Morgunblaðið - 06.02.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.02.1944, Blaðsíða 5
Sunnudagur 6. febrúar 1944 MORGUNBLAÐIÐ r p t i 5 Mafreiðsla j Epla kompot. Efni: % kg. ný epli. % sítróna. Vz 1. vatn. 250 gr. sykur. EPLIN eru afhýdd, kjarn-' húsið tekið úr og skorin í 6—8 bita. Síðan núin með sítrónu og lögð í kalt vatn, til þess að þau verði ekki dökk. Vatn og sykur er soðið og eplin látin í og soðin þar til þau eru aðeins meir. Þá eru þau færð upp úr, en lögurinn soðinn lengur. Síð- en er þeim raðað í skál og leg- inum helt yfir, þegar hann er orðinn kaldur. Epla kompot má borða sem abætisrjett með þeyttum rjóma. Finskur mjöður. Efni: 1 sítróna. 4 1. sjóðandi vatn. Vz kg. kandís. Vz fl. öl. Vt gr. pressuger. Sítrónan er afhýdd, það hvita skorið innan úr berkin- rnn, en guli börkurinn skorinn i mjóar ræmur. Sítrónan skor- 5n í sneiðar, og hvorttveggja látið í stórt fat með kandís, og sjóðandi vatninu helt yfir. Þeg ar það er farið að kólna, er öl- ið sett saman við ásamt upp- leystu gerinu. Látið bíða til næsta dags. Þá síað og látið á flöskur, og tvær stórar rúsínur og % teskeið sykur látið á hverja flösku. Geymt á köld- um stað í 8 daga. Spánskur kjötrjettur. Efni: 2 kg. kjöt, feiti. 5 pelar heitt vatn. ca. 1 msk. salt. 4 lárberjalauf. % dl. tómat. 6 heil pipar- korn. Matarlitur. Kjötið höggvið smátt og brúnað vel. Soðið í lVz klst. með kryddinu og síðan fært upp úr. Sósan jöfnuð með hveitijafning, og soðin nokkr- ar mínútur, og kjötið látið út í aftur. Borðað með kartöflu- mósi og brúnum kartöflum. Heilræði Treystið .ekki hinni hjegóma gjörnu konu. Hún er ávalt nr. 1 í sínum eigin augum. ★ Kona, sem ber virðingu fyr- 5r sjálfri sjer, er fegurri en ttjarna, já, fegurri en margar stjörnur á næturbjörtum himni ★ Drambsöm kona hrasar oft, því að hún sjer ekki það, sém er í vegi fyrir henni. ★ Guðirnir virða konuna, sem hugsar áður en hún talar. Orð- jn hrjóta eins og perlur af vör- um hennar. ★ Með konunni og barninu er eitt líkt: Bæði þurfa strahga hendi til þess að stjóma sjer: Silkisokkar og með- ferð þeirra 1 Það er nú orðið algengt að bera þannig á borð, að hver geti gengið að því og afgreitt sig sjálfur, ef svo má segja. Hjer er mynd af mjög smekklegu kaffiborði. þar sem hver og einn gestanna getur fengið sjer það sem hann gimist, án þess að taka sjer sæti. Það er oft mjög þægilegt að hafa þannig „standandi borð“. Stúlkur, sem mönnum geðjnst nð ENSKUR kvenrithöfundur segir, að til sjeu þrenskonar að — og hún mun eiga kollgát- stúlkur, sem mönnum geðjist una. í fyrsta flokki eru þær stúlk- ur. sem eru karlmönnum að skapi; i öðrum flokki þær, sem rnestri hylli ná hjá sínu eigin kyni, kvenþjóðinni; og í þriðja flokknum eru svo þær stúlkur, sern eiga því láni að íagna, að bæði karlar og konur viður- kenna, að þeim sje alt iil lista íagc. Sú stúlka, sem þeim karlmönn um, er kynnast henni, geðjast vel að, á ekki úr háum söðli að detta hjá öðrum ungum stúlk- um, og er það af þeirri einföldu ástæðu, að hún kærir sig ekki hót um þær. Alt, sem hún heí- ir tök á, til þess að þóknast., geymir hún sjer, þangað til hun á færi á að vera samvistum við karlmenn. Hún er ætíð falleg- ust, þegar hún á ramræðu við karlmann, augu hennar fá þá meiri . Ijóma og litarhátturinn fær á sig hlýlegri og hi-einm fclæ. Alt látæði henna»- verður þýðara, eins og allar ójöfnur sjeu í einni svipan horfnar og aí sorfnar. Eða hún er máske ein af þeim, sem kátína og glaðværð er eiginlegust. Hún lætur þá fjúka í hnittiyrðum og skarar fram úr í fjelags- lyndi. Hún er stundum að öllu leyti ágætisstúlka, en á því geta kar' mennirnir vanalegá áttað sig betur en kvenfólkið. Því frá því heimurinn fyrst varð til hefir kvenfólkinu verið ótrú- lega gjarnt á að tortryggja all- ar stúlkur, bæði yngri og eldri, sem karlmennirnir hafa ItVíð hýru auga. Unga stúlkan í öðrum flokki Álit bresks rithöfundar á sjer heilan hóp af vinstúlk- um. sem tilbiðja hana; hún er vanalega kat Dg fiörug og á- valt gjarnt til bressandi hlátra og æringjaskapar. — „Hún er svo skemtileg,. og svo gaman að vera með henni“, segja vin- stúlkurnar einróma. En hún er jafn greiðvikin og hún er fjörug. Ef rigning er eitthvert kvöldið, lánar hún óðara vinstúlkunni regnkápuna sína heimleiðis. Hana fær hún svo aftur eftir svo sem viku- tíma, en þá er hankinn slitinn og tveir af hnöppunum farnir veg allrar veraldar. Hún lánar með ánægju uppáhaldsbókina sína, og fær hana aftur með kaffiblettum á titilblaðinu, fitu blettum á víð og dreif innan í henni, og svo vantar þrjátíu síðustu blöðin aftan af. En hún lætur ekki hjartagæsku sína bila við þesskonar smávegis skakkaföll. Hún er ætíð reiðu- búin til þess að gera vinum sín um greiða, reiðubúin til að verja í þeirra þarfir tíma sín- um, peningum, hæfileikum og kunnáttu, reiðubúin með sam- úð sína og meðaumkvun og sitt hlýja hjartalag. Hún er í einu orði að segja eins og hún væri sköpuð til vináttu, þó Vináttan hins vegar sje ekki ætíð eins mikils virði fyrir hana sjálfa eins og fyrir vini hennar. Upp á hana má heim- færa það, sem segir í vísunni I rönsku: „Ávalt þar, sem einhver kyssir blíður, annar bara vangann sinn fram býður“. Og svo er það loks unga stúlkan öfundsverða, sem öll- um geðjast að, bæði körlum og konum, ungum og gÖmlum. Hún getur verið fögur ásýnd- um, en hún getur líka verið ó- lagleg. Hún getur verið á öll- um aldri, æskan byrjar’ á fimta árinu og getur stundum varað fram yfir fertugt. Hún getur verið ákaflega smekklega bú- in, en hún getur líka gengið lielegar til fara en þeir, sem einna ljelegast þykja klæddir. Ekkert af þessu gerir neitt til. Hún er samt yndisleg. Hún er elskuleg við alla, sífelt góð og þægileg. En á móti allri blíð- unni, sem hún sigrar með hjört un, kemur fullkomið jafnvægi af óbrigðulli skynsemi og frá- bærum vitsmunum. Vinir hennar geta reitt sig á hana takmarkalaust. Þeir finna, hve festan í skaplyndi hennar er óvanalega mikil. Sjálf hefir hún tíðast enga hugmynd um sína góðu eigin- leika og pau miklu áhrif, sem bún hefir. Ef hún van sier þrss meðvi: attdi, mundvi áhrif- in ekki framar verða söm og áfrur. í'pssí unga stúlka. er fyrir- mynd, fullkomin fyr’rmvnd, og sá maður, som giftist henni. gerur gert sjer vissa von urr. namingju, sem er hundrað sinnum meiri en hann á skilið. Þv’ miður kjósa .flestir karl- menn sjer holdur hir«s minni hamingju, með því .að ganga að eiga stúlku úr fyrsta flokki, m ö o. stúlkuna, sem er ekki að öllu leyti ágætisstúlka. Því svona eru nú karlmenn- irnh- einu sinni gerðir. — Svo regir að minsta kosti kvenrit- hofundurinn enski. ÞAÐ mun óhætt að fullyrða, að flestar stúlkur eyði stórfje- í sokkakaup, og sokkarnir sjeu einn hæsti gjaldliðurinn hvað föt snertir, enda ekki að furða, þar sem silkisokkar eru mest notaðir nú á dögum, og þeir eru ekki aðeins dýrir, heldur einnig oftast endingarlitlir. Þó- er það ckki altaf sokkunum sjálfum að kenna, gæðum þeirra, eða rjettara sagt göll- um. Stundum er óvarlega með þá farið. Ef sokkarnir eru t. d. þvegnir úr of heitu vatni, er hætt við að göt komi á þá, þeg' ar farið er í þá. Þá er heldur ekki gott að láta sokkana liggja í bleyti yfir nóttina, eins og sumir gera. Þeir hafa ekki gott af að vera í vatni lengur en nauðsynlegt er. Aftur á móti skaðar ekki þótt þeir sjeu þvegnir nokkuð oft, ef rjett er að íarið. Það má ekki nudda sokk— ana, heldur þvo þá varlega og kreista upp úr volgum, ekki mjög sterkum sápulegi. Síðan verður að skola þá vel upp úr hreinum vötnum, og hafa síð- asta skolvatnið kalt, og ofur- lítið edik í því. Það kemur i veg fyrir, að sokkarnir upplit- ist. Þá má ekki þurka sokkana við hita, eða breiða þá til þerr- is á miðstöðvarofninn, ef þeir eiga að endast vel. Annaðhvort eru þeir hengdir til þerris á köldum stað, eða, ef um fínni sokka er að ræða, teygðir, sva að þeir fái rjetta lögun, og breiddir til þerris á rúm, stól- bak eða annað, sem henta þyk- ,ir. — liolt að tata HVAÐ svo sem annars vei’ð- ur sagt um ágæti hinnar þöglu konu, er þrátt fyrir alt afar holt að tala. Það styrkir lung- un og er góð Teikfimi. Þetta segir franskyr læknir, sem er sjerfræðingur í lungnasjúkdóm um. Hann vill breyta máltæk- inu: „Að tala er silfur —< —“ og segja: „Að tala er að anda djúpt og heilsusamlega, að þegja er að fá broncitis“. Þar cr fengin vísindaleg sönn un fyrir því, að það er skyn- samlegt af kvenfólkinu að rabba saman um daginn og veginn, um alt og ekkert. Það er hressandi. Og það er rjett af húsmóðurinn að syngja við húsverkin. Það er einnig hress- andi. Þá er það komið upp úr kaf- inu, að mælgi kvenfólksins gerir það langlífara en karl- mennina! Eins og hinn franski læknir segir: „Konurnar segja síðasta orðið af því að þær lifa lengur, og þær lifa lengur af því að þær segja síðasta orð- ið“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.