Morgunblaðið - 06.02.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.02.1944, Blaðsíða 7
Sunnudagrur 6. febrúar 1944 MORGUNBLAÐIÐ 40 ára afmæli. Um nýliðin mánaðamót voru liðin 40 ár frá því að í'yrsti ís- lenski ráðherrann, Hannes Hafstein,., tók hjer við völdum,' fyrsti ráðherrann er ber á- j byrgð fyrir Alþingi. Meðan landshöfðingi var hjer æðsti embættismaður var stjórnarfar , ið mesta aflagi. Því hann sat við völd alveg án tillits til. þess, hvort hann naut þing- j fylgi eour eigi, og gat því öll! embættisfærsla hans verið í ósamræmi við þjóðarviljan. j Næstu árin eftir 1904, var 1. febrúar haldinn hátíðlegur víða um land, til að minnast þessa merka viðburðar í stjórn landsins. Síðan kom 1. desem- ber, sem slíkur minningardag- ur. En þeir sem muna 1. fe- brúar 1904, og hvernig um- horfs var í landinu fyrir þann tíma, draga í efa hvort tíma- mótin 1. febrúar 1904 Sða 1. des. 1918 í raun voru merk- ari og afdrifaríkari i sögu þjóð arirtnar. Þingið. STÖRF þingsins, þau er koma almenningi fyrir sjónir, hafa verið lítil undanfarna viku. — Stjórnarskrárnefndin situr að verki frá morgni til kvölds, og vinnur mjög kapp- samlega, enda þarf hún að vanda vel til starfs síns. Og hvort það tekur deginum leng- ur eða skemur, skiftir litlu máli. Aðalatriðið, að niður- stöður verði sem happadrýgst- ar. Nefndin fjallar m. a. um val og valdsvið forsetans, og hvaða breytingar sje yfirleitt nauð- synlegt að gera á stjórnar- skránni, vegna sambandsslíta og stofnunar lýðveldis. — En stjórnarskrárbreytingin þ. 15. des. 1942 heimilar, að hverjar þær breytingar megi á henni gera með einfaldri samþykt, er nauðsynlegar eru vegna þess- ara mála. Oryggismál sjó- manna. Á ÞINGI hafa öryggismál sjómanna komið til umræðu. Hafa þau og verið rædd í blöð- um, eins og eðlilegt er, og oft vill verða, þegar mikil sjóslys bera að höndum, einkum þau, sem enginn veit um orsakir að. Þá koma fram spurningar og ágiskanir, og menn ræða um það, bæði opinberlega og sín á milli, hvað hægt sje að gera til þess að forðast hin miklu slys. Slíkar umræður, eftir- grenslanir, og rannsóknir ættu að fara fram með alvöru og stillingu, því þar geta hugir allra mæst í einlægri ósk um að mál þessi verði rannsökuð ofan í kjölinn. •En jafnvel í þessu máli rísa menn upp með grófustu ámæli og getsakir, og þykjast hver af öðrum hafa fimdið, að þessu eða hinu, þessum eða hinum sje um að kenna. Slíkar full- yrðingar gera ekki annað, en tefja málið og spilla árangri heilbrigðrar rannsóknar. Sterri farmar. EITT SLÍKT frumhlaup hef- ir þingmaður ísfirðinga, Finn- ur Jónsson framið. Með mikl- u'm bægslagangi hefir hann flutt á Alþingi skýrslu um það, hve miklum mun útflutnings- farmar togarahna hafa verið REYKJAVÍKURBRJEF stærri hi.n síðustu ár, en þeir vo'ru árið 1939. •— Er þessi skýrsla hans gerð þannig, og þannig út af henni Iagt, sem togararnir hefðu verið full- fermdir árið 1939, og það sem fram yfir hefir verið síðan, sje nánast talað ofhleðsla. Af því Finni Jónssyni er út- gerð ekki ókunnug með öllu, flytur hann sennilega skýrslu sína fyrir þá, sem minna vita en hann, því líkur eru til að hann viti, að togarar, er fluttu ísfisk til Englands árið 1939, fóru ekki með fullfermi. Þá var slíkt tilgangslaust. — Þá varð ísfiskur ekki seldur þar, nema í aflanum væri ákveðnar fisktegundir, sem útgengileg- astar eru á friðartímum; og verðmæti farmsins fór ekki, sem nú, eftir aflamagni. — En þeir, sem vita þetta, vita það líka að samanburðarskýrsla Finns Jónssonar, er Alþýðubl. hefir mjög gumað af, sýnir ekki það, sem henni er ætlað að sýna, er nánast talað blekk- ing, þó fiskfarmarnir sjeu nú þetta stærri, en þeir voru fyr- ir stríð. Leiðinlegt að sjá, þeg- ar þannig er farið að ráði sínu í alvarlegustu og viðkvæmustu málum. Til þess að góður ár- angur fáist af rannsókn á or- sökum sjóslysanna, þarf hún að fara fram með meiri alvöru en • lýsir sjer í skrifum Finns Jónssonar. Varúðarráðstafanir. SIGLINGAFRÓÐIR menn hafa sagt mjer, að svo undar- lega hafi til tekist, að sumar þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til þess að draga úr hættunum á hafinu, hafi jafnvel getað orðið til þess, að auka á þær, í vissum tilfellum. Eins og þegar stjórnpallar lít- illa skipa eru stórlega þyngdir í varnarskyni, svo yfirvigt skipanna eykst að miklum mun. En lengi má finna sjer til ýmsar getgátur um orsakir ó- upplýstra sjóslysa. Sennilegt að menn telji þó öryggið ekki síst aukast með því, að útgerðinni verði á einhvern hátt gert kleift að endurnýja skipaflotann. — Þeir, sem tala með mesta yfir- læti um mistök og vanrækslu á sviði öryggismálanna, ættu ekki að gleyma því, að þá fyrst verður öryggi mannslífa og at- vinnu og afkomu sjómanna best trygt, ef hægt verður að endurnýja flotann, að lokinni styrjöldinni. Utanríkismál. MÁLGAGN utanríkismálaráð herrans hjer í bænum, hefir enn víkið nokkrum orðum að afstöðu Morgunblaðsins um birting utanríkismála. Á mánu daginn var birtist ákaflega til- gerðarleg grein í dagblaði hans Vísi, þar sem rifjuð eru upp aðalatriði málareksturs þess, er eðlilega varð, út af óhróðurs og lygagreininni, er birtist í norsk ameríska blaðinu Nordiske Tidende í Broklyn, og sögð var bygð á frásögn norsks liðsfor- ingja. I þessari grein i Vísi er frá því skýrt, að allir aðilar, sem hjer áttu hlut að máli, hafi 5. febrúar. gert skyldu sína, bæði nor-sk og íslensk stjórnarvöld. Kvartað var yfir greininni, henni mót- mælt, sögumanni refsað o. s. frv. Og þegar þetta var allt um garð gengið, þá ,,mun" ut- anríkisráoherra hafa talið ó- þarfa, svo haft sje orðalag Vís- is, að nokkur minnist framar á málið, og alls ekki án hans leyfis. Enginn átti neitt fram- ar um það að vita, t. d. að norsku aðilarnir hörmuðu hin óvingjarnlegu og rangfærðu ummæli, og íslenskir embættis menn gerðu í þessu efni skyldu sína. Sjerstaða. SJERSTAÐA Morgunblaðs- ins í utanríkismálum, sem höf. Vísisgreinarinnar minnist á, er þessi: Hin umrædda blaðagrein í hinu norsk-ameríska blaði var þannig, að hún gat valdið óvingan milli Norðmanna og íslendinga. Hjá því varð kom- ist með því einu móti, að al- menningi yrðu kunnir allir málavetir, hvernig greinin var, hvernig henni var mótmælt af hálfu íslendinga** og að hinir norsku aðilar og stjórnarvöld tóku aðfinslur og mótmæli Is- lendinga til greina. Því maður- inn í stóra herberginu við Lækj artorg hlýtur að skilja, ef nokkur alúð er lögð við að opna skilningarvit hans, að þó hann viti, að mál eins og þetta blaðamál hins norska liðsfor- ingja hafi fengið fullnægjandi afgreiðslu, þá veit allar al- menningur ekkert um það, enda þótt montið skíni út úr þessum ráðherra eins og glans inn af gláfægðum koparkatli, hvar sem hann fer, þá skín hvorki út úr honum þekkingin eða kunnleiki sá. sem hann hef ir fengið sem utanríkisráðh. En meðan íslenskur almenn- ingur veit ekki neitt um rekst- ur og rjett samhengi þessa máls, gerir hin umrædda grein alt það ógagn, sem hún getur gert viðvíkjandi sátt og sam- Iyndi þjóðanna, alveg án til- lits til þess, sem starfsmenn utanríkisráðuneytisins kunna um þetta að fá að vita. Þjóftskáldið. FRÁFALL norska þjóðskálds ins Nordahls Grieg, hefir vak- ið almenna hluttekning meðal íslensku þjóðarinnar. — Fáir hafa hingað komið, sem hafa áunnið sjer jafn óskifta sam- úð og hann. Frelsisþrá kvæð- anna hans heillaði okkur, heið- ríkja anda hans og hin heita fölskvalausa ættjarðarást. Meðan við íslendingar átt- um við örbirgð og ófrelsi að búa, voru skáldin okkur sá aflgjafi, sem aldrei brást. — Aldrei þurftum við þeirra þó eins með og Norðmenn nú. —; Þeir hafa nú mist þann mann, sem ortn mesta djörfung í hjörtu þjóðarinnar, sem með mestum kyngikrafti skáldsins brýndi raust sína gegn hinu erlenda kúgunarvaldi. Mjer er sagt, að er hann kom hingað til lands sumarið 1942, hafi hann að nokkru leyti fund norska útlaga á ættland þeirra. En íortíð okkar og saga minnir Norðmenn á, hve frels- isþrá hefír lengi verið þeim í blóð borin. Við fráfall Nordahls Grieg er sú huggun harmi gegn, eins og við andlát annara mikil- hæfra ljóðskálda, að hann lif- ir í kvæðum sínum. Hvatning- arorð hans, hughreystingarorð á hættunnar stund, hljóma í eyrum þjóðar hans, uns fullur sigur er þar unninn og frelsið endurheimt. Síðasta kvæðið, sem kunn- ugt er um, að hann hafi.ort, er til Islands, tileinkað Þing- völlum og því, sem þar hefir gerst. Tímamótin. MEÐ hverjum degi sem líður kemur það greinilega í ljós, að þjóðin stendur að heita má sameinuð í sjálfstæðismálinu. Óðum tálgast af liði undan- haldsmanna, þrátt fyrir bægsla gang nokkurra manna í AÍ- þýðuflokknum og hið vikulega útburðarvæl smáblaðanna. — í hópi 200 verkamanna var gengið til atkvæða nýlega um málið. Þar voru einn eða tveir undanhaldsmenn. Hinir ein- dregnir. Ekki óliklegt að svip- að verði hlutfallið, er til alls- herjar atkvæðagreiðslu kemur. Undanhaldsmenn hafa kom- ið meiri hreyfing á hugi manna í Sjálfstæðismálinu, en áður var. Það mega þeir eiga. En vel mætti hrifningin vera meiri um sjálfstæði þjóðar- innar, en raun er á. Rjett að viðurkenna það til fulls. Er okkur verður litið til Norðmanna, sjáum við best, hver munur er á hrifning þeirra og jafnaðargeði okkar. Þeir fórna glaðir lífi sínu á altari frelsisins. — Þeir sem frjálsir eru fagna þeirri. stund, að þeir megi taka sjer vopn í hönd og ganga út i blóðugan bardaga. Við höíum við ekkert ofurefli að etja, og lítum á frelsi og allsnægtir eins og sjálfsagðan hlut. Aðstöðumunurinn er mikill. Nauðsynlegt að við gerum okk ur fulla grein fyrir honum. Út úr hildarleiknum koma frænd- ur okkar stoltir og viljafastir, en við værukærari og heimtu- frekari en nokkru sinni áður. Þó fáir þori að segja um þau mál það, sem þeir meina, fyrir ofsahræðslu við almenníngs- álit og ótta við að styggja hátt- virta kjósendur. Undirskriftasöfnun. Austan úr Fljótshlið hafa blaoinu borist ítrekaðar fyrir- spurnir um þáð, hvaða ónot og skammir hafi hjer birtst ný- lega um sr. Sveinbjörn Högna- son. Hafa þær fyrirspurnir sprott ið af því, að fylgismenn og alda vinir sr. Sveinbjarnar hafa far ið um sveitina með undir- skriftaskjal, og beðið sóknar- börn hans að skrifa nafn sitt undir einskonar andmæli gegn þeim áburði er hjer hafi birst. Hjer hefir ekki verið annað sagt um prest þenna en það, lega, og þess getið til nokkru síðár, að m'yndi naumast fyrst í stað fara í bíl að gamni shvu. Fljótshlíðingar eru gæflynd- ir menn og góðhjartaðir. Þeir vilja hugga prestinn í raunum hans. En skyldi þeim ekki finnast það dálítið óviðfeldið, að þurfa að safna undirskrift- um undir andmæli gegn því, að sagt sje frá því, sem drífur á daga prests og staðfest er fyrir dómstólunum? Væri ekki •nær að fara þess á leít við klerk í leiðinni, að hann fram- vegis reyndi að komast hjá því að brjóta bifreiðar og öku- lögin og alment velsæmi i þjóðfjelaginu. MalðríU'plág gyptalandi Kairo í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsin<? frá Reuter. Eftir Denis Martin. MALARIU-FARALDUR ge's ar nú í Níldalnum og er alt Egiptaland í hættu fyrir þess- um yoðalega vágesti. Þetta er hin svonefnda ..tertian-malaría. sem stráfellir fólk, þar sem hún gengur yfir. Er það „gambia"- moskíto-flugan, sem breiðir þessa pest út. Gambia-flugan hefir komist nyrst í Assiut-dal- inn, sem er um 400 km. suður af Kairo. Yfirvöldln sendu út tilkynn- ingu í kvöld um, að ef ekki yrði gripið til róttækra ráðstaf- anna", myndi helmingi fleiri falla fyrir þessum vágesti ^i næsta vetri en þegar hafa fall- ið. Það var ekki fyr en í kvöld, sem Kairobúar lásu það í blöð- unum hjer, hve mikil hætta er á ferðum og hve veikin hefir stráfelt fólk i Núbiu og Efra- Egiptalandi. Heilar fjölskyldur reika um hjálparlausar og vanmáttugar að gera nokkrar þær ráðstaf- anir, sem að gagni mega koma gegn plágunni. Á landsvæði, þar sem 1 milj- ón smábænda búa, liggja lík á við og dreif og rotna. Börn ganga um tilgangslaust til að leita að mat, eftir að foreldrar þeirra eru látnir. Tvær nýar bækur á markaðinn ið hjer uDDÖrfun í Ijóðagerð. j að birtur var dómur sá, er upp Hjer er margt, sem minnir | var kveðinn yfir honum :ný- Isafoldarprentsmiðja h. f. er byrjuð að senda nýjar bækur á markaðinn á þessu ári. Fyrstu tvær bækurnar eru báðar eftir konur: Heilsufræði handa hús- mæðrum, eftir frú Kristínu Ólafsdóttur lækni og Tíu Þulur eftir frú Guðrúnu Jóhanns- dóttur frá Brautarholti. Heilsu- fræðin er mikið rit, samið s?m handbók handa húsmæðrum og sem kenslubók handa hús- mæðra- og kvennaskólum. Alt efni bókarinnar er skýrt jöfn- um höndum með myndum. Hin bókin, Tíu Þulur, flytur efni, sem vinsælt er af ungum og gömlum. Sumar þulurnar ei'i þegar örðnar landfleygar, en aðrar eru nýjar. Ungur lisía- maður, Kjartan Guðjónsson, sem nú er í Ameriku til f rarn- haldsnáms, hefir teiknað mynd með hveri þuln.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.