Alþýðublaðið - 27.06.1958, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 27.06.1958, Blaðsíða 11
Föstudagur 27. júní 1958. AlþýðublaSið 11 í DAG er föstudagurinn, 21. júní 1958. Slysavarðsíofa Reykjavteur í Heilsuverndarstöoinni er opin allan sólarhringinn. Lasknavörð ur LR (fyrir vitjanir) er á sarna stað frá kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörð'ur er í Vesturbæj- ar apóteki, sími22290. Lyfjabúð in Iðunn, Reykjavíkur apótek, Laugavegs apótek og Ingólfs apótek fylgja öll lokunartíma Bölubúða. Garðs apótek og Holts apótek, Apótek Austurbæjar og Vesturbæjar apótek eru opin til kl. 7 daglega nema á laugardög- um til kl. 4. Holts apótek og Garðs apótek (’ru opin á sunnu dögum milli kl. 1 og 4. HafnárfjarSar apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laug- ardaga kl. 9—16 og 19—21. Helgidaga kl. 13—16 og 19—21. Næíurlæknir er Ólafur Eip- arsson. Hópavogs apötek, Alfhólsvegi 9, er opið daglega kl. 9—20, nema iaugardaga kl. 9’—16 og helgidaga kl. 13-16. Sími 23100. FLTJ GF.ERÐIR Flugfólag' ísiands h.f.: Millilandaflug: Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafn- ar kl. 08.00 í dag. Væntanlegur aftur til Reykjavíkur kl. 22.45 í kvöld. Flugvélin fer til Glas- gow og Káupmanriahafnar kl, 08.00 í fyrramálið. Gullfaxi er væntanlegur til Reykjavíkur kl. 21.00 í kvöld frá London. Flug- vélin fer-til Oslo, Kaupmanna- hafnar og Hamborgar kl. 10.00 í fyrramálið. — Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar (3 ferðir), EgilsstaSa, Fagurhólsmýrar, Flateyrar, •— Hólmavikur, Kirkjubæjarklaust urs, Vestmannaeyja (2 ferðir), og Þingeyrar. — Á morgun er áætlað að fijúga til Akureyrar (3 ferðir), Blönduóss, Egilsstaða, ísafjarðar, Sauðárkróks, Skóga- sands, Vestmannaeyja (2 ferðir), og Þórshafnar. Loftleiðir h.f.: Edda er væntanleg kl. 08 15 frá New York. Fer ki. 09.45 til Glasgow og Stafangurs. Saga er væntanleg kl. 19.00 frá Hamborg Kaupmannahöfn og Gautaborg. Fer kl. 20.30 til New York. — Leiguflugvél Loftleiða er væ-nt- anleg frá New York kl. 10.15. Fer kl. 11.45 til Gautaborgar, Kaupmannahafnar og Hamborg- ar. •—o—• SKIPAFRÉTTIR SkipaútgerS ríkisins: Hekla er í Gautaborg á leið til Kristiansand. Esja er í Rvk. Iierðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið er á Vest Ijörðum á suðurleið. Þyrill er í Reýkjavík. EimskipaSélag; íslands h.f.: Ðettifoss fór frá Kaupmanna- höfn 25.6. til Reykjavíkur. — Fjallfoss kom til Hamborgar 26. 6., fer þaðan til Rotterdam, — Antwerpen, Hull og Reykjavík. Goðafoss fór frá Reykjavík 19. 6. til New York. Gullfoss kom til Reykjavíkur 26.6. frá Leith og Kaupmannahöfn. Lagarfoss fór frá Reykjavík 21.6. til Ham- borgar, Wismar, Warnemunde, Áíaborgar og Hamborgar, Reykjafoss fór frá Hull 25.6. til Reykjavíkur, Tröllafoss fer væntanlega frá New York 26.6. til Reykjavíkur. Tungufoss fór frá Thorshavn 24.6. til Rotter- dam, Gdynia og Hamborgar. • Skipadeild S.Í.S.i Hvassafell er í Reykjavík. — Arnarfell er væntanlegt tií Len- ingrad í dag. Jökulfell iosar á Húnaflóahöfnum. Dísarfell er væntanlegt til Antwerpen á morgun. Litlafell er í Reykja- vík. Heigafell er væntaniegt til Reykjavíkur á morgun. Hamra- fell er í Reykjavik. Vindieat los ar á Breiðafjarðarhöfnum. iiarry CaPntichaeh ta 3s EIÐSLá f gervihnötfum. Bandaríkjahier hyggst senda í loft upp 3.6 metra stóran hnöttóttan loftbelg með „rann- sóknargervihnetti", sem nú á að fara að smíða. Lokið er smíði loftbelgsins, og ter hann langtum stærri en nokkurt gervitungl, sem smíðað hefur verið í Bandaríkjunum og þar af leiðandi sjáanlegur í meiri hæð. Loftbe'lgurinn var smíðaður hjá U.S. National Advisory Committee for Aeronautics og er gert ráð fyrir, að hann verði sjáanlegur með berum augum í dögun og við sólsetur í allt að 1.280 km. hæð og í 2,560 km. hæð við sérstaklega góð veðurskilyrði. Þetta er plastbe'lgur, húðað- ur með alúminíum, og er hann þannig útbúinn, að hann gefur nákvæmar uppiýsingar um þykkt lofísins, sem hann fer í gegnum á hraðri ferð sinni um hverfis hnöttinn Fyrst í stað er loftbelgurinn óútblásinn og fylgist með gervi hnettinum á braut hans með sama hraða og í sömu hæð, en síðan skilst hann við hann og þenst út af gasi, sem kem- ur úr sérstokum klefa. Framhald af 12. jiSu. ur um Ásbyrgá, Herðubreiðar- lindir, Námskarð Sprengisand, Jökuldal, Fiskivötn og Land- mannalaugar. Eins og fyrr grein ir verður Guðmundur Jónasson einnig bílstjóri í þessari ferð. Allar nánari upplýsingar gef- ur Ferðaskrifstofa ríkisins, — Reykjavík. hann sleppti orðinu, að hann skyldi vera að skipta sér af því sem honum kom ekki við . . . en væri eitt hvað einþenni legt við þessa tösku, þá var hon um það ekki óviðkomandi, Fargæzlumaðurinn ^var lot- inn í herðum og búlduleitur og dökk ioðna á handabökum hans. Hann leit kæruleysislega inn um dyragættina og starði á Quinn, seinlega og spyrjandi, gráum augunum: „Og hvað um það, herra minn?“ spurði hann. „Mér þykir þetta aðeins . . . kynlegt“. „Að hvaða leyti, herra minn?“ „Já, eins og ég minntist á þá hefur hann verið á burtu úr klefanum síðan skömmu eftir að við lögðum af stað frá Pet- erborough . . . hann leit ekk- ert laslega út, en það er ekki að vita nema hann hafi skyndi lega orðið miður sín“. „Er þetta allt og sumt, herra minn?“ Svipur fargæzlumanns ins var óbreyttur með öllu, en hann steig engu að síður inn fyrir þröskuldinn og stakk digr um farmiðapungnum í vasann á einkennisfrakka sínum. Greip um eyrnasnepil sér með þumal- og vísifingri, virti Quinn fyrir sér, gaumgæfilega en án hnýsni og það var eins og hann áttaði sig bersýnilega ekki á þessu. Svo varð hönum litið upp á farangursgrindina, hann setti stút á varirnar og strauk vangana, tautaði: „Hann get- ur svo sem hafa rekist á ein- hvern sem hann þekkti í hin- um klefunum . . . og fyrst hann virtist ekki neitt lotleg- ur þegar hann fór . . . tókuð þér annars eiftir þvií til hvorrar handar hann hélt þegar fram á ganginn kom?“ „Til hægri“, svaraði Quinn. „Ég hef ekki minnstu löngun til að gera uppsteit að ástæðu íausu en mér virtist hann vera eitthvað órólegur og utan við sig. Vitanlega getur hann hafa rekizt á einhvern sem hann þekkti á leiðinni aftur í snyrti klefann, en mér virtist hann ekki í skapi til að gerast skraf hreifinn. Þér vitið hvernig maður getur á stundum fundið slíkt á sér iafnvel þó'tt bláó- kunnugur maður eigi hlut að máli“. „Ég skil“, varð fargæzlu- manninum að orði. Hann lasaði um hálslínið og rak upp hósta- kjöltur. „Hitt veit ég að leið- in, sem þér segið að hann hafi farið, liggur ekki til snyrtiklef ans. Og þetta er síðasti vagn- inn { lestinni svo hann hefur ekki getað farið annað en inn í varðstjóraldefann, hafi hann haldið iþá leið ,sem þér segið . . . þér eruð viss um að hann hafi ekki snúið við?“ Og nú var sem einhver grunur vakn- aði með honum. „Ég sat þarna allan tímann þangað til fyrir svo sem tveim ntínútum síðan, er ég skipti um sæti“, svaraði Quinn. „Ég hlyti því að ha.fa séð til ferða hans, hjefði hann snúið við! haldið þér það ekki . . . “ „Og þér hafið ekki séð neitt til ferða hans“. Quinn hafði nú ekki lengur áhyggjur . af splunkunýju ferðatöskunni uppi á farangursgrindinni, En hann var orðinn þessum ná- unga í vaðmálsfrakkanum sár gramur, sömuleiðis fargæzlu- manrj’fnum, Ohapman nokkr- um ritstj óra og_ sjálfum sér. Fyrst og fremst sjálfum sér. Og þegar hann tók enn til máls var röddin nokkru háværari og hrjúfari en hann ætlaðist til. „Að því er ég fæ bezt séð er ekki nein ástæða til þess að þér séuð að brjóta heilann meira um þetta. En ég heiti því að láta mér þetta að kenn ingu verða og halda mér sam an næst. Það lítur út fyrir að maður megi. ekki lóta orð falla 1 gáleysi án þess að eiga á hættu að véra dreginn fyrir lög og dóm“. „Það dregur yður enginn fyrir lög og dóm, og þér hafið enga ástæðu til neinnar skap- vonzku“. Fargæzlumaðurinn yppti öxlum. „Það voruð þér sjálfir sem vöktuð móls á þessu og mig fýsti aðeins að vita hvernig í öllu lægi . . . Hvern ig var þessi náungi í hátt?“ „Hann var í vaðmálsfrakka með brúnan, barðabreiðan hatt, ljóshærður. í gráum bux- um með brúna skó . . . já, og hann helt á gámalli skjala- tösku með fangamarki R. B. að mér sýndist“. „Einmitt, — það eru fæstir svona athugulir. Það skortir ekkert á fullkomna lögreglu- skýrslu nema augnalitinn.“ Það var ekki gott að vita hvað varð að hann er ekki enn kominn til baka. Hve langt verður þang'að til við ökum inn á stöðina?“ „Sex eða sjö mínútur“. Lest in skrölti yfir teinaskiptingar og stöðvarljósin sáust frim undan.' „Það er réttast að ’ég svipist um eftir honum . . . •hann verður að fara að harzka sér ef hann á ekki að lenda í þvögunni þegar farþegamir ryðjast út . . . “ Qg það var hálfgert nöldurhljóð í röddinni þegar hann bætti við. „Viljið þér hafa auga með töskunni þangað til ég kem aftar?’ Ég skal vera eins fljótur og ég get“. Hann gekk aftur á bak út úr klefanum á meðan hann lauksetningunni eins og hon- um væri mjög £ mun að virða Quinn sem lengst fyrir sér og festa útlit hans sér í minni;— gisið hár, holdskarpt andlit, blettóttur og subbulegur yfir frakki, brækurnar krypplaðar eins og sofið hefði verið í þeim. Og þegar hann hafði fest aug un sem snöggvast á trosnað hálslín hans og óstrokið bindi hvarf hann loks út á ganginn. Hann hélt aftur ganginn, leit inn í hvern klefa vagnsins og Quinn, sem stóð í dyrunum á ' sínum klefa, fylgdist með ferð um hans. Loks sneri hann aft- ur, það var undrun og spurn x svip hans þegar hann gekk fram hjá Quinn en hvomgur sagði neitt. Hann opnaði dyrn ar að snyrtiklefanum og gægð ist inn. Þegar hann kom aftur leit Quinn á hann og spurði: „Einskis vísari?“ „Nei. Hann er hvergí í þéss um vagni. Yður hlýtur að rang minna. Ég er viss ira að hatm hefur haldið hina leiðina og á- fram inn ganginn í næsta vagni. Og þar hefur hann serini lega rekizt á einhvern kunn- ingja. Ef við kynnum að fara á mis þá biðjið þér hanh að doka við þangað til ég kem áft ur. Mig langar til að komast til botns í þessu . . . sennilega er þetta ekkert nema tímasóún en ekki er það neinum að meini . . . “ Lötinn £ herðum labbaði hann sig yfir á gangihn í næsta vagni fyrir framan. Quinn missti sjónar á honum, hélt inn £ klefann og tók sér gæzlumaðurinn meinti með sæti aftur og horfði á splunku- glettnisbrösi sínu. „Þér hafið þó ekki. . . “ „Jú“. svaraði Quinn. „Það vill svo til. Hann var móeyg- ur. Dökkmóeýgur. Og ef til vill l veitið þér því sjálfur athygli nýja ferðatöskuna uppl á fár- a'ngursgrindinni. Nú hægði lestin ferðina og drattaðist þunglamalega áfram á milli ljósaraðanna að stöð- inni. Ljós skinu úr húsaglugg- HH ■ B ■ ■ B " ■ ■ * ■ LEIGUBÍLAR Bifrfciðastöð Steindóra | Sími 1-15-80 Bifreiðastöð Reykjavíkui I Sími 1-17-20 FILIPPUS OG GAMLI TURNSNN Aumingja Filippus leið síður en svo vel. Hann s:á hóp vopn- aðra hermanna koma út úr kast. alanmn, Þeir gengu eftir bakka .u'ortri ^íffh^a-urur-LirW^^'l íý í| , ’ / ÉTc?rw G3r-'-ZD £-4 ‘'Á Jrí \, C-5- I i • '% ’ virkisgrafarinnar Og stefndu beint í áttina til hans. „Þeir hafa heyrt hávaðann“, hugs- aði hann með sér og skalf af kulda og hræðslu. „Ég kemst ekki undan í þetta skipti, og þó,“ bætti hann við og kom auga á sef skammt undan. Þar ákvað hann að fela sig . ..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.