Morgunblaðið - 18.04.1944, Page 10

Morgunblaðið - 18.04.1944, Page 10
30 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagnr 18. apríl 1944 ^J^i/enLjóÉin o ^JJeimiíiÉ Þjátfið rödd yðar Gáfur mannsins sjást á enni hans og augum, hjarta hans á svipnum, en sálin birtist í rödd inni einni. Longfellow. ★ I daglegu lífi þínu er fátt sem stuðjar eins að hæfileika þín- um til þess að umgangast aðra eins og rödd þfn. ^__ ★ _____________________ Ekkert sýnir eins vel persónu leika þinn, umhyggjusemi og sjálfsstjórn, og þessvegna get- ur þú aldrei ofmetið hana. Varðveittu hana vel og þrosk- aðu. w f ★ _____________________ Vendu þig á að tala hægt og rólega og í lágri tóntegund. Skræk rödd er mjög leiðinleg, og gefur oftast til kynna að við- kömandi sje taugaveiklaður. ★ Ef þú finnur, í miðri deilu eða heitum kappræðum, að rödd þín fer hækkandi, þá stansaðu andartak. Andaðu djúpt að þjer og lækkaðu tóninn þar til hann er aftur eðlilegur. Þú munt komast að raun um, að það minkar tauga-áreynslu þína, og hjálpar þjer til þess að gera þjer grein fyrir, hversu lítilfjör leg deilan hafi verið. ★ ' Vendu þig að bera orðin skýrt fram og nota ekki þessi leiðin- legu hljóð ah-ah“ og „eh-eh“. Þau gefa greinilega til kynna, að sá, sem talar, sje að fálma eftir rjettum orðum í rugluð- um kolli sínum. ★ Reyndu að hafa taumhald á tungu þinni, þannig, að þú ekki talir hraðar en þú hugsár. Hugs aðu hverja setningu, áður en þú talar hana. Reyndu að ein- beina huganum að einni hugsun í einu og forðastu langar, sam- settar setningar. ★ Reyndu að leita ekki hjálpar handa þinna og axla, þegar þú ert að koma á framfæri því, sem þú ætlar að segja. Eina ráðið gegn handapati og axla- yptingum, er að muna „Gerðu það ekki!“ ★ Nauðsynlegt til þess að rödd- in verði falleg er, að nefgöngin sjeu ekki stífluð, því að þá myndast mjög leiðinlegt nef- hljóð. Ef þú ert nefmæltur, ætt- irðu að leyta læknis. Þá er og mjög leiðinlegt, að fólk tali eins og það sje að syngja. Reyndu að tala með skemtileg- um áherslum. Hlustaðu á þá sem hafa fallega rödd og at- hugaðu síðan vel muninn á rödd þeirra og þinni. ★ Eins og vel undirbúin herferð hepnast vel, munu kerfisbundn ar og einlægar tilraunir þínar til þess að bæta rödd þína, bera góðan árangur. (Your Lifa). | 1 1 Þægilegur búningur Þótt mörgum þyki búningur sá, sem þið sjáið hjer á myndinni, lítt kvenlegur, þá er hann óneitanlega þægilegur. — Til vinstri: marínubláar og hvítar buxur og blá peysa. í miðjunni: svartar buxur, með grænni rönd á hliðunum, og rykkt blússa. Til hægri: svartur og gulur búningur. Sjúkraheimsóknir Það er aðeins fallegt og sjálf- sagt að heimsækja þá sem sjúk- ir liggja og gleðja þá með blóm um, gjöfum og sælgæti, segja þeim frjettir o. s. frv. Eii það eru til menn, sem algjörlega misskilja sitt hlutverk, þegar þeir fara í sjúkravitjanir. Oft og einatt er það aðeins hugs- unarleysi, sem veldur. T. d. er lítil hugulsemi í þvi, að sitja tímum saman yfir sjúk- ling, og þylja upp fyrir honum allar þær skemtanir, sem hann hafi' farið á mis við, öll þau skemtilegu samkvæmi sem ný- lega hafi verið haldin, hvers'u dásamlegt sje að spóka sig úti í góða veðrinu o. s. frv. Slíkt tal getur sært sjúklinginn, og gert það að verkum, að hann finnur enn meir til þess, að hann skuli vera þannig inni- lokaður og ósjálfbjarga á með- an aðrir fá að njóta lífsins í ríkum mæli. Þá er einnig lítt viðeigandi að gesturinn tali mikið um sjúk dóma og haldi Jieila fyrirlestra yfir hinum sjúka, um svipuð sjúkdómstilfelli og hann sjálf- ur hefir orðið fyrir, og sem far- ið hafi misjafnlega. Slíkt get- ur haft ill áhrif á heilsu og bata hins sjúka, þótt það ef til víll kunni að vera sagt í bestu mein ingu. Það er ekkert á móti því áð heimsækja þá sjúklinga, sem á annað borð þola heimsóknir, sitja hjá þeim dálitla stund, og rabba glaðlega við þá um dag- inn og veginn, telja í þá kjark, ef svo ber undir, og færa þeim skemtilegtfr ' frjettir, er þeir hafa gott af að heyra. En of þaulsetinn gestur og málugur, þreytir sjúklinginn fljótt, og gerir honum meira ógagn en gagn. Til dæmis um það, hversu skaðlegar langar heimsóknir eru álitnar sjúklingum, má geta þess, að á stærstu og fullkomn- ustu sjúkrahúsum Ameríku get ur að líta svofelda áletrun: „Of löng heimsókn lengir dvöl sjúklingsins hjer“. Molar Sannur heimskingi er aldrei í vandræðum. St. John Ervine. * ★ Sjálfstraust er fyrsta skilyrð- ið til dáða. Samuél Johnson. Það er miklu auðveldara að vera gagnrýninn en rjettlátur. Publius Syrus. ★ Byggingarlist er frosin hljómlist. Goethe. ★ Ekkert þarfnast eins um- bóta og siðir annara manna. Mark Twain. MaSreiðsla SUPUR. Mínútusúpa: Efni: 3 gulrætur 3 stórar kartöflur 14 sellerí 1 lítilpurra 50 gr. smjörl. 2 1. vatn 1 stór súputeningur salt. Sellerí, gulrætur og kartöfl- ur þvegið vel, afhýtt, rifið á grófu grænmetisjárni eða skor- ið í fínar ræmur, purran skor- in í þunnar sneiðar, smjörið brúnað lítið eitt, grænmetið lát- ið í og brúnað ca. 10 mín. Þá er vatninu helt yfir, súputen- ingurinn og salt látið í. Súpan soðin í 20 mín. / , í Eplasúpa. Efni: 125 gr. epli 1% 1. vatn ca. 100 gr. sykur Örlítið salt 25 gr. hrísmjöl Örlítið kalt vatn. Eplin eru skoluð og soðin í vatninu ca. Vz tíma. Þá mosuð og mæld í pottinn aftur, sykur og salt látið í. Þegar sýður, er jafnað með hrísmjölinu, sem áð ur er hrært út í köldu vatni. Suðan látin koma vel upp. m Sænsk súpa. Efni: 1 væn gulrót % purra eðalaukur 125 gr. hvítkál 1 1. kjötsoð 40 gr. smjörl. 40 gr. hveiti 1 1. mjólk Salt ef þarf. Gulrót og purra skorið í sneiðar og hvítkálið í örmjóar ræmur. Soðið hitað, grænmet- ið látið í og soðið ca. 20 mín. Þá er smjörið brætt, hveitinu jafnað saman við, þynt út með heitri mjólkinni og grænmetis- súpunni. Súpan soðin í 5—10 mín. Salt látið í, ef þarf. Fátæktin er engin ógæfa, en hún er skolli óþægileg. Sydney Smith. Sá efri er úr dökku filti og með Nýtísku hattar. slöri niður fyrir andlitið. Sá neðri er með silfurrefaskinni. Stafabók fyrir úrsaum Það hefir löngum verið yndi konunnar að fegra og prýða heimili sitt á alla lund með fal- legum útsaumi og annari handavinnu. Og svo mun enn vera. Nú er nýkomin á bókamarkaðinn Stafabók fyrir útsaum, er virðist vera þarfaþing hið mesta. Þar er að finna fjörutíu mismunadi stafagerðir, þar á meðal höfðaletur, og auk þess marga fallega uppdrætti í vasaklútahorn o. m. fl. Er bók þessi mjög snotur að öllum frágangi. Hjer að ofan sjáið þið fimm sýnishorn úr bókinni. : , * ; ; c •' | t , ■ . ri' :; * ; , . t i ' i • „ t , ; ' . t I i i« 11 s:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.