Morgunblaðið - 06.02.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.02.1944, Blaðsíða 2
MOEGUNBLASIB Sunnudagur 6. febrúar 1944 Skipið siglir éfram I JUNI 1930 var jeg farþegi á „Ólafi helga" frá Osló til Reykjavíkur, samferða hinum norrænu gestum, sem sóttu Aiþingishátíðina. Eitt kvöld -var efnt til skemtunar uppi á þiljum. Þar sagði Nordahl Grieg fram kvœði sitt „Vatn", sem Magnús Ásgeirsson hefir seinna þýtt á íslensku. Þetta kvæði var mjer ókunnugt, því að jeg hafði þá ekki lesið kvæðabók- ina „Noregur í hjörtum vor- um", og jeg hefi sjaldan orðið gagnteknari af neinu, sem jeg hefi hlustað á, enda fór allt saman, fegurð kvæðisins, glæsi legur flutningur og heillandi bragurinn á persónu skáldsins. Mjer iannst jeg þekkja mann- inn, en kom því ekki fyrir mig, hvar nje hvenær jeg hefði sjeð hann, Þegar við síðan tókum tal saman, sagði Nordahl Grieg mjer, að við hefðum verið á sama gistihúsi í Osló haustið 1925, sig hefði langað mikið til þess að kynnast þessum íslend- ingi, en ekki haft uppburði til þess að heilsa mjer að fyrra ^bragði. Mjer hefir síðan alltaf verið eftirsjón að þessu glataða tækifæri, því að hver stund, sem jeg hefi verið með Nordahl Grieg, er mjer dýrmæt end- urminning. Þegar mjer barst harma- fregnin um lát hans, varð mjer sjerstaklega hugsað til þess, er jeg sá hann í fyrsta sinn og mynd þessa óvenjulega ung- lings festist í huga mjer — án þess að jeg vissi, hver hann væri. Og mjer varð hugsað til bókarinnar, sem hann þá hafði samið, liðlega tvítugur, og orð- ið víðkunnuR maður fyrir: Skibet gar vidcre. Þessi skáld- saga var reist á endurminn- ingum frá siglingum þéim um fjarlæg höf, sem hann hafði far ið í eftir stúdentspróf sitt, og lýsir hinum dapurlegu örlögum sjómanna, sem verða eftir í ó- kunnum hafnarbæjum, — en -skip þeirra siglir áfram. í þess- ari bók kom þegar fram annar aðalþátturinn í viðhorfi hans til, lífsins: umhyggjan fyrir þeim, sem bágt eiga. í Noregi kvað það oft við, að Nordahl væri eftirlætisbarn, allir héfðu dálæti á honum, hætt væri við að það skemdi hann o. s. frv. En hann veiklaðist ekki á þeim •dúnsvæflum. Hann barðist svo fyrir rjettindum hinna af- skiptu, kom svo hart við kaun þeirra, sem fórnuðu lífi annara vegna hagsmuna sinna, t. d. í leikritinu Vár ære og vár magt, að hann kafnaði ekki í «intóm- um vinsældum. Efalaust hafa yerið til þeir „Sannir Norð- menn" í Noregi, sem töldu hann um skeið „ættjarðarlausan", „útiaga úr þjóðfjelaginu" o. s. írv. fyrir stjórnmálaskoðanir hans. En ástin á Noregi, þeirri þjóð, sem hann deildi á og vildi bæta, var annar meginþáttur- ánn í lífi hans, og þegar ætt- jörðin var í háska, var enginn fúsari að leggja allt í sölurn- ar fyrir hana. Honum var ekki nóg að yrkja ný kvæði, sem eru meðal björtustu geisla, sem skinið hafa úr skuggaskýjum styrjaldarinnar, sólargeislar fyrir þjáða landa hans, elding- ar gegn fjandmönnunum. — Hann vildi taka þátt i öllu, hætta öllu. Hann gerði það langt fram yfir það, sem land- ar hans hefðu viljað leyfa hon- um. Nú hefir hann fórnað lífi sínu. Noregur er einu besta skáldi sínu fátækari. Noregur er ódauðlegri þjóðhetju ríkari, líkt og Danmörk varð við dauða Kai Munks. Skipið siglir áfram. Norð- menn halda uppi baráttunni, þjóðin heima í heljarklóm nas- ista, sjómennirnir hvarvetna þar um höf, sem háskinn er mestur, norski herinn á láði og legi og í lofti, gunnreifur og hugdjarfur. Nordahl Grieg hef ir að vísu orðið eftir af skip- inu. Hann bar sjálfur líkama sinn á bálköst í höfuðvígi fjand mannanna. Andi hans ljómar ekki framar i nýjum kvæðum. En kvæði hans, nafn hans, sag- an um líf hans, starf og dauða hafa ekki orðið af skipinu. — Minningin um það alt er gunn- fáni sem blaktir yfir hverju norsku fleyi og yfir langskipi hinnar norsku þjóðar, gegnum brim og boða, í höfn frelsis og endurreisnar. Hún verður líka gunnfáni í baráttu nýrrar ald- ar fyrir rjettlæti og jöfnuði í þjóðfjelagi Norðmanna. Síðasta sinn, er jeg sá Nor- dahl Grieg, voru þau bæði stödd hjer á íslandi, leikkonan frú Gerd Grieg og kapteinninn, harðnaður og veðurbitinn, en samt jafnljúfur og heillandi í fasi sem jafnan áður. Sjaldan hefi jeg sjeð þróttinn og yndis- þokkann fagurlegar tengd en þar sem þau hjón voru saman. Og eins og Nordahl va-rðveitti míldína í styrkleika sínum, veit jeg, að sálarþrek frú Gerd Grieg bak við hinn mjúka og töfrandi þokka hennar geri henni unnt að lifa af þann harm, sem hún hefur beðið. Hún grætur góðan dreng, sem var trúr sjálfum sjer allt til dauoans. Sigurður Norda!. Olíuleiðslur Framh. af bls. 1. nokkura olíufjelaga um þetta mál, en fjelögin eru þessi: Ara- bian-american oil company, California og Texas oil. Ickes sagði að hlunnindi hefðu verið fengin frá stjórn Saudi Aara- biu. Blöð í Bandaríkjunum hafa þegar ráðist að Ickes fyrir þess- ar ráðstafanir, og saka þau hann að hafa gert leynisamn- inga við olíufjelög í Bandaríkj- unum til þess að vernda leiðsl- ur þessar. Ickes er forseti olíu- fjelagsins Petroleum Reserve Corporation. Þá segja blöðin, að ríkið muni verða að borga brús- ann við leiðslurnar, en olíufje- lögin raki svo til sín miljóna. ágóða. Bjarnalaug, Akranesi. Áheit frá Magnúsí Guðmundssyni, 500 krónur. — Kærar þakkir. Axel Sveinbjörnsson. Síðasta grein Ravmond Clappers Hjer á eftir fer síðasta grein in, sem Raymond Clapper rit- aði: Nýju Guiníu með innrásar- pramma frá Nýja Bretlandi: — Jeg komst hingað með orustu- flugvjel, eftir aðeins 20 mín- útna flug frá Nýja Bretlandi. Hjer er fremsti flugvöllur okk- ar til bækistöðva Japana, sem eru á báðar hliðar, er aðeins 20 mínútna flug. Orustuflugvjelabækistöðin, sem hjer er og hefir verið síð- an 4. des., hefir aðeins orðið fyrir fjórum loftárásum. Jeg hefi verið í skotfæri japanskra orustuflugvjela og sprengju- flugvjela, en þó loftvarnamerki hafi verið gefin, hefir engum sprengjum verið varpað niður til okkar. Japanir eru nú auðsjáanlega komnir í varnarstöðu í lofti eins og Þjóðverjar, og framleiða nú meira af orustuflugvjelum en sprengjuflugvjelum. Að minsta kosti nota þeir lítið sprengjuflugvjelar á þessu svæði. Skýrslur þessarar flug- sveitar fimta flughersins eru eftirtektarverðar. Á mánaðar- tíma hefir hún skotið niður 107 japanskar flugvjelar, en mist aðeins tvær. Það er ótrú- legt. Síðan þessi flugsveit kom til' nýju Guiníu í júlí, hef- ir hún skotið niður 164 jap- anskar flugvjelar og mist að- eins 4. Nú er ekki vel ljóst, af hverju þessi mismunur stafar. Japanskar flugvjelar láta bet- ur að stjórn en okkar flugvjel- ar, en flugvjelatækni vor er sniðin þannig, að bygging flugvjela vorra, sem er betri, kemur að fullum notum. Thunderbolt-flugvjelar vorar hafa algerlega ráðin í lofti hjer. Einn af helstu mönnum sveit arinnar er John Hykes, majór, frá Ohio, en hann flaug með Glenn Curtiss árið 1914 í Hammonds Port, New York. Hann er nú 52 ára að aldri, og ætlar sjer að verða elsti orustu- flugvjelastjórnandi heimsins. Þetta er fyrsta Thunderbolt- flugvjelasveitin í suðvestur Kyrrahafi. Hún er stöðugt á ferli, svo aðbúnaður flugmann- anna er hinn frumstæðasti. Þeir búa í tjöldum, sem reist eru á staurum, og skjólgrafir eru rjett undir tjaldbotnunum. Yfirleitt er hjer alt með kyrr um kjörum. Erfitt er að ímynda sjer að Japanir sjeu aðeins í 75 mílna fjarlægð. Eina sprengjuárásin, sem við höfum lent í, var framkvæmd af okk- ar flugmönnum, en það var á- rás á innrásarpramma Japana við strönd Nýju Guiníu í gær. Eyfirðingaf jelagið heldur Ey firðingamót að Hótel Borg fimtudaginn, 10. febrúar, er hefst með borðhaldi kl. 19.30 stundvíslega. Skemtiskráin er fjölbreytt, og að lokum verður dansað, en góð hljómsveit leik- ur fyrir dansinum. Það, sem var í peningaskáp Hótel íslands, bjargaðisl SKRIFSTOFUBÆKUR Hótel íslands, ásamt einhverju af peningum og öðru verðmæti, sem gestgjafinn og gest- ir áttu, bjargaðist úr brunanum. Var þetta geymt í stór- um, eldtraustum peningaskáp, sem stóð í skrifstofu gistihússins á 1. hæð. Var skápurinn grafinn upp í gær úr brunarústunum. Járnsmiðir frá Hamri með logsuðu- tæki voru fengnir til að opna skápinn. Það var ekki fyrr en í fyrra- dag, sem hægt var að komast að skápnum í rústunum. Skrif- stofan, þar sem skápurinn stóð, var beint upp yfir eldhúsinu. Hafði skápurinn fallið niður á eldavjelina. Virtist mönnum í fyrstu, er skápurinn var graf- inn upp úr rústunum, að hann hefði klofnað við fallið og ótt- ast, að það, sem í honum var hefði eyðilagst. En er skápurinn var opnaður í gærmorgun, kom í ljós, að all ar bækur og peningar, sem í skápnum var hafði haldist heilt og nothæft. Einangrun í þess- um skápum er úr efni, sem er smákornótt eins og sandur. Hafði ysta járn, eða stálhúð skápsins sprungið lítilsháttar og komst vatn í þetta einangr- unarefni á einum stað. Þetta efni missir einangrunahæfi- leika sína, ef það blotnar. Bækur og annað, sem í skápn- um var hafði- sviðnað eitthvað lítilsháttar, en kom það þó ekki að sök. Konungsborðið, sem brann. A. Rosenberg gestgjafi og frú hans áttu mikla og dýra innanstokksmuni, sem allir brunnu inni. Var innbú þeirra hjóna vátryggt fyrir einar 25.000 krónur og tjón þeirra á því sviði sem öðru mjög til- finnanlegt. Meðal innanstokksmuna Rosenbergs var skrifborð eitt úr maghony. Var það skrifborð upphaflega smiðað sem skrif- borð fyrir Kristján konung X. í tilefni af fyrstu komu hans hingað til lands árið 1921. Við þetta skrifborð sat konungur er hann undirskrifaði fyrstu íslensku lögin, sem konungur hafði staðíest ájislenskri grund. Var það í Mentaskólanum. Rosenberg gestgjafi starfaði fyrir móttökunefndina sem bryti. Hann fjekk borð þetta fyrir störf sín og hafði það í íbúð sinni. Hafði Rosenberg ákveðið að ánafna íslenska ríkinu" skrifborðið eftir sinn dag, sökum hins sögulega gildis þess. Kventaskan, sem kom heil úr eldinum. I peningaskáp þeim hinum eldtrausta, sem getið er um hjer að framan, var geymd kven- taska. Erlendur skipstjóri, sem bjó í gistihúsinu, hafði beðið gestgjafann, að geyma fyrir sig þessa tösku, sem hann hafði keypt hjer í bænum. Taskan var í venjulegum umbúðum úr búðinni „cellophane"-pappír utan um sjálfa töskuna, sem var í pappakassa, en þar utan- yfir umbúðapappír. Þegar peningaskápurinn var opnaður í gærmorgun reyndist taskan vera algjörlega óskemd. Var það hið eina, af eignum hins erlenda skipstjóra, sem úv, eldinum bjargaðist. 11 þúsund krónur fórii í einu herbergi. I skrifstofu Magnúsar Andr- jessonar útgerðarmanns í Hótel ísland brunnu inni 11.000, krónur. í peningum og bók- haldsbækur hans allar. Skrifstofustúlka Magnúsar hafði það fyrir>venju, að fá að geyma peninga og bókhalds bækur í peningaskáp gisti- hússins. En kvöldið fyrir brun- ann var hún óvenju síðbúin. með verk sín og er hún ætlaði með peningana og bækurnar í skrifstofuna til að setja plögg- in og peningana í skápin, var skrifstofustúlka Hótel íslandá farin frá vinnu. Sneri stúlkan þá aftur til skrifstofu Magnús- ar og geymdi peningana þar og bækurnar. Flutti rjett fyrir brunann með tugþúsundavirði af vörum. Magnús Ólafsson kaupmað- ur frá Vestmannaeyjum var einn af gestum í Hótel íísland. Hann var staddur hjer í bæn- um til að gera innkaup fyrir verslun sína í Eyjum. Daginn fyrir brunann hafði hann lok- ið innkaupum sínum og geymdi hann allar vörurnar í herbergi sínu í Hótel ísland. Um kvöldið, fast að lágnætti, frjetti hann, að vjelbáturinn Huginn myndi vera á förum til Vestmannaeyja. Var hann til- búinn að fara úr bænum og þótti honum gott, að hann skyldi fá svo óvænta ferð aust- ur. Trygði hann sjer far með bátnum og flutti allar sínar, vörur um borð, 2—3 klst. áð- ur en eldurinn kom upp. Verslunarbækur Vöruhússins | voru í endUrskoðun. Það eina, sem ekki fórst f eldsvoðanum af því, sem til- heyrði Vöruhúsinu (eigandi Árni Árnason) voru verslunar- bækurnar. Hafði Árni kaupmaður sent þær til endurskoðunar einum eða tveimur dögum fyrir brun- an og voru þær ekki komnax' aftur. í Vöruhúsinu var lítill pen- ingaskápur með ýmsu verð- mætu. Ekki var í gær búið að grafa skápinn upp úr rústun- um og því ekki vitað hvort; hann hefir þolað eldinn. Mikið tjón í Gefjun. Útsaln Gefjunar og Iðunai) yarð fyrir miklu tjóni í brun- anum. Hafði útsalan nýlega fengið vörubirgðir fyrir um 300.000 krónur, en verslunar- birgðir allar voru vátrygðaí fyrir 75.000 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.