Morgunblaðið - 06.02.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.02.1944, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 6. febrúar 1944 tftgtftlfrfafóft Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík FramkvÆtj.: Sigfús Jónssqn Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura meS Lesbék. Rödd stúdenta STÚDENTAR hafa talað í lýðveldismálinu. Áður höfðu háskólastúdentar lýst nál. einróma fylgi sínu við málið. Og nú hefir Stúdentafjelag Reykjavíkur haft tvo umræðufundi meðal stúdenta alment um málið. Stjórn fjelagsins lagði fram eftirfarandi ályktun, sem var sam- þykt með 150 atkv. gegn 51: „Fundur í Stúdentafjelagi Reykjavíkur, haldinn í há- skólanum 4. febrúar 1944, lýsir yfir þeim eindregna vilja sínum, að lýðveldi verði stofnað á íslandi, eigi síðar en 17. júní næstkomandi, og með þeim hætti, er stjórnar- skrárbreytingin frá 15. des. 1942 segir fyrir um og fram er tekið í' 81. gr. stjórnarskrárfrumvarps þess, sem nú liggur fyrir Alþingi, og skorar jafnframt á íslendinga að beita sjer fyrir því, að þátttaka í fyrirhugaðri atkvæða- greiðslu um yfirlýsingu varðandi niðurfellingu dansk- íslenska sambandslagasamningsins og um lýðveldis- stjórnarskrána verði sem allra mest og samboðin þjóð, sem öldum saman hefir þráð sjálfstæði sitt og barist fyr- ir því". Hjer hafa stúdentar tekið af skarið, og var anhars ekki að vænta af þeim. Þeir hafa aldrei sofið á verðin- um í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Hefir það jafnan verið svo, að forvígismenn í sjálfstæðisbaráttunni hafa verið úr hópi stúdenta. Eftirtektarvert er það, að hjer fyrr meir, voru það íslenskir Hafnarstúdentar, sem skipuðu sjer ætíð fremst í fylkingu, þegar sjálfstæðis málið bar á góma. En nú er svo komið, að það eru eldri og yngri Hafnarstúdentar, sem telja sig rjettkjörna til að taka upp baráttu gegn sjálfsögðum rjetti íslendinga. Sú barátta er vonlaus, en engu að síður sýnir þetta mikla breytingu frá því er áður var. Vinna að staðaldri VINNA FFYRIR ALLA, — það er hinn nauðsynleg- asti grundvöllur eðlilegrar og heilbrigðrar þjóðfjelags- þróunar. . Atvinnuleysið var vandamál þjóðanna á árunum fyr- ir stríð. Við íslendingar. áttum einnig við þetta vanda- mál að glíma. Eftir stríðið verður eitt stærsta viðfangs- efnið að koma-í veg fyrir að atvinnuleysi fái að halda innreið sína á ný, — að stemma þar á að ósi. Verkamannafjelagið Dagsbrún fer nú fram á endur- nýjun samninga við Vinnuveitendafjelagið, þar sem far- ið er fram á 16% grunnkaupshækkun. Stjórn Dagsbrún- ar hefir gert grein fyrir viðhorfi sínu til kaupgjaldsmál- anna í brjefi til Vinnuveitendafjelagsins. Kemur þar fram sjónarmið, í senn vafasamt og kvíðvænlegt. í brjef- inu segir m. a.: „Þar að auki neyðumst vjer til þess að horfast í augu við þá staðreynd, að atvinnuvegir lands- ins reynast ekki færir um að sjá öllum verkamönnum fyrir stöðugri vinnu, og að með nýju atvinnuleysi vex áhætta verkamanna mjög. Vjer lítum því alvarlegar á framtíðina með tilliti til atvinnuleysis, þar sem oss er ekki kunnugt um, að neinar veigamiklar ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að tryggja verkamenn gegn at- vinnuleysi, nje til þess að tryggja það, að atvinnuvegir landsins sjái öllum verkamönnum fyrir vinnu að stað- aldri".' Ef rhenn hyggjast að byggja framtíðaröryggi verka- mannsins á því, að fylía í eyður launataps vegna vænt- anlegs atvinnuleysis með hærri launagreiðslum þann tíma, sem vinna gefst, er bygt á sandi. Með því er í fyrsta lagi, ekki sjeð við þeim vanda atvinnuleysisins, sem ekki er efnahagslegur, að svo og svo margar hendur sjeu stöð- ugt iðjulausar í þjóðfjelaginu. Þá er efnahagshliðin held- ur ekki trygð. Verkefnið, sem leysa þarf í dag, er „að tryggja það, að atvinnuvegir landsins sjái öllum verkamönnum fyrir vinnu að staðaldri". Innflufningur Karakúl-peslanna í Degi, 3. tölubl. 20. jan., er grein um innflutning Karakúls- fjárins og íjárpestanna. Er sök- ina af þessum innflutningi, eins og stundum áður, slengt á ríkis- stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar, sem var við völd 1932—'34. Þetta er mjög ómaklegt, því að stjórnin átti ekki sjerstaklega sök á því að til þessa var stofn- að. Frumvarp um þett^ var flutt á vetrarþingi 1931 og þá nokkuð rætt, en náði ekki af- greiðslu. Eftir þingrofskosning- arnar á sumarþingi 1931, var þetta frumvarp eítt þeírra mála sem þáverandi atvinnumálaráð herra, Sigurður Kristirfsson, lagði fyrir þingið. Þá var það afgreitt. Ekki verður sjeð, að nein veruleg átök yrðu um mál ið á þessum þingum, en flestir ræðumenn vitnuðu í sauðfjár- ræktarráðunautinn, Pál Zop- honíasson. Var og vitað að hans ráðum -var fylgt. Þegar málið var afgreitt, átti Framsóknar- flokkurinn einn hreinan meiri hluta á þingi. Tryggvi Þór- hallsson ráðherra mun hafa ver ið svartsýnastur sihna flokks- manna á þingi á þetta mál. Hann framkvæmdi því ekki lög in. Þorsteinn Briem varð at- vinnumálaráðherra ári síðar og ætlaði heldur ekki að fram- kvæma þenna innflutning. En á fyrra þingi 1933 var samþykt áskorun á stjórnina um að fram kvæma lógin. Var tillaga um það flutt af 5 Framsóknarmönn um og einum Sjálfstæðismanni. Þá var ekki lengur undankomu auðið fyrir stjórnina. Þetta gilti sem fyrirskipun, enda mundi eigi hafa skort ámæli um andstöðu ,,gegn frumvörp- unum", ef stjórnin hefði þrjósk ast lengur. Hvort að það væri þessi maður eða hinn sem sótti þetta pestarfje, er auka atriði, en vissulega hefði sauðfjár- ræktarráðunauturinn verið best að þeirri för kominn. Um gang þessa máls að öðru leyti, mætti segja margt, en umrædd Dagsgrein gefur ekki mikið tilefni til þess. Læknana getum við náttúr- lega skammað fyrir að hafa ekki getað -læknað þenna ó- fögnuð, en okkur, sem ófróðir erum í þeim efnum, ber að fara varlega í þær sakir. Það er hægra að leiða ógæfuna yfir en að losna við hana aftur. Vís indin eru máttvana í því efni enn sem komið er. Það er satt, en ef til vill eðlilegt að svo sje eins og á stendur. Virðist mjer og að margir sem hafa haft með þessi mál að gera eigi þyngri sakir en þeir læknar, sem reynt hafa varnarráð, enda þó þeirra viðleitni hafi enn ekkí boríð árangur. J. P. Sendifulltrúi slasast. London í gærkveldi — Tveir menn biðu bana og kínverski sendifulltrúinn í Suður-Afríku, Dalten Djang, slasaðist alvar- lega, þegar tvær bifreiðar rák- ust á í mikilli regnhriðju á vegi einum nærri Johannesburg. ¦Vajr sendifulltrúinn að koma úr opinberri heimsókn til Transvaal. .i— Reutor. [Jíkveril ákrifar: <»^-W-JX«»W^»í-W'«««<"K'>« ? l//r duaíeact líPinu • •»•§»¦• >' • • » > I1 » | Spilapeningar. HJER í borginni eru fjölda- margir spilaklúbbar. Kunningj- ar og vinir stofna með sjer spila- fjelög og spila bridge eða önnur spil á ákveðnum dögum vikunn- ar yfir vetrarmánuðina. Taka bæði konur og karlar þátt í þess um spilafjelögum. Virðist þessi daegradvöl hafa farið í vóxt und anfarin ár, enda prýðileg skemt- un, þegar samhentir fjelagar koma saman. Spilakvöldin eru eingöngu fje- lagsleg og fyrir þeim, sem spila- mensku iðka, vakir aðeins að skemta sjer í góðum fjelagsskap. Það mun hinsvegar vera regla í flestum eða öllum spilafjelögum, aö spilað er upp á peninga. í flest um fjelögum er spilað lágt og það, sem vinst er lagt til hliðar í sameiginlegan sjóð. Þegar spila tímabili vetrarins er lokið á vor- in er það siður, að spiiafjelag- arnir eyða öllum sjóðnum í sam- eiginlega skemtun eitt kvöld, hvert fjelag eftir sínum smekk og hentisemi. Mun ekki óalgengt að spilafjelagar fá sjer góðan mat og vín, eða þeir fara í ferða- lag. Uppástunga um eyðslu spilafjár. Á DÖGUNUM komst jeg af tilviljun að því, hvernig eitt bridge-spilafjelag kvenna hjer i bænum eyðir spilafjenu. Finst mjer það fjelag hafa sýnt svo 'fallegt fordæmi fyrir aðra, að jeg segi frá því hjer, að spilafje- lögunum forspurðum þó. Frúrnar hafa sem sagt ákveð- ið að gefa allan spilasjóð sinn í barnaspítalasjóð Hringsins. Þær ætla að neita sjer um spilahátið- ina, sem þær eru vanar að hafa á vorin. Telja sig hafa svo míkla ánægju af spilakvöldunum, að óþarfi sje að veita sjálfum sjer verðlaun að spilatímabilinu loknu, með því að gera sjer sjer- 'staklega glaðan dag. Hugsa senni lega líka rjettilega, að ef þær langar til að skemta sjer, þá muni þær hafa til þess einhver önnur ráð en að eyða spilasjóðn- um í það. Það er nú uppástunga mín, að fleiri spilafjelög taki upp þenna fallega sið. Það þarf ekki nema örlitla sjálfsafneitun til að ,á- kveða þetta í eitt skifti fyrir öll. Silasjóðir hvers einstaks fje- lags eru ef til vill ekki stórir, en safnast þegar saman kemur og barnaspítali hjer í bænum er nauðsynjamál, sem allir hljóta að hafa ánægju af að styrkja. Kannske fáum við símaskrá í ár. .. ÚTAF smápistli, sem jeg skrif aði hjer'í dálkana á dögunum um símaskrána, hefir Ólafur Kvaran ritsímastjóri skrifað mjer eftirfarandi brjef, en hann er ritstjóri símaskrárinnar. Birti jeg brjef ritsímastjórans með mikilli ánægju, því það gefur mönnum von um, að kannske fáum við nýja símaskrá í ár og myndu margir fagna því. — Brjefið: „Út af ummælum Víkverja í Morgunblaðinu fimtudaginn 3. þ. m., varðandi útgáfu símaskrár innar, vil jeg leyfa mjer að geta þess, að það er misskilningur, að símamálastjórnin hafi enn sem komið er nokkra ákvörðun um það tekið, hvort ný símaskrá eða viðbætir verður gefinn út á þessu ári eða ekkí. Hitt er rjett, að verulegur undirbúningur •• að | útgáfunni hefir enn ekki verið I hafinn og valda þar um m. a. kringumstæður, sem mönnum eru ekki alment að öllu kunnar. Þó mun nokkurs pappírs hafa verið aflað til öryggis, ef útgáf- ' an yrði ráðin. 4. febr. 1944 Virðingarfylst ÓI. Kvaran". Nýtt Hótel ísland. ÞAÐ ER strax farið að ræða ' mikið um, hvað gera skuli við grunninn af Hótel ísland. Háfa j komið fram margar og mismun- andi skoðanir, f lestar þó æði Ifráleitar. Einn vill hafa þar bíla- torg! Falleg prýði í miðbæinn það. Maður skyldi halda, að bæj- ! arbúar væru búnir að f á nóg af ' bílaösunni á Lækjartorgi, við I eystri enda Austurstrætis, þó ekki væri farið að hrúga sam- an bílskrjóðum við vesturtak- mörk aðalgötunnar líka, til við- bótar við Steindórstorgið. Sumir vilja hafa þarna torg. Gæti jeg trúað, að þeir tillögumenn hafi ekki athugað fyllilega hvað þeir erú að segja. Hafa menn ekki fengið nóg af þeim torgum, sem fyrir eru, eins og^ þau líta nú ut? Nei, það, sem á að rísa upp af grunni Hótel ísland er nýtt gisti- og veitingahús, sem yrði við hæfi bæjarins, með rúmgóðumsölum. Það vantar og hefir lengi vantað hjer í bæ gott veitingahús. Eins og er, er ekki hægt að halda stóra dansleiki í bænum, nema í anddyri háskólans, eða í Lista mannaskálanum. Hljómsveitar- leysið á Hótel Borg hefir það í för með sjer, að mörg stærri fjelög geta ekki haldið árshásíðar sínar. Það yrði sannkölluð' bæj ivbó* að því að fá nýtt Hótel ísland á gamla staðnum. Það eru timbur hjallarnir í Aðalstræti og Grjóta þorpinu, sem ættu að hverfa og þar mættu koma torg. • Nordahl Grieg kvöld. NORSKA ÞJÓÐSKÁLDIÐ átti marga aðdáendur hjer á landi. Hann vann hugi allra, sem hon- um kyntust með framkomu sinni og kvæðum sínum. Þeir, sem heyrðu Nordhl Grieg lesa upp í hátíðarsal Háskólans sumarið 1942 munu aldrei gleyma þeirri stund. Nýlega hefir útvarpið á smekk legan hátt minst danska rithöf- undarins og þjóðhetjunnar, Kai Munk. Væri ekki alveg sjálfsagt að útvarpið hjeldi sjerstakt Nordahl Grieg kvöld til minning- ar um þjóðskáldið, sem ljet lífið í baráttunni fyrir frelsi þjóðar sinnar. • ' Hólmfastur brosir. Hólmfastur stóð í hóp manna, sem voru að horfa á brunarústir Hótel ísland, í gæ'r og brosti. Er nokkuð broslegt við þetta, sagði jeg. — Nel, síður en svo, en það er með mig, eins og sennilega flesta, sem lásu Alþýðublaðsleiðarann í fhorgun. Barnaskapurinn og rangfærslurnar hjeldust þar í hendur, eins og svo oft áður. Þeir eru víst úrillir yfir að „plágusóknin" skyldi fara í hundana hjá þeim. ---------m • »--------- Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trtúlofun sína, ungfrú Sigurbjörg Runólfsdóttir, Berg- staSastræti 60 og Benóný Kfistjánsson, Bergstaðastr. 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.