Morgunblaðið - 04.12.1943, Side 1

Morgunblaðið - 04.12.1943, Side 1
30. árgangur 275. tbl. —'Laugardagur 4. desember 1943. Isafoldarprentsmiðja h.f. Fimm stórárásir á Berlín á 14 dögum RIJSSAR NALCAST ÞRJA MIKILVÆCA BÆI ■ •1 " ■"" -■ - — - % Innrásarfloti í höfn Myndin sýnir flota Bandaríkjamanna einhversstaðar á Kyrrahafi. líefir floti þessi safnast saman, til þess að gera innrás á einhverja af eyjum Japana. Eru í honum hæði her- skip og flutningaskiþ. Áttundi herinn kom- inn uð Sun Vito Öflugt áhlaup Þfóðverja við Cherkassi London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun- • blaðsins frá Reuter. RÚSSNESKIR HERIR SÆKJA nú að þrem mikilvæg- um bæjum, Rogachev og Slobin í Hvíta-Rússlandi og Snamenka, járnbrautarstöð í Dnjeperbugðunni. — Eru Rússar komnir mjög nálægt öllum þessum bæjum, en þar sem Rússar hafa brúarsporð yfir Dnjeper við Cherkassi, hafa Þjóðverjar hafið öfluga gagnsókn gegn hinum rúss- nesku herjum og beita fjölda skriðdreka. Eru nú háðar stórorustur á þessum slóðum. Harðar loftorust ur yfir borginni London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins — frá Reuter. MIKILL FLOTI breskra Lan- caster- og Halifax-sprengju- flugvjela gerði fimtu stórárás- ina á Berlín á einum hálfum mánuði, í nótt sem leið, og var varpað niður svifblysum víðs- vegar umhverfis borgina, til þess að orustuflugvjelarnar sæju betur til að ráðast gegn bresku flugvjelunum. Urðu margar og grimmilegar loftor- ustur, en er inn yfir borgina kom, tók við geysileg loftvarna skothríð og ótal leitarljós voru í notkun. Sumsstaðar voru ský yfir borginni, og urðu flugmennirn ir að varpa sprengjygum niður um skýin sumsstaðar. Eldar miklir sáust koma upp víðs- vegaí í borginni, en sprengjum var aðallega varpað á önnur svæði en í fyrri árásunum. Flugvjelatjón Breta hefir sjaldan verið meira í einstakri árásarferð, þar sem 41 sprengju flugvjel kom ekki aftur. Frégnir frá hlutlausum lönd um segja, að vatnslaust, gas- laust og rafmagnslaust hafi ver ið í Berlín í dag, og engin blöð hafi komið þar út. Himmler innanríkisráðherra hefir gefið út tilskipan um það, að slökkvilið þýskra borga skuli eflt að miklum mun. Ifölsk herskip á Kyrrahafi FREGNIR herfna, að Bado- gliostjórnin hafi nýlega gert uppskátt, að ítölsk herskip væri komin til Kyrrahafsins. — Er tálið líklegast, að skip þessi hafi farið um Suezskurðinn og Ind- landshaf til Kyrrahafsins, og má vera að Bretar noti þau til baráttunnar gegn Japönum á Bengalsflóa. Gæti svo farið, ef nokkuð er um munaði af ítölsk- um eða frönskum herskipum kæmi austur, að Bretar gætu rekið Jápana frá Andamaneyj- um og lokað aðflutningaleiðum Japana til Burma á sjó. LONDON í GÆRKVÖLDI —: Breska flotamálaráðuneytið tiikynnir í kvöld, að einn af tundurspillum Breta hafi farist af völdum óvinanna. — Skipið var 1350 smálestir. —Reuter. London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÁTTUNDI herinn mun rni vera kominn í úthverfi borg- arinnar San Vito, en hún, stendur á strönd Adríahafs- ins um 12 km. fyrir norðan Sangro-ána. Ilefir sóknin ver- ið erfið og höfðu Þjóðverjar á einum stað sprengt djúpt gil»f veginn og tafði það mjög fyrr skriðdrekum Breta. Þeg- ar þeir voru komnir yfir, gerðu Þjóðverjar svo gagn- áhlaup._en því var hrundið og' sókniuni haldið áfram. Lengra inn í landi hafa Þjóðverjar að egin sögn, yfir gefið bæinn Lucano, en hann var æði vel víggirtur. Um bæinn Castel Di Frontano var barist grimmilega* í návígi í sólarhring, en hann er nú í hönduni áttunda hersins. —< Álitið er að Þjóðverjar s.jeu að fá liðsauka á vígstöðvarn- ar. . Fimti herinn hefir gert: nokkur áhlaup og orðið noklc uð ágengt, en yfir vígstöðv- um hans er flugherinn sífelt á sveimi og' gerir miklar á- rásir á stöðvar Þjóðverja gegn þeim. Einnig rjeðust Libera- torflugvjelar á borgina Bolza- no á Norður-ltalíu. Reuterfregn seint í gær- kveldi segir þá fregu eftir heimililum frá Viehy, að Þjóð- vcrjar hafi tekið hæinn Lancai no aftur með gagnáhlaupi. Frakkland úr tölu stórvelda! London í gærkveldi. í RÆÐU, sem Smuts mar- skálkur flutti fyrir skömmu, kom fram það álit hans, að Frakkland yrði ekki í tölu stór velda gftir styrjöldina.,— Hafa þessi ummæli marskálksins vakið hina mestu athygli víðs- vegar um heim. I ræðunni tal- aði Smuts aðallega um heim þann, sem verða myndi eftir styrjöldina. — Reuter. Frakkar reiðir Smuls Algiers í gærkveldi. Einkaskeyti til MbL frá Reuter Eftir John Talbot. ERANSKA þjóðfrelsisnefnd in gaf í kvöld út opinbera j yfirlýsingu, varðandi ummælii Smuts marskálks um Frakk- land í ræðu hans nýlega. Er yfirlýsingin á þessa lund: „Það græðir enginn á því, að, fara að deila við Srnuts, en léiðtogar Frakka eru honum algerlega ósammála, er hann segir að úti sje um Frakk- land sem stórveldL Frakkland, er nú að sýna með verkum. sínum, a-ð það er enn stór- Framh. á 2. siðu. RáÖsfafnunni í Teheran lokið |ondon í gærkvöldi. ÚTVARPIÐ í Moskva sagði seint í kvöld, að Stalin hefði setið á ráðstefnu með Churc- hill og Roosevelt í Teheran, höfuðborg Persíu nokkra und- anfarna daga, og væri ráð- stefnunni nú lokið. — Enn- fremur var sagt, að á ráðstefn- unni hefði verið rætt um styrj- öldina gegn Þjóðverjum, og einnig um ýms stjórnmálaleg og viðskiftaleg efni. Allir þjóðhöfðingjarnir höfðu ýmsa af ráðgjöfum sínum með sjer á ráðstefnunni. Tilkynning verður gefin út um hana síðar. —Reuter. Samsæri gegn Roosevell London í gærkvöldi. FREGNIR frá Washington herma að leyeilögregla Banda- ríkjanna hafi ljóstað upp um samsæri til þess að ráða Roose- velt forseta af dögum. — Var höfuðpaur þessa samsæris frá Michigan^ og hefir hann verið sendur á geðveikrahæli til rann sóknar, þar sem líkur benda til þess, að hann sje ekki með öll- um mjalla. —Reuter Fríkirkjan verður fluft SAMKVÆMT skipulagsupp- drætti bæjarins verður að flytja Fríkirkjuna þaðan, sem hún nú ér. Stjórn Fríkirkju- safnaðarins hefir sent bæjar- ráði brjef, þar sem farið er fram á að kirkjan verði flutt á lóð, sem er þar rjett hjá, sem hún er nú, og ennfremur, að það verði gert söfnuðinum að kostnaðarlausu. Herir Rússa, sem sækja fram í suðvestur frá Krem- enchug eru að sögn rúss- nesku herstjórnarinnar, komnir alllangt frá stöðvum þeim, er þeir höfðu í gær, en fregnritarar segja, að hægt sje nú fyrir Rússa að skjóta á járnbrautarstöðina Snamenka. Norður í Hvíta-Rússlandi hafa Rússar nú því nær af- numið Gomelbugðuna svo- kölluðu, og sækja að Slobin úr austri og norðaustri. Eru þeir um 15—2 kílómetra frá bænum, en um 14 km. frá Rogachev, sem stendur þar nokkru norðar, á vestur- bökkum Dnjeperfljótsins. — Hafa Rússar tekið ýmsa smá bæi og þorp á þessum slóð- um. Við Cherkassi. Rússar segjast nú eiga í hörðum varnarbardögum við brúarsporð sinn við Cherkassi, nokkru fyrir norðan Kremenchug og telja að Þjóðverjar beiti þar allmörgum skriðdrekaher- fylkjum til áhlaupa. Segjast Rússar enn hafa getað hrundið áhlaupum þessum, þótt þau sjeu mjög hörð. Svo virðist, sem bardagar liggi nú að mestu leyti niðri fyrir vestan Kiev, og ekki er heldur getið um neinar meiri háttar viðureignir á Krímskaganum. I Dnjeperbugðunni hefir aftur brugðið'til frosta og er því auðveldara um hernað. Spellvirki í Kaup- mannahöfn London í gærkvöldi. STOKKHÓLMSFREGNIR herma í kvöld, að vjelsmiðja ein í Kaupmannahöfn hafi seinni partinn í dag verið sprengd í loft upp. Ónýttist hún algerlega. — Einnig var kveikt í á nokkrum stöðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.