Morgunblaðið - 06.02.1944, Side 11

Morgunblaðið - 06.02.1944, Side 11
Suimudagur 6. febrúar 1944 MORGUNBLAÐIÐ 11 um ekki að hryggja hvort ann- • að með því að tala um sorgir okkar'. „Fyrirgefðu", flýtti Yoshio • sjer að segja. Hann fyrirvarð sig. „Við Japanar eigum of auðvelt með að gráta. Það er þjóðarveikleiki“. Hann tók upp vasaklút sinn og bar hann að nefinu. „Er það?“ sagði Helen undr- andi. „Það hefi jeg aldrei vit- að. Hvernig getur það sam- • í'ýmst hinni frægu sjálfstjórn ykkar og jafnaðargeði?“ „Við erum of tilfinninga-1 næmir“, sagði Yoshio og setti upp gleraugun, staðráðinn í að. væta þau ekki aftur, Við þurf- | um á svo mikilli sjálfstjórn að halda, þar sem við erum svona tilfinninganæm. Það er eins j auðvelt að sjá gegnum okkuri og tært vatn. íhugaðu bara, að- við skrökvum aldrei, nema ef til vill fyrir kurteisissakir —“. Yoshio var fyrir alvöru byrjaður að útskýra sál Jap- .ans, en Helen var löngu hætt að hlusta. Enda þótt hún hefði kvartað yfir hungri og hefði ekkert borðað í tuttugu og fjórar klukkustundir, þá snerti hún varla á matnum. Háls hennar herprtist saman að henni fanst, er hún ætlaði að kingja. Það voru hlægileg og barnaleg mótmæli dauðþreytts taugakerfis hennar. Jeg er eins og hundur, sem finnur ekki húsbónda sinn, hugsaði hún .öskureið; ef jeg ekki vara mig, verður banamein mitt brostið hjarta, eins og söguhetjanna í gömlu skáldsögunum. Þjónustustúlkurnar þrjár höfðu vandað sig mjög mikið við að stjana við hana; hljóð- laust fótatak þeirra var næst- um ómannlegt. Helen reyndi að fylgjast með samræðunum. „Þjóð sálarinnar“, sagði hún. „Já, jeg tók einnig eftir því. I hverju húsi situr erindreki stjórnarinnar til að taka á móti •skattinum af hverri heimsókn samstundis. í herbergjum vændiskvenna er skjal á veggn um, sem minnir þær á, hvað þær eiga að láta stjórnina fá af hverjum eyri, sem þær vinna sjer inn. Þetta er sann- arlega sálræn þjóð“. „Hvernig veistu, hvað stend- ,ur á skjalinu, Jelena-san?“ spurði Yoshio. Svo hún getur þá lesið japönsku, njósnarinn sá arna, hugsaði hann hreyk- inn með sjer. Helen leit tóm- látlega á hann. „Það er letrað á það á þrem tungumálum, án efa af hugul- semi við alþjóða heimsækjend- ur“, sagði hún. Yoshio stein- þagnaði. „En“, sagði hann eftir nokkra stund, „þú hefir þó ef til vill einnig tekið eftir, að í hverju þessara litlu húsa er altari; stúlkurnar hafa sinn guð“. Það var óþægilegt að tala um vændiskonur við hefð- arfrú. En Jelena er ekki sönn hefðarfrú, hugsaði hann. „Já, hórur eru fullar af hjartagæsku og góðlyndi hvar sem er í heiminum“, sagði hún kæruleysislega um leið og hún fjekk sjer jarðarber úr skál- inni, sem stóð fyrir framan hana, og bar það að vörum sjer. Hún hrökk við: ísköld skelf- ing greip hana. Hún heyrði símann ‘ í svefnherbergi sínu hringja í ákafa. Helen, ástin mín, sagði Frank, jeg verð að tala við þig. Jeg verð að sjá þig einu sinni enn í kvöld, á þessu augnabliki. Jeg elska þig, elska þig .... Hún lagði jarðarberið var- lega aftur í skálina og stóð upp. Fætur hennar voru orðnir stirðir af að krjúpa. „Jeg verð að fara heim — það er orðið framorðið11, sagði hún og var mikið niðri fyrir. Yoshio horfði gramur á hana. Leikurinn var aðeins að hefjast. Hann hafði stigið fyrsta sporið, nú var komið að henni að taka við. í stað þess snaraðist hún úr kyrtlinum, kastaði honum frá sjer og þreif hattinn sinn. Hann skildi þetta ekki. „Omakaðu þig ekki mín vegna, Yo“, flýtti hún sjer að segja, „jeg rata heim á hótel- ið. Jeg er alvön að fara ein á milli“. „Hversvegna svona snögg- lega?“ spurði hann og var ó- styrkur á fótunum. Hann var dofinn í hnjám og fótum af því að krjúpa, þar eð hann var orð inn afvanur því. „Maðurinn minn“, sagði Helen. „Hann kann að undrast um mig“. Hún var ekki fyrr búin að sleppa orðinu en henni fanst afsökun þessi svo fjarstæð, að hún skelti upp úr. Yoshio var fullur örvæntingar. „Aðeins eitt augnablik“, bað hann hana. „Þú mátt ekki fara ein — jeg get ekki leyft það — borgin er full af hermönnum —“. Hann tók upp frakkann sinn, en lagði hann frá sjer aftur, þar eð honum datt snjallræði í hug. „Bíddu örlítið, Jelena“, bað hann. „Jeg verða enga stund. Reikningurinn — þú skilur — hinn japanski siður. Jeg verð að tala við gistihús- stýruna í einrúmi — ómögu- lega í návist hins háttvirta gests“. Hann sveipaði um sig kyrtl- inum og labbaði á sokkaleist- unum til dyranna. Tvær stúlknanna krupu og hjeldu dyrunum opnum. „Gættu fyrir mig frakkans“, sagði Yoshio um leið og dyrnar lokuðust á eftir honum. Jelena tók frakkann upp með bláfingurgómunum og lagði hapn niður aftur; hann lyktaði af hárvötnum Yoshio. Maður þarf að hafa mjög náin kynni af karlmönnum til að bjóða ekki við fötum þeirra, hugsaði hún. Þessi hugsun eins og allar aðrar kallaði mynd Franks fram í huga hennar. Breiðar herðar Franks í hvíta jakkanum, lyktin af vindling- um hans, sólbrendur hálsinn, alt var þetta henni í senn þaul- kunnugt og æsandi. En henni bauð við hverjum saum á litla frakkanum hans Yoshio. Hún stóð við opinn gluggann, er hann kom aftur, og horfði á skjálfandi taambusviðartrjen. Frakkinn hans lá enn á borð- inu, en ekki á sama stað og áður. „Hefi jeg verið lengi?“ spurði'hann og ræskti sig um leið. „Nógu lengi“, sagði Helen. Hann vissi ekki, hvað hún átti við. Hann vissi ekki, hvort hún hafði skoðað skjölin, látið önn- ur í stað þeirra eða stolið þeim. Hann fór úr kyrtlinum og í frakkann. Honum virtust skjölin vera enn í vasanum. Um stund fyltist hann örvænt- ingu. Jeg er ekki nógu slung- inn til þessa starfs, hugsaði hann. Helen horfði á hann, meðan hann tók upp löngu og mjóu umslögin með rauðu og hvítu líkingarmyndinni, sem í var þjórfje þjónustustúlkn- anna; án umslaga þessara myndu hinar japönsku stúlkur lita á peningana sem móðgun, en ekki gjöf. „Töfrandi“, sagði hún utan við sig. Yoshio Murata hepnaðist loks að láta skjölin detta úr vasa sínum á motturnar, sem þöktu gólfið. Ein þjónustu- stúlknanna tók þau upp. Hann hjelt niðri í sjer andanum og virti með athygli fyrir sjer svip Helen. Hún leit lauslega á skjölin. „Japönsk?“ spurði hún. „Leyniletur", svaraði hann. „Leyniskjöl“. Hann stakk þeim aftur í vasann og reyndi að sýnast vandræðalegur. „Vandræði, að jeg skuli ekki vera njósnari“, sagði Helen. Hann vissi ekki, hvort hún sagði þettá með fyrirlitn- ingu eða af naprasta háði. „Sayanaro",. sagði hún við þjðnustustúlkurnar, um leið og hún fór út. „Dorno arigato gazai mashita“, sagði hún við gistihússtýruna og stúlkuna, sem klæddi hana í skóna. „Þú kant þá japönsku“, sagði áfwatelptl Stjúpsysturnar tvær 1 ' Æfintýri eftir P. Chr Asbjörnsen. 4. * 1' „Komdu hjerna til mín, stúlka mín“, sagði eplatrjeð, „þá skal jeg hjálpa þjer. Feldu þig hjema undir grein- unum mínum, því ef þær ná í þig, skessurnar, taka þær af þjer kistilinn bláa og rífa þig í sundur“. Þetta gerði stúlkan, og rjett á eftir komu þær æðandi, tröllkerling og dóttir hennar. „Hefirðu sjeð nokkra stúlku fara hjer fram hjá?“, sagði tröllkerlingin. „O jú“, sagði eplatrjeð. „Það hljóp hjer stelpa fram hjá fyrir nokkru síðan, en hún er komin svo langt í burtu, að þú nærð henni aldrei“. Svo sneru tröllkvendin við og fóru heim aftur. Stúlkan hjelt nú áfram, en þegar hún kom til hrútsins, heyrði hún aftur dunur að baki sjer, svo hún vissi ekkert hvað hún átti af sjer að gera fyrir hræðslu. „Komdu hjerna til mín, stúlka mín“, sagði hrúturinn og feldu þig hjerna undir ullinni, sem jeg hefi um háls- inn, annars rífa kerlingarnar þig í sig og taka kistilinn þinn“. Þetta gerði stúlkan, en rjett á eftir kom tröllkonan þjótandi. „Hefirðu sjeð stúlkutetur fara hjer fram hjá?“ spurði kerla. „O, já, jeg sá eina hlaupa hjer fyrir löngu síðan, og nú er hún áreiðanlega komin svo langt, að þú getur ekki náð henni“. Þá sneri tröllkerlingin við heim aftur. Þegar stúlkan var komin þangað, sem kýrin var á beit, heyrði hún enn, dunur að baki sjer. „Komdu til mín, væna mín“, sagði kýrin. „Feldu þig undir júgrinu á mjer, annars kemur tröllkerlingin og tekur af þjer kistilinn og rífur þig í hel“. Og ekki leið á löngu, þar til kerla kom. „Hefirðu sjeð nokkra stelpu fara hjer um“, sagði hún við kúna. „Já, það fór hjer stelpa fyrir stundu síðan, en hún er nú áreiðanlega komin það langt, að þú nærð henni ekki“, sagði kýrin. Tröllkonan sneri þá enn við heimleiðis. Þegar stúlkan var komin að hrísrunnagerðinu, heyrði hún að enn tók að gerrast undirgangur og dynkir á bak við hana, varð hún þá mjög hrædd, því hún vissi að þar yar tröllkerlingin enn á ferð. „Komdu hingað til mín“, sagði hrísgerðið, „skríddu hjerna undir greinarnar mínar og feldu þig þar, svo tröllkerlingin sjái þig ekki, annars tekur hún af þjer kist- Foreldrarnir voru að borða fyrstu máltíðina með syni sín- um eftir að hann kom heim úr skóla i Reykjavík. „Segðu okkur nú, Jón“, sagði faðirinn, „hvað hefurðu lært í skólanum?“ „Það fer nú dálítið fyrir því“, sagði sonurinn drýginda- lega, „jeg hefi t. d. lagt stund á það, sem kallað er „logik“.“ „Logik“, sagði faðirinn, „hvað er nú það?“ „Það er einn þáttur þess að leiða afleiðingar", svaraði son- urinn. „Leiða afleiðingar“, sagði faðirinn, „hvað er nú það?“ „Jæja“, sagði sonurinn, „jeg skal sýna þjer eitt dæmi til skýringar. Hvað eru margir kjúklingar hjerna á fatinu?“ „Tveir“, svaraði gamli mað- urinn. „Jæja“, sagði Jón, „jeg skal sýna þjer fram á, að þeir sjeu þríy“. Þvínæst stakk hann gaffli sínum í annan kjúkling- inn og sagði: „Hjerna er einn, eða er það ekki?“ „Jú“, svaraði faðirinn. „Og þegar þessi bætist við, þá eru þeir tveir“. „Jú“, svaraði faðirinn aftur. „Jæja, eru þeir þá ekki þrír alls, einn og tveir gera þrjá“. „Jeg sje“, svaraði faðirinn, „að þú hefir lært ýmislegt 1 þessum skóla. Jæja, mamma“, hjelt gamli maðurinn áfram og sneri sjer að konu sinni, „jeg ætla að gefa þjer þennan kjúkl ing, sjálfur ætla jeg að borða þennan, Jón getur svo fengið þann þriðja, eða er það ekki, Jón?“ _____________★_____________ Vinur hagfræðingsins: „Hef- urðu tekið konuna þína í hag- fræðitíma, eins og þú varst að tala um að gera?“ „Já“. j „Nokkur árangur?“ „Já — jeg hefi orðið að hætta að reykja“. ★ „Þú átt við að þú hafir ekki verið í brúðkaupi einkadóttur þim^ar?“ „Já“. „Hvar varstu eiginlega?" „Jeg var að reyna að útvega tengdasyni mínum eitthvað að gera“. ★ Pjetur: „Konan mín skilur mig ekki. En þín?“ Jakob: „Jeg veit það ekki, jeg hefi ekki einu sinni heyrt hana nefna þjg á nafn“. ★ Eiginkonan: „Það kemur stundum fyrir, að jeg óska, að jeg væri karlmaður“. Eiginmaðurinn: „Hvenær?“ Konan: „Þegar jeg geng framhjá hattabúðum og hugsa til þess, hve hamingjusama jeg gæti gert konuna mína með því að gefa henni nýjan hatt“. ★ „Þjqpninn þarna hló að mjer, þegar jeg talaði frönsku við hann. Það var heldur eng- in furða, hann er gamli frönsku kennarinn minn“. ★ — Ef þú setur ekkert í pyngju þína, geturðu ekkert tekið úr henni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.