Morgunblaðið - 20.05.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.05.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardag'ur 20. maí 1944 Fimti herinn ræðst að „Leggið ekki of mikið Hitlervirkjunum Áttundi herinn nálgast þau eftir töku Cassino London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. FRANSKAR OG AMERÍSKAR hersveitir úr fimta hernum eru nú komnar að Hitlervirkjunum og hermdu frjettaritarar seint í gærkvöldi, að árásir væru byrjaðar á fremstu stöðvar þeirra. Áttundi herinn nálgast og virki þessi á leið sinni frá Cassino. Fremstu sveitir bandamanna hafa nú sótt fram um 27 km síðan sóknin hófst, og er álitið að bráðlega verði gerð allsherjaratlaga að Hitlervirkjunum. Þjóðverjar halda undan í átt til virkjanna, sumstaðar allhratt, en annarsstaðar er snarpt viðnám veitt herjun- um, sem.eftir sækja. Hafa bardagar víða verið mjög harðir í dag og gær. De Gaulle hefir heimsótt franska herinn, sem berst á þessum slóðum, og var hann áhorfandi að því, er Frakk- ar tóku þor eitt í gær. Hrós- ar De Gaulle mjög herjun- um. Bandamenn eru nú að ryða vegi gegnum rústir Cassino, en svo er sagt, að það sje eini bærinn, sem enn hefir verið tekinn á Ítalíu, þar sem engan fulltrúa her- stjórnarinnar þurfi til þess að fara með almenn mál bæjarbúa, þar sem bærinn sje algerlega í eyði. Hefir herstjórnin bannað nokkr- xim íbúa borgarinnar að snúa þangað aftur fyrst um sinn, þar sem mikið er af jarðsrengjum í rústunum og auk þess ekkert skýli að hafa fyrir fólkið. Árásir á Berlín og Brunschweig í gær London í gærkveldi. BERLÍN og Brunschweig urðu fyrir árásum flugvirkja og Liberatorflugvjela í dag, að því'er tilkynning flugherstjórn ar Bandaríkjamanna á Bret- landseyjum segir frá. Var veð- ur sæmilegt og sáust skotmörk in vel. Loftorustur urðu mikl- ar og fórust alls 26 sprengju- flugvjelar og 19 orustuflug- vjelar Bandaríkjamanna. — Fjöldi þýskra orustuílugvjela var skotinn niður. — I kvöld var ráðist á Budapest, að því er Ungverjar segja, og loftsókn- inni á síöovar handan Ermar- sur.ds haldið áfram. — Reuter. Þjóðverjar farnir fra Tangier. London í gærkveldi —: Spán- yerjar hafa nú lokað ræðis- mannsskrifstofum Þjóðverja í Tangier, en Bretar hafa leyft að flytja starfsmenn þeirra yf- ir Gibraltarsund til Spánar, en þaðan fara þeir heim til Þýska- láMs. — Reiiter. 75 ÁRA HEIÐURS drengurinn, Ing- var Guðmundsson, Strandgötu 45 í Hafnarfirði, er 75 ára í dag. Hann er fæddur að Hlíð í Garða hverfi 20. maí 1869. Foreldrar hans voru Guðmundur Eyjólfs- son bóndi þar og kona hans Ing unn Magnúsdóttir, sem bjuggu þar langan aldur, æfinlega í tvíbýli, lengst af með móður Einars Þorgilssonar og s'íðar með honum þar til Einar flutt- ist til Hafnarfjarðar og gerðist athafnamikill kaupsýslu og út- gerðarmaður, sem alkunnugt er. Vinskapur hefir alla tíð verið milli þessara heimila, enda var Ingvar um eða yfir 40 ár á skipum Einars og sýnir þetta best vinskap og trygglyndi beggja þessara mætu manna. Ekki kæmi mjer á óvart, sem þessar línur rita, þó Ingvar væri við togara-vinnu í dag, hinn sí- vinnandi eljumaður, með sitt venjulega prúða en þó glaða viðmót. Ingvar hefir eignast 7 börn, með fyrri konu sinni, Halldóru Þorgilsdóttur frá Miðengi, þau Þorgils, Guðmund og Rebekku og með seinni konu sinni, Guð- rún Andrjesdóttur, þau Helgu, Unnur og Ingunni, sem öll eru á lífi, og Halldór, sem dó um ivítugl. Það er ekki meining mín að skrifa neina lofgjörð um þig, Ingvar minn, enda veit jeg að þú kærir þig um margt annað frekara. En ósk mín er sú, á- saml fj‘Ida annara vina þinna, að æfikv‘ld þilt mætíi verða jafn fagurt og alt þitt líf hefir Verið. Guð blessi heimili ykkar hjona. Vinur. Aðalhmdur Frjáls- lynda safnaðarins AÐALFUNDUR Frjálslynda safnaðarins var haldinn í Frí- kirkjunni á uppstigningardag. Stjórnin var endurkosin að öðru en því, að í stað Ólafs Ó- lafssonar kolakaupm. og St. Thorarensen lögregluþj., sem báðust pndan endurkosningu, voru kosnir Lúðvík Bjarnason kaupm. og Ingi Árdal heildsali. I vara stjórn voru kosnir: frú Sigr. Einarsd., Sigurhans Hann esson verkstj. og Sig. Ingimund arson efnaverkfr. — Stjórn kirkjubyggingarsjóðs var kos- in: Gunnar Kvaran heildsali, Olafur Sveinbjörnsson lögfr. og Hans Kristjánsson forstjóri, og í safnaðarráð Jón Jónsson kaupm., Rangá. í skýrslum prests og forT manns kom fram, að mikill á- hugi er meðal safnaðarfólksins og hefir meðlimum fjölgað á liðnu ári um á fjórða hundrað manns. Gjaldkeri safnaðarins gerði grein fyrir fjárhagsafkom unni og Stefán Thor. lýsti því, að bílhappdrættið hefði gengið svo vel, að hver miði hefði selst. Samþykt var að hafa safn- aðargjöld þau sömu- og hjá öðr um söfnuðum bæjarins, kr. 15, á þessu ári, og ennfremur að fela tollstjóra mnheimtuna eins og aðrir söfnuðir bæjarins hafa gert. Mikill áhugi kom fram fyr- ir hinu nýja happdrætti safn- aðarins, sem getið er annars- staðar hjer í blaðinu, og eftir- farandi ályktun samþykt: „Að- alfundur Frjálsl. safn. í Rvík skorar á alt safnaðarfólk að beita sjer af alefli fyrir hinu nýja happdrætti og lýsir yfir því, að gefnu tilefni, að aldrei hefir komið til mála að hætta við kirkjubyggingarmál safn- aðarins“. Samþykt var á fundinum að halda kynningarkvöld fyrir safnaðarfólk og gesti þess í Tjarnarcafé 25. þ. m. Um lýðveldismálið var þessi ályktun gerð: „Aaðalsafnaðar- fundur Frjálslynda safnaðar- ins í Reykjavík lýsir sig ein- dregið fylgjandi stofnun lýð- veldis á íslandi og skorar á alt safnaðarfólk og alla aðra kjós- ■endur að neyta atkvæðisrjettar síns til þess“. Þessi ályktun var samþykt með því að allir risu úr sætum. Landgöngur á Nýju- Guineu. Washington í gærkveldi. BANDAMENN hafa enn sett her á land á tveim stöðum á hollensku Nýju-Guineu. Er tal ið, að nú kreppi þar mjög að Japönum. Var engin mótspyrna á öðrum staðnum, en á hinum urðu harðar orustur og urðu bandamenn að beita rakettu- byssum sínum, áður en þeir féngju brotið mótspyrnu Jap- ana á bak aftur. — Reuter'. upp úr innrásinni“ — segir Smuts London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins SMUTS marskálkur, forsæt- isráðherra Suður-Afríku flutti ræðu í Birmingham í dag, er hann var gerður að heiðurs- borgara þeirrar borgar. Sagði hann meðal annars, að menn mættu ekki gera of mikið úr þýðingu innrásarinnar, þar sem hún væri aðeins liður í sókn, sem hafim yrði í einu úr þrem áttum, og mætti svo vel fara, að hernaðurinn á Ítalíu yrði drjúgari í því að koma Þjóð- verjum á knje, en innrásin sjáif. , Sagði Smuts, að menn skyldu taka vel eftir hernaðinum við Miðjarðarhaf, því þar hefðu óvinirnir bugasl fyrst í fyrri styrjöldinni, og mætti svo enií fara. Hernaðinn til úrslita gegn Þjcðverjum kvað Srnuts verða bæði að austan, vestan og sunn an og gaf í skyn að ekki vrði mjög langt að bíða, uns hafisfc yrði handa. — Raunar kvað Smuts sóknina að vestan löngu byrjaða, með hinni miklu loft- sókn. „En mönnum skjátlasfc alvarlega, ef þeir setja allar sinar vonir á innrás“. 1 Sumts sagði að stofna byrfti Bandaríki Evrópu eftir sh’íðið, og ennfremur endurbæta út- gáfu Þjóðabandalagsins forna. Kvað Smuts verða að sjá svo u.m, að vagga menningarinnar, Evrópa, yrði ekki eyðilögð eftir styrjötdina. Þjóðverjar skjófa 47 flugforingja bandamanna London í gærkveldi. Ulanrikismálaráðherra Breta Anlhony Eden, tilkynt í neðri málstofu breska þingsins í dag, að honum hefði birist fregnir frá ríki því, er gætir hagsmuna Brela í Berlín, þess efnis, að Þjóðverjar hefðu skolið 47 flugforingja, sem flýðu úr fangabúðunum Stalag III. í marsmánuði seint. Alls flýðu yfir 70 ílugforingjar, en 15 hafa náðst, og 14 eru enn ó- fundnir. Hinir 47 voru ýmist skolnir, er þeir voru að reyna að strjúka áf nýju, eða er þeir sýndu mótþróa, þegar verið var að ná þeim aftur. Af liðsfor- ingjum þeim, sem skotnir voru, voru 25 frá Bretlandi, en hinir ýmist frá samveldislöndum Breta, eða Noregi, Póllandi, Grikklandi eða Frakklandi. — Breska stjórnin hefir sent þýsku stjórninni orðsendingu þar sem krafist er nákvæmari fregna af atburðum þessum. — Reuter. Hrakfarir Japana í Norður-Burma London í gærkveldi. JAPANAR hafa goldið mik- ið afhroð í bardögum í Norður- Burma, þar sem bandamenn tóku af þeim flugvöll að óvör- um. Eru bandamenn nú komn- ir þarna inn í úthverfi þýðing- armikillar borgar, og hafa rof- ið samgöngur milli hennar og aðalstöðva Japana . á þessu svæði. — Hafa Japanar nú byrjað að beita flugher sínum á þessum slóðum, en það hafa þeir ekki gert fyrr. — I Buður- Burma og við Impal er ekKi mikið barist sem stendur. —- feeuter. Skúrinn á Lækjar- iorgi vorður lekinn burt Á BÆJARRÁÐSFUNDI í gær var borgarstjóra falið að láta taka burtu skóburstunarskúr * þann, sem nú er á Lækjartorgi, Bæjarbúar munu fagna þessu, því að skúrinn hefir alla tíð verið til leiðinda og síst til prýði. ■ • • •---- Froðieg mynd í Tjamarbíó TJARNARBÍÓ sýnir þessa daga skemtilega og- fróðlegá mynd úr frumskógunum kring um hið vatnsmikla Amazbn- fljót í Suður-Ameríku. Efni, myndarinnar er það, að ung- ur dýrafræðingur tekur sjer ferð á hendur til þess að nái ýmsum dýrum frumskógarinS iifandi til þess að flytja þan í dýragarða. Honum heppnað-< ist vel ferðin og kemur heim' með mörg dýr, t. d. hljebarða. og hvolpa hans, slöngur, maur ætur, apa, fugla og hinn risa- vaxna krókódíl JACARE. —. Dirfska þeirra fjelaga við handsömun dýranna og klók- indi eru undraverð. Myndin ei‘, samfeld kenslustund í dýra- lífi frumskóganna, þar sem dýrin sjást í sínum eigin heim kynnum, ýmist í leik eða, grimmilegum bardögum. Sjer- staklega skal börnum og ung- lingum bent á nð sjá JACARE myndina, .því að hún er bæði] lærdómsrík og skemtileg. Kuldar í Bretlandi. London í gærkveldi —: Af- numið hefir verið bann við því að hita upp íbúðir í Bretlandi, en bann þetta var sett í gildi fyrir skömmu, og bendir þessi ráðstöfun til þess, að kuldar hafi verið og sjeu miklir í Bret jandi um þessar mundir, ! ly H l I 1 l i i I i | [i , | Lt i i . , ■— Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.