni. Fjórðu eða sjöttu hverja ^iku fær fjölskyldan hálfa smálest af kolum. Gamla arininn verður að kynda dag og nótt til þess að halda hita í stofunni. Frú Caines hefir engan vatns- hana; vatnið verður að sækja út. Hún hefir engan ketil, held- ur lætur sjer nægja gamla blikkdós. Jeg stakk dollar í lófa henn- ar þegar jeg fór. Hún horfði á hann og fór að hágráta. Mörg dæmi, svipuð þessu nefnir Morley Richards. T ugir þúsunda manna búa á hrjóstrugum hömrum þar sem 150 km. eru til næsta lækn- is. Þegar koma þarf hinum dauðu í jörð, verður stundum að fara 15 km. yfir ís og veg- lausar heiðar. Skólaskylda er engin. Næst- um 10 þús. börn sækja enga skóla. Fjórir fimtu hlutar barnanna sem í skóla fara, fara þaðan þegar þau eru 12 ára. Kirkjurnar reka skólana en ekki ríkið, þótt ríkið leggi þeim til fje. En árangurinn er líka mjög misjafn. 1 fjörutíu skól- um eru aðeins 10 nemendur og þar undir, en í hundrað skóL um, sem hver hefir aðeins einn kennara, eru nemendurnir um og yfir fimtíu. Börn, sem eru orðin 10 ára eða þar yfir eru dæmd í fang- leiddi í Ijós að 20 þús. berkla- sjúklingar eru í landinu — þ. e. einn af hverjum fimtán íbúum. Aðeins eitt heilsuhæli er til og er verið að stækka það. K að er ekki að furða, þótt * lýsingar eins og þessar, sem birtar voru í víðlesnasta blaði Breta, hafi vakið at- hygli í Englandi. Fyrirspurnir voru bornar fram í breska þing- inu, og samveldismálaráðherr- ann, Sir Thomas Inskip reyndi í fyrstu að bera brigður á að upp- lýsingar Morley Richards væru rjettar. En Richards gat sannað mál sitt. Enda leið ekki á löngu þar til tveir stjórnarmeðlimir frá St. Johns, komu til London, til ráða gerða við Sir Thomas. Sjálfur hefir Sir Thomas síð- an orðið að viðurkenna ýmislegt af því sem Morley Richards hefir skýrt frá. ÞORSKVEIBARNAR. Morley Richards segir, að þorskveiðarnar, aðalatvinnuveg- ur nær helmings þjóðarinar, sje í stöðugri afturför bæði um verð og magn. Stjórnin hefir verið að reyna að blása nýju lífi í þær og hefir varið til þess í ár hálfri sjöttu miljón króna. En mikið af þessu fje rennur til fiskkaupmannanna, miklu minna til útgerðarmanna sjálfra. Og stjórnin hefir á sinni könnu nær 5 þús. smálestir af ó- seldum fiski. Tíu þúsund fiskimenn vantar öll veiðarfæri. Áður stunduðu 34 þús. manns þorskveiðar, nú aðeins 20 þús. Áður fyr þótti gott ef útvegs- maður hafði 13—1500 krónur í árstekjur. Nú þykist hann góð- ur, ef hann hefir 800—900. Ó- hætt er segja að fimm manns sjeu í hverri fiskimannafjöl- skyldu. Morley Richards heldur því fram að fyrsta skilyrðið til þess að hjálpa fiskimönnunum sje að gera þeim kleift að hæiía að framleiða saltfisk, og láta þá selja nýjan fisk. Hann segir að tveir markaðir bíði eftir nýja fiskinum frá þeim, Stóra-Bret- land og Bandaríkin. DÝRT STJÓRNARBÁKN. Verslun Nýfundnalands hef- ir minkað um a. m. k. 100 miljón krónur síðan 1931. ir þetta dýrt stjórnarbákn. ★ Til þess að ráða bót á á-> standinu, kemur Morley Ric- hards fram með 8 tillög- ur. Þar á meðal er tillaga um 500 miljón króna lán til þess að auka iðnað í landinu, bæta samgöngur, (enginn samfeldur vegur er til þvert um landið. Engir vegir hafa verið gerðir síðustu 5 árin, lengri en 60—70 km.) gera landið meir aðlað- andi fyrir ferðamenn o. s. frv. Bretar hafa hjálpað Nýfundna- landi um 60—70 miljónir krón- ur síðastliðin 5 ár. Richards kallar þetta að klýna bót á slit- ið fat, en ekki viðreisn. Hann leggur ennfremur til að Nýfundnaland fái sitt eigið þing, í fyrstu ráðgefandi, en markmiðið hljóti þó að vera að þeir taki stjórn landsins í sínar hendur. Þriðju tillöguna orðar hann svo: Nýlendan verður að hætta að framleiða þurkaðan saltfisk, ódýrustu fæðuna, sem seld er til fátækasta fólksins, og hefja sölu á nýjum fiski. Sölumenn verða að vera í öllum stórum löndum. Aðrar tillögur eru um hækk- un atvinnuleysisstyrksins, lög- leiðing skólaskyldu, rjettlátan tekjuskatt (aðeins 2.809 manns greiða tekjuskatt í landinu, af nær 300 þús. íbúum) meiri heilsuvernd, fleiri lækna o.s.frv. ★ Morley Richards gerir grein fyrir þessum tillögum sínum í 6 löngum blaðagreinum, sem jeg hefi notað sem heimild. Pjetur Ólafsson. nr. • Hvernig stendur á því, að 37 er aftur kominn í fyrstu röð. Jeg vil ekki hafa þann bjána þar. — Jeg get ekki staðið í annari röð, herra kapteinn, því að jeg hefi svo stórar fætur, að jeg rek þær í manninn, sem stendur fyrir framan mig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.