Alþýðublaðið - 27.06.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.06.1958, Blaðsíða 3
Föstudagur 27. júní 1958. Alþýðubla5i3 3 Alþgímblaöiö Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritst j órnarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson. Emilía Samúelsdóttir. 1 4 9 0 1 og 149 0 2. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. Shemmtistaður Reykvíhingci GUNNAR THORODDSEN borgarstjóri flut’ti ágæta ræðu á þjóðihátíðardaginn og ræddi þar meðal annars yndi og heilbrigði út.lífsins. Var það snjöll og tímabær hugvekja. Hitt er annað ir,ál, að hún snýr fyrst og fremst að bæjaryf- irvöldunum í Reykjavík. Þau hljóta að hafa forustu um það verkefni, sem borgarstjórinn telur hér réttilega miklu máli skipta. Reykjavík hefur á skömmu ársskeiði vaxið úr þorpi í borg. Viðhorfin eru nú gerbreytt frá því sem var í gamla daga. Þetta er fagurt ævintýri. Hins vegar hefur ýmislegt gleymzt í hraðanumi og kappinu. Svo er um aðstæðurnar til útilífs í höfuðíborginni. Þær hafa naumast verið fyrir hendi fyrr en Heiðmörk kom tii sögunnar, og enn bætir hún ekki úr börfinni nema að litlu ieyti, enda skógræktar- starfið aðialatriðið þar. Hér eru ekki garðar, baðstaðir eða önnur útiskemmtisvæði. Allt þetta hefu gleymzt í umstang- inu. En iborg á stæ-rð við Reykjavík getur ekki án þessa verið. Bæiaryfirvöldin íhlióta Iþvi að hefjast handa um úr- bætur í náinni framtíð, iog því fyrr því betra. Alþýðnblaðið viil í þessu sambanxli /mimia á tillögu eða hugmynd, sem það hefur áður komið á framfæri, Hún er sú, að Viðey sé gerð að skennntistað Reykvíkinga. Staðurinn er tilvalinn. Viðey liggur úti fyrir bæjardyr- um höfuðborgarinnar. Þar er fagurt og staðurinn frægur í Islandssögunni. Viðey á því skiiið iniklu meiii ræktar- semi en raun her vitni. Þangað myndu Reykvíkingar fjölmenna, ef aðstæður til útilífs og dægrastyttingar væru fyrir hendi. Og þetta ætti efcki að vera Reykjavík ofætlun. Höfuðborgin er iðulega stórtæk í útgjöldum. Og þá sæmár ekki að spara það, sem öll börn hennar þarfnast til veliiíðanar, gleði og hollustu. Vonandi ber ræða borgarstjóra á þjóðbátiíðardaginn þann árangur, að bæjaryfirvöldin láti þetta mál til sín taka í einhverri mynd. Loks skal minnzt á annað atriði: Reykjavíkurbær á að eiga frumkvæði að ’bví, að flóabátur isé. héðan í förum á sumrin. Níágrenni höfuðbograrinnar er í senn fagurt og t.lkomumikið. Og sjóferðir eru ein bezta hressing og skemmturi, sem hugsazt getur. — Margir Reykvíkingar myndu: veita sér þessa ánægju, ef hennar væri kostur, og hér er naumast uir.i kostnaðarsamt fyrirtæki að ræða. Flóa- bátar eru gerðir út frá öllum erlendum iborgum, sem eru svipað í sveit settar og Reykjavík. En íslenzka höfuðborg- m hefur orðið út undan í þessu efni af því að ráðamenn hennar láta sér ekki detta annað eins og þetta í hug. Þeir eru víst önnum kafnir við allt annað. GERÐIR hafa verið miklir fyrirframsamn:ngar um sölu sí'ldar í ár eins og frá var skýrt hér í blaðinu gær samkvæmt upplýsingumi Erlends Þorsteinssonar, formanns síldarút- vegsnefndar. Horfir vel urn afkomu þessa atvinnuvegar, ef afþ fæst. Hins vegar hefúr síldveiði brugðizt lhér við land undanfarin ár, og allt er í óvissu um, hvernig til tekst í sumar. Vissulega yrði það mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf okk- ar og efnahag, ef sumarsíldveiðin fyrir Norðurlandi heppnað ist vel. Enn treystum við því, að þessi duttlungafulli fiskur utan úr djúpinu leiti upp að ströndinni og gefi færi á sér. Jafnframit er leitazt við að framkvæma margvíslegar síldar- rannsóknir með það fyrir augum, að fræðimennskan leysi gátu síldarinnar. Þeirri starfsemi verður að halda áfram. En okkur er líka mikil þörf á að athuga alla möguleika um nýja tækni og nýjar aðferðir varðandi síldveiðarnar. I.því efni megum við ekki láta neins ófreistað. - Auglýsið í AlþýðublaSinu, -- ........... ' Nokkrir drengjanna úr lúðrasveitunum með hljóðfærj sín að ilHfÍvÍIIÍfit* • ■..rf'i'.f; ioknum „útihljómleikunum“ í Hveragerði. (Ljósm. —u.). Ðrengirnir fóru í .hljémleikaför' ausiur ffir ijall að loknu vetrarslðrfi. Karl Ó. RursóSfsson, hSjómsveitarstjóri segir frá starfsemi lúðrasveitanna LÚÐRASVEITIR barna- og unglingaskólanna í Reykja- vík fóru að loknu vetrarstarfi fyrra sunnudag í „hljómleika- för“ austur yfir fjall og léku á götum úti í Hveragerði, á Selfossi og á Eyrarbakka. Fjöldi fólks hlustaði á leik piltanna á öllum stöðunum og hafði ber- sýnilega mikla ánægju af koniu þeirra, enda var þeim vel fagn- að. Léku lúðrasveitirnar sam- eiginlega og stjórnuðu hljóm- sveitarstjórarnir til skiptis, þeir Karl O. Runólfsson og Paul Pampichler. Karil O. Runólfsson Blaðamaður frá Alþýðublað- inu var meðal ábeyranda og hitti að miáli Karl O. Runólfs- son, 'hljómsveitarstjóra og bað hann að segja lesendum í siór- um dráttum frá starfse.mi lúðra sveitanna. * 4f 1 ■ . MERKILEGA GÓÐUR ÁRANGUR — Ég get fuliyrt, að það hafi orðið merkilega góður árangur af starfsemi lúðrasveitarma. Þær hafa aðeins starfað í tæpa þrjá vetur og enginn drer.gj- anna kunni á hljóðfæri, þegar þeir hófu æfingar í byrjun. í lúðrasveitum barna- og ungl- ingaskólanna, eins og þær kall- ast fullu nafni, eru fjörutíu og fimm drengir úr öllum barna- skólum bæjarins. — Starfar önnur í vestur- bænum og hin í austurbæn- það er ekki rétt, drengirnir eru ekki valdir í þser eftir búsetu. I haust á að taka nýja drengi í lúðrasveitirnar og skiptast þeij* að vísu á milli sveitanna þann- ig að drengir úr Melaskóla, Mið- bæjarskóla og Austurbæjar- skóla verða í annarri, en dreng- ir úr Langholtsskóla, Laugar- nesskóla, Háagerðisskóla og Réttarholtsskóla verða í hinni, en skiptingin er ekki einhlít. Á ALDRINUM 13—14 ÁRA — Hve gamlir eru hljóm- sveitarmennirnir? — Þeir eru á aldrinum 13—14 ára, sá yngsti er 12 ára og einn er nýorðinn 15 ára. í haust verða ekki teknir aðrir en 10 ára drengir í lúðrasveit- . irnar nema sérstaklega standi á. 1 — Hvernig er kennslunni h'áttað? Piltarnir æfa sameiginlega í hvorri lúðrasveitinni fyrir sig tvisvar í viku og auk þessara sameiginlegu æfinga fá piltarn- ir aukakennslu, tvo einkatíma. á viku, auk þess einn söng- fræðitima, og læra þeir þá lest- ur nótna. Þeim ber auðvitað að koma á allar æfingar og mæta yfirleitt mjög vel, og eru áhuga samir. Mjög fáir haía helzt úr lestinni frá byrjun. — Leggur bærinn til hljóð- færi? — Reykjavíkurbær keypti hljóðfæri fyrir lúðrasveitirnar, og ég 'held að drengirnir fari mjög vel með þau og gæti þeirra vel. í sveitinni er leikið á flaut- ur, klarinett, trompet, althorn og tenorhorn auk bassabljóð- færa og sláttarhljóðfæra (tromma og hlemma). — Hverjir annast kennsluna? — Emst Normann kennir á flautu, Egill Jónsson og Vil- hjálmur Guðjónsson á klarinett og Jchannes Eggertssor, á blásturshlj óðfæri. FORELDRAR ÁNÆGÐJR — Flestir foreldrar eru mjög ánægðir með starfsemina og sjá ekki eftir þeim tíma bai'nanna, sem fer til tónlistarnámsins. Þó féllu einn eða tveir úr skaftinu í byrjun að því er virtist af þelrri ástæðu, að foreidrarhir þoldu ekki hávaðann við æfing- arnar heima. En þetta var und- antekning. Mér virðist sem for- eldrar barnanna séoi mjög á- nægðir með þetta starf barn- anna og hvetji þau. Það sézt á áhuga strákanna. — Hve oft leikið þið op;n- berlega? — Lúðrasveitirnar leika í skólunum, á jólatrésskemmtun- um, í barnaguðþjónustum og í barnatíma útvarpsins. Auk þess hafa þser alltaf leikið úti á sumardaginn fyrsta og saut- jánda júní. Um morguninn 17. júní fara drenglrnir suður til Bessastaða og leika fyrir for- setahjónin. Þetta er orðin venja. Paul Pampichlea* — í fyrravor fórum við upp á Akranes og lékum fyrir bæjar búa. Nú komum við til Hvera- gerðis, Selfoss og Eyrarbakka og drengjunum er alls staðar forkunnar vel tekið. Undirtekt- irnar sýna, að almenningur er mjög hliðhollur þessari starf- semi, — u. um? — Þær voru fyrst kenndar við austur- og vesturbæiun, en — Hvernig er afstaða eldranna til þessa náms? for-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.